Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 70
SJÁVARÚTVEGUR70 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 Cuxhavengata 1 • Hafnarfirði • Sími 560 0000 • www.safir.is • safir@safir.is SKIPASALA • KVÓTASALA J191 L178Til sölu Til sölu Vegna aukinnar eftirspurnar vantar okkur aflaheimildir í bæði aflamarks og krókakerfi nánari upplýsingar í síma 560 0000 Strandveiðibátur - SKIPTI SKOÐUÐ Grásleppubátur til sölu - LÆKKAÐ VERÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is S jávarútvegurinn, eins og aðrar atvinnugreinar, reiðir sig á rannsóknir og vöruþróun. Reynslan hefur sýnt að aukin verðmætasköpun í greininni byggist á hugviti og hafa íslensk fyrirtæki unnið metn- aðarfullt og merkilegt starf á því sviði. Þar hefur Matís iðulega verið í lykilhlutverki, verið eins konar þekkingarkjarni þegar kemur að beitingu vísinda í sjávarútvegi og brú á milli menntastofnana og at- vinnulífs. „Rannsóknir og vísindi eru framtíðargjaldmiðill sjávarútvegs- ins,“ segir Sveinn Margeirsson, for- stjóri Matís. Hann segir líklegt að þekking og tækniframfarir muni áfram leika lykilhlutverk í sam- keppnisstöðu Íslands. „Í raun stöndum við í dag með pálmann í höndunum því við erum nú þegar með mjög sterkan sjávar- útveg og öflugan þekkingargrunn í greininni. Þetta er eitthvað sem margar aðrar þjóðir eiga enn eftir að byggja upp og eiga langt í land.“ Lögum samkvæmt er hlutverk Matís að auka verðmæti í mat- vælaiðnaði, bæta matvælaöryggi og efla lýðheilsu. Er Matís í ríkiseigu en rekið sem hlutafélag og hefur skýrt þjónustuhlutverk við sjávar- útveginn og aðrar matvælagreinar en líka skyldur gagnvart eigand- anum, þjóðinni. Strangar kröfur neytenda Bendir Sveinn á að neytendur, bæði innanlands sem erlendis, verði æ kröfuharðari og betur að sér um eiginleika sjávarafurða. Með ný- sköpun og rannsóknum takist sjávarútvegsfyrirtækjum að mæta þessum miklu kröfum á hag- kvæman hátt og skapa aukin verð- mæti úr aflanum. „Sú þróun sem átt hefur sér stað á sviði kælingar er gott dæmi um þetta. Í dag er um helmingur af ferskum flökum sem íslensk fyrir- tæki flytja út til Evrópu fluttur með skipum í stað flugflutnings ein- göngu líkt og staðan var fyrir um 15 árum, því bætt tækni hefur gert mögulegt að lengja geymsluþol vör- unnar og bæta meðhöndlun fisksins í allri virðiskeðjunni. Útkoman er mun meiri útflutningur á ferskum flökum og flakabitum með ódýrum og umhverfisvænum hætti, en á sama tíma hafa flugflutningar jafn- framt þróast og bjóða í dag upp á möguleika til að sinna allra kröfu- hörðustu kaupendum. Útgerð- armenn, sjómenn og starfsfólk fisk- vinnslu og flutningafyrirtækjanna hafa svo sannarlega horft til þarfa markaðarins og notað vísindin til að komast á næsta stig“ Enn betri nýting Sem annað dæmi um framfarir undanfarin ár og áratugi nefnir Sveinn bætta nýtingu á aflanum. „Hér vinnur allt saman, sú tækni sem miðar að því að auka gæði hrá- efnisins fyrir hinn almenna neyt- anda skapar einnig betra hráefni fyrir hvers kyns hliðarafurðir. Framfarir í meðhöndlun og vinnslu hafa orðið til þess að nýtingarhlut- fall þorsks er farið að nálgast 80% og á sama tíma hefur hlutfall verð- mætustu afurðanna farið upp.“ Hreinleiki og gæði, drifin áfram af rannsóknum og fjárfest- ingu í tækniframförum, segir Sveinn að geti orðið eitt sterkasta markaðstæki íslensks fisks. „Við sjáum það gerast að internetið er að breyta því hvernig sala á öllum vörum fer fram og það er fyr- irsjáanlegt að nýir möguleikar skapist til að selja sjávarafurðir með beinum hætti til neytandans. Þar munu íslensk fyrirtæki hafa í höndunum öll gögn til að sýna fram á hversu góð varan er, og heilnæm,“ spáir hann. „Neytendur um allan heim leggja vaxandi áherslu á að borða heilnæm matvæli, sem eru framleidd án neikvæðra áhrifa á umhverfið og samfélagið. Þetta eru neytendur sem eru mjög meðvitaðir um heilsufarsleg áhrif matvæla, vilja þekkja uppruna þeirra og eru reiðubúnir að greiða hátt verð fyrir næringarríka vöru sem gerir heils- unni gott. Á öllum þessum sviðum stendur íslenskt sjávarfang mjög vel að vígi en það verður að byggja okkar málflutning á heiðarleika og vísindalegum upplýsingum, ekki bara því sem okkur finnst eða lang- ar til að segja.“ Vísindi eru framtíðar- gjaldmiðill greinarinnar  Rannsóknir og tækniþróun hafa leikið lykilhlutverk í að styrkja sam- keppnisstöðu ís- lenskra sjávarafurða  Breytingarnar eru hvað greinilegastar í kælitækni og bættri nýtingu afurða Tekjur Framfarirnar hafa verið mikils virði. „Bætt tækni hefur gert mögulegt að lengja geymsluþol vörunnar og bæta meðhöndlun fisksins í allri virð- iskeðjunni. Útkoman er mun meiri útflutningur á ferskum flökum og flakabitum með ódýrum og umhverfisvænum hætti,“ nefnir Sveinn sem dæmi. Auðlind Með rannsóknum og tækni hefur tekist að bæta nýtingu. Sveinn segir ljóst að framboð á fiski muni aukast mjög á næstu árum, ekki síst á hvít- fiski, og verða til þess að auka samkeppni á öllum markaðs- svæðum. Hann nefnir sem dæmi Víetnam sem hefur lýst því yfir að fiskeldi þar í landi muni tvöfaldast að umfangi á næstu fimm árum, og fisk- urinn nær allur ætlaður til út- flutnings. „Í markaðsumhverfi framtíðarinnar mun skipta sköpum hvernig tekst að byggja upp ímynd íslenskrar vöru og aðgreina hana frá öðru sjávarfangi s.s. í krafti gæða, hreinleika og matvæla- öryggis. Greinin þarf að halda áfram sínu góða starfi, og geta unnið út frá réttum upplýs- ingum og nýjustu rann- sóknum.“ Ímynd og aðgreining
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.