Morgunblaðið - 26.03.2015, Page 72

Morgunblaðið - 26.03.2015, Page 72
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 72 SJÁVARÚTVEGUR Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Í slensk fyrirtæki eru leiðandi í framleiðslu á reyktri þorsklifur. Rolf Hákon Arnarson er fram- kvæmdastjóri Akraborgar og reiknast honum til að á bilinu sex til sjö fyrirtæki hér á landi framleiði þessa sælkera- vöru. Nær öll framleiðslan er flutt úr landi á markaði í Vestur- Evrópu en inn- lendir neytendur virðast enn eiga eftir að uppgötva þennan ljúffenga mat. Akraborg er aldarfjórðungs- gamalt fyrirtæki starfrækt á Akra- nesi. Reykt þorsklifur er helsta fram- leiðsluvaran en einnig eru þar framleiddar vörutegundir á borð við þorsklifrarpaté, skötuselslifur, sæl- keraloðnu og smásíld. Framleiðsla Akraborgar er einkum seld undir merkjum erlendra matvælafyr- irtækja og segir Rolf að hátt á fimmta tug fyrirtækja eigi í samstarfi við Akraborg um framleiðsluna. Á Ís- landi selur Akraborg vöruna undir eigin merki. Vinnur Akraborg úr um 3.000 tonnum af hráefni ár hvert og þegar mest lætur skapar fyrirtækið atvinnu fyrir um fimmtíu manns. Framleiðslan færðist til Að sögn Rolfs voru það strang- ari reglugerðir og óhagstæð skilyrði í Evrópu sem urðu til þess að íslensk fyrirtæki urðu svona áberandi í fram- leiðslu á niðursoðinni þorsklifur. „Ís- land er í dag langstærsta framleiðslu- landið en í sögulegu tilliti voru það einkum löndin í kringum Eystrasaltið sem framleiddu þessa vöru. Þá voru settar reglur í ESB um hámarks- innihald díoxíns í matvöru og reynd- ist díoxínmagnið í þorski í Eystrasalt- inu vera of hátt. Var svæðið í kringum Ísland og Norður-Noreg þá það eina þar sem höfin reyndust nægilega ómenguð til að þorsklifrin uppfyllti skilyrði Evrópusambandsins. Eft- irspurnin eftir niðursoðinni þorsk- lifur hefur haldist nær óbreytt allan þennan tíma, en framleiðslan einfald- lega hliðrast á milli landa.“ Lesendur ættu endilega að smakka framleiðslu Akraborgar því bragðið gæti komið þeim skemmti- lega á óvart. Reykt, niðursoðin þorsk- lifur er stundum kölluð „foie gras“ hafsins og í uppáhaldi hjá neytendum í löndum á borð við Frakkland og Þýskaland. „Þorsklifrina má t.d. borða með kexi eða á ristuðu brauði. Íslendingar þekkja þorsklifur helst komna beint upp úr suðupottinum heima í eldhúsi, en þegar lifrin er nið- ursoðin breytast eiginleikar hennar mikið, hún fær milt og gott bragð, og kæfukennda, mjúka áferð,“ segir Rolf. Skötuselslifrin er fitu- minni og hefur af þeim sökum þéttari og stamari áferð komin beint upp úr dósinni, og öðruvísi keim, gott bragð en ákveðin sérkenni. „Sælkera- loðnan er hausuð og heitreykt, og soðin niður í olíu. Persónu- lega borða ég hana beint upp úr dósinni en það má t.d. setja hana ofan á rúgbrauð. Sælkerar ættu að prufa að steikja loðnuna upp úr hvít- laukssmjöri og fá sér hvítvínsglas með. Það er svakalega gott.“ Meinhollt og aukaefnalaust Ekki skemmir fyrir að varan þykir ekki sérlega dýr. Þykir nið- ursoðin þorsklifur tiltölulega hag- kvæmur lúxus. Þá eru allar vörurnar sem Akraborg framleiðir lausar við hvers kyns viðbætt efni og matvælin sneisafull af næringarefnum. „Lifrin er rík af A- og B-vítamínum og hollu Omega-3 fitusýrunum. Í vörunni eru engin bragðefni, litarefni, eða bindi- efni, aðeins þorskalifur og ögn af salti.“ Markaðurinn erlendis hefur reynst vera mjög stöðugur og varan af því taginu sem selst jafn vel í kreppu og góðæri. „Söluverðið hefur haldist nær óbreytt í lengri tíma en það sem gerir okkur erfitt fyrr er að hráefnisverðið hér heima hefur hækk- að upp úr öllu valdi á undanförnum árum,“ útskýrir Rolf. „Er það mikil eftirspurn frá framleiðendum sem hefur ýtt verðinu upp. Ekki er mögu- legt að mæta eftirspurninni með inn- fluttri lifur, þó ekki væri nema vegna þess að hráefnið þarf að vera mjög ferskt þegar varan er unnin.“ Rolf reiknar þó með að hráefn- isverðið byrji senn að leita niður á við eftir að hafa hækkað um u.þ.b. 20% árlega mörg ár í röð. „Þá hefur það hjálpað okkur að hafa ekki lent í mikl- um vandræðum með okkar markaði í Austur-Evrópu, en þar hafa ýmsir aðrir framleiðendur sjávarútvegs- afurða fundið fyrir samdrætti í sölu.“ Íslendingar eru risar í þorsklifur  Rolf hjá Akraborg segir svakalega gott að steikja niðursoðna loðnu upp úr hvítlaukssmjöri og fá sér hvítvín með  Akraborg framleiðir þúsundir tonna af niðursoðinni þorsklifur fyrir lönd á borð við Frakkland og Þýskaland Handtök Akraborg veitir allt að 50 manns vinnu þegar mest er að gera. Útbreiðsla Vörur Akraborgar eru seldar undir fjölda merkja. Gúrmeti Niðursoðin þorskalifur fer vel á ristuðu brauði eða kexi. Rolf Hákon Arnarson Hnossgæti Útflutningurinn nemur þúsundum tonna en innlendi markaðurinn er smár. Alþjóðlegt Miðevrópubúar kunna að meta vöruna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.