Morgunblaðið - 26.03.2015, Síða 74

Morgunblaðið - 26.03.2015, Síða 74
SJÁVARÚTVEGUR74 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Þ að er stór ákvörðun að hella sér út í rekstur og Erna er fyrst beðin um að rifja upp aðdraganda þess að hún opnaði Icelandic Fish & Chips á sín- um tíma. Hvað kom til? „Ég man svo sem ekki skýrt daginn en á þessu tímabili var ég starfandi fréttastjóri, ein með þrjú börn, og fannst sem matseldin sæti alltaf á hakanum. Það var lítið úrval af hollum og góðum mat sem ég gat sótt tilbúinn fyrir fjölskylduna og mér fannst ég þurfa að bæta úr því. Eins skringilega og það hljómar þá vantaði á þessum tíma breidd í veit- ingastaði sem buðu upp á fisk. Hann var einkum að finna á matseðlum dýrari veitingahúsa. Þess vegna stukkum við á að bjóða upp á fisk á góðu verði,“ rifjar Erna upp. Djúpsteikt ekki endilega óhollt „Ég hef lengi verið aðdáandi litlu frönsku bistro-staðanna og vildi hafa allt eins einfalt og heilbrigt og hægt væri. Þegar fish & chips hug- myndin kom upp sökkti ég mér í at- hugun á olíum og sá fljótlega að djúpsteiktur matur er alls ekki óhollur ef rétt er að öllu staðið,“ út- skýrir Erna. „Olían má ekki vera rík af Omega 6 fitusýrum því þær eru alltof fyrirferðarmiklar í nútíma- mataræði. Svona til einföldunar má segja að Omega 6 fitusýrur þykki blóðið en Omega 3 þynnir það. Þess vegna þarf þessi inntaka á olíum að vera í jafnvægi. Sífellt aukin neysla á kornvörum skapar ójafnvægi sem við þurfum að vinna gegn. En olía til djúpsteikingar verður einnig að vera hitaþolin og úrslitaatriði er að hreinsa hana vel og skipta um hana reglulega. Próteinfæða eins og fisk- ur er tilvalin til djúpsteikingar og satt best að segja fæ ég aldrei betri fisk en djúpsteikta fiskinn okkar.“ Erna bætir því við að staðurinn bjóði eingöngu upp á ferskan fisk sem komi inn á hverjum morgni. „Fiskurinn hjá okkur er ekki hluti af stórum matseðli þar sem hann er bara eitt hráefni af mörgum sem er kannski sjaldan pantað og verður því gamall og vondur. Fiskurinn er algerlega númer eitt og það allra mikilvægasta á matseðlinum. Allt hráefni hjá okkur kemur inn óunnið. Hvort sem um er að ræða konfekt, súpur, vínagrettur eða maltedik, við útbúum allt frá grunni. Kartöflurn- ar okkar eru handskornar og ofn- bakaðar, tvisvar, vegna þess að kol- vetni sjúga í sig olíu og henta því ekki eins vel til djúpsteikingar. Sós- urnar okkar eru útbúnar úr skyri og það var hugsað næringarfræðilega. Skyr er ríkt af kalki sem nýtist lík- amanum best með D-vítamíninu úr fisknum. D-vítamínið er fituleys- anlegt og þess vegna þarf olíu með máltíðinni til að fullnýta næringuna. Tvíbakaðar kartöflurnar eru trefja- ríkar en í mínum huga er engin mál- tíð án salats og þess vegna bjóðum við upp á úrval salata. Við búum einnig til okkar eigið gos úr engifer og sítrónum sem eru góðir melting- arhvatar en ferskleiki þess virkar út frá bragðskyninu bara svo vel með máltíðinni.