Morgunblaðið - 21.02.2015, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 21.02.2015, Qupperneq 43
ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2015 Seinna, eftir að ég kom heim frá námi, fluttu ég og fjölskyldan á Kirkjuteig 11 og þar eru börnin mín alin upp. Faðir minn gekk í Laugar- nesskóla, síðan við systkinin og loks börnin mín. Fyrir mér varð þetta því hverfi fjölskyldunnar. Mér er því afskaplega hlýtt til Teiganna sem hafa lítið breyst frá því ég man fyrst eftir mér. Mér er tamt að líta svo á að Teigahverfið sé svolít- ið sér á parti í borgarmyndinni, svona eins og lítill bær í borg. Þarna hefur alltaf verið til staðar öll sú þjónusta sem fólk þarf oftast á að halda, versl- anir, fiskbúð, apótek, kirkjan og skól- inn, Laugardalurinn og fjaran fyrir okkur krakkana. Auk þess voru KFUM og KFUK með blómlegt æskulýðs- og unglingastarf í hverfinu sem ég tók mikinn þátt í frá níu ára aldri. Ekki má svo gleyma sundlauginni sem gegndi stóru hlutverki á mínum uppvaxtarárunum. Ég varð synd mjög ung og sótti mikið í laugina enda voru foreldrar okkar alltaf dug- leg að fara með okkur í sund, hvort heldur í Laugardalslaugina eða hinar ýmsu laugar á landsbyggðinni þegar við vorum á ferðalögum. Nú er ég hins vegar nýflutt í Litla- gerði sem er skammt frá Bústaða- kirkju. Ég hef því lengst af búið í ná- grenni við fallegar kirkjur og er mjög sátt við það.“ Auður starfaði í rúm sautján ár í grunnskóla en samtímis að hluta í Kennaraháskóla Íslands. Árið 2006 hóf Auður fullt starf við Kennaraháskóla Íslands sem síðar sameinaðist HÍ og er nú Mennta- vísindasvið HÍ. Frístundir sínar hefur Auður fyrst og fremst helgað fjölskyldunni, kristi- legu æskulýðsstarfi, handavinnu og útivist í nærumhverfinu. Sem stelpa tók hún þátt í KFUK í Laugarnesinu, síðan unglingastarfi Laugarneskirkju og KFUM og KFUK. Á mennta- skóla- og háskólaárum vann hún í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi og seinna í sumarbúðum félagsins í Öl- veri, Vindáshlíð og Hólavatni sem forstöðukona. Hún var einnig virk í starfi KSS, Kristilegra skólasamtaka, á menntaskólaárunum. Þá hefur hún setið í stjórn KFUM og KFUK á Ís- landi um nokkurra ára bil og síðust ár gegnt starfi formanns stjórnar fé- lagsins. Fjölskylda Auður giftist 23.1. 2010, Ingólfi Ás- geiri Jóhannessyni, f. 1.4. 1954, pró- fessor við Menntavísindasvið HÍ. Foreldrar hans: Gerður Benediks- dóttir, f. 20.1. 1920, húsfreyja að Skútustöðum III í Mývatnssveit, og Jóhannes Kristjánsson, f. 9.11. 1901, d. 13.6. 1956, pípulagningameistari á Akureyri. Fyrri maður Auðar er Þórarinn Jón Jóhannsson, f. 21.8. 1963, land- fræðingur hjá Reykjavíkurborg. Börn Auðar og Þórarins eru Páll Ágúst Þórarinsson, f. 29.1. 1995, nemi við MR; Bjargey Þóra Þórarinsdóttir, f. 7.10. 1998, nemi við MR. Systkini Auðar eru Guðmundur Pálsson, f. 25.5. 1963, upplýsinga- fræðingur, búsettur í Reykjavík; Guðbjörg Pálsdóttir, f. 6.1. 1966, hjúkrunarfræðingur, búsett í Reykja- vík. Foreldrar Auðar: Hrafnhildur Magnúsdóttir, f. 18.2. 