Morgunblaðið - 21.02.2015, Síða 44

Morgunblaðið - 21.02.2015, Síða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2015 Undirþrýstingur í miðeyra með vökva. Eftir þrýstingsjöfnunmeðOtoventblöðru, miðeyrað opið og engin vökvi. Otovent meðferðin er til að létta á undirþrýsting í miðeyra. Getur fyrirbyggt og unnið á eyrnabólgu og vanlíðan með því að tryggja að loftflæði og vökvi eigi greiða leið frá miðeyra. Meðferð getur dregið úr eyrnabólgum, sýklalyfjanotkun, ástungumog rörísetningum. Læknar mæla með Otovent. Klínískar rannsóknir sýna gagnsemi við lokun í miðeyra, skertri heyrn eftir eyrnabólgur, óþægindum í eyrum við flug, sundferðir eða köfun. Otovent er einfalt og þægilegt fyrir börn og fullorðna. Rannsóknir sýna góðan árangur. CE merkt. Fæst í apótekum Fyrsta hjálp til að laga og fyrirbyggja eyrnabólgur Viðurkennd meðferð Umboð Celsus ehf Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Sum af bestu listaverkunum urðu til fyrir „mistök“, nokkuð sem leiddi þig í aðra átt en þú ætlaðir upphaflega. Fylgdu þessu ráði þótt nýtt verkefni sé að reyna að soga þig til sín. 20. apríl - 20. maí  Naut Ef þú leggur áherslu á að hlusta og taka á móti visku annarra muntu koma mjög miklu í verk með mjög litlu erfiði. Gáðu hvað þú átt mikið og hvað þú skuldar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Óvænt áform um ferðalög gætu komið þér á óvart. Bilanir eða tölvuvandræði geta annaðhvort aukið álagið eða neytt þig til að gera hlé á vinnunni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Persónuleg vandamál valda þér áhyggjum og taka stóran hluta af tíma þín- um. Af hverju að vera vandfýsinn? Éttu allt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Kannski að rökvísin sé ekki fullkomin – ekki nærri því. Veislur, orlof, afþreying með smáfólkinu, ást og rómantík auka á gleðina í lífi þínu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú finnur fyrir óvenjumiklu sjálfstæði og uppreisnargirni og vilt alls ekki láta segja þér fyrir verkum. Gleymdu þó ekki að vera til staðar og aðstoða vini þína sem á því þurfa að halda. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert uppreisnargjarn í eðli þínu og blóðið ólgar í þér í dag. Láttu verða af því – það mun ganga vel! 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þráir stöðugleika í sam- böndum þínum en stöðugleiki er ekki mögu- legur eins og stendur. Að klæðast og innrétta er ekki duttlungar í þínum augum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú munt sjá að eitt er um að tala og annað í að komast. Víktu til hliðar, dragðu djúpt andann og hafðu í huga að þetta snýst ekki um að „sigra“. 22. des. - 19. janúar Steingeit Mundu að það er ekki allt gull sem glóir og að lífshamingjan felst ekki bara í efn- islegum gæðum þótt gagnleg séu. Fólk er upptekið af því að segja skoðun sína. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú skalt ígrunda vel ráðleggingar þeirra sem standa þér næst. Haltu þínu striki ótrauður, sinntu þínum málum og hafðu ekki áhyggjur af því sem aðrir hugsa eða gera. 19. feb. - 20. mars Fiskar Láttu ekki aðra hrifsa til sín það sem í raun er þinn hlutur. Veittu því athygli hvernig þú kemur fram við aðra og reyndu að breyta því sem betur má fara. Eins og löngum var síðasta gátaeftir Guðmund Arnfinnsson: Rolluskjáta þrjósk og þver. Þetta er mikil sveðja. Nál, sem varla nothæf er. Næsta ferleg beðja. Og svarar sjálfum sér þannig: Bredda er sauðkind baldin harla. Bredda sveðja mikil er. Bredda nál er brúkleg varla. Bredda er kona stór og sver. Helgi R. Einarsson á þessa lausn: Við áskoranir örvun finn, einhvers konar greddu. Jæja, þá í þetta sinn þið eigið við breddu. Guðrún Bjarnadóttir svarar Úr nætursulti kom sedda. Svefn var djúpur á bedda. Úr Vísnahorni og Weeta korni