“ Ekkert kók, engin kokteilsósa! Þegar Erna er beðin um að rifja upp fyrstu misserin sem stað- urinn var í rekstri og hluti sem komu á óvart stendur ekki á svari. „Já, við buðum ekki upp á kók eða kokteilsósu. Þetta fór alveg svakalega illa í suma Íslendinga. Það var bara eins og það væri verið að svíkja þá um eitthvert hjartans mál sem er sannarlega öfugmæli. Sama má segja um ýsuna. Ef hún var ekki á matseðli var ekki óal- gengt að fólk hreinlega labbaði út,“ segir Erna og brosir við tilhugs- unina. „Þetta fannst mér alltaf mjög fyndið því ýsa er neðst á mínum lista af fiski. Annað sem kom mér á óvart var að staðurinn var vinsælli hjá karlmönnum en konum. Ég hafði talið fyrirfram að konur vildu frekar borða fisk en karlar en það reyndist rangt. Það var stundum erfitt að fá fólk til að prófa óþekktari tegundir eins og löngu og blálöngu, ufsa og karfa en það tókst að lokum. Nú er langa ein af vinsælli fisktegund- unum sem við seljum.“ Þó meginstoðir matseðilsins á Icelandic Fish & Chips séu á sínum stað hefur matseðillinn þróast á sinn hátt í áranna rás, eins og Erna út- skýrir. „Klárlega hefur matseðilinn þróast. Við erum enn með mikilvæg- ustu uppskriftirnar óbreyttar, spelt í deiginu og notum ógrynni af ólífu- olíu en við fórum fljótlega að bjóða upp á meira úrval af salati. Við fjölg- uðum líka bragðtegunum í skyrsós- unum og tókum upp á því að smjör- steikja humarhala. Það lengdist líka í eftirréttaseðlinum en fyrst og fremst má segja að Íslendingar líkt og aðrar þjóðir leiti nú meira eftir því en áður að borða mat sem er næringarríkur í stað þess að borða bara eitthvað,“ bendir Erna á. „Þetta er alþjóðleg þróun því þrátt fyrir að þrengt hafi að eftir hrun fjármálamarkaða þá leitast fólk í auknum mæli eftir vandaðri mat- vöru þó að hún sé dýrari. Það verður þó að segjast að erlendir gestir skildu oftar betur hvað það var sem við vorum að reyna að gera. Við tók- um þekktan rétt sem var annálaður sem skyndibiti og breyttum honum í heilsusamlega og næringarríka mál- tíð. Og þess vegna eru þeir margir mun kurteisari og þakklátari við- skiptavinir,“ segir Erna og kímir við. Útlendingarnir sólgnir í fisk Talandi um erlenda gesti – ekki verður hjá því komist að forvitnast um eftirlæti hinna útlendu kúnna? „Þorskurinn er klárlega allra vinsælastur. En erlendu gestirnir skiptast eiginlega í tvo hópa. Annar vill nær eingöngu þorsk en hinn hópurinn vill gjarna fá fisk sem þeir hafa aldrei heyrt minnst á áður. Steinbíturinn, sem ég kynni sem ís- lenskan sælkerafisk, nýtur klárlega mestra vinsælda í þeim hópi því hann er bæði með fíngerða áferð og nánast sætur þegar hann er svona spriklandi ferskur. Margir eru líka hrifnir af karfanum sem hefur allt aðra áferð og bragð. Gellur hafa líka notið vinsælda en mörgum finnst hálsvöðvi ekki spennandi fyrirfram. Þeir verða því mjög hissa þegar þeir bragða á gellunum sem eru ótrúlega góðar djúpsteiktar. Þetta kom mér mikið á óvart því ég mundi bara eftir þeim úr æsku sem einhverjum alveg hræðilegum mat. Þá voru þær auð- vitað bara soðnar með kartöflum.“ Reglulega heyrist kvartað und- an því að lífræn matvara sé alltof dýr og ekki nema á færi efnaðra að borða slíkt, liggur við. Ernu tekst samt að hafa matseðilinn sinn ákaf- lega hófstilltan í verði. Hver er gald- urinn? „Það er svo sem lítill galdur en margir mættu þó íhuga þá einföldu staðreynd að aukin velta skilar mun meiru en aukin álagning. Þetta eru afar einföld vísindi. Manni svíður oft að sjá verðlagningu á eftirsóttum hlutum sem eru þó kannski afar af- stæðir. Ég hlæ oft að því að bók- hveiti er ein allra dýrasta kornvaran sem þú finnur í heilsubúðum. Á sama tíma er bókhveiti fátækramat- ur í Austur-Evrópu og Asíu. Við verðum að fara varlega í að hafa fólk að fífli eða láta hafa okkur sjálf að fíflum.