Morgunblaðið - 26.03.2015, Side 11

Morgunblaðið - 26.03.2015, Side 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vinnustofan Ragnar Hólm Ragnarsson á vinnustofu sinni í gömlu skrifstofubyggingu Slippsins. fannst það fulllangur titill.“ Á sýningunni gefur að líta 17 vatnslitamyndir, yfirleitt um 30 x 40 cm, af þekktum húsum í bænum og landslagi. Einnig 6 stærri akrýl- og olíumálverk. Sumar myndanna tengjast fluguveiði með einum eða öðrum hætti. Listsköpun í veiðiferðum Tvö portrett eru á sýningunni, annars vegar akrýlmynd af kærustu hans, Laufeyju Hallfríði Svav- arsdóttur, og hins vegar vatns- litamynd af Bob Dylan. „Uppáhalds- fólkið mitt,“ útskýrir Ragnar og víkur talinu að þætti fluguveiðanna í listinni: „Ég kynntist myndlistar- manninum Guðmundi Ármanni Sigurjónssyni sem jafnframt er mikill fluguveiðimaður. Þegar við fórum að veiða saman fyrir um áratug tók ég eftir að hann hafði alltaf með sér vatnsliti og spjöld. Svo málaði hann úti í náttúrunni þegar tóm gafst til frá veiðunum. Mig langaði einfaldlega að prófa líka og síðustu 6 til 7 árin hef ég notið handleiðslu Guðmundar í listinni bæði í og milli veiðiferða. Hann hefur kennt mér ýmis tækni- leg atriði eins og að líma pappír á spóna- og eða krossviðarplötur og vinna þær þannig að auðveldara sé að mála á þær, til dæmis með því að grunna pappírinn áður í daufum litum.“ Sérviska Guðmundar Þótt Ragnar hafi sótt mörg námskeið í myndlist segir hann mest muna um einkakennslu Guðmundar. Honum er engin launung á að hafa um margt dregið dám af Guðmundi. Til að mynda hafi hann farið að prófa sig áfram með olíumálun – eins og Guðmundur. Einnig að vinna með eggtempru – eins og Guðmundur. „Eggtempra er gerð úr eggja- rauðu, eimuðu vatni og litarefni, sem getur verið úr muldum steinum í náttúrunni eða keypt tilbúið út úr búð. Notkun eggtempru er ákveðin sérviska og því má líka segja að ég hafi tileinkað mér sérvisku Guð- mundar,“ segir Ragnar og brosir. Sýningasýki Sýningagleði sína, sem sumir kalla reyndar sýningasýki, rekur hann til sinnar fyrstu sýningar í Poppulus Tremula í kjallara í Lista- gilinu á Akureyri um árið. „Mér var strax svo vel tekið að líklega hef ég fengið þessa illræmdu sýningasýki sem Kristján Pétur, umsjónarmaður salarins, sagði mér frá og er trúlega náskyld hégóma- girndinni. Síðan hef ég nánast verið óstöðvandi. Ef ég hef stund milli stríða þá reyni ég að mála, annað hvort heima hjá mér, í vinnustofunni minni við Slippinn eða úti í nátt- úrunni, sem mér finnst skemmtileg- ast.“ Kynningarstjóri stígur fram Ragnar starfar sem verk- efnastjóri upplýsinga- og kynning- armála fyrir Akureyrarbæ og hefur því innherjaupplýsingar um að fjöldi innlendra sem erlendra ferðamanna hyggist sækja bæinn heim um páskana. Hlíðarfjall og Leikfélag Akureyrar segir hann helsta að- dráttaraflið á þessum tíma sem og Menningarhúsið Hof, Listagilið og Græna hattinn, sem sé landsfrægur tónlistarstaður. Kynningarstjóri Akureyrar hefur augljóslega blandað sér í við- talið, sem lýkur hér með. Húsinn í bænum Bautinn er eitt margra húsa sem prýða Akureyri. Kærastan Laufey Hallfríður. Opinn hluti almenns útboðs í Reitum er hafinn og stendur til 27. mars kl. 16.00. Hafðu samband í síma 440 4900 eða komdu í heimsókn á Kirkjusand. Við tökum vel á móti þér. RÁÐGJÖF UM ÚTBOÐ REITA STARFSFÓLK VÍB SVARAR SPURNINGUM OG VEITIR RÁÐGJÖF VARÐANDI SKRÁNINGU REITA Í KAUPHÖLL ÍSLANDS Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is facebook.com/VIB.stofan | @vibstofan | www.vib.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.