Morgunblaðið - 26.03.2015, Síða 56

Morgunblaðið - 26.03.2015, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Samfylkinginhefur síðustudaga lagt mikið á sig til að rýra trúverðugleik- ann og er það út af fyrir sig virðing- arverð viðleitni. Með fram- kvæmd landsfundarins um helgina setti flokkurinn nýtt Ís- landsmet í fundaróstjórn og við það bættist að flokkurinn tók furðulega kúvendingu í máli sem hann hefur lengi barist fyr- ir og er nú skyndilega á móti. Fyrir Árna Pál Árnason for- mann og Katrínu Júlíusdóttur varaformann, að ógleymdum Össuri Skarphéðinssyni. fyrr- verandi „olíumálaráðherra,“ er þetta sérstaklega vandræðalegt mál. Flokkurinn gerði fyrir nokkr- um árum leit að olíu á Dreka- svæðinu að einu af sínu helstu baráttumálum og ráðherrar og þingmenn fóru mikinn um tæki- færin og sinn þátt í að skapa þau. Í janúar 2013, í stjórnartíð Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, voru svo veitt tvö sér- leyfi til leitar, rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á Dreka- svæðinu. Ekkert fréttist síðan af mögulegum umskiptum í af- stöðu Samfylkingarinnar til málsins. Þvert á móti tóku for- ystumenn flokksins, þar með talin þau Árni Páll, Katrín og Össur, fullan þátt í því með at- kvæði sínu á Alþingi í lok janúar síðastliðins að samþykkja lög um stofnun hlutafélags um þátt- töku íslenska rík- isins í kolvetn- isstarfsemi. Tilgangur þessa ríkishlutafélags er samkvæmt 2. grein laganna að „gæta hagsmuna íslenska ríkisins vegna þátttöku þess í kolvetn- isstarfsemi eins og um þá starf- semi er fjallað í lögum um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, nr. 13/2001.“ Samstaðan um lög- in var slík að enginn þingmaður greiddi atkvæði gegn þeim. Síðan gerist það skyndilega á hinum furðulega landsfundi Samfylkingarinnar að flokk- urinn snýst gegn olíuleit og -vinnslu á Drekasvæðinu nánast mótatkvæðalaust. Jafnvel for- ystumenn sem nýbúnir eru að samþykkja á Alþingi að stofna ríkisolíufélag með tilvísun í lög um olíuleit og -vinnslu snúast gegn öllu saman. Engin skyn- samleg skýring er gefin á um- skiptunum, aðeins vísað í rök- semdir sem löngu lágu fyrir. Höggið sem formaðurinn fékk á landsfundinum hefur því haft óvæntar afleiðingar, en eft- ir stendur að ætli flokkurinn að verða marktækur þátttakandi í íslenskum stjórnmálum og jafn- vel að sækjast aftur til ein- hverra áhrifa, verður hann að útskýra fyrir kjósendum hvað gerðist frá atkvæðagreiðslunni á Alþingi 27. janúar til lands- fundarins 21. mars, sem varð til þess að fyrri stefnu til margra ára var kastað og þveröfug stefna tekin upp. Hvað gerðist innan Samfylkingarinnar frá 27. janúar til 21. mars síðastliðins?} Óútskýrð kúvending Fjöldi þeirra,sem eru á ver- gangi vegna átaka og ofsókna í heim- inum fór í fyrra yfir 50 milljónir og hef- ur ástandið ekki verið verra síðan í heimsstyrj- öldinni síðari. Þar við bætist neyð vegna náttúruhamfara. Í hittifyrra misstu 22 milljónir manna heimili sitt vegna nátt- úruhamfara. „Fjöldinn sem þarf á mann- úðaraðstoð að halda í heiminum fer vaxandi og því má segja að ástandið sé að versna,“ segir Kyung-wha Kang, aðstoð- arframkvæmdastjóri OCHA, samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mann- úðarmálum, í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Við þurfum stöðugt meiri peninga til að sinna slíkum verkefnum. Núna þurfa um 100 milljónir manna aðstoð og þörf er fyrir um 18 milljarða dollara.