Morgunblaðið - 26.03.2015, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 26.03.2015, Qupperneq 47
meira rýmis til að tryggja velferð kúnna,“ segir Birkir þegar hann er spurður um grunn þess að farið var út í framkvæmdina. Hann bætir því við að jafnframt megi nú gera kröfur um að ytri umgjörð framleiðslunnar fylgi eftir. „Við þurfum að fara að sjá nýjan búvörusamning sem gæti gefið okkur sýn inn í starfsumhverfi okkar í framtíðinni. Hann þarf helst að vera til langs tíma svo við getum séð nokk- uð inn í framtíðina,“ segir Birkir. Hann segir að jafnframt þurfi að bæta möguleika til að kynbæta kúa- stofninn. Hann telur augljóst að leyfa þurfi innflutning erfðaefnis til að bæta holdanautastofninn sem er orð- inn úrkynjaður. Þá þurfi að svara endanlega þeirri spurningu hvort leyft verði að flytja inn erfðaefni til að kynbæta mjólkurkúastofninn. Þess ber að geta að nýja fjósið á Móeið- arhvoli er hannað með það í huga að kýrnar stækki og þar er þessvegna hægt að mjólka kýr af norskum stofni. „Á meðan þessari spurningu er ekki svarað er ekki unnið nógu mark- visst að kynbótastarfi íslenska stofns- ins. Það er eins og menn séu að bíða,“ segir Birkir. Nefnir hann í því efni að kyngreining á sæði myndi flýta mjög fyrir framförum. Hægt væri að fá kvígur undan bestu mjólkurkúnum og holdanaut undan lakari kúnum. Fáum ekki réttu vopnin „Það er oft rætt um það á tyllidög- um að við þurfum að framleiða sem mest af okkar matvælum innanlands. Svo þegar á reynir fáum við ekki þau vopn sem til þarf,“ segir Birkir. flutningur á afurðum lofi góðu, sérstaklega skyri. „Ef við stönd- um okkur eigum við alveg að geta náð enn meiri árangri þar.“ Hjónin á Móeiðarhvoli hafa lagt allt sitt í að koma upp góðri framleiðsluaðstöðu og mögu- leikum til að þróa búreksturinn áfram. „Við hefðum getað byggt ódýrara fjós með tveimur róbót- um. Það hefur hins vegar oft af- leiðingar að stytta sér leið. Við hugsum til framtíðar og þetta fjós er byggt til að endast,“ segir Birkir og segir sanngjarnt að gera um leið þá kröfu að bændur hafi einhvern fyrirsjáanleika í rekstri sínum. Starfsumhverfi þeirra er stýrt í búvörusamningi bænda og ríkisins sem rennur út á næsta ári. „Við þurfum að sjá lengra fram í tímann.“ Morgunblaðið/Kristinn FRÉTTIR 47Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 Fermingarpeningarnir á Framtíðarreikning Ef 30.000 kr. eru lagðar inn á Framtíðarreikning bætum við 5.000 kr. við.* Framtíðarreikningurinn ber ávallt hæstu vexti verðtryggðra spari- reikninga og er laus við 18 ára aldur. Nánari upplýsingar á arionbanki.is/ferming *Eitt mótframlag fyrir hvert fermingarbarn Álftir og gæsir hafa valdið bændum mikl- um búsifjum á undanförnum árum, ekki síst kornbændum á Suðurlandi. Nefnd á vegum umhverfisráðuneytisins hefur unn- ið að kortlagningu tjónsins og mögulegra aðgerða. Birkir segist hafa talið 78 álftir á einum akri daginn áður en Morgunblaðsmenn heimsóttu hann. „Nú eru menn að panta fræ og áburð fyrir sumarið. Kornrækt mun minnka um að minnsta kosti helming ef ekki á að grípa til ráðstafana vegna ágangs andfugla nú í vor. Þetta er dæmi um ytri umgjörð sem þarf að vera í lagi og bregðast þarf við áður en það er orðið of seint,“ segir Birkir. Sjálfur reiknar hann með að minnka kornrækt um helm- ing, að óbreyttu. Erfitt sé og raunar til- gangslaust að rækta korn fyrir álftir og gæsir að éta. Fram kom í Bændablaðinu á dögunum að á síðasta sumri og fram á haust skráðu og tilkynntu bændur um tjón á um 2.500 hekturum lands vegna ágangs gæsa og álfta, í um 200 tjónatilkynningum. Sam- kvæmt því er tjón bænda mikið. Nefndin hefur ekki gefið neitt út um það hvort eitthvað verði gert, til dæmis hvort heim- ilaðar verði veiðar eða bændur fái tjón sitt bætt. Birkir segist ekki hafa lausn á þessum vanda en telur unnt að heimila skotveiðar á afmörkuðum stöðum og tíma, eins og samtök bænda hafa lagt til. Hægt væri að skjóta á geldfuglinn þegar pörin væru far- in á hreiður.Í fjósi Vel fer um kýrnar í nýja fjósinu á Móeiðarhvoli enda hátt til lofts og vítt til veggja. Dregur úr ræktun korns
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.