Morgunblaðið - 26.03.2015, Síða 81

Morgunblaðið - 26.03.2015, Síða 81
MINNINGAR 81 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 ✝ Böðvar Jón-asson fæddist í Reykjavík 8. apr- íl 1931. Hann lést 16. mars 2015. Foreldrar hans voru Hulda Sól- borg Haralds- dóttir húsmóðir, f. 30.12. 1902, d. 1993, og Jónas Böðvarsson skip- stjóri, f. 29.8. 1900, d. 1988. Böðvar var yngstur af sínum systkinum en þau eru 1) Sigríður Jón- asdóttir, f. 1924, d. 2014, 2) Haraldur Jónasson, f. 1926, 3) Marta María Jónasdóttir, f. 1929. Eiginkona Böðvars er Erna Aradóttir hjúkrunarfræð- ingur, f. 28. janúar 1932. For- eldrar hennar voru Sigríður Soffía Þórarinsdóttir hús- nemi í hugbúnaðarverkfræði, f. 1994. Böðvar ólst upp í Reykjavík, gekk í Miðbæjarskólann, lauk prófi í húsasmíði frá Iðnskól- anum í Reykjavík og útskrif- aðist síðar sem húsasmíðameistari úr meistaraskólanum. Sem ungur maður var hann til sjós, sigldi á skipum Eimskipafélags Ís- lands. Hann starfaði við smíðar bæði sjálfstætt og á trésmíða- verkstæði í Reykjavík. Lengst af starfaði hann sem verkstjóri hjá Vita- og hafnarmálastofn- un, síðar Siglingastofnun, í bryggjusmíði og við byggingu og viðhald á vitum víðsvegar um landið. Síðustu starfsárin hafði hann umsjón með lager Siglingastofnunar. Hann ferð- aðist víða innanlands sem utan og var lengi í hestamennsku. Í gegnum tíðina fór hann á ýmis handverksnámskeið og síðustu ár skar hann í gler. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. móðir, f. 11. júlí 1894, d. 1972, og Ari Jónsson hér- aðslæknir, f. 2. maí 1898, d. 1967. Erna og Böðvar gengu í hjónaband 25. júní 1955 og bjuggu allan sinn búskap í Kópa- vogi. Dóttir þeirra er Sigríður Soffía leikskólakennari, f. 23. janúar 1958, maki henn- ar er Jóhannes Sveinbjörns- son, f. 1954, þeirra dætur eru 1) Erna mannfræðingur, f. 1983, hennar maki er Davíð Bragi Konráðsson, 2) Marta, stjórnmálafræðingur, f. 1989, hennar maki Jón Michael Þórarinsson, sonur þeirra er Jóhannes Hrafn, f. 2014, dótt- ir Jóns Michaels er Hulda Kristín, f. 1997, 3) Agnes, Okkur langar til að minnast afa okkar með nokkrum orðum. Hann var stór hluti af okkar lífi enda vorum við systur hans einu barnabörn. Hann var gjaf- mildur á bæði tíma sinn og um- hyggju og voru þau ófá trún- aðarspjöllin sem voru tekin þegar hann keyrði okkur á milli æfingastaða. Afi hafði gaman af því að rifja upp sögur af fólki og at- burðum frá fyrri tíð. Hann kynnti okkur vita landsins af miklum áhuga og við fengum stundum að fara með honum á Vitamálastofnun þar sem hann vann og þótti okkur það spenn- andi. Afi og amma voru líka mikið fyrir útivist og tóku okk- ur systurnar með í alls kyns leiðangra, útveguðu okkur fuglabækur og kíkja og fóru með okkur í gönguferðir, á kræklingaveiðar í fjörunni eða í trjárækt. Afi okkar var mikill prinsipp- maður, heiðarlegur, traustur, þver og með gott hjarta og hon- um þótti mikilvægast að gera vel við fólkið sem stóð honum nærri. Hann þurfti ekki að spila í lottóinu því hann sagðist hafa fengið stóra vinninginn þegar hann kynntist ömmu og honum var tíðrætt um það hversu