Morgunblaðið - 26.03.2015, Side 38
38 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015
Fyrsta úthlutun Fjölskylduhjálpar
Íslands úr sjóði sem kallast Íslands-
foreldri fór fram í gær.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, for-
maður Fjölskylduhjálpar, sagði út-
hlutunina hafa farið mjög vel af
stað. Um er að ræða ákveðna stefnu-
breytingu þar sem nú er áherslan á
hollan mat mun meiri en áður, út-
hlutað er fiski, hreinu kjöti, brauði,
lýsi, fersku grænmeti og ávöxtum.
„Með lýðheilsustefnunni sem við
erum að byrja að vinna eftir núna þá
erum við að reyna að vera með eins
mikið af hollri fæðu og við mögulega
getum boðið upp á,“ segir hún. Ís-
landsforeldrar greiða mánaðarlega
styrki sem nýttir eru til auka holl-
ustu við matarúthlutun.
Óska eftir fleiri
Íslandsforeldrum
Ásgerður Jóna hvetur fleiri til að
gerast Íslandsforeldra en það er
gert í gegnum Facebook-síðu hjálp-
arsamtakanna. „Það eru tugir þús-
unda Íslendinga sem eru heimsfor-
eldrar, það væri gaman þó við
fengjum ekki nema bara 10% af
þeim,“ segir Ásgerður.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Fjölskylduhjálp Íslands Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður og Guðrún
Magnúsdóttir taka á móti fiski í fyrsta skipti.
Fyrsta úthlutun frá
Íslandsforeldrum
Í samræmi við lýðheilsustefnu
Vegna hækkandi sólar og lofthita
eru veggir og loft íshella í skrið-
jöklum Vatnajökuls að veikjast,
segir m.a. í viðvörun á heimasíðu
Vatnajökulsþjóðgarðs. Ávallt beri
að sýna fyllstu aðgát við íshella og
ekki fara inn í þá nema að vel at-
huguðu máli. Þar segir að veturinn
sé besti tíminn til að skoða íshella
með tilliti til öryggis og aðgengis
og að í vetur hafi verið mikil ásókn
ferðamanna í íshella.
„Íshellar myndast yfirleitt vegna
vatnsstreymis eða jarðhita. Þeir
færast til og breytast með skriði
jöklanna og eru því ekki varanleg
fyrirbrigði heldur eyðast þeir
vegna bráðnunar. Hækkandi loft-
hiti veldur einnig því að veggir ís-
hellanna veikjast og geta þeir hrun-
ið bæði að hluta til og í heilu lagi.
Þarf þá varla að spyrja að leiks-
lokum, en a.m.k. tvö banaslys hafa
orðið á Íslandi sl. áratug vegna ís-
hruns,“ segir í viðvöruninni.
Fyllstu aðgát ber að sýna við íshella
Morgunblaðið/RAX
Gjafir sem gleðja
LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383
Fermingagjafir
á frábæru verði
Líttu við og
skoðaðu úrva
lið
Verð 6.950,-Verð 4.700,- Verð 5.800,-
Verð 6.700,-Verð 11.500,-
Verð 17.900,-
Verð 8.200,-
Verð 5.900,-Verð 5.900,- Verð 7.500,-
Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar
var falið að fagna 100 ára afmæli
kosningaréttar kvenna á Íslandi
og verður það gert með 100 við-
burðum, en Reykjavíkurborg
tengir sig við hinar ýmsu hátíðir
og viðburði á vegum borgarinnar
þetta árið. Ein þessara hátíða er
Barnamenningarhátíðin, sem hald-
in verður dagana 21.-26. apríl
næstkomandi. Munu kennarar í
grunnskólum borgarinnar meðal
annars fræða börnin um jafnrétt-
ismál og kosningakerfið.
Mætti í samsöng og tók þátt í
fræðslu og umræðum
Sóley Tómasdóttir, forseti borg-
arstjórnar, setti þetta verkefni af
stað með fjórða bekk Laugarnes-
skóla í gærmorgun. Mætti hún í
samsöng og tók þátt í fræðslu og
umræðum um kosningaaldur og
kynjabaráttu. „Það var tilvalið
náttúrlega að nota tækifærið núna
og vekja börnin í borginni til um-
hugsunar um réttindi og skyldur,
þá áfanga sem hafa náðst og það
sem enn er óunnið,“ sagði Sóley
við blaðamann. Efnt verður til
kosninga innan veggja grunnskól-
anna um orð eða setningu sem
mikilvægust er um réttindi. Út-
búnar verða svokallaðar rétt-
indaóskir, en hljómsveitin Amaba-
dama mun svo semja lag og texta
út frá réttindaóskum barnanna.
Grunnskólar fá upptöku með lag-
inu svo kennarar og nemendur
geti æft lagið fyrir flutning. Á
setningarathöfn Barnamenning-
arhátíðar munu svo öll börnin,
ásamt hljómsveitnni, flytja rétt-
indasöng fjórðubekkinga Reykja-
víkur.
Barnamenningarhátíð
árlegur viðburður
Barnamenningarhátíð í Reykja-
vík fer fram á ári hverju og er
haldin að vori. Markmiðið er að
efla menningarstarf fyrir börn og
ungmenni. Þátttaka í hátíðarhöld-
unum er ókeypis en reynt er að
halda hátíðina með fjölbreyttum
hætti. Einblínt er á menningu
barna og hátíðin haldin víðsvegar
um borgina. brynjadogg@mbl.is
Fræðsla um jafn-
rétti í grunnskólum
100 ára afmæli kosningaréttar
kvenna fagnað með ýmsu móti
Tengt við Barnamenningarhátíð
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Jafnréttisfræðsla Sóley Tómasdóttir stóð fyrir fræðslu og umræðu um jafnrétti fyrir fjórða bekk Laugarnesskóla.