Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 62
62 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 Nú er áformað að þrengja Grensásveg- inn. Ástæðan er eink- um sú að koma fyrir hjólastígum, en áhersla skipulagsráðs er að hvetja borgarbúa til að nota reiðhjólið í aukn- um mæli. Það er gott og gilt fyrir þá sem geta eða kunna að hjóla. Á síðastliðnu hausti var tekin upp gangstéttin við Háa- leitisbraut, frá Stóragerði og fyrir hornið að Bústaðavegi til að koma upp hjólastíg á þessari leið. Þessar framkvæmdir stóðu yfir svo vikum skipti, þó þetta sé aðeins smáspölur. En ég hef ekki krónutölu til að vitna í hvað þetta kostaði borg- arbúa. Það vill svo til að þetta svæði blas- ir við mér þegar ég horfi út um stofugluggann á 6. hæð á Sléttuvegi 17, þar sem ég bý. Ég hef af ásettu ráði verið að fylgjast með hjólandi vegfarendum eftir þessar breyt- ingar og verð að segja, að dag eftir dag sé ég ekki nokkurn mann hjóla eftir þessum stíg, enda eru íbúar þessa hverfis að meiri hluta aldrað fólk, sem ekki lærði að nota reið- hjól á sínum ungdóms- árum og fer varla að hjóla núna, borgarar, sem eru komnir á efri ár, 67-100 ára, svo ég miði nú við fólkið sem býr í húsunum hér við Sléttuveginn. Ég held að þetta eigi líka við um íbúa í Foss- voginum almennt, fólk- ið á þessu svæði er far- ið að eldast og fer ekki að nota reiðhjól úr þessu. En það eru mikil lífsgæði fyrir eldra fólk að geta keypt inn til heimilisins á eigin spýt- ur og er þá bíllinn nauðsynlegur, ekki aðeins til að komast á milli staða heldur einnig til að koma vör- unum heim. Heimsóknir til lækna aukast þegar árunum fjölgar og eru þeir dreifðir út um alla borg. Eldra fólk leggur mikið á sig til að vera sem lengst sjálfbjarga. Heilbrigð- isyfirvöld hafa stefnt markvisst að því að eldra fólk búi heima sem lengst. Reiðhjólastígar borgarstjór- ans er ekki liður í því. Þetta vekur furðu, að fara út í ónauðsynlegar framkvæmdir og byltingu sem kosta mun hundruð milljóna nú á þessu ári, þegar sýnt er að gatnakerfið er víðast hvar í molum eftir erfiðan og umhleypinga- saman vetur. Margir hafa kvartað yfir skemmdum á dekkjum og öku- tækjum almennt eftir að hafa ekið um nær ófærar götur borgarinnar. Maður finnur sig mjög óöruggan í umferðinni þegar aðrir ökumenn eru að krækja fram hjá stórum holum og gjótum í malbikinu. Ég legg til að Umhverfis- og skipulagsráð noti þessa peninga í viðhald á gatnakerf- inu á komandi sumri . Ég gæti lengt þessi skrif til muna ef ég færi að tjá mig um hörmung- arástand grænna svæða í borginni sem ekki hefur verið sinnt sökum fjárskorts, að hirða illgresi og slá. Ég hef persónulega glímt við yf- irmenn garðyrkjusviðs á und- anförnum árum af þeim sökum. Furðulegar ákvarðanir Reykjavíkurborgar Eftir Maríu Krist- ínu Einarsdóttur »Heimsóknir til lækna aukast þegar árunum fjölgar og eru þeir dreifðir út um alla borg. María Kristín Einarsdóttir Höfundur er eldri borgari við Sléttuveg. Frá árinu 2010 hef ég átt því láni að fagna að heimsækja nánast alla grunn- skóla á Íslandi einu sinni á ári og halda fyrirlestur fyrir nem- endur í 10. bekk sem ég kalla „Verum ást- fangin af lífinu“. Ég hef margoft tjáð mig um það að nánast all- ir nemendur sem ég hitti virðast vera á „réttri“ leið, ef svo má að orði kom- ast, hvað varðar framkomu, kurteisi og einbeitingu, burtséð frá því hvaða einkunnir skila sér í hús. Ég hef aldr- ei lent í vandræðum í kennslustofu og nánast undantekingarlaust fengið 100% athygli sem er til marks um það hversu frábært unga fólkið okkar er. Í ljósi reynslunnar verð ég að segja að ég elska kennara og nýt þess að fá að feta í fótspor þeirra í litlum mæli á veturna. Ástríða þeirra gagnvart starfinu og nemendum er svo augljós að ég hrífst með á hverjum degi. Vissulega eru kennarar jafn ólíkir og þeir eru margir en þeir vinna sífellt lítil kraftaverk með nærgætni, þol- inmæði og tillitssemi. Og það á líka við um leikskólakennara og fram- haldsskólakennara sem ég hef kynnst á undanförnum árum. Kennarastéttin er í mörg- um tilvikum að taka ómakið af okkur for- eldrum í uppeldismálum af því við þurfum að vinna lengi til að láta enda ná saman. Fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir því álagi sem fylgir því að vera kennari. Kröfurnar hafa aukist verulega á und- anförnum árum, fjöl- breytileiki nemenda verð- ur sífellt meiri og frá ári til árs skipar sérkennsla stærri sess. Ég hef séð dásamlegan kennara skríða inn í kennarastofu til að gleðja nemendur, annan sem fékk fulla athygli með þögninni og augnaráðinu einu saman, enn annan sem byrjaði kennslustund á léttri hugleiðslu og svo