vel giftur hann væri. Hann var mjög handlaginn og áhugasamur um list og þau amma ferðuðust mikið. Við systurnar vorum hvattar áfram til að sinna mismunandi áhuga- sviðum okkar hvort sem það fól í sér að fá að grúska í bókunum þeirra, æfa á píanóið inni í stofu, hlusta á ferðasögur um framandi lönd, vera skutlað á íþróttaæfingar eða fá listakassa að gjöf. Við erum þakklátar fyrir að hafa átt afa, sem við vissum að þótti óendanlega vænt um okk- ur, og fyrir allar samverustund- irnar með honum. Erna, Marta og Agnes. Móðurbróðir minn, Böðvar Jónasson, féll frá mánudaginn 16. mars eftir langvarandi veik- indi. Þrátt fyrir erfið veikindi var það ekki á honum að sjá og hélt hann sinni reisn. Hann var myndarlegur á velli eins og við eigum kyn til. Böðvar var lærður trésmiður og starfaði lengst af hjá Vita- og hafnarmálastofnun. Áður en hann lærði til smiðs sigldi hann á skipum Eimskipafélagsins. Þar var eins og sjórinn togaði í hann því starf hjá Vitamála- stofnun tengdist heldur betur sjófarendum þar sem stór hluti starfsins á fyrri árum var við byggingu og viðhald vita lands- ins. Þar sem oftar en ekki voru engar samgöngur við vitana frá landi og eina leiðin að vitunum var sjóleiðin. Oftar en ekki var farið með varðskipum í þessa leiðangra og vegna veðurs þurfti að sæta lagi. Þetta voru því oft og tíðum svaðilfarir. Eina slíka för fór ég í með frænda mínum þegar ég var há- seti á varðskipinu Óðni. Það var lærdómsríkt að sjá starfsað- stæður frænda míns og sam- starfsmanna hans við eyði- strendur Íslands. Aðbúnaður við þessi störf var ólíkur því sem við eigum að venjast í dag. Í seinni tíð höfðum við frændur endalaust getað stytt okkur stundir við að fara yfir þessi mál. Hann hafði sérstak- an áhuga á skipum Eimskipa- félagsins, kaupi og kjörum sjó- mannanna og hann fylgdist vel með Í þessum samtölum okkar blönduðust farartæki oftar en ekki inn í umræðurnar, ekki síst bílar þar sem báðir höfðu mikinn áhuga á þeim. Um tíma stundaði frændi minn hesta- mennsku en við það áhugamál hans lágu leiðir ekki saman. Líklega voru hrossamálin ekki rædd nema einu sinni. Böðvar frændi minn var ávallt hlýr og umhyggjusamur við mig og mína. Upplifun mín af þessu viðmóti frænda míns var eins og um föðurumhyggju væri að ræða. Það sama má ég segja um Ernu Aradóttur, eiginkonu Böðvars frænda míns. Nú þeg- ar hann er farinn í sína hinstu för vil ég þakka frænda fyrir að hafa verið til staðar í logni og ólgusjó lífsins. Við Harpa og af- komendur sendum Ernu, Soffu og fjölskyldu samúðarkveðju. Jónas Garðarsson. Á seinni árum sínum skar Böðvar í gler og liggja eftir hann fjölbreytt verk. Í þessum verkum hans kemur næmni hans fyrir litum og formum vel fram enda var hann listunn- andi. Verkin bera fáguðu hand- bragði hans og nákvæmni gott vitni. Mannkostir hans voru auðvitað fleiri en komu fram í glerverkum hans, samvisku- semi var honum meðfædd, heið- arleikinn inngróinn og stund- vísin vel þjálfuð. Hann var traustur, áreiðanlegur og stað- fastur. Lundin var stíf, kímnin svört og glottið háðskt. Hann bar sterkt svipmót föð- urættar sinnar. Hann