“ Birtan og útsýnið á nýjum stað Á síðasta ári flutti svo Icelandic Fish & Chips í núverandi húsnæði að Tryggvagötu 11. Erna er ekki í vafa um kosti nýju staðsetning- arinnar. „Fyrir utan að vera eitt falleg- asta atvinnuhúsnæðið í Reykjavík er það klárlega birtan og útsýnið. Við erum öll sammála um það samstarfs- fólkið að andinn léttist til muna þeg- ar við fluttum. Það er ótrúlegt hvað birtuskilyrðin hafa mikil áhrif á mannsandann. Í Hafnarhvoli sjáum við til nær allra átta og erum ein- hvernveginn í hringiðu mannlífssins. Við horfum út yfir höfnina og fylgj- umst með einni aðalumferðaræð borgarinnar. Um helgar trítlar svo framhjá fólkið sem ætlar út á lífið. Nýja húsnæðið bauð upp á mikið betri skilyrði fyrir okkar starfsemi. Hún er núna betur sniðin utan um þarfir starfsfólksins og viðskiptavin- anna. Það gerir alla mikið lukku- legri.“ Eitt og annað er á döfinni og Erna tekur ennfremur fram að í sumar standi til að bjóða upp á kok- teila. „Það er veruleg eftirspurn eft- ir íslenska brennivíninu og mikið um það spurt. Þessi nýja íslenska fram- leiðsla er bara svo spennandi með handtíndum íslenskum villijurtum. Ég smakkaði íslenska ginið um dag- inn, Vor, sem mér finnst verulega gott. Og single malt frá Eimverki er ótrúlega mjúkur og góður drykkur og þetta segir manneskjan sem þolir ekki whisky. Það hefur vantað svo- lítið í íslensku menninguna að drekka áfengi eins og margar er- lendar þjóðir gera. Það er samt að breytast. Það sem erlendu gestirnir okkar vilja fá er apéri- tifs eða digestifs, þurran áfengan drykk sem örvar matarlystina. Við ætlum að svara því kalli og bjóða upp á íslenskar útgáfur af slíkum drykkjum. En við erum samt ekki að breytast í neinn bar, alls ekki. Við erum fyrst og fremst fiskiveitinga- staður.“ Að endingu er Erna svo innt eftir því hver hennar uppáhalds- fiskur sé; það stóð aldrei til að sleppa henni við að upplýsa um það. „Úff, það er erfitt að svara því, fer eiginlega eftir skapinu. Ég er mjög hrifin af ufsa sem mér finnst vera eins og blanda af þorski og tún- fiski. Karfinn er alveg dásamlegur með svona moldarkeim – „earthy“ kallast það á ensku – þrátt fyrir að vera sjávarfiskur. Rauðspretta er fínlegur og fallegur fiskur og dansk- urinn í mér kallar reglulega á hana. Þorskurinn er svo auðvitað steik hafsins og þegar hann er rétt eld- aður opnast hann eins og blóm á heitum sumardegi. Hvað er hægt að biðja um betra?“ Fiskurinn er algerlega númer eitt  Veitingastaðir koma og fara en á næsta ári eru komin heil tíu ár síðan Icelandic Fish & Chips var opnað við hafnar- svæðið í Reykjavík  Erna Kaaber stendur sem fyrr vaktina og segir frá galdrinum á bakvið góðan fiskiveitingastað Morgunblaðið/Styrmir Kári Gæðafæða „Ég hef lengi verið aðdáandi litlu frönsku bistro-staðanna og vildi hafa allt eins einfalt og heilbrigt og hægt væri. Þegar fish & chips hug- myndin kom upp sökkti ég mér í athugun á olíum og sá fljótlega að djúpsteiktur matur er alls ekki óhollur ef rétt er að öllu staðið,“ segir Erna Kaaber. Ferskleiki Staðurinn býður eingöngu upp á ferskan fisk sem komi inn á hverjum morgni. „Allt hráefni hjá okkur kemur inn óunnið,“ segir Erna. Vinnustaðurinn „Við erum öll sammála um það samstarfsfólkið að andinn léttist til muna þegar við fluttum. Í Hafnarhvoli sjáum við til nær allra átta.“ Nammi Djúpsteiktur fiskur með laukhringjum, kartöflum og silki- mjúkum skyronnaise-sósum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.