Morgunblaðið - 21.02.2015, Page 49
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2015
„Auðvitað er frábært að fá svona
viðurkenningu og ég vona svo
sannarlega að þetta sé verðskuldað.
En þessi viðurkenning fer líka til
þeirra sem hafa fylgt í kjölfarið,“
segir Einar Örn Benediktsson
tónlistarmaður, einn stofnenda
Smekkleysu SM og meðlimur í
Sykurmolunum. „Við stofnuðum
Smekkleysu á sínum tíma til að
gefa út úrgang félagsmanna eins
og sagt er í stefnuskrá Smekk-
leysu. Smekkleysa hafði að leið-
arljósi orð Pablo Picasso sem sagði
eitthvað á þá leið að góður smekk-
ur dræpi alla sköpun. Við vorum
því alltaf að velta fyrir okkur hvað
vondur smekkur væri miðað við
góðan smekk. Okkur tókst að slá á
alla minnimáttarkennd þegar við
sýndum fram á að listamenn frá
eyju langt norður í Atlantshafi
gætu samt náð augum og eyrum
íbúa annarra landa. Sú braut sem
við ruddum var að sýna að þetta
væri alveg hægt og síðan er það
undir hverjum og einum komið
hvernig hann vinnur úr því.“
Sykurmolarnir
voru mjólkurkýr
Að sögn Einars Arnar fjármögn-
uðu Sykurmolarnir útgáfu Smekk-
leysu á öðrum listamönnum.
„Mjólkurkýrin okkar var Syk-
urmolarnir sem fóðraði útgáfuna. Í
jafnlitlu landi og Ísland er þarf oft
á tíðum að aðstoða við að gefa út
menningu og listir – og við vorum
að því. Það er seinna tíma túlkun
að við höfum orðið menningarfyrir-
bæri, en það var ekki ætlunin upp-
haflega. Markmið okkar var bara
að hafa gaman af því sem við vor-
um að gera og uppfylla stefnuskrá
Smekkleysu um útgáfu úrgangs
félagsmanna,“ segir Einar Örn og
leggur áherslu á að listamenn verði
alltaf að standa við eigin hug-
myndir og langanir.
„Væntingastjórnun er mjög mik-
ilvæg. Mottó okkar var heims-
yfirráð eða dauði. Við sættum okk-
ur við hvort tveggja og var í raun
alveg sama á hvorn veginn þetta
færi. Það að vera alveg sama er þó
ekki það sama og vera kærulaus
heldur að vinna að því sem hug-
urinn segir.“ silja@mbl.is
Tókst að slá á minni-
máttarkenndina
Listamenn standi við eigin hugmyndir og langanir
Morgunblaðið/Ómar
Sykurmolar Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra afhenti heiðursverðlaun.
Morgunblaðið/Ómar
Þakklát Hanna Dóra Sturludóttir þakkaði fyrir sig af auðmýkt en hún var
valin söngkona ársins í flokknum sígild- og samtímatónlist.
Skálmöld Hlaut verðlaun
sem tónlistarflytjandi ársins
í popp og rokkflokki, fyrir
tónlistarviðburð ársins með
Sinfó og textahöfundur árs-
ins var Snæbjörn í Skálmöld.
POPP OG ROKK
Rokkplata ársins In the Eye of the
Storm með Mono Town
Poppplatan Sorrí með Prins Póló
Rokklag ársins Peacemaker með
Mono Town
Popplag ársins Color Decay eftir Unn-
ar Gísla Sigurmundsson sem er betur
þekktur sem Júníus Meyvant
Söngvari Valdimar Guðmundsson
Söngkona Salka Sól Eyfeld í AmabA-
damA
Tónlistarflytjandi Skálmöld
Tónlistarviðburður Skálmöld og
Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg
Textahöfundur Snæbjörn Ragnarsson
í Skálmöld
Lagahöfundur Svavar Pétur Eysteins-
son, einnig þekktur sem Prins Póló
Nýliðaplata ársins n°1 með Young
Karin
Bjartasta vonin Júníus Meyvant
DJASS OG BLÚS
Bjartasta vonin Anna Gréta Sigurðar-
dóttir píanóleikari og lagasmiður
Tónverk ársins Sveðjan eftir ADHD af
plötunni ADHD5
Plata ársins Íslendingur í Alhambrahöll
með Stórsveit Reykjavíkur
Tónhöfundur ársins Stefán S. Stef-
ánsson fyrir verkin á plötunni Íslend-
ingur í Alhambrahöll
Tónlistarflytjandi ársins Sigurður
Flosason
Tónlistarviðburður ársins Jazzhátíð
Reykjavíkur
SÍGILD OG SAMTÍMATÓNLIST
Tónlistarviðburður ársins Sumar-
tónleikar Skálholtskirkju
Söngvari ársins Elmar Gilbertsson
Söngkona ársins Hanna Dóra Sturlu-
dóttir
Plata ársins Fantasíur fyrir einleiksfiðlu
eftir G.P. Telemann í flutningi Elfu Rúnar
Kristinsdóttur
Tónverk ársins Ek ken di nag eftir
Daníel Bjarnason
Tónhöfundur ársins Daníel Bjarnason
fyrir verkin Blow Bright og Ek ken di
nag
Tónlistarflytjandi ársins Víkingur
Heiðar Ólafsson
Bjartasta vonin Oddur Arnþór Jóns-
son
OPINN FLOKKUR
Plötuumslag ársins Kippi Kanínus
fyrir Temperaments. Hönnuðir: Ingi-
björg Birgisdóttir og Orri Jónsson
Myndband ársins Úlfur Úlfur fyrir Tar-
antúlur. Leikstjóri: Magnús Leifsson
Útflutningsverðlaun Samaris
Upptökustjóri ársins Jóhann Jó-
hannsson fyrir The Theory of Every-
thing
Plata ársins í opnum flokki The
Theory of Everything eftir Jóhann
Jóhannsson
HEIÐURSVERÐLAUN
Sykurmolarnir
2 VIKUR Á TOPPNUM!
VINSÆLASTA MYNDIN
Á ÍSLANDI Í DAG
www.laugarasbio.isSími: 553-2075
SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á
LAUGARASBIO.IS OG MIDI.IS
- bara lúxus