Morgunblaðið - 26.03.2015, Side 57

Morgunblaðið - 26.03.2015, Side 57
57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 Klifurfimi Ólafur Þór og Þorleifur Pálmi bregða á leik við höfnina í Reykjavík. Þeir eru báðir í frístundaklúbbnum Hofinu sem starfræktur er í Safamýri 5 og hóf starfsemi haustið 2007. Eggert Loksins, loksins komu þau ánægjulegu tíðindi að ríkisstjórn Íslands tilkynnti ESB að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki. Allar efasemdir um þetta mál voru með einu bréfi kveðnar í kútinn og hvílíkur létt- ir. Ríkisstjórnin hefur strokað út Ísland sem umsóknarríki af lista ESB, Guði sé lof. ESB hins vegar hefur ekki tekið Ísland af skrá yfir umsóknarríki sambandsins. Valdahroki ESB er yf- irgengilegur og ekki er tekið mark á neinum lýðræðislega kjörnum fulltrúum Íslands nema þeim sem vilja ganga í ESB. Þannig er ESB í hnotskurn, myndar bandalag með aðildarsinnum og fjármagnar þá til að vinna gegn lýðræðislega og rétt kjörnum fulltrúum þjóðarinnar. Keyrt er yfir ríkisstjórn, þing og þjóð, þrátt fyrir yfirlýsingar um að „Ísland ákveður sjálft, hvað Ísland vill gera“. Ef Evrópusambandið virti sjálfsákvörðunarrétt Íslendinga væri það að sjálfsögðu ekkert mál að kippa Íslandi út af lista umsóknar- ríkja. En það vill ESB ekki gera og heldur áfram uppteknum hætti að kljúfa Íslend- inga í stríðandi fylk- ingar með fulltingi krata og kommúnista. Heitasta ósk stjórn- arandstöðunnar er að komast inn fyrir Gullna hlið sambandsins í kjöltu 55 þúsund bú- rókrata ESB, þar sem hvorki er til evr- ukreppa, hungursneyð né atvinnuleysi og aldr- ei verður peningaþurrð né skortur á himinháum skattaafslætti. Það er reginmunur á stjórnmálamönnum sem sækja traust sitt til kjósenda til að vinna í þágu þjóðarinnar og „hinna sem selja frelsi þjóðar sinnar fyrir vesæla nafnbót og gefa það síð- an fyrir minna en ekkert“, svo vitnað sé í Jón Sigurðsson forseta. Íslendingar hafa áður þurft að berjast gegn áhrifavaldi erlends stórveldis og klofningstilraunum innanlands. Þá var draumaríki Len- íns og Stalíns fyrirheitna landið og alþjóðasamtök kommúnista, Inter- nationalen, notuð til að virkja öfl gegn lýðræðislega kjörnum ríkis- stjórnum Vesturlanda. Í dag stjórna alþjóðasamtök krata klofnings- starfseminni fyrir yfirtöku drauma- ríkisins ESB. Birtist það í sk. mót- mælum með fánum ESB á Austurvelli, sem fyrst og fremst eru til sýnis fyrir erlenda fjölmiðla og dylja raunverulegan vilja íslensku þjóðarinnar til frelsis og sjálfstæðis. Bréf utanríkisráðherra Íslands, Gunnars Braga Sveinssonar, er í engu torskilið, a.m.k. ekki fyrir sænska fjölmiðla sem allir greindu frá því, að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki. Sjónvarpið og einstök stórblöð birtu einnig fréttir og viðtöl við stjórnarandstöðuna á Íslandi. Bréf utanríkisráðherra Íslands er enn einn steinninn í grýttum jarð- vegi ESB, sem er í stjórnmála-, efnahags- og lýðræðislegri upplausn sem og í atvinnumálum. Grexit, Brexit, Spexit eru allt orð fyrir hugsanlega úrsögn viðkomandi landa úr sambandinu. Fólki blöskrar fjármálaspillingin; óhófi búrókrat- anna í Brussel halda engin bönd. Má búast við að óeirðirnar við vígslu höfuðstöðva Seðlabanka Evrópu í Frankfurt séu aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal. Tilraunir bú- rókrata til að samnefna andstæðinga ESB sem hægri öfgamenn slá til- baka á Evrópusambandshugmynd- ina sem kjósendur flýja í stríðum straumi. Lýðræðishalli ESB er orð- inn svo stór að það sætir undrum að valdamenn þess þori yfirleitt að halda því fram að þeir séu að vinna í þágu almennings. Sama tegund valdahroka birtist á Íslandi, m.a. hjá tveggja prósenta prófessornum sem uppnefnir lýðræðislega kjörna emb- ættismenn Íslands sem valdaræn- ingja. Valdastefna krata er sama og Þríeykisins, að méla niður lýðræði og velferð landa eins og Grikklands, enda hefur Þríeykinu tekist að end- urlífga vofu heimsstyrjaldarinnar, sem farin er að hafa afgerandi áhrif á versnandi samskipti ESB- ríkjanna. Nær Þríeykið ekki upp í nef sér yfir því að gríska þingið samþykkti nýverið aðstoðarpakka til fátækra með m.a. leigubótum og mat fyrir þá allra fátækustu. ESB heldur því fram að gríska þingið brjóti sam- þykktir ESB sem segja að Grikk- land eigi að halda sig frá „einhliða aðgerðum“. Í öllu reglugerðafarg- aninu er ruglingurinn slíkur að sjálf hirðin í Brussel er farin að kvarta undan því að skipt sé um fólk í samn- ingastöðu aðildarríkja og þeir nýju þekki hvorki gamlar né nýjar breyt- ingar. Bókstafsriddarar ráða för og heilbrigð skynsemi er dottin af borð- inu. Að lokum fá engir að tala nema þeir löglærðu, sem einir kunna abs- úrdönsku sem hvergi er töluð nema í Absúrdistan og hjá stjórnarandstöð- unni á Íslandi sem hagar sér eins og Ísland sé þegar orðið aðili að ESB. Ég óska forsætisráðherra Íslands, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, til hamingju með fertugsafmælið og læt fylgja með örfá sýnishorn af fjöl- mörgum athugasemdum Svía við fréttinni af bréfi Íslands til ESB: „Ímyndið ykkur, hvað við hefðum losnað við mikil leiðindi, ef við hefð- um haldið okkur fyrir utan ESB.“ „Dásamlegar fréttir! Til hamingju Ísland!“ „Lærum af Íslendingum!“ „Flytjum inn Íslendinga í stjórn- arráðið okkar!“ „Íslendingar borða mikið fisk sem gerir þá vitra!“ „Til hamingju Íslendingar með þessa klóku ákvörðun, sem kynslóðir framtíðarinnar munu gleðjast yfir. Ég bölva samtímis að eilífu þeim degi, sem ég því miður kaus „Já“ við ESB.“ Eftir Gústaf Adolf Skúlason »Heitasta ósk stjórn- arandstöðunnar er að komast inn fyrir Gullna hlið sambandsins í kjöltu 55 þúsund búrókrata ESB. Gústaf Adolf Skúlason Höfundur er fv. ritari Evrópska smáfyrirtækjabandalagsins. Allt er fertugum fært
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.