Morgunblaðið - 26.03.2015, Page 32

Morgunblaðið - 26.03.2015, Page 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Um 40% atvinnulausra höfðu verið án vinnu í sex mánuði eða lengur í febrúar. Hlutfallið fer lækkandi en það var til samanburðar að með- altali 48% á tíma- bilinu frá sept- ember 2008 til febrúar 2015. Samkvæmt töl- um Vinnumála- stofnunar voru 6.274 án vinnu í febrúar og höfðu þar af 2.511 verið atvinnulausir í sex mánuði eða lengur, eða 40%. Hér til hliðar eru birtar ársfjórð- ungslegar tölur yfir langtímaat- vinnuleysi (fólk sem hefur verið hálft ár eða lengur án vinnu) frá september 2008 til febrúar 2015. Þessa 77 mánuði voru að meðaltali 10.707 án vinnu og voru 5.167 búnir að vera atvinnulausir í sex mánuði eða lengur, eða 48%. Féllu af bótaskránni Stytting bótatíma um áramótin á þátt í hlutfallslegri fækkun fólks sem hefur verið án vinnu í sex mán- uði eða lengur. Því fækkaði þannig úr 2.674 í desember í 2.392 í janúar, eða um 4,7%. Án þessarar lækk- unar hefði hlutfall þessa hóps af at- vinnulausum verið tveimur pró- sentustigum hærra í janúar. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir að þeir sem verið hafi atvinnulausir um lengri tíma eigi oft erfiðara með að fá vinnu en þeir sem verið hafi skemur á atvinnuleysisskrá. Því sé viðbúið að langtímaatvinnulausum fækki hægar en öðrum sem eru án vinnu þegar störfum fjölgar yfir sumarið. Hlutfall langtímaatvinnuleysis fer hækkandi með aldri. Það er lægst hjá 16-24 ára, eða 26%, og næstlægst hjá 25-34 ára, eða 36%. Það hækkar í 43% hjá 35- 44 ára og svo aftur í 45% hjá 45-54 ára. Það er svo hæst hjá 55 ára og eldri eða 55%. Segir Karl að mörgu eldra fólki reynist erfitt að fá vinnu aftur ef það á annað borð missi vinnuna. Það eigi sinn þátt í að hlutfallslega margt eldra fólk hafi verið án vinnu í sex mánuði eða lengur. Hlutfallið var 23% í ágúst 2008 Langtímaatvinnuleysi jókst mik- ið eftir efnahagshrunið og varð hlutfallslega mest í ágúst 2012 eða 64%. Það var 23% í ágúst 2008 og að meðaltali 29% frá janúar 2005 til ágúst 2008. Í þeim samanburði er langtímaatvinnuleysið enn mikið. Athygli vekur að langtímaat- vinnuleysi er hlutfallslega talsvert meira hjá konum en körlum. Það er þannig 44% hjá konum og 36% hjá körlum, sem hlutfall af atvinnulaus- um. Það var að meðaltali 46% hjá körlum í fyrra og 51% hjá konum. Skal tekið fram að þessi hlutföll geta sveiflast mikið hjá kynjunum og ber því ekki að lesa of mikið út úr hlutföllum í einstökum mánuð- um. Loks var langtímaatvinnuleysi að meðaltali 52% á höfuðborgarsvæð- inu í fyrra en 42,5% á landsbyggð- inni. Alls voru 4.024 búnir að vera án vinnu í sex mánuði eða lengur á höfuðborgarsvæðinu í febrúar en 2.250 á landsbyggðinni. Enn margir lengi án vinnu  Um 40% atvinnulausra í febrúar höfðu verið án vinnu í sex mánuði eða lengur  Hlutfallið varð hæst 64% í ágúst 2012  Það fer hækkandi með aldri  Síðustu 77 mánuði var hlutfallið að meðaltali 48% Fjöldi fólks sem hefur verið án vinnu í sex mánuði eða lengur Frá september 2008 til febrúar 2015 9.000 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 Samtals langtímaatvinnulausir Hlutfall langtímaatvinnuleysis (%) 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% se pt .08 de s.0 8 ma r.0 9 