Morgunblaðið - 26.03.2015, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 26.03.2015, Qupperneq 33
FRÉTTIR 33Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 Ljósmynd/HB Grandi Þerney RE Mjög góður afli fékkst í Barentshafi og við Lofoten en gæftir voru stirðar framan af túrnum og frátafir talsverðar. Frystitogarinn Þerney RE kom til Reykjavíkur um miðjan dag í gær að lokinni vel heppnaðri veiðiferð í norska lögsögu. Aflinn upp úr sjó var um 1.275 tonn og aflaverðmæt- ið er áætlað um 506 milljónir og gæti verið um Íslandsmet að ræða. ,,Við erum að vonum ánægðir með þennan túr. Þrátt fyrir leið- indaaveður og frátafir frá veiðum heilu dagana af þeim sökum, voru aflabrögðin mjög góð,“ sagði Krist- inn Gestsson, skipstjóri á Þerney, í samtali við heimasíðu HB Granda. Veiðiferðin stóð í tæplega 40 daga, en byrjað var að veiða á Fuglabank- anum í Barentshafi. ,,Það var leiðindaveður mestallan tímann sem við vorum á Fugla- bankanum og í nokkra daga þurft- um við að halda sjó vegna þess hve veðrið var slæmt. Aflabrögðin voru hins vegar góð þá daga sem við gát- um stundað veiðar. Vandinn var sá helstur að mikil ýsa var á miðunum en hlutfall meðafla má ekki fara yf- ir 30% í veiðiferð,“ segir Kristinn. Vegna veðurs á Fuglabankanum var ákveðið sigla suður fyrir Lofo- ten. Á þeim slóðum var Þerney síð- ustu tíu veiðidagana í góðu veðri og mjög góðum afla. Þar fékkst nánast hreinn þorskur og uppistaðan mjög vænn fiskur. Fyrir hálfum mánuði kom Arnar HU til Skagastrandar eftir góðan túr í Barentshafið. Alls fengust um 1.200 tonn og aflaverðmætið var áætlað 430 milljónir. aij@mbl.is Verðmæti afla Þerneyjar hálfur milljarður  40 daga veiðiferð í norska lögsögu  Aflinn 1.275 tonn Stutt málstofa um stangveiði og umhverfisvernd verður í dag klukkan 17 í Há- skólabíói á undan Rise, kvik- myndahátíð fluguveiði- manna. Í málstofunni mun Sveinn Kári Valdimarsson, líffræðingur hjá Landsvirkjun, meðal annars kynna aðgerðir Landsvirkjunar varðandi verndun Þingvallaurriðans, og væntanlega reifa hugmyndir fyrir- tækisins um fiskveg í Efra-Sog. Jó- hannes Sturlaugsson hjá Laxfiskum ehf. mun fjalla um Þingvallaurr- iðann og hvernig má stuðla að upp- gangi hans með hóflegri umgengni en hann hefur rannsakað urriðann um langt skeið. Sigurður Guð- jónsson, forstjóri Veiðimálastofn- unar, mun fjalla um efnahagslegt og samfélagslegt gildi stangveiða og Valgarður Ragnarsson reifa reynsluna af veiða-og-sleppa í Hús- eyjarkvísl. Á eftir verður opnað fyrir um- ræður og fyrirspurnir. Umræðu- stjóri er Össur Skarphéðinsson al- þingismaður. Ráðstefnan er á vegum Íslands- deildar CTCF, Continental Trout Conservation Fund. Ráðstefna um stangveiði og umhverfisvernd Urriðar í Þingvallavatni Árleg hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi hófst í gær. Er þetta í fjórða sinn sem Barnaheill standa fyrir söfnun á notuðum reiðhjólum fyrir börn og unglinga. Söfnunin, sem er í samvinnu við Æskuna, barnahreyfingu IOGT, og Íslenska fjallahjólaklúbbinn, stend- ur til 30. apríl. Verður hjólum safn- að á endurvinnslustöðvum Hring- rásar og Sorpu á höfuðborg- arsvæðinu og á pósthúsum á landsbyggðinni. Hjólin eru ætluð börnum sem ekki hafa kost á því að kaupa sér reiðhjól. Hægt er að sækja um hjól hjá félagsþjónustu sveitarfélag- anna. Safna notuðum reiðhjólum Morgunblaðið/Júlíus Fyrsta hjólið Herdís Ágústa Linnet, formaður ungmennaráðs Barna- heilla, gaf fyrsta hjólið sem hún eignaðist, í söfnunina í gær. KOMDUMEÐMÁLIN og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð. FAGMENNSKAÍFYRIRRÚMI Þú nýtur þekkingar og reynslu og fyrsta flokks þjónustu. VIÐ KOMUMHEIMTIL ÞÍN, tökummál og ráðleggjum um val innréttingar. ÞÚVELUR að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, samsetta, eða samsetta og uppsetta. Mán. - föst. kl. 09-18 · Laugardaga kl. 11-15 Við sníðum innréttinguna að þínum óskum. Þú getur fengið skúffur og útdregin tauborð undir vélarnar, einnig útdreginn óhreinatausskáp, kústaskáp o.m.fl . Baðherbergi Uppþvottavélar Helluborð Ofnar Háfar Kæliskápar RAFTÆKI FYRIR ELDHÚSIÐ SANNKALLAÐ Vandaðar hirslur Þvottahúsinnréttingar ÁBYRGÐ - ÞJÓNUSTA 5 ár á innréttingum, 2 ár á raftækjum. Fríform annast alla þjónustu. (Trésmíðaverkstæði, raftækjaviðgerðaverkstæði). VÖNDUÐRAFTÆKI ÁVÆGUVERÐI friform.is Viftur PÁS A ERÐ NÚÍAÐDRAGANDAPÁSKANNAHÖFUMVIÐÁKVEÐIÐ AÐBJÓÐAOKKARALBESTAVERÐ Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 AFSLÁTTU R30% AFÖLLUM INNRÉTT INGUM TILPÁSKA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.