Morgunblaðið - 26.03.2015, Síða 6

Morgunblaðið - 26.03.2015, Síða 6
FRÉTTASKÝRING Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Sorry, Netflix is not available in your country yet. Við biðjum forláts, en Netflix er ekki aðgengilegt í þínu landi enn sem komið er. Þetta eru skilaboðin sem blasa við Íslend- ingum þegar farið er á vefsíðu áskriftarþjónustunnar Netflix. Það gæti þó breyst gangi áform Samfilm eftir, en fyrirtækið náði nýverið samkomulagi við Netflix um upp- setningu þjónustunnar hér á landi síðar á árinu. Áþekk síða, Popcorn Time, nýtur mikilla vinsælda, en þar er á ferðinni torrent-síða sem er ólögleg hér á landi því þar er dreift efni sem er varið höfundarrétti án heimilda. Lögmaður segir ýmar leið- ir til að stemma stigu við ólöglegri dreifingu efnis á netinu. Netflix er áskriftarþjónusta á net- inu sem veitir ótakmarkaðan aðgang að sjónvarpsþáttum og kvikmyndum sem notendur geta horft á fyrir fast mánaðargjald. Meira en 57 milljónir manna í um 50 löndum víða um heim nota Netflix sem gerir það hana að stærstu þjónustu sinnar tegundar í heimi. Fyrirtækið blés til sóknar í fyrra og stefnt er að því að þjón- ustan verði í boði í 200 löndum innan tveggja ára. 20.000 með erlendan aðgang Í vefritinu Televised Revolution segir að þegar Netflix hyggi á nýja landvinninga þurfi fyrirtækið að semja við þá sem hafi sýningarrétt- indi að kvikmyndum og sjónvarps- þáttum í viðkomandi landi. Yfirleitt sé því til staðbundin útgáfa þjónust- unnar í hverju landi fyrir sig. Sam- kvæmt lögum yrði Netflix ekki skylt að textasetja efni sitt hér á landi, því fyrirtækið verður ekki með starfs- stöð hér. Netflix hefur aldrei boðið upp á þjónustu sína hér á landi, en þrátt fyrir það er talið að a.m.k. 20.000 ís- lensk heimili séu með erlendan að- gang, flest með þann bandaríska. Í ljósi fréttaflutnings í síðasta mánuði um samninga Samfilm við Netflix um þjónustu hér á landi vakna ýms- ar spurningar, t.d. hvort lokað verði á einhvern hátt fyrir bandarísku út- gáfuna hér á landi og hvort verð- munur verði á henni og þeirri ís- lensku. Þetta liggur ekki fyrir, þar sem Árni Samúelsson, forstjóri Samfilm, hefur ekki svarað fyr- irspurnum Morgunblaðsins. Aðlaðandi og ólöglegt Vöxtur og velgengni Netflix hefur verið umtalsverð en nú sækir að fyr- irtækinu vel uppsett torrent-síða, sem býður upp á áþekka þjónustu. Munurinn er að hún er gjaldfrjáls og ólögleg víðast hvar. Í nýjasta árs- fjórðungsuppgjöri sínu lýsti Netflix yfir áhyggjum af Popcorn Time sem er smáforrit og torrent- eða sjóræn- ingjasíða. „Sjóræningjar eru okkar helsti keppinautur,“ segir í bréfi Netflix til hluthafa. Popcorn Time er haldið úti frá Argentínu og ein ástæðan fyrir því að hún nýtur meiri hylli en aðrar sambærilegar síður er viðmót henn- ar sem þykir bæði aðlaðandi og notendavænt, öfugt við margar tor- rent-síður, en t.d. er hægt að leita að efni eftir flokkum. Ekki hefur verið staðfest hversu mikilli útbreiðslu Popcorn Time hefur náð þar sem ekki er greitt fyrir þjónustuna, en vefsíðan Torrent Freak áætlar að notendur séu a.m.k. 5-6 milljónir. Í grein danska dagblaðsins Berl- ingske Tidende undir fyrirsögninni „Of gott til að vera löglegt“ segir að fleiri Svíar