ma r.1 0 ma r.1 1 ma r.1 2 ma r.1 3 ma r.1 4 jún .09 jún .10 jún .11 jún .12 jún .13 jún .14 se p.0 9 se p.1 0 se p.1 1 se p.1 2 se p.1 3 se p.1 4 de s.0 9 de s.1 0 de s.1 1 de s.1 1 de s.1 2 de s.1 3 de s.1 4 feb .15 Heimild: Vinnumálastofnun 502 20% 40% 2.511 Karl Sigurðsson Samkvæmt Vinnumarkaðsrann- sókn Hagstofu Íslands var hlut- fall atvinnulausra af vinnuafli 4,6% í febrúar. Til samanburðar áætlaði Vinnumálastofnun að atvinnuleysi væri þá 3,6%. Rannsókn Hagstofunnar bendir til að atvinnuþátttakan hafi verið 81% í febrúar, borið saman við 79% í febrúar 2014 og 78,7% í febrúar 2013. Tölur Hagstofunnar ná aftur til ársins 2003. Á því tímabili var atvinnuþátttakan í febrúar mest 2007, eða 82,5%, og 82,4% í febrúar 2008. Hlut- fallið í síðasta mánuði var svip- að og í febrúar 2004, en það var þá 81,1%. Batinn á vinnu- markaði kemur einnig fram í því að starfandi voru 169.800 í febrúar 2013, 173.400 í febrúar 2014 og 179.500 í febrúar 2015 og fjölgaði þeim því um 3.600 og 6.100 milli ára á tímabilinu. Þá voru 48.100 utan vinnu- markaðar í febrúar 2013 en 48.000 í febrúar 2014. Þeim hafði fækkað í 44.100 í síðasta mánuði. 3,6-4,6% í febrúar ATVINNULEYSIÐ Afkomasjóðsinsáárinu2014 Nafnávöxtun samtryggingardeildar var 7,4% og raunávöxtun 6,3%. Hrein raunávöxtun sl. þrjú ár var að meðaltali 5,4% sem er töluvert yfir 3,5% ávöxtunarviðmiði lífeyrissjóða sem notað er við útreikninga á tryggingafræðilegri stöðu. Nafnávöxtun fjárfestingarleiða séreignardeildar var á bilinu 2,8-4,6% á árinu 2014 og skiluðu allar leiðirnar jákvæðri raunávöxtun. Ávöxtun ræðst af eignasamsetningu og áhættustigi fjárfestingarleiða sjóðsins auk fjárfestingarmöguleika. Samkvæmt tryggingafræðilegri athugun voru heildareignir samtryggingardeildar 0,2% umfram heildar- skuldbindingar í árslok og var staða sjóðsins því jákvæð annað árið í röð. Góð raunávöxtun bætti áfallna stöðu sjóðsins verulega. Nýjar réttindatöflur tóku gildi 1.1. 2015 í samræmi við grein 6.2 í samþykktum sjóðsins. Réttindaávinningur fyrir greitt iðgjald í framtíðinni hækkaði við breytingarnar og hafði áhrif til lækkunar á tryggingafræðilegri stöðu. Ástæða er til að benda á að gott jafnvægi hefur náðst á milli áunninnar stöðu og framtíðarstöðu sjóðsins. Lífsverk lífeyrissjóður Engjateigi 9, 105 Reykjavík. Sími: 575 1000 Bréfsími: 575 1001 Afgreiðslutími: 9:00 - 16:00 alla virka daga Netfang: lifsverk@lifsverk.is www.lifsverk.is Ávöxtun Tryggingafræðileg staða Iðgjöld 2.674 2.564 Lífeyrir 550 512 VIRK endurhæfingarsjóður 34 31 Fjárfestingartekjur 3.504 3.629 Fjárfestingargjöld 126 157 Rekstrarkostnaður 100 84 Hrein eign til greiðslu lífeyris 49.880 44.512 Fjöldi virkra sjóðfélaga 2.832 2.830 Meðalfjöldi lífeyrisþega 325 301 Nafnávöxtun 7,4% 8,7% Raunávöxtun 6,3% 4,8% Hrein raunávöxtun 6,1% 4,6% Hrein raunávöxtun sl. 3 ár 5,4% 3,7% Hrein raunávöxtun sl. 5 ár 2,9% 1,6% Lífeyrir sem hlutfall af iðgjöldum 21,8% 21,2% Hlutfall erlendrar eignar í eignasafni 18,7% 18,2% Tryggingafræðileg staða 0,2% 1,3% Eign umfram áfallnar skuldbindingar -0,3% -3,0% Eign umfram framtíðarskuldbindingar 0,8% 7,0% Samtryggingardeild 2014 2013Helstu tölur úr ársreikningi í milljónum króna Heilindi | Jákvæðni | Ábyrgð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.