mætti lengi telja. Hvert einasta augnablik í návist nemenda skiptir gríðarlegu máli því við vitum aldrei hvenær nærgætni, umhyggja eða samkennd getur haft úrslitaáhrif um það hvort nemandi nær tökum á náminu eða verður frá- hverfur því. Áhrifin sem við höfum á annað fólk er dýrmætasti gjaldmiðill sem til er. Því miður virðist starf kennara vanþakklátt þótt ég verði þess alls ekki áskynja í mínum stóra vinahópi. En við foreldrar, sem og nemendur, gerum of lítið af því að þakka fyrir okkur. Fæstir muna eftir sigurveg- urum gærdagsins þar sem hégóminn var við völd en öll munum við eftir kennara sem sýndi okkur umhyggju og kærleika og kveikti neista í hjart- anu, kenndi okkur að lesa eða reikna. Í fæstum tilvikum höfum við sagt; kærar þakkir. Á sama tíma og þeir sem með- höndla fjármagn með margvíslegum hætti mala gull, eru kennararnir að ala upp gullin okkar og þurfa helst að vera í annarri vinnu til að láta enda ná saman. Það er rangt gefið hér á landi og þannig hefur það verið áratugum saman. Steve Jobs sagði. „Það eina sem skiptir mig máli í lífinu er að fara sáttur í rúmið á kvöldin, þess meðvit- aður að ég hafi gert eitthvað dásam- legt yfir daginn.“ Kennarar gera dásamlega hluti daglega og þeir eiga að njóta sann- mælis. Ég elska kennara Eftir Þorgrím Þráinsson Þorgrímur Þráinsson »Kennarastéttin er í mörgum tilvikum að taka ómakið af okkur foreldrum í uppeldis- málum. Höfundur er þriggja barna faðir. MÁ BJÓÐA ÞÉR Í SJÓNMÆLINGU? 20% afsláttur af öllum gleraugum. Gildir út mars. Hamraborg 10 – Sími: 554 3200 – Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14 Aðalfundur landssamtakanna Spítalinn okkar verður haldinn fimmtudaginn 26. mars 2015 kl. 16.15 í Háskólanum í Reykjavík, stofu M101 Dagskrá aðalfundar 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar lögð fram 3. Reikningar lagðir fram til samþykktar 4. Lagabreytingar 5. Ákvörðun félagsgjalds 6. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga 7. Önnur mál: a. Spítalinn okkar – almannatengsl á fyrsta ári samtakanna Magnús Heimisson, almannatengill b. Hvað má læra af Norðmönnum? Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri Landspítala Á undan fundinum frá kl. 16.00 verður boðið upp á veitingar í Háskólanum í Reykjavík fyrir framan stofu M101 Fundarstjóri verður Magnús Pétursson, ríkissáttasemjari. Við hlökkum til að sjá þig, Stjórnin Ég las grein Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar í Morunblaðinu 20. mars sl., en í henni sagði hann réttilega að Ísland gæti ekki gerst aðili að Evrópusam- bandinu, þar sem stjórnarskrá landsins leyfði ekki slíkt fullveld- isafsal sem í aðild felst. Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, Jón Sigurðsson, gerði athugasemdir daginn eftir á Pressunni við þessi skrif og taldi að aðild að ESB fæli það ekki í sér að ríki hyrfu frá fullveldi. Það væri alltaf hægt að segja sig úr ESB og tæki ekki nema tvö ár. Þannig væri valdaframsalið afturkræft. Er þetta ekki dæmigerð framsóknarmennska? Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna lagði fyrir Alþingi fljótlega eft- ir kosningar 2009 tillögu um það að Ís- land gerðist aðili að Evrópusamband- inu og sótti um aðild í kjölfar þess. Fyrir kosningar hafði VG talað skýrast flokka gegn slíkri gjörð og ég og fleiri létu blekkjast af því. Þó að aðilar í þeirri ríkisstjórn hefðu talað digur- barkalega um það, að ekki tæki nema tvö til þrjú misseri að ganga frá svo- kölluðum samningi við ESB, varð reyndin sú að þeim tókst það ekki á fjögurra ára stjórnartíma. Nú hefur stjórnarandstaðan, Sam- fylkingin, Píratar, Björt framtíð og Vinstri grænir, lagt fram tillögu um það, að Íslendingar fái að kjósa um það hvort „halda skuli áfram við- ræðum við Evrópusam- bandið“, eins og það er orðað. Þannig halda þessir flokkar áfram þeim blekkingaleik að Ís- lendingar fái einhverjar varanlegar undanþágur frá gildandi sáttmálum og reglum ESB og fram- tíðarbreytingum á þeim. Þetta er náttúrulega gert í beinu framhaldi af því að við kristnitökuna um aldamótin 1000 var sagt að best væri að Íslend- ingar tækju kristna trú en svo skyldu þeir bara halda áfram að blóta goðin á laun. Samfylking, Pír-Björt og sjúkt VG segja: „Við erum svo ofurhress; Ísland vill ganga í ESB en ekki fara’eftir reglum þess.“ Ísland og ESB Eftir Guðjón Smára Agnarsson Guðjón Smári Agnarsson »Ríkisstjórn Sam- fylkingar og Vinstri grænna lagði fyrir Alþingi fljótlega eftir kosningar 2009 tillögu um það að Ís- land gerðist aðili að Evrópusambandinu. Höfundur er áhugamaður um sjálfstæði Íslands. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.