hafði áhuga á góðum mat eins og fleiri í fjölskyldunni og var næmur á bragð og gæði. Hann var minnugur og þá sérstaklega á tölur eins og þekkist líka í ættinni. Hann mundi vel verð á ýmsum vörum langt aftur í tím- ann. Hann var gjafmildur og tamdi sér að gera strax upp sína reikninga, sá vani hefur líka stungið sér niður víðar í fjölskyldunni. Þar sem hann varði stórum hluta af sinni starfsævi í bryggjusmíði og við byggingu og viðhald á vitum þá kynntist hann landinu vel. Hann ferðaðist ekki aðeins mikið í tengslum við vinnu sína heldur ferðuðust hann og Erna víða innanlands sem utan. Hann þekkti marga staði lands- ins vel, ekki einungis rjóður í sól og spörfuglasöng heldur grýttar fjallabaksleiðir í úrhelli og brimsorfna kletta við garg sjófugla. Ferðalögunum fækk- aði og lífsstíllinn tók breyting- um þegar heilsan gaf sig. En þar sem hann átti Ernu sína að þá gat hann verið heima og not- ið þess sem hægt var allt til enda. Hann Böðvar stakk gjarnan að mér suðusúkkulaðibita þegar ég var lítil og veitti mér stuðn- ing og stöðugleika þegar ég elt- ist. Hann var kannski ekki allra og valdi vel sína vini. Hann lét mig hafa fyrir því að sanna mig og komst ég ekki sjálfkrafa í álit hjá honum af því ég var skyld honum. Að eignast hann sem vin er mér mikils virði. Minningin um opna faðminn þinn fylgir mér. Valgerður Garðarsdóttir. Elsku feiti frændi minn er farinn. Ég man nú ekki hvaðan nafnbótin feiti frændi kom en við áttum það sameiginlegt að þykja dálítið gott að borða, eins og flestum í okkar fjölskyldu, sem gerði það að verkum að við vorum kannski ekki alveg alltaf í kjörþyngd. Feiti frændi og feita frænka skildu því hvort annað og höfðu því alltaf eitt- hvað um að tala. Feiti frændi minn var litli bróðir ömmu minnar og voru þau systkinin náin. Sem er kannski ekkert skrýtið því hún amma mín kynnti hann fyrir eiginkonu sinni, Ernu Aradótt- ur, þegar þær stunduðu saman nám við Húsmæðraskólann í Reykjavík. Eins og tíðkast bauð amma mín skólasystrum sínum heim til sín á Háteigsveg 32 og var Erna í þeim hópi. Þegar Böðvar kom auga á Ernu sagði hann: „Hví hefur þú ekki komið með hana fyrr?“ Ekki veit ég hvað gerðist nákvæmlega í millitíðinni en þau Erna giftu sig 1955 og þremur árum síðar eignuðust þau einkadóttur sína, Sigríði Soffíu. Á heimili Ernu og Böðvars voru haldar margar góðar veisl- ur og ein er sérstaklega minn- isstæð. Þá hafði Erna útbúið dásamlegan makkarónudesert með sherrýi. Nema hvað við föðursystir mín upplifðum það í fyrsta skipti á ævinni að finna á okkur eftir desertinn. Þegar við spurðum Ernu hvað hún hefði sett mikið sherrý í desertinn gat hún ómögulega munað það en játaði að hafa kannski hellt aðeins of hressilega yfir makka- rónurnar. Eftir þetta hugsaði ég með mér hvað hann feiti frændi minn væri vel kvæntur. Þegar hann veiktist fyrir um fjórum árum var Erna betri en enginn og hlúði vel að sínum manni enda hjúkrunar- fræðingur að mennt. Eftir að hafa heimsótt feita frænda á líknardeildina um tveimur vikum fyrir andlátið hélt ég jafnvel að hann myndi kannski hressast og komast heim aftur. Hann leