Morgunblaðið - 26.03.2015, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 26.03.2015, Qupperneq 44
44 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Lægðirnar sem hafa verið með reglulegar áætlunarferðir yfir Ís- land síðustu vikur og mánuði hafa víðar haft áhrif. Framboð á fiski frá Noregi hefur verið mun minna í vet- ur heldur en undanfarin ár og í febr- úar var útflutn- ingur Norð- manna á hvítum fiski 33% minni heldur en í febr- úar í fyrra. Búist er við að veiðar Norðmanna auk- ist mjög í mars og apríl venju sam- kvæmt og ýmsir spá því að það leiði til lækkunar á afurðum frá Íslandi meðan mesta framboðið frá Noregi gengur yfir. Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood International, seg- ist ekki vera tilbúinn að skrifa undir það. Mjög líklega verði þrýstingur á verðið til lækkunar, en ekki sé sjálf- gefið að aukið framboð frá Noregi leiði almennt til lækkunar á þorsk- afurðum frá Íslandi. Auk þess verði þá mesti þunginn í framleiðslu Ís- lendinga að baki. Þó beri að hafa í huga að verð á þorskafurðum sé al- mennt hátt og eftirspurn hafi verið sterk meðan framboð var minna en áður frá Noregi. Fiskur frá Noregi flæddi ekki endalaust inn á markaðinn „Vissulega var minni þrýstingur á verð fyrstu 11 vikur þessa árs held- ur en í fyrra og hittifyrra af því að það flæddi ekki endalaust fiskur frá Noregi inn á markaðina,“ segir Helgi Anton. „Í heildina dróst hvít- fiskútflutningur Norðmanna saman um þriðjung í magni í febrúar miðað við febrúar í fyrra og mestur var samdrátturinn í saltfiski. Í Noregi spilaði veðrið stærri rullu heldur en hjá okkur. Því var ekki sami kraftur í veiðum Norð- manna og venjulega og þeir voru óvenju seinir af stað. Svo eru þeir líka að reyna að stýra framboðinu betur en þeir hafa áður gert og með þetta í huga má búast við að fram- boðið verði dreifðara yfir árið en áð- ur.“ Helgi segir að páskar séu tiltölu- lega snemma í ár og það hafi áhrif á saltfiskframleiðslu, en á Spáni og í Portúgal er mikil fiskneysla tengd föstu og páskum. Því hafi verið mik- ilvægt að vera snemma á ferðinni með páskaframleiðsluna og þeirri törn sé lokið. Vinnsla fyrir og eftir makríl „Hins vegar hefur margt breyst í framleiðslumunstrinu hjá okkur á síðustu árum og menn skipuleggja sig öðru vísi en áður,“ segir Helgi Anton. „Það mætti kannski tala um fiskvinnsluna fyrir og eftir makríl. Margir keyra mjög stíft á þorsk frá byrjun kvótaárs í september og fram í mars, meðal annars vegna jóla og páska. Fram í maí er unnið mikið af ferskum afurðum, en marg- ir taka þráðinn ekki upp aftur af krafti fyrr en með nýju kvótaári. Eftir að makríllinn fór að ganga af krafti inn í lögsöguna og menn náðu tökum á því að frysta hann vinna mörg fiskvinnslufyrirtæki makríl í hefðbundnum frystihúsum á sumrin, þar sem ekki eru sérhæfð uppsjávar- frystihús. Sömu sögu er að segja um marga frystitogara, sem síðustu ár hafa veitt og fryst makríl um borð.“ Aukning á útflutningi frá Kína Að hluta til fer þorskur frá Noregi á aðra markaði en frá Íslandi og talsverður hluti er lítið unninn í Nor- egi áður en fiskurinn er fluttur út. Þannig fer verulegt magn til Kína og Portúgal og fer í vinnslu þar á næstu mánuðum eftir þörfum. Kínafiskur- inn er tvífrystur og kemur þaðan til baka til Evrópu á næstu mánuðum. Helgi segir að í fyrra hafi orðið aukning á útflutningi á þorski frá Kína bæði til Evrópu og Bandaríkj- anna þvert á spár um að draga myndi úr þessum útflutningi vegna minni samkeppnishæfni Kína. Þessi fiskur kemur upphaflega að stórum hluta frá Rússlandi, en einnig frá Noregi og fleiri löndum. Fiskur í ógöngum Gott verð hefur í vetur fengist fyr- ir ferskar afurðir frá Íslandi og verðin verið hærri en í fyrravetur. Oft hefur þó verið við ramman reip að draga að koma afurðunum á áfangastað í glímunni við veðurguð- ina. „Á hverjum degi eru fluttar fersk- ar fiskafurðir með flugi til 10-12 landa,“ segir Helgi Anton. „Það hef- ur verið mikil áskorun út af veður- fari að koma þessum vörum á áfangastað í vetur og sannast sagna hefur fiskurinn lent í alls konar ógöngum. Um leið og það verður seinkun upp á 3-4 klukkutíma getur allt farið úr skorðum, tengiflug tap- ast og tafir á einum stað kalla á vandræði á öðrum.“ Þrýstingur á hátt fiskverð  Lítið framboð frá Noregi vegna ótíðar í vetur  Búist við mikilli framleiðslu þar í mars og apríl  Ekki sjálfgefið að það leiði til lækkunar á afurðum frá Íslandi  Breytt skipulag á framleiðslunni Morgunblaðið/Guðni Hlaðinn vertíðarbátur við Röst í Lofoten Í vetur hafa gæftir verið lélegar við Noreg og lítið framboð þaðan, en kraftur er nú að komast í hefðbundna vertíð.Helgi Anton Eiríksson Bandaríkjamarkaður hefur síðustu ár verið vaxandi markaður fyrir ferskan fisk frá Íslandi. Eftirspurn hefur verið mikil, en oft hefur frakt- rými í flugvélum hamlað möguleikum. Helgi Anton segir að í þessu sam- hengi sé það mjög spennandi fyrir útflytjendur að Icelandair hyggist næsta vetur taka í notkun Boeing 767-300 breiðþotur í Ameríkufluginu með auknu flutningsrými. „Þetta eykur möguleika í útflutningi, fjölgar tlækifærum og er sannarlega kærkomið,“ segir Helgi. Hann segir að Norðmenn hafi sömuleiðis horft í auknum mæli til Bandaríkjanna, ekki síst í útflutningi á laxi eftir að Rússar lokuðu á inn- flutning frá Noregi. Þeir hafi reynt að sækja fram í Bandaríkjunum í samkeppni við lax frá Síle og Kanada og hafi náð góðum árangri. Tækifæri með stærri vélum VAXANDI BANDARÍKJAMARKAÐUR Samkvæmt yfirliti á vef Fiskistofu er búið að veiða 117 þúsund tonn af þorski á þeim tæplega sjö mánuðum sem liðnir eru af fiskveiðiárinu eða tæp 70% af úthlutuðu aflamarki. Mjög mismunandi er hversu hátt hlutfall búið er að veiða af einstökum tegundum. Þar hafa markaðaðstæður áhrif og einnig eru veiðar ákveðinna tegunda oft bundnar ákveðnum tíma ársins. Afli til aflamarks Heimild: Fiskistofa Þorskur Ýsa Langa Blálanga Ufsi Aflamark: 170.875 Afli t. aflam.: 116.909 Aflamark: 46.408 Afli t. aflam.: 24.511 Aflamark: 3.751 Afli t. aflam.: 1.820 Aflamark: 12.284 Afli t. aflam.: 3.884 Aflamark: 6.320 Afli t. aflam.: 2.720 Aflamark: 9.869 Afli t. aflam.: 5.696 Aflamark: 6.927 Afli t. aflam.: 2.545 Aflamark: 7.702 Afli t. aflam.: 4.469 Aflamark: 27,470 Afli t. aflam.: 15,565 Aflamark: 11.158 Afli t. aflam.: 4.419 Aflamark: 2.515 Afli t. aflam.: 646 Aflamark: 49,931 Afli t. aflam.: 21,338 Hlutfall: 68,4% Hlutfall: 52,8% Hlutfall: 48,5% Hlutfall: 31,6% Hlutfall: 43% Hlutfall: 57,7% Hlutfall: 36,7% Hlutfall: 58% Hlutfall: 60,3% Hlutfall: 39,6% Hlutfall: 25,7% Hlutfall: 42,7% Karfi/gullk. Keila Grálúða Skarkoli Djúpkarfi Steinb. Gulllax Tæp 70% veidd af þorski
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.