1938, banka- maður, og Páll Guðmundsson, f. 13.8. 1934, d. 13.4. 2001, innanhúsarkitekt. Úr frændgarði Auðar Pálsdóttur Auður Pálsdóttir Páll Guðmundsson íshússtj. í Hnífsdal Guðrún Sólborg Jensdóttir húsfr. í Hnífsdal Guðmundur Jón Pálsson húsgagnasmiður í Rvík Auður Pálsdóttir húsfr. í Rvík Páll Guðmundsson húsgagnasmíðameistari og innanhússarkitekt í Rvík Páll Árnason lögreglum. í Rvík Kristín Árnadóttir húsfr. í Rvík Pálmi Erlendsson b. í A-Húnavatnssýslu, síðar í Rvík Jórunn Sveinsdóttir húsfr. í A-Húnavatnssýslu, síðar í Rvík Magnús Pálmason bankaritari í Rvík Guðbjörg Erlendsdóttir húsfr. í Rvík Hrafnhildur Magnúsdóttir bankam. í Rvík Erlendur Erlendsson bóndi, síðast á Hnausum Sigurbjörg Þorseinsdóttir húsfr. á Blöndudalshólum og Hnausum í A-Húnavatnss. Á Þingvöllum Auður og Ingólfur. Hjörtur fæddist í Reykjavík21.2. 1922. Foreldrar hansvoru Pjetur Þórhalli Júlíus Gunnarsson, stórkaupmaður og end- urskoðandi í Reykjavík, og Svan- fríður Hjartardóttir húsfreyja. Bróðir Pjeturs var Steindór í Steindórsprenti. Pjetur var sonur Gunnars Björns- son, skósmiðs í Reykjavík, og k.h., Þorbjargar Pétursdóttur húsfreyju, en Svanfríður var dóttir Hjartar Hjartarsonar, trésmíðameistara í Reykjavík, og k.h., Sigríðar Guð- finnu Hafliðadóttur húsfreyju. Eftirlifandi eiginkona Hjartar er Laura Frederikke Eggertsdóttir Claessen húsfreyja en börn þeirra eru Soffía Kristín sem er látin, bók- ari; Hjörtur Hannes Reynir, starfs- maður hjá Garðheimum; Halla, starfsmaður hjá Icelandair, Jean Eggert, rafvirki, slökkviliðsmaður og hestabóndi, og Laura, húsfreyja í Þýskalandi. Hjörtur lauk stúdentsprófum frá MR 1941, prófi í viðskiptafræði frá HÍ 1945, stundaði nám hjá Redovis- ningstekniska Byrån í Stokkhólmi, lauk löggildingarprófi í endurskoðun 1950 og prófi í kerfisfræði og for- ritun bókhaldsvéla við Burrough́s College í Detroit í Bandaríkjunum 1953. Hjörtur starfrækti eigin endur- skoðunarskrifstofu í Reykjavík frá 1946 og til æviloka. Auk þess var hann sérfræðingur við Seðlabanka Íslands 1975-89, fyrst í lánadeild en síðar í rekstrardeild, og átti sæti í gjaldmiðilsnefndinni sem undirbjó gjaldmiðilsbreytinguna 1981. Hjörtur var formaður Félags við- skiptafræðinga, einn af stofnendum Lionsklúbbsins Fjölnis og formaður hans um skeið, félagi í Oddfellow, sat í stjórn Asma- og ofnæmisfélags- ins og var formaður þess og fulltrúi á sambandsþingum SÍBS. Hjörtur var góður píanóleikari og lék töluvert á dansleikjum í Reykja- vík á sínum yngri árum, m.a. með Poul Bernburg og hljómsveit. Hann var alla tíð mikill áhugamaður um garðrækt og hugsaði vel um eigin garð í Skerjafirðinum. Hjörtur lést 29.12. 