Morgunblaðið - 26.03.2015, Side 54

Morgunblaðið - 26.03.2015, Side 54
Nef Rotta þefar af jarðsprengju. Maputo. AFP | Mörgum stendur mik- ill stuggur af rottum en vísinda- menn í Afríkuríkinu Mósambík hafa fundið leið til að beita meindýrunum í baráttunni gegn berklum. Vísindamenn við Eduardo Mond- lane-háskóla í höfuðborginni Ma- puto nota níu stórar rottur sem hafa verið þjálfaðar í Tansaníu í hálft ár. Risarotturnar eru með sérlega gott þefskyn, betra en hundar, og þeim hefur verið kennt að finna berkla- bakteríuna með því að þefa af hrákasýnum. Rotturnar eru settar í glerbúr, þefa af hverju sýninu á fætur öðru og ef þær finna bakteríuna nema þær staðar við sýnið og núa saman fótunum. Þegar verkinu er lokið fá þær góðgæti í verðlaun fyrir góða frammistöðu. Nagdýrin leita einnig uppi jarðsprengjur „Rottan getur afkastað nær hundrað sýnum á tæpum hálftíma en yfirleitt tekur það tæknimann á rannsóknarstofu fjóra daga,“ segir Emilio Valverde, verkefnisstjóri APOPO, belgískra samtaka sem standa fyrir þessari tilraun. Hafist var handa við verkefnið í febrúar 2013 vegna mikillar útbreiðslu berkla í Mósambík. Á síðasta ári smituðust um 60.000 landsmanna af berklum, um 10% fleiri en 2013. Samtökin segja að það sé hag- kvæmara að nota rotturnar en beita hefðbundnum aðferðum. Þjálfun hverrar rottu kostar jafnvirði 900.000 til 1,1 milljónar króna og hægt er að nota hana í sex til átta ár. Samtökin hafa einnig notað rott- ur í beisli til að leita að jarð- sprengjum. Þær eru of litlar til að valda sprengingu þegar þær stíga á sprengjurnar og hægt er að þjálfa þær til að gera viðvart þegar þær finna lykt af sprengiefni. Með hjálp þjálfaðrar rottu er hægt að hreinsa 100 fermetra jarðsprengjubelti á hálfri klukkustund. Það tekur hins vegar mann með handvirk leitar- tæki um tvo daga að hreinsa svo stórt svæði. Risarott- um beitt í berklaleit  Hafa betra þef- skyn en hundar 54 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Um 500 franskir lögreglumenn, þjálfaðir fjallgöngumenn og björgun- armenn hófu í gærmorgun á ný leit og fundu hylkið af öðrum flugrita Airbus 320 farþegaþotu félagsins Germanwings sem fórst í frönsku Ölpunum í fyrradag. Upptökurnar úr ritanum hafa hins vegar ekki fundist, að sögn Aftenposten. Um borð voru 150 manns og fórust allir. Lokað verður fyrir aðgang að slysstað og náð í jarðneskar leifar fólksins. Flugritinn, sem tekur upp samtöl flugmanna, fannst þegar á þriðjudag, hann mun vera skemmdur og óvíst að hann komi að miklu gagni. Byrjað var að fara yfir gögn úr ritanum í París í gær. Þotan hrapaði í þröngt, afskekkt fjallaskarð með snarbröttum hlíðum. Franska innanríkisráðuneytið sagði að í fyrsta leitarhópnum á þriðjudag hefðu verið 50 sérsveitarmenn sem hefðu gert hlé á ferð sinni um nóttina vegna myrkurs. Þotan lagði upp frá Barcelona og var leiðinni heitið til Düsseldorf. Um borð voru aðallega Þjóðverjar og Spánverjar. Meðal farþega voru 16 þýskir menntaskólanemar og tveir kennarar en hópurinn hafði dvalist í Barcelona. Mikil sorg ríkir í heimaborg þeirra, Haltern am See. Engin neyðarmerki