hoppaði harðvítug bredda. Harpa á Hjarðarfelli leysir gát- una þannig: Þessi reyndist þraut erfið við því er eitt að gera. Brjóta heilann. Býst ég við það bredda muni vera. Hún lét fylgja gátu sem hún setti saman á dögunum, – „þó gáturnar hans Guðmundar séu góðar er ekki sanngjarnt að hann fái aldrei að glíma við annarra gátur“: Hann má sjá á húsunum og hér og þar í skápunum. Um loftið flýgur létt hjá mér og líka inn í tæki fer. Ég hef einstaka sinnum freistast til að birta tvær gátur og læt það eftir mér að gera það núna. Þessi er gáta Guðmundar Arnfinnssonar: Sífullan hver maður sér hann. Hann sökkvir sér niður í lestur. Í blekkingarskyni var bestur. Búnaðarháskóli er hann. Tíðin hefur verið rysjótt. – „Nú er þorrinn rokinn upp aftur með ólæti og ég heyri engan sáttatón í honum,“ skrifar Sigmundur Bene- diktsson á Leirinn og verður „bara fúll á móti“: Kirjar hátt með kyljugný keyrir mátt til slátta. Þorri gáttum þusar í þylur fátt til sátta. Næsta dag segir Sigurlín Her- mannsdóttir á Boðnarmiði: Nú er úti rok og regn raunar fátt sem gleður. Alveg er það mér um megn að mæra svona veður. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Bredda er margrætt orð og ekki fallegt Í klípu „ER VIRKILEGA ÞÖRF Á ÞESSU? ÉG ER BÚINN AÐ JÁTA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÓKEI, ÞÚ HEFUR FIMM MÍNÚTUR TIL ÞESS AÐ KVEIKJA ÁHUGA MINN.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vita að hann er sá rétti. ÞAÐ ER VONT VEÐUR Í NÁGRENNINU EKKI SVARA ÞESSU! EINN FYRIR MIG, EINN FYRIR HANN, EINN FYRIR MIG, EINN FYRIR HANN, EINN FYRIR MIG, EINN FYRIR HANN, EINN FYRIR MIG, EINN FYRIR HANN... HVER ER ÞETTA SEM ER AÐ TELJA GULLPENINGANA? FJÁRMÁLARÁÐGJAFI KONUNGSINS Víkverji á það til að fyllast ofurtrú ásjálfan sig þegar hann leysir verkefni sem hann hefur aldrei áður tekið sér fyrir hendur. Í rauninni er það óskiljanlegt hvernig hann öðlast þessa trú á sjálfan sig þar sem hann þekkir sjálfan sig nokkuð vel og ber alla jafna skynbragð á hæfileika sína og jafnframt takmarkanir. Oftast. x x x Þannig er mál með vexti að Víkverjibrá undir sig betri fætinum á dögunum – skellti sér á þorrablót í sveitinni, sem var frábært í alla staði. Eins og gefur að skilja í slíku samsæti þá eru allir í sínu fínasta pússi og var Víkverji að sjálfsögðu engin undan- tekning þar á. Þá fer málið að vand- ast. x x x Víkverji var búinn að ákveða aðgera þessa fínu slöngulokka í hár sitt í stað þess að hafa það rennislétt. Víkverji tekur það fram að þessi krullusýki hans hefur ekkert að gera með að hann sé sá eini í sinni fjöl- skyldu sem skartar rennisléttum lokkum … En alla vega hafði Víkverji aldrei gert slíkt sjálfur enda á hann ekki tæki sem gerir slíkt heldur ávallt setið á rassinum á meðan vinkonur Víkverja hafa séð um dúlleríið í íðil- fagurt hár hans. x x x Víkverji taldi sig aldeilis geta gertþetta sjálfur enda ekki flókin framkvæmd. Var honum sagt. Vík- verji fékk lánað forláta krullujárn hjá litlu frænku sinni, sem var ekki heima af einhverjum óskiljanlegum ástæð- um. Hann stakk í samband og byrjaði að vefja hár sitt í kringum járnið eins og hann hafði séð fagmennina gera. Ekki vildi betur til en svo að hann skellti því í andlit sitt og brenndi þennan fína blett við augabrúnina. Þetta var ekki eina óhappið því hann rak það í háls sinn og brenndi sig og líka við hársræturnar í andlitinu. Sem sagt á þremur stöðum. x x x Hér eftir þegar þið sjáið vel snyrtakvenmenn á ferð með fagra lokka og vel málað andlit þá liggur fagmennska og fyrirhöfn á bak við þetta. víkverji@mbl.is Víkverji Ef við játum syndir okkar, þá er hann trúr og réttlátur svo að hann fyrirgefur okkur syndirnar og hreinsar okkur af öllu ranglæti. (Fyrsta Jóhannesarbréf 1:9)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.