Morgunblaðið - 26.03.2015, Page 24

Morgunblaðið - 26.03.2015, Page 24
SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Þegar nýsköpun er borin saman á al- þjóðavísu kemur Ísland vel út þegar horft er til fjármuna og mannafla sem lagður er til, en afraksturinn er ekki í samræmi við það. Breyta þarf áherslum í nýsköpun hér á landi og tryggja að fjármunir og störf nýtist þar sem árangur er bestur. Þetta segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. Ísland er í 36. sæti á nýjum lista Bloomberg, The Bloomberg In- novation Index, yfir þau 50 lönd heims þar sem nýsköpun er mest. Norðurlöndin Svíþjóð, Danmörk, Noregur og Finnland eru öll talsvert ofar á list- anum en Ísland, t.d. er Finnland í fjórða sæti, Svíþjóð í því sjöunda, Danmörk í 11. og Noregur í 15. Reyndar er ekkert land í Vestur- Evrópu neðar en Ísland á listanum og í næstu sætum fyrir neðan Ísland eru Rúmenía, Króatía og Búlgaría. Suður-Kórea er í efsta sæti og á eftir fylgja Japan og Þýskaland. Sex þættir eru lagðir til grund- vallar röðuninni: Fjármunir, sem hlutfall þjóðarframleiðslu, sem lagð- ir eru í rannsóknir og þróun, fram- leiðni, fjöldi hátæknifyrirtækja, menntunarstig þjóðar, fjöldi um- sókna um einkaleyfi og hlutfall mannfjölda sem vinnur við rann- sóknir og þróun, þar sem Ísland er í öðru sæti. „Það sem við sjáum í þessari út- tekt Bloomberg er að Ísland stendur sig mjög vel í að setja fjármuni og mannskap í rannsóknir og nýsköp- un,“ segir Ari. „En það sem dregur okkur svona langt niður listann í þessari úttekt er að afraksturinn er alls ekki nógu góður og ekki í sam- ræmi við það sem við leggjum í þetta.“ Svipað og í öðrum úttektum Hann segir svipaða mynd hafa birst í öðrum könnunum og úttekt- um á nýsköpun, þ.e.a.s. að Ísland kemur vel út þegar horft er til þess sem lagt er til, en afraksturinn sé ekki nógu góður. „Við þurfum að breyta okkar áherslum í því hvernig við nýtum þessa fjármuni og þennan mannauð. Í fyrsta lagi þarf að gera miklu meira af því að horfa á og mæla afrakstur en ekki einblína á hversu mikið fé er lagt til rannsókna og nýsköpunar eða hversu margir eru í þessum geira. Í öðru lagi þarf að tryggja að fjármunir og störf séu nýtt þar sem árangur er bestur. Í þriðja lagi þarf að hugsa nýsköpun í alþjóðlegu samhengi og vinna með sérfræðingum og fjárfestum úr al- þjóðasamfélagi.“ Afraksturinn er ekki nógu góður  Ísland er í 36. sæti á alþjóðlegum lista yfir nýsköpun  Rangar áherslur, að mati rektors HR  Einblínt á fjölda starfsfólks og fé, minna á árangur  Þarf að hugsa í alþjóðlegu samhengi Morgunblaðið/Eggert Nýsköpun Grunnskólanemendur keppa reglulega í nýsköpun og fer keppnin fram í Háskólanum í Reykjavík. Lögð hefur verið áhersla á að efla nýsköpun á ýmsum sviðum hér á landi, en rektor HR segir áherslurnar rangar. Ari Kristinn Jónsson 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 Við úttekt Bloombergs voru 200 lönd vegin og metin og þeir sex þættir sem nefndir eru hér til hliðar lagðir til grundvallar matinu og gefin stig fyrir hvern. Á listanum eru þau 50 lönd sem voru með flest stig samanlagt. Einn þessarra þátta er hlutfall mannfjölda í hverju landi fyrir sig sem vinnur við rannsóknir og þróun og þar er Ísland í öðru sæti, á eftir Finn- landi. Þar á eftir koma Dan- mörk, Ísrael og Singapúr. Í úttektinni segir að eftir að finnska farsímafyrirtækið Nokia missti leiðandi stöðu sína á far- símamarkaði hafi Finnar aukið fjölbreytni í framleiðslu og ein- blínt á hvernig verkfræðimennt- aðir starfsmenn nýttust best. Þjóðirnar í fimm efstu sæt- unum séu allar litlar og velmeg- andi í alþjóðasamhengi. Hag- kerfi minni þjóða sé gjarnan opnara en þeirra stærri. Þá kemur fram í úttektinni að mikilvægan þátt vanti, sem er þáttur hins opinbera, sem ýmist geti hvatt eða latt nýsköpun. 200 lönd metin LÍTIL HAGKERFI OPNARI OPTICAL STUDIO – FRÍHÖFN Fagmennska fyrst og fremst Þar sem úrvalið er af umgjörðum og sólgleraugum www.opticalstudio.is www.facebook.com/OpticalStudio Módel: Andrea Stefánsdóttir Sólgleraugu: Chrome Hearts
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.