Engin neyðarmerki bárust frá áhöfninni en ljóst er að þotan lækk- aði hratt flugið af ókunnum ástæðum og hrapaði eftir stutt flug. Engin skýring hafði síðdegis í gær fundist á slysinu en veður var gott. Samband við flugturn rofnaði átta mínútum fyrir slysið. Ef flugmennirnir reyn- ast heldur ekki hafa talað neitt sam- an síðustu mínúturnar er að sögn BBC talið hugsanlegt að þrýstingur hafi skyndilega minnkað í klefanum og liðið yfir mennina. Ráðamenn Germanwings segja að þotan, sem var 24 ára gömul, hafi verið í ágætu lagi. Ekkert mun benda til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Nokkrir flugmenn fé- lagsins vildu ekki fljúga strax eftir slysið en félagið segir að þeir hafi verið miður sín yfir að hafa misst fé- laga sína. Óljóst hvað olli hrapi Airbus- farþegaþotunnar í Ölpunum  Aðstæður til leitar erfiðar og annar flugritinn enn ófundinn síðdegis í gær Sorg Nemendur við Joseph-König-menntaskólann í Haltern am See syrgja félaga sína í gær. 16 nemendur og tveir kennarar fórust í flugslysinu. AFP Kristján Jónsson kjon@mbl.is Forseti Úkraínu, Petro Porosénkó, hefur rekið milljarðamæringinn Íhor Kolomojskí úr embætti ríkisstjóra í héraðinu Dnépropetrovsk í austan- verðu landinu. Þingmenn þrýstu mjög á forsetann um að reka auðkýf- inginn þegar fullyrt var að hann hefði notað vopnaða menn til að ráðast inn í höfuðstöðvar ríkisrekins olíu- fyrirtækis, Úkr-Trans-Nafta, sl. fimmtudag. Sagt er að Kolomojskí hafi sjálfur verið á staðnum og bölvað fréttamönnum á svæðinu í sand og ösku. Skjólstæðingi Kolomojskís hafði daginn áður verið vikið skyndi- lega úr starfi forstjóra fyrirtækisins. Málið var snúið fyrir Porosénkó vegna þess að Kolomojskí, sem hefur auðgast á bankarekstri og fjárfest í orkugeiranum og fjölmiðlum, hefur verið mikilvægur bandamaður stjórn- valda í Kænugarði í baráttunni gegn aðskilnaðarsinnum sem styðja Rússa. Hefur hann meðal annars fjármagnað sjálfboðaliðssveitir til að verjast aðskilnaðarsinnum. Margir þingmenn vilja að Poro- sénkó geri gangskör að því að upp- ræta áhrif auðkýfinga, svonefndra olígarka, sem hafa sölsað undir sig geysimiklar eignir, oft í krafti spill- ingar í stjórnkerfi og stjórnmálum. Forsetinn er sjálfur vellauðugur mað- ur en hann rekur súkkulaðifyrirtæki. Úkraína Kolomojskí mun eiga sem svarar 1,8 milljörðum dollara. Porosénkó rekur ríkan héraðsstjóra  Ólígarkinn Kolomojskí sendi vopnaða menn inn í ríkisolíufyrirtæki Reuters Svörtu kassarnir svonefndu eru reyndar appelsínugulir á litinn, annar tekur upp öll gögn um fram- vindu flugsins, hinn varðveitir samtöl í flugstjórnarklefa. Gögn sem varðveitt eru í flugritum eiga að þola mikið, jafnvel sprengju. Þotan náði 38 þúsund feta hæð en skyndilega fór hún að lækka flugið. Flugmennirnir gerðu ekkert til að beina henni að nálægum flugvelli. Ef þrýstingur lækkar skyndilega, t.d. vegna þess að gat kemur á stjórnklefann, er ekki víst að mönnum takist að setja á sig súrefnisgrímur í tæka tíð. Gætu hafa misst meðvitund FLUGMENNIRNIR REYNDU EKKI AÐ LENDA Á NÁLÆGUM VELLI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.