Morgunblaðið - 26.03.2015, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 26.03.2015, Qupperneq 60
Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 Umræðan þessar mundir snýst í sífelld meira mæli um kjara- mál og komandi kjara- samninga. Og eins og alltaf þá sýnist sitt hverjum um hverjar bestu og mestu kjara- bæturnar eru. Meðan sumir leggja áherslu á hækkun lægstu launa, segja aðrir að krónu- töluhækkun sé mikilvægust og enn aðrir að flöt prósentuhækkun skili mestu í vasa landsmanna. Ég held að í tengslum við þessa umræðu gleymist oft að beint fyrir framan nefið á okkur er annar kjarasamningur til viðbótar, mögulega sá besti. Því óháð því hverju kjarasamningarnir skili launafólki verður ekki framhjá því litið að lækk- un virðisaukaskatts á fatnaði, skóm og fylgi- hlutum myndi skila sér fljótt og örugglega beint í vasa allra landsmanna, hvar sem þeir standa og sama í hvaða stétt- arfélagi þeir eru. Um 24.000 manns starfa við verslun á Ís- landi en það jafngildir um 14% starfa á íslensk- um atvinnumarkaði. Áður hefur verið skýrt frá því að stærsti söluaðili á fatn- aði, skóm og fylgihlutum á Íslandi heitir H&M og sá aðili er ekki einu sinni með verslun hér á landi. Lækkun á virðisaukaskatti niður í t.d. 11% myndi gerbreyta samkeppnisaðstöðu íslenskra verslana, lækka verð og auka vaxtamöguleika þessarar greinar til muna, ekki síður en afnám vöru- gjalda og tolla var. Lækkun á virð- isaukaskatti myndi verða veruleg kjarabót fyrir íslenskar barna- fjölskyldur, íslenskt launafólk, kjara- bót sem allir yrðu varir við strax og sem viðbót á aðra kjarasamninga yrði þetta gríðarlegur fengur. Ekki aðeins myndi verð á fatnaði, skóm og fylgihlutum lækka í einu vet- fangi um 10%, heldur eru allar líkur á því að verslun, bæði Íslendinga og er- lendra ferðamanna, aukist, skatt- tekjur ríkisins aukist á sama tíma, gjaldeyristekjur yrðu enn meiri, störf- um í verslun myndi fjölga – allt þetta með sáraeinfaldri aðgerð. Það er vert að hafa það í huga þegar kjaramál og staða heimilanna er jafn mikið til umræðu og einmitt nú, að mögulega blasir sameiginlega besti kjarasamningurinn beint við okkur og hann felst í lækkun á virðisaukaskatti á fatnaði, skóm og fylgihlutum. Kjara- bætur þurfa ekki alltaf að fela í sér flókið samningaferli. Stundum er svar- ið beint fyrir framan nefið á okkur. Besti kjarasamningurinn – Lækkum vsk á fatnaði, skóm og fylgihlutum Eftir Sigurjón Örn Þórsson Sigurjón Örn Þórsson » Óháð því hverju kjarasamningar skila verður ekki framhjá því litið að lækkun vsk á fatnaði, skóm og fylgi- hlutum skilar sér beint í vasa landsmanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Kringlunnar. Í mars 1998 flutti ég upp í Breiðholt. Mér hafði lengi þótt gott að byrja kennslu kl. 8 á morgnana en við flutn- inginn komst ég fljót- lega að því að Mikla- brautin var nær ófær fyrir einkabíl milli kl. 7.30 og 8 og kynnti mér samgöngur stræt- isvagnanna. Þá gengu í Hólahverfið tveir vagnar annars vegar hraðferðin 112 sem fór vestur Hringbraut á 20 mín- útna fresti allan daginn og hins veg- ar leið 12 sem fór niður á Hlemm. Samsvarandi leiðir voru um Selja- hverfið, leiðir 111 og 11. Ég tók 112 mjög gjarnan vestur í skóla og hún skilaði mér fljótt og vel og eins þótt leiðinni væri breytt þannig að hún færi að fara krók um Kópavog varð það ekki til að seinka henni neitt ráði. Um 2004 var leiðakerfi stræt- isvagnanna breytt með miklum lúðrablæstri, nú átti sko að koma einkabílnum af götunum og koma öllum í strætó. Mér sýndist að nýja leiðakerfið hentaði mér mjög vel, 4S hafði leyst 112 af hólmi, gekk á 10 mínútna fresti og skilaði mér hratt og örugglega vestur Hringbraut að Þjóðminjasafninu. Hvað S þýddi vissi ég raunar ekki en sætti mig við að það væri menntuð skammstöfun yfir hraðferð, sbr. schnell á þýsku og snäll á sænsku, og miklu framsæknara að hafa svoleiðist skammstöfun heldur en að nota hið hallærislega, gam- aldags orð hraðferð sem hafði komið til sög- unnar í fornöld þegar engir notuðu strætó. En ekki var Adam lengi í paradís frekar en fyrri daginn. Allt í einu var leið 4S gjörbreytt og það án þess að blásið væri í lúður. Í staðinn var leið 3 – án S – látin þjóna bæði Selja- og Hólahverfi og leiðin úr Gerðubergi vestur í Háskóla varð mikið löng og ekki styttra að taka leið 12. Ég hætti fljótt að óska eftir að kenna kl. 8 og vildi kenna á öðrum tímum þegar ég kæmist klakklaust á bíl þó að bíla- stæðavandi Háskólans færi að aukast mjög þrátt fyrir að stúdentar nytu afsláttar í strætó. En hér á dögunum var ég kallaður á fund nið- ur á Laugaveg. Konan mín keyrði mig niður eftir en þurfti að sinna sín- um erindum og gat ekki sótt mig þegar fundi mínum lyki. Allt í lagi, sagði ég, það er svo auðvelt að ná í strætó á Hlemmi. Og að loknum fundi e-ð um kl. 15 gekk ég inn á Hlemm. Leið 12 var nýfarin og næsta ferð eftir hálftíma! Ég gekk yfir þar sem 17 stoppar að kanna hvenær hún færi. Hálftími í hana, 12 og 17 fara sem sagt nánast á sömu mínútu frá Hlemmi á hálftíma fresti! En 17 hlýtur að vera fljótari í förum en 12 hugsaði ég, hún þarf ekki að paufast um Seljahverfið, og settist inn í hana. En leið 12 og 17 koma samtímis í Mjóddina og nánast á sömu mínútunni í Gerðuberg. Þetta finnst mér nú ekki góðar samgöngur og ekki skrýtið að fólk freistist frem- ur að nota einkabílinn milli bæj- arhluta en treysta á strætó þegar ferðirnar eru stopular og tengingar milli hverfa lélegar. Gamla leiða- kerfið var að minni hyggju miklu hentugra íbúum í Breiðholtinu en nýja kerfið eins og það er orðið og sannfærður um að samgöngur strætisvagna voru betri þegar ég flutti hingað fyrir 17 árum en þær eru nú. Strætisvagnasam- göngur við Breiðholtið Eftir Einar Sigurbjörnsson » Þegar ég flutti í Breiðholtið fyrir 17 árum voru strætis- vagnasamgöngur betri en þær eru nú. Einar Sigurbjörnsson Höfundur er ellilífeyrisþegi. Nú eru margir farnir að huga að páskaeggjakaupum, hillur verslana svigna undan eggjum í öllum stærð- um og gerðum. Aðrir ætla að búa til sitt eigið, meðal annars ég. Ég hef gert það áður og það er hið minnsta mál. Ég hvet alla til að prófa. Lísa. Velvakandi Svarað í síma 569- 1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Páskaegg Páskaegg Þessi egg eru heimagerð. mbl.is alltaf - allstaðar Gardínurnar frá Álnabæ eru BARNAÖRYGGISVÆNAR Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061 Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 10-18 Meira úrval • Meiri gæði Íslensk framleiðsla eftir máli Börn geta flækst með hálsinn í snúru, keðjum eða böndum sem eru ætluð til að draga gardínur upp og niður. Samkvæmt stöðlum Evrópusambandsins mega þessar snúrur, keðjur eða bönd ekki vera of löng og einnig á að nota þar til gerðan búnað til að halda þeim eins langt frá börnum og hægt er. Gardínur frá Álnabæ eru nú afgreidd með þessum öryggisbúnaði. Kíktu á úrvalið í vefversluninni á michelsen.is Laugavegi 15 - 101 Reykjavík Sími 511 1900 - www.michelsen.is FOSSIL 36.700 kr. Daniel Wellington 24.500 kr. CASIO 5.700 kr. JACQES LEMANS 19.900 kr. Fallegar fermingar- gjafir ASA HRINGUR 13.400 kr. ASA LOKKAR 7.800 kr. ASA HÁLSMEN 19.300 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.