“ Kang hefur samhæfingu neyðarhjálpar á sinni könnu. Hún lýsir í viðtalinu vand- kvæðum við að veita aðstoð vegna átakanna í Sýrlandi þar sem rúmlega 200 þús- und manns hafa lát- ið lífið, milljónir hafa flúið land og lífskjör hrunið. Heil kynslóð barna fari nú á mis við skólagöngu. Nú þarf að hjálpa íbúum Va- núatú eftir fellibylinn, sem gekk yfir eyjarnar. Í fyrra þurftu Fil- ippseyingar að glíma við afleið- ingar fellibylja. Það er mikilvægt að neyð- araðstoð missi ekki marks. Kang lýsir glundroðanum eftir jarðskjálftann á Haítí og segir að reynslan þaðan hafi nýst til að gera aðstoðina skilvirkari á Filippseyjum. Vaxandi neyð kallar á aukin framlög. Kang er kurteis þegar hún er spurð hvort Íslendingar geri nóg í mannúðarstarfi: „Vissu- lega en við vildum gjarnan að framlagið væri enn meira.“ Kang lætur örugglega svipuð ummæli falla hvar sem hún kemur, en það er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að gera betur. Tugir milljóna manna eru á ver- gangi vegna átaka og hamfara} Vaxandi neyð H ugræn tilraun í boði hússins: Eru Íslendingar sjálfstæð þjóð? Svarið er ekki augljóst. Hugtakið sjálfstæði skýtur aftur og aftur upp kollinum í ís- lenskri þjóðmálaumræðu. Það er svo allsráð- andi að því er í senn ítrekað beitt til þess að hafa áhrif á pólitísk viðhorf fólks og einnig til þess að selja þessu sama fólki örbylgjufóður í plastbökkum. Skrifuð hafa verið merk bók- menntaverk sem gefa í skyn að barátta Ís- lendinga fyrir sjálfstæði sínu verði ekki aðeins hatrömm heldur eilíf. Á þjóðhátíðardegi okk- ar fögnum við einhverju sem kallast sjálfstæði þjóðarinnar og ekki þarf að gúggla lengi til þess að sjá að sjálfstæði er jafnframt mikið uppáhaldsorð stjórnmálafólks. En hvert er inntak orðsins sjálfstæði — hver er merking þess? Við getum blaðað í orðabók og komist að þeirri niðurstöðu að sjálfstæði sé það að vera óháður öðrum, hafa fullt vald yfir málum sínum. Er ekki augljóst að við búum yfir þessu valdi yfir okkur sjálfum? Við Íslendingar setjum okkur til dæmis eigin lög, ekki satt? Rangt. Íslenskt lagasafn er í grófum dráttum ljós- rit af norrænni löggjöf í bland við þýðingar á Evrópu- tilskipunum. Íslensk lög eiga uppruna sinn annars staðar en hér. Þá erum við bundin af alls konar sáttmálum, svo ekki sé minnst á úrskurði alþjóðlegra dómstóla, sem tak- marka möguleika okkar verulega til þess að setja þau lög sem við viljum. Við ráðum — með öðrum orðum — ekki fyrirkomulagi og inntaki okkar eigin réttarkerfis nema að vissu leyti. Eins er erfitt að ímynda sér að Íslendingar gætu tekið upp algjörlega séríslenska utan- ríkisstefnu, jafnvel þó samkvæmt sjálfstæðis- hugtakinu ættum við að vera fær um það. Við getum átt okkur drauma um að drepa fleiri hvali með drónahernaði á norðurslóðum eða flytja íslenska lýðræðis- og friðarvitund með valdi til Mið-Austurlanda, en í raun er hug- myndin um sjálfstæða utanríkisstefnu ekki bara óraunhæf heldur ómöguleg af næstum óteljandi ástæðum. Þá er augljóst að efnahagskerfi hins þróaða heims er svo margbrotið, tengt og flókið að efnahagslegt sjálfstæði er óhugs- andi hugtak. Reyndar má halda því fram að gjaldeyrishöft og neyðarlög hafi falið í sér ögrandi sjálfstæðisviðleitni, séríslenska löngutöng í andlit erlendra kröfuhafa, en við róum nú öllum árum að því að lyfta þeim svo við getum að nýju yljað okkur við lifandi bálköst hins alþjóðlega og frjálsa markaðar sem er nákvæmlega sama um hags- muni einstakra þjóða og sjálfstæði þeirra. Svona mætti lengi áfram telja. Erum við Íslendingar sjálfstæð þjóð? Í hugmyndaflugi okkar já, en eins og á við um flestar aðrar þjóðir er þetta sjálfstæði að mestu leyti merkingarlaust og dvínar stöðugt eftir því sem ver- öldin verður tengdari innbyrðis. Við erum sjálfstæð á sama hátt og hvítvoðungur hefur frjálsan vilja. Hann getur alið með sér ýmis áform og hugmyndir, en hann er bundinn niður í kerru sem einhver annar stýrir, og sama hvernig hann skælir og hrópar mun hann ekki ráða áfangastaðnum. Halldór Armand Pistill Máttleysi nútímasjálfstæðis STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Karl Blöndal kbl@mbl.is Grunnt hefur verið á því