Morgunblaðið - 26.03.2015, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 26.03.2015, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Íslendingarnir eru með þetta í blóðinu, það er ekkert ómögulegt hjá okkur. Það datt engum öðrum þetta í hug,“ segir Sigurður Ernir Sigurðsson sem hannað hefur nýtt flutningskerfi fyrir vindmylluhluta sem spara mun háar fjárhæðir við uppbyggingu vindorkugarða í Bandaríkjunum. Vinnur hann að út- færslu uppfinn- ingar sinnar með íslenskum og bandarískum fyrirtækjum. Mikil upp- bygging er í vindorkuiðn- aðinum í Banda- ríkjunum þessi árin. Þúsundir vindmylla eru settar upp í vind- orkugörðum. Sigurður segir að mesti uppgangurinn á þessu sviði sé nú í Vestur-Texas. Þar er nokkuð stöðugur vindur í 90 metra hæð. Vindmyllur sem ná til hans hafi um 50% nýtnihlutfall sem er langt yfir meðaltali. „Þetta er algerlega græn orka. Vindmyllurnar eru settar upp og þær mala gull í að minnsta kosti 25 ár,“ segir Sigurður. Vindmyllurnar eru alltaf að stækka, möstrin hækka og spaðarn- ir lengjast. „Framleiðslugetan eykst svo mikið með lengri spöðum að allir vilja þá,“ segir Sigurður. Spaðinn beygir með vagninum Afar dýrt er að flytja svona stóra hluti og þar koma Sigurður og ís- lenskir samstarfsmenn hans til skjalanna. Vindmylluspaðarnir eru fram- leiddir víða um heim, ekki síst í Kína og Brasilíu, en einnig í Bandaríkj- unum sjálfum. Þeir sem fluttir eru inn koma mikið með skipum til Los Angeles og hingað til hefur þurft að flytja þá með flutningabílum þvert yfir Bandaríkin til vindorkugarð- anna í Texas og víðar. Flutningur með lestum er mun ódýrari en sá flutningamáti hefur ekki verið góður kostur vegna þess hversu hlutirnir eru stórir. Þeir ná yfir marga vagna og rekast í þegar lestin beygir eða skiptir um spor. Flutningskerfið sem Sigurður og félagar eru að útbúa gerir lestafyrir- tækjunum kleift að flytja þessa risa- stóru spaða og möstur. Kerfið er al- gerlega vélrænt, tölvur stjórna engu, og klóra sprenglærðir verkfræð- ingar sér í hausnum út af því. Gald- urinn er að fá spaðana til að beygja á réttan hátt með lestunum. Miklir kraftar verka á spaðana á keyrslu. Sigurður nýtir eðlisfræðilögmálin til að vinna með hreyfingu lestarvagn- anna til að stilla spaðann af þegar lestin fer í gegnum beygjur, skiptir á milli teina og fer í gegnum göng. Spaðinn leitar sjálfur jafnvægis og fer í stöðu þar sem hann stendur sem minnst út af lestarvögnunum á ferð. Spaðarnir stækka Kerfið er hannað til að flytja 40 til 74 metra langa spaða. Sigurður segir að algeng stærð sé að nálgast 60 metrana og fari væntanlega upp í 62 og 64 metra á næstu árum. Ná tveir spaðar yfir fimm vagna. Kerfið ræð- ur vel við það og raunar allt að 74 metra langa spaða. Flutningur á svo löngum spaða sem er á stærð við Hallgrímskirkjuturn í Reykjavík yrði lengsti lestarfarmur flutninga- sögunnar. Hann verður fluttur á þremur vögnum yfir hálf Bandarík- in. Með því að fara með flutninginn af bíl yfir á lest lækkar flutningskostn- aðurinn niður í fjórðung eða fimmt- ung af aksturskostnaðinum. Sparn- aðurinn er því allt að 80% frá eldri kerfum. Áætlaður kostnaður við bíl- flutninginn er um 100 til 150 dollarar á mílu fyrir hvern spaða. Upphæð- irnar eru gríðarlegar því vegalengd- irnar eru miklar í henni Ameríku og þrjá spaða þarf á hverja vindmyllu, auk masturs og rafals. Samkvæmt því