Morgunblaðið - 26.03.2015, Síða 46

Morgunblaðið - 26.03.2015, Síða 46
VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þær kipptu sér ekkert upp við þetta, voru tvo til þrjá daga að jafna sig. Það sýnir frekar hvað það var þröngt um þær í gamla fjósinu,“ seg- ir Birkir Arnar Tómasson, bóndi á Móeiðarhvoli II í Rangárþingi eystra. Hann og kona hans, Bóel Anna Þórisdóttir, hafa tekið í notkun nýtt fjós sem væntanlega er glæsi- legasta fjósbyggingin á landinu í dag. Þau grófu fyrir grunni fjóssins í maí á síðasta ári og byrjuðu að flytja kýrnar inn í nýja fjósið í febrúar, sléttum níu mánuðum síðar. Allar kýrnar voru komnar yfir í byrjun mars. Keyptur var nýr mjaltaþjónn og sá eldri færður með kúnum. Í fjósinu er aðstaða fyrir 130 kýr. Nú eru þar 84 kýr mjólkandi þannig að hægt er að bæta við rúmlega 40. Þau hjónin hafa verið að fjölga kúnum til að nýta nýja fjósið sem best en það tekur að minnsta kosti tvö ár að fylla það ef aðeins eru tekn- ar kvígur úr eigin ræktun. Birkir segist vera opinn fyrir öðrum tæki- færum til fjölgunar. Fer vel af stað Kyrrlátt er í nýja fjósinu og rólegt yfir kúnum. Það segir Birkir að sé merki um að þeim líði vel. „Það kom okkur skemmtilega á óvart hvað lítið var um vandræði.“ Um leið og flutt var yfir var tekið í notkun nýtt fóðurkerfi, svokallað heilfóðurkerfi þar sem mismunandi gerðir af heyi eru saxaðar saman og kjarnfóðri bætt í. „Þær virðast kunna ansi vel að meta fóðrið. Éta meira en þær gerðu,“ segir Birkir. Breytingin er einnig mikil fyrir bændurna. „Það léttir mikið vinnuna að vera í nýju fjósi og auðveldar yf- irsýn yfir gripina þar sem svo rúmt er um alla. Munurinn er mikill því gamla fjósið var barn síns tíma og búið að þjóna hlutverki sínu vel í sex- tíu ár.“ Bætt aðstaða skilar sér í því að kýrnar bjarga sér meira sjálfar. Ekki þarf að sækja þær eins mikið í mjaltir og hjálpa þeim í gegn. „Þetta fer vel af stað og við erum bjartsýn á fram- haldið.“ Það kemur sér vel að hlutirnir skuli ganga meira af sjálfu sér því „velferðardeildin“ er ekki alveg tilbú- in. Við báða mjaltaþjónana er að- staða til að sinna sérstaklega kúm sem á því þurfa að halda, til dæmis þegar kemur að burði. Það kallar Birkir „velferðardeild“. Þótt fjósið hafi verið tekið í notkun er framkvæmdum ekki að fullu lokið. Eftir er að byggja tengibyggingu á milli nýja og gamla fjóssins. Það er tiltölulega lítil framkvæmd, miðað við fjósið sjálft. Gamla fjósið nýtist áfram. Þar verða kálfar og kvígur. „Við erum að fylgja kröfum nýrra tíma. Sífellt er verið að krefjast Fylgjum kröfum nýrra tíma  Nýtt og glæsilegt 130 kúa fjós tekið í notkun á Móeiðarhvoli II  Birkir Arnar Tómasson bóndi segir að bæta þurfi rekstrarskilyrði búanna í kjölfar aukinna krafna um byggingar og velferð dýra Athygli Gestkvæmt er í fjósinu. Margir vilja skoða nýjustu og bestu aðstöðuna enda framkvæmdahugur í bændum. Morgunblaðið/Kristinn Bóndinn Vinna Birkis breytist í nýju fjósi. Tveir mjaltaþjónar annast mjaltirnar en bændurnir nota tímann í staðinn til eftirlits og þrifa, auk fóðrunar. Áætlað er að kostnaður við bygg- ingu nýja fjóssins á Móeiðarhvoli og tilheyrandi aðstöðu verði um 160 milljónir kr., þegar upp verð- ur staðið. Birkir segir ekki skrít- ið að það standi í fólki að hefja búskap þegar framkvæmdir séu jafn dýrar og raun ber vitni. Ef bændur fengju það verð fyrir mjólkina sem dugi til að lifa al- mennilega af framleiðslunni þyrfti ekki frekari hvatningu og margir myndu byrja. Hann tekur fram að helmingur af tekjum búsins komi af öðru en mjólkursölu. Hann noti tekjur af verktakastarfsemi, kjötsölu, kornrækt og fleiru í uppbygg- inguna. „Við erum líka að horfa til framtíðar. Þetta er kostajörð til mjólkurframleiðslu. Ef ekki er byggt upp hér verður það hvergi gert. Það kemur síðan í ljós hvort ég verð hér til að nýta hana eða aðrir taka við.“ Landssamband kúabænda sam- þykkti á nýafstöðnum aðalfundi sínum þá stefnumörkun að horfið verði frá kvóta á mjólkurfram- leiðslu á gildistíma næsta búvöru- samnings. „Ég tel að þetta sé rökrétt framhald af stöðunni eins og hún er í dag. Það er ekki hægt að ætlast til þess að sá hóp- ur bænda sem haldið hefur uppi framleiðslunni þegar kallað er eftir aukningu sitji eftir með sárt ennið næst þegar draga þarf saman seglin,“ segir Birkir. Vísar hann þar til þess að lítill hluti kúabænda hefur svarað kalli mjólkuriðinaðarins um aukna framleiðslu. Ef kvótakerfið verði látið gilda óbreytt muni þeir þurfa að minnka framleiðsluna á samdráttartímum en ekki aðrir. Annars vonast Birkir til að hægt verði að framleiða áfram á fullu þótt sveiflur kunni að verða á markaðnum hér innanlands. Út- Hugsað til fram- tíðar  Fjósið kostar 160 milljónir 46 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 www.facebook.com/spennandi Opið: Mán. - fim: 12 - 18 og fös. 12-16 Mikið úrval af kjólum fyrir fermingarnar 3322 & Mc Planet by Innate
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.