1993. Merkir Íslendingar Hjörtur Pjetursson Laugardagur 101 ára Hólm Kr. Dýrfjörð 90 ára Ingólfur Guðnason Ingunn Björnsdóttir Kristín Stefánsdóttir 85 ára Garðar Guðmundsson Ólöf Sigríður Sigurðardóttir Unnur Konráðsdóttir 80 ára Aðalbjörg Pálsdóttir Emil Jónasson Kolbrún Karlsdóttir 75 ára Dagný Jóna Jóhannsdóttir Geirþrúður Johannesen Jóhanna Guðmundsdóttir Kristín Kjartansdóttir Ólafur Magnússon Ólöf Ester Karlsdóttir Celin Sturlaugur Grétar Filippusson 70 ára Kristín Gunnlaugsdóttir Kristján Jóhannesson Már B. Gunnarsson Sylvía Þórunn Hallsteinsdóttir 60 ára Freysteinn Guðmundur Jónsson Gréta Björg Jósefsdóttir Guðbjörg Vallaðsdóttir Haraldur Örn Haraldsson Inga Stefánsdóttir Ingimundur Bernharðsson Margrét G. Sigurbjörns- dóttir Ósk Ólöf Sigurðardóttir 50 ára Aelita Jurkevica Ásta Björg Ásgeirsdóttir Björg Guðjónsdóttir Brynjólfur T. Benediktsson Guðný Sigurjónsdóttir Haraldur Guðmundsson Hörður Magnússon Katrín Björg Jónasdóttir Kristinn Guðmundsson Lára Svansdóttir Loftur Þór Ingason Pála Gísladóttir Ragnar Pálsson Roman Michal Grzeda Sigvaldi Óskar Jónsson 40 ára Atta Mohamd Sufy Ásta Lilja Ásgeirsdóttir Hrafnhildur B. Guðmundsdóttir Inga Lilja Lárusdóttir Jóna Kolbrún Árnadóttir Kolbrún Kristín Karlsdóttir Kristbjörg H. Sigurgísladóttir Mari Johanna Hyyrynen Pétur Ingi Grétarsson Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir Snædís Hjartardóttir Þorsteinn Mar Sigurvinsson Þórdís Bjarney Guðmundsdóttir Þórdís Sigfúsdóttir 30 ára Arnar Magnússon Bjarki Ragnarsson Björn Jónsson Jana Jurecková Lina Visbergiene Ragnar Helgi Borgþórsson Sandra Björk Jónsdóttir Sigurður Oddsson Sonja Brödsgaard Guðnadóttir Sorakan Naewsoong Sólveig Kanthi Engilbertsdóttir Tomasz Dabrowski Sunnudagur 90 ára Halldór Aðalsteinsson 85 ára Sjöfn Guðjónsdóttir Þuríður Unnur Björnsdóttir 80 ára Herdís Gunnlaugsdóttir Jón Þórðarson Magnús Jónsson Sverrir Garðarsson 75 ára Gunnar Bjartmarsson Gunndór Sigurðsson Kristín Ólöf Hermannsdóttir Sigurður I. Ólafsson Sigurjón Jónasson Þórður Garðarsson 70 ára Ala Dzmitryieva Ásta J. Claessen Hallgerður Ásta V. Guðjónsdóttir Svala Jónsdóttir 60 ára Einar Guðlaugsson Eiríkur Sturla Jóhannesson Elín Anna Antonsdóttir Friðrik Ari Þrastarson Guðrún Sigurbjörg Júlíusdóttir Gunnar Jóhannsson Halldór Árni Sveinsson Halldór Leifsson Haraldur Tryggvason Hjördís Harðardóttir Jónína Óskarsdóttir Ólafur Kjartansson Ragnheiður Guðnadóttir Sesilía Helga Magnúsdóttir Sóldís Elfa A. Loftsdóttir Vigdís B. Esradóttir Þórhallur Pálsson 50 ára Baldur Jörgen Daníelsson Björn Guðmundsson Guðný Reynisdóttir Hólmfríður J. Þorvaldsdóttir Hrönn Reynisdóttir Jóhann Kristinn Hjálmarsson Jóhann Sigurþórsson Kristín Ólöf Jansen Kristjana Schmidt Kristján Bjarnason Ragnhildur Helga Ingólfsdóttir Rögnvaldur Ottósson Sigríður Kristín Ólafsdóttir Sigurgrímur Ingi Árnason Steinunn Björg Jónsdóttir 40 ára Andreas Macrander Davíð Þór Bragason Eric Eduard Heinen Gunnlaug Guðmundsdóttir Hrafnhildur F. Kristinsdóttir Hrafnhildur Guðmundsdóttir Ingibjörg Áskelsdóttir Loftur Sveinn Magnússon Unnur E. Hafstað Ármannsdóttir Þór Jóhannesson 30 ára Magdalena Malgorzata Wenta Magdalena Zimny Ólafur Sigurgeirsson Siriporn Wattanaset Tómas Árni Ómarsson Vignir Arnar Svafarsson Til hamingju með daginn Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033 Flottir í fötum Ný sending af Bertoni jakkafötum fyrir töffara á öllum aldri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.