væri hægt að spara tugi milljóna íslenskra króna á flutningi efnis í vindmyllu sem þarf að flytja 1.000 mílna vegalengd í vindorkugarð. Fleiri verkefni í undirbúningi Sigurður hefur unnið að hönnun flutningskerfa í tuttugu ár. Hann vann til dæmis mikið fyrir Columbia Ventures við uppbyggingu álvers Norðuráls á Grundartanga. Hann vinnur að verkefninu í Bandaríkjunum í nafni fyrirtækis síns Energo Colsulting ehf. Unnið er fyrir og í samvinnu við flutningafyr- irtækið BNSF sem er annað stærsta lestafyrirtæki Bandaríkjanna og er í eigu Warrens Buffett fjárfestis, lest- arvagnaframleiðanda, vindmyllu- framleiðendur og raforkuframleið- endur. Íslenskir verkfræðingar hjá verkfræðistofunni Hnit útfæra kerf- ishönnunina. Vélsmiðja Ægis og dótturfyrirtæki hennar í Seattle ann- ast smíði kerfisins og gerð prótó- týpu. Alls vinna um 20 Íslendingar að verkefninu, þar af níu í höfuð- stöðvum í Texas. Þegar vindmylluspaðarnir stækka jafn mikið og raun ber vitni skapast vandamál við skipaflutningana. Sig- urður er því einnig að hanna flutn- ingskerfi fyrir skipin. Þá hefur hóp- urinn hug á því að hanna og sannreyna svipaðar lausnir fyrir olíuiðnaðinn og taka að sér hönnun fyrir sérstaklega erfið flutningsverk- efni á öðrum sviðum. Íslensk hönnun sparar milljarða  20 Íslendingar vinna að útfærslu á nýju flutningakerfi fyrir vindmylluspaða sem Sigurður Ernir Sigurðsson hannar  Færsla flutnings af bílum yfir á lestir sparar tugi milljóna á hverja vindmyllu Liðið 20 Íslendingar vinna við útfærslu kerfisins, þar af 9 í Bandaríkjunum. Lestir eru þeirra sérgrein þrátt fyrir að enginn hafi alist upp við teina. Ljósmynd/Energo Consulting Kerfið prófað 58 metra langur vindmylluspaði settur í flutningakerfi Sigurðar Ernis Sigurðssonar á lestarvagni í Bandaríkjunum. Mikill áhugi er á uppfinningu hans enda miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi. Sigurður Ernir Sigurðsson Sigurður Ernir Sigurðsson segir að Ísland sé mjög gott vind- orkusvæði og telur að hér séu miklir möguleikar til framleiðslu á raforku á þann hátt. Hann lýsir þeirri skoðun sinni að ekki borgi sig að selja meiri orku til stóriðju- fyrirtækja, hægt sé að fá svo miklu betra verð fyrir orkuna á annan hátt. Nefnir að ekki líði mörg ár þar til hagkvæmt verði að selja græna orku um sæstreng til Evrópu. Góð nýting hefur verið á tveim- ur vindmyllum sem Landsvirkjun reisti í tilraunaskyni á Hafinu við Búrfell. Þær eru þó ekkert í lík- ingu við þær vindmyllur sem mest eru reistar í Vestur-Texas. Spaðar íslensku vindrafalanna eru 22 metrar á lengd en um 60 í Texas, og turnarnir 55 metra háir en 90 metrar vestra. Áætlanir sem Landsvirkjun hefur um uppbygg- ingu vindorkugarðs á Hafinu, Búr- fellslund, gerir ráð fyrir notkun stærri vindmyllna en þar eru nú, en þó ekki eins stórra og nú eru að þróast í Texas, til dæmis. Sigurður telur að vandkvæði geti orðið við að reisa mjög stórar vindmyllur hér því ekki séu til nógu stórir kranar í landinu til að koma þeim upp. Til þess að það borgi sig að kaupa slík tæki og aðra nauðsynlega aðstöðu þurfi nokkuð stóra vindorkugarða. Ísland er gott svæði til að beisla vindinn  Þarf nokkuð stóra vindorkugarða Morgunblaðið/Árni Sæberg Tilraun Vindmyllur Landsvirkjunar þykja ekki stórar í Texas. RÝMINGARSALA Verslunin flytur allt að 80% afsl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.