góðaí samskiptum Svía og Sádaeftir að Margot Wall-ström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, lýsti yfir því á sænska þinginu að Sádi-Arabía væri „einræð- isríki“ sem bryti rétt á konum og hýddi bloggara líkt og gert var á mið- öldum. Ummæli ráðherrans eru í anda þeirra fyrirheita sem sænska ríkis- stjórnin gaf þegar hún tók við völd- um í september um að reka „fem- íníska“ utanríkisstefnu. Sádar kölluðu sendiherra sinn í Svíþjóð heim, neituðu að veita Svíum í viðskiptaerindum vegabréfsáritanir og slitu samningum um vopnakaup vegna ummælanna. Í kjölfarið fylgdi gagnrýni frá Arababandalaginu og Samtökum um íslamskt samstarf. Helsta yfirvald trúmála í Sádi-Arabíu vændi Svía um að svívirða íslam og sjaría-lögin, sem eru grundvöllur réttarfars í Sádi-Arabíu. Utanríkis- ráðuneyti landsins sakaði sænsk stjórnvöld um grófa íhlutun. Wallström reyndi að draga úr áhrifum orða sinna, sagði að það væri rangt að líta svo á að ummæli hennar „um mannréttindi [væru] gagnrýni á íslam“ auk þess sem sænsk stjórn- völd bæru „mikla virðingu fyrir íslam sem heimstrú“. Kvaðst hún vilja halda áfram sam- tali við Sáda, en þeir voru á öðru máli og komu meira að segja í veg fyrir að hún fengi að ávarpa Arababandalagið eins og ráðgert hafði verið. Líkt við stöðu Dana Carl Bildt, fyrrverandi forsætis- ráðherra Svíþjóðar, skrifaði í Svenska Dagbladet um helgina að málið hefði skaðað Svíþjóð og mörg þúsund störf kynnu að tapast. Sænska krúnan hefur meira að segja látið málið til sín taka. Á mánu- dag átti Karl Gústav XVI. Svíakon- ungur fund með Wallström, meðal annars til að ræða deiluna við Sáda og bjóða fram aðstoð sína. Danir styðja Svía ekki í deilunni við Sáda. Það sagði Martin Lide- gaard í samtali við Jyllands-Posten. „Hvert land verður að hafa sinn tón,“ sagði ráðherrann. Málinu hefur verið líkt við það þeg- ar Danmörk lenti í eldlínunni eftir að teikningarnar af Múhameð spámanni birtust í blaðinu Jyllands-Posten árið 2005. Bo Lidegaard, ritstjóri danska dagblaðsins Politiken, skrifaði um helgina að Svíar væru nú í sama vanda og Danir á sínum tíma. Þeir vildu verja mannréttindi, en um leið leggja áherslu á að sú vörn beindist ekki gegn trúarbrögðunum heldur þeim, sem færu með vald og áhrif. „Vandinn var og er að einmitt þeir sömu – í þessu tilfelli Sádi-Arabía – hafa valdið og verkfærin til að bera „móðgun við íslam“ fyrir sig til að verjast gagnrýni innan frá,“ skrifar hann. „Þar með beinist gagnrýni ekki aðeins gegn þeim skandinavísku löndum sem hún kemur frá. Hún er einnig notuð til að berja á þeim sem heima fyrir berjast fyrir sömu rétt- indum.“ Lidegaard er þeirrar hyggju að utanríkisstefna Skandinavíu líði fyrir Olof Palme-heilkennið. Allir elski til- hugsunina um siðferðislega staðfasta stjórnmálamenn sem segi það sem allir viti að sé satt, en enginn þori að segja. „Um það má hafa ýmsar mein- ingar,“ segir Lidegaard í leiðaranum. „Bara ekki þá að maður verði Olof Palme af að segja hvað sem er hve- nær sem er.“ Svíar í klemmu út af ummælum um Sáda AFP Í vanda Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, í viðtali um um- mæli sín um að Sádi-Arabía væri einræðisríki sem bryti rétt á konum. Paulina Neuding, ritstjóri blaðs- ins NEO, segir í viðtali við AFP að Margot Wallström, utanrík- isráðherra Svíþjóðar, hafi með ummælum sínum um Sáda vilj- að efla ímynd Svíþjóðar sem „siðferðislegt stórveldi“. „Margir spurðu hvað femínísk utanríkisstefna myndi þýða í verki og ég held að þetta sé dæmi um það … að við munum gagnrýna brot á mannrétt- indum, á rétti kvenna,“ sagði Ann-Marie Ekengren, prófessor í alþjóðastjórnmálum við Há- skólann í Gautaborg, við AFP. Siðferðislegt stórveldi? FEMÍNÍSK ÁHERSLA AFP Sendiráð Sáda í Stokkhólmi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.