og Hollendingar noti nú Popcorn Time en Netflix, 100.000 Svíar visti smáforritið á degi hverj- um og síðan sé nú vinsælli en Netflix á Spáni, Ítalíu og í Portúgal. Þar sem Netflix og Popcorn Time eru netveitur er einn mælikvarðinn á fjölda notenda hversu oft er leitað að þjónustunni á Google. Sé skoðað hversu oft Íslendingar hafa leitað undir leitarorðunum Netflix og Pop- corn Time undanfarið ár sést að leit að því síðarnefnda hefur vaxið mikið undanfarna mánuði og er nú um helmingur þess fjölda sem leitar að Netflix. Ýmis ráð reynd „Popcorn Time hefur verið að sækja í sig veðrið,“ segir Gunnar Guðmundsson, lögmaður og fram- kvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda. Að sögn Gunnars hafa ýmis ráð verið reynd bæði hér og erlendis til að stemma stigu við síðum sem þess- um og nefnir sem dæmi þegar ís- lenskum fjarskiptafyrirtækjum var fyrir nokkrum mánuðum gert að loka fyrir aðgang að torrent- síðunum deildu.net og Pirate Bay. „Í Danmörku er samstarf á milli fjarskiptafyrirtækja og rétthafa. Þegar fólk fer inn á síður sem dreifa ólöglegu efni kemur upp svokallað Web Puff sem er tilkynning um að síðan sem viðkomandi ætli að fara inn á innihaldi ólöglegt efni. Rann- sóknir hafa sýnt að um 80% þeirra sem fá svona skilaboð hætta við að fara inn á síðuna og þessi leið hefur verið rædd hér á landi.“ Er baráttan við ólöglega dreifingu efnis á netinu ekki fyrirfram töpuð? Sé einni síðu lokað, spretta strax upp nýjar? „Þetta er erfið barátta, það er rétt. Eitt af því sem við höfum reynt að gera er að höfða til sam- visku notendanna,“ segir Gunnar. Ekki búin til af 13 ára krakka „Þessi síða er öðruvísi en margar torrent-síður því hún virkar lögleg,“ segir Hallgrímur Kristinsson, for- maður FRÍSK, Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði, um Popcorn Time. „Hún er ekki með sama yfirbragð og sumar aðrar svona síður sem líta út eins og 13 ára krakki hafi búið þær til.“ Hallgrímur segist hafa fengið spurnir af því að Netflix verði í boði hér á landi fyrir lok ársins og að fjöl- margir sem eiga aðild að FRÍSK hafi átt viðræður við fyrirtækið um notkun efnis. Hann segir þá samn- inga mislangt komna og að ekki sé betur vitað en að Netflix standi lög- lega að öllum sínum málum hér. Sjóræningjasíða ógnar Netflix  Torrent-síðan Popcorn Time er sums staðar vinsælli en Netflix  Von á Netflix hingað til lands síð- ar í ár  Hefur átt viðræður við rétthafa hér á landi  Erfitt að kljást við ólöglega dreifingu á netinu Netflix og Popcorn Time Fyrrnefnda þjónustan er lögleg, hin er ólögleg víðast hvar. Gangi áætlanir eftir verður Netflix í boði hér fljótlega. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 Til að fá bandarískan Netflix-aðgang hér á landi þarf DNS-þjónustu, svo- kallaðan sýndarþjón, sem í stuttu máli sagt lýgur til um að notandinn sé staðsettur í Bandaríkjunum. Auðvelt er að nálgast upplýsingar á netinu um hvernig hægt er að tengjast þjónustunni. Mánaðaráskrift að Netflix kostar 7,99 bandaríkjadollara og við það bætist 5 dollara greiðsla fyrir DNS-þjónustuna. Almennt greiða Íslendingar því samtals 13 dollara á mánuði, tæpar 1.800 krónur. Í frétt danska Ekstrabladet í fyrra sagði að Danmörk væri það land