Morgunblaðið - 26.03.2015, Síða 50

Morgunblaðið - 26.03.2015, Síða 50
BAKSVIÐ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Íslendingum gætu á næstu miss- erum opnast miklir möguleikar til fjárfestinga og nýrra verkefna á Grænlandi. Stjórnvöld þar í landi áforma uppbyggingu á ýmsum grunnstoðum, svo sem flug- vallagerð, byggja þarf fisk- vinnslustöðvar, orkuver og skapa á námuvinnslu umgjörð svo starf- semi á því sviði verði að veru- leika. Þetta segir Svend Hardenberg, ráðgjafi og fjárfestir á Grænlandi, sem var frummælandi á morgun- fundi Grænlensk-íslenska við- skiptaráðsins sem var í Reykjavík í gær. Fundinn sóttu m.a. fulltrú- ar íslenskra fyrirtækja á sviði verkfræði, samgangna og ferða- þjónustu, sem hafa komið að verkefnum á Grænlandi. Tækifæri þegar höftin hverfa Þær tölur sem eru í fjárfest- ingaáætlun stjórnvalda, sem lögð verður fyrir þing grænlensku sjálfsstjórnarinnar á þessu ári, eru á bilinu 2,3 til 5 milljarðar danskra króna. Sé miðað við lægri punktinn þá eru undir 43,8 milljarðar íslenskra króna. Svend Hardenberg vill Íslendinga að þessu borði. Hefur því reifað hug- myndir um að stofnaður verði fjárfestingasjóður sem auðveldað gæti samstarf. „Ég kynnti hugmyndina hér fyrir tveimur árum og undirtekt- irnar voru góðar en komu málinu þó ekki neina á hreyfingu. Auðvit- að eru Íslendingum skorður sett- ar með gjaldeyrishöftum og geta því varla blandað sér í leikinn í bili. En einhvern tíma verður höftum aflétt og þá opnast tæki- færi,“ segir Sven sem lengi starf- aði hjá Air Greenland og svo orkufyrirtækjum og var síðast ráðuneytisstjóri forsætisskrifstofu sjálfsstjórnarinnar. Hefur því í krafti þekkingar, reynslu og tengsla ýmsa þræði í hendi. Gildur höfuðstóll Í samtali við Morgunblaðið sagðist Svend telja ágætt að um 10 milljarðar íslenskra króna yrðu höfuðstóll í verkefnissjóðnum sem hann vill stofna. „Fjármálaráð- herra Grænlands, Andreas Uld- um, er áfram um þetta og með skarpa framtíðarsýn. Hann hefur og rætt margvísleg sameiginleg hagsmunamál Grænlendinga og Íslendinga við stjórnvöld hér sem vonandi skilar árangri,“ segir Sven. Meðal fjárfestingarverkefna á Grænlandi, sem nú þykja þörf, er uppbygging nýrra og lengri flug- brauta í Nuuk, Ilulissat, Tasiilaq og Qaqortoq en tveir síðastnefndu staðirnir eru syðst í landinu. Er flugvallargerðin meðal annars hugsuð til þess að draga úr notk- un þyrlna, sem þykir ekki beint hentugur samgöngumáti og er dýr. Raunar er litið svo á að verði flaugbraut í Nuuk ekki lengd sé eðlilegast að miðstöð millilanda- flugs Grændinga sé á Íslandi. Einnig er horft til þess að rennt verði sterkari stoðum undir sjávarútveg í byggðunum á aust- urströndinni og hjá fyrirtækjum í útgerð og vinnslu þar er horft til samstarfs við Íslendinga, til dæm- is í markaðsmálum. Grænlend- ingar eru þess og fullvissir að þar í landi sé olíu og gas að finna, þó ekki sé vitað í hvaða mæli það sé. En á meðan eflist ferðaþjónustan, hvar Flugfélag Íslands er í lyk- ilhlutverki. Flytur félagið á ári hverju þúsundir farþega til og frá Grænlandi, auk þess að sinna margvíslegum öðrum verkefnum þar í landi. Vill fjárfestingasjóð til landvinninga  Mikil uppbygging innviða á Grænlandi er framundan  Tugir milljarða króna eru í pakkanum  Tækifæri og Íslendingar áhugasamir  Námuvinnsla, sjávarútvegur og vaxandi ferðaþjónusta Morgunblaðið/Skapti Nuuk Í höfuðstaðnum og víðar stendur til að fara í uppbyggingu svo sem stækkun flugvalla enda eru samgöngur undirstaða flests í samfélagi nútímans. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Grænland Svend Hardenberg er áhrifamaður í heimalandi sínu. 50 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Það er næstum því sama hvernig heyrnarskerðingu þú ert með og hvernig lifi þú lifir, því ReSound heyrnartækin eru vel til þess fallin að hjálpa þér við að skilja talmál, hafa framúrskarandi hljómgæði og snjalla þráðlausa tengingu. MARGIR VERÐFLOKKAR Apple, Apple merkið, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki Apple Inc, skráð í BNA og öðrum löndum. App Store er þjónustumerki Apple Inc. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Morgunblaðinu hefur borist yfirlýs- ing frá SORPU vegna umfjöllunar í blaðinu í gær um kvörtunarbréf Edwards G. Hole, forstjóra félagsins Herhof Canada Technik (HTC), vegna framgöngu SORPU í við- ræðum félaganna. Fullyrti Hole þar að SORPA hefði gengið fram af óheil- indum og aðeins nýtt sér viðræðurnar til að skapa sér vígstöðu gagnvart danska félaginu Aikan, sem SORPA ákvað að semja við í tengslum við gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi. Viðræður snerust um annað Orðrétt segir í yfirlýsingunni: „Gas- og jarðgerð kom ekki til um- ræðu af hálfu HTC á neinum þessara funda, sem snerust um einkarétt- arvarða framleiðsluaðferð þeirra á svokölluðu „Stabilat“ eða nokkurs konar föstu eldsneyti. Hugmyndir HTC gengu allan tímann út á það að SORPA gerði einkasamning án út- boðs um að Herhof tæki allan úrgang sem kæmi til SORPU og gerði úr honum Stabilat. Samningurinn yrði til langs tíma – allt að 30 árum. Fulltrúum HTC var gert fullljóst frá upphafi að slíkir samningar kæmu aldrei til greina. Þetta var margítrek- að á fundum með fulltrúum fyrirtæk- isins. Hins vegar var gerður „Non disc- losure agreement“ samningur við HTC, sem í stuttu máli gengur út á að fyrirtækið lætur uppi upplýsingar um tæknina en SORPA heitir trúnaði um efni hennar. Við það hefur verið stað- ið af hálfu SORPU. Samningurinn gengur líka út á að HTC gætir þag- mælsku um upplýsingar frá SORPU. Aðferð HTC er gerólík því sem Aikan býður upp á og því ekki á nokk- urn hátt hægt að skapa sér samnings- stöðu gagnvart Aikan með samtali við HTC eins og ýjað er að. SORPA hafði hins vegar hug á að kynnast tækninni betur, ef í ljós kæmi að hún kynni að henta í einhverjum af þeim verk- efnum sem SORPA stendur frammi fyrir að leysa,“ segir m.a. í yfirlýsing- unni. SORPA hafnar ummælum forstjóra  Vísa kvörtunarbréfi HTC á bug Morgunblaðið/Árni Sæberg Í Álfsnesi SORPA hafnar gagnrýni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.