þar sem Netflix kostaði mest. Þar er hægt að kaupa þrjár mismunandi áskriftarleiðir og er mánaðargjaldið frá 69 og upp í 109 danskar krónur. Í Bretlandi kostar ódýrasta áskriftin 6,99 pund, í evrulöndum er algengt verð 7,99 evrur og í Svíþjóð er mánaðargjaldið 89 sænskar krónur Sýndarþjón þarf fyrir Netflix NETFLIX KOSTAR MISMIKIÐ EFTIR LÖNDUM Gunnar Guðmundsson Hallgrímur Kristinsson Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Þetta gekk mjög vel og gæti verið kveikur sem skilar okkur fleiri skipakomum snemma vors á kom- andi árum,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, en fjög- ur skemmtiferðaskip komu til Reykjavíkur um síðustu helgi, en það er fyrr en áður. Gísli segir að vertíð skemmtiferðaskipa hafi síð- ustu ár verið að lengjast á haustin en þetta séu fyrstu merkin um að tíma- bilið gæti byrjað fyrr. „Auðvitað höfðu menn áhyggjur af veðurlagi, en það dúraði á milli lægða svo dæm- ið gekk upp,“ segir Gísli. Hann segir að siglingar skemmti- ferðaskipa á noðurslóðum séu vax- andi og það sé spennandi að fá fleiri þeirra til að koma til Reykjavíkur utan háannatíma. Einkum sé horft til minni og meðalstórra skipa í því sambandi þar sem farþegafjöldi fari sjaldnast yfir eitt þúsund. Slík stærð sé vel viðráðanleg fyrir Faxaflóa- hafnir og ferðaþjónustuna. Gísli seg- ist hafa rætt við tvo skipstjóra af þeim fjórum sem sigldu skipum sín- um til Reykjavíkur um síðustu helgi. Þeir hafi verið ánægðir með komuna hingað og vel hafi gengið að taka á móti skipunum. Traustir innviðir, veðrið happdrætti „Innviðirnir gagnvart höfninni og ferðaþjónustunni eru orðnir traustir og fyrirtækin í stakk búin til að taka á móti um þrjú þúsund manns þó ekki sé hávertíð. Í ljósi athugana sem hafa verið gerðar á efnahags- áhrifunum er það augljóslega mjög jákvætt að fá skip hingað inn í apríl og maí fram að aðalvertíðinni. Vissulega er veðrið stóri óvissu- þátturinn í þessu. Af skipunum fjór- um sem komu hingað lentu þrjú þeirra í þoku eða þungskýjuðu á sól- myrkvadaginn fyrir austan land, en á sama tíma var bjartviðri í Reykja- vík. Veðrið er líka happdrætti hvað varðar ferðir og aðra afþreyingu, en í þetta skipti tókst þetta mjög vel í alla staði,“ segir Gísli. Næstu skemmtiferðaskip eru væntanleg til Reykjavíkur í lok maí, en svo er röðin nánast óslitin fram til 27. september, en síðan er eitt skip væntanlegt 25. október. Mest verða fjögur skip í höfn samtímis í Reykja- vík 30. júní, en alls er búist við 103 skemmtiferðaskipum í sumar. Gæti verið kveikur sem skilar fleiri vorskipum  Dúraði á milli lægða er fjögur skemmtiferðaskip komu Morgunblaðið/Eggert Vorboðar Skemmtiferðaskipin Magellan og Marco Polo við Skarfabakka. Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Rómantík og ölduniður Lago Maggiore undirstrika fegurð Ítalíu og töfra Alpafjallanna þar sem dekrað verður við okkur í bænum Baveno. Boðið verður upp á margar stórfenglegar skoðunarferðir, m.a. til Domodossola í ítölsku Ölpunum og siglingu til eyjaperlunnar Isola Bella. Verð: 169.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör eh f. Fararstjóri: Hlín Gunnarsdóttir 1. - 6. júní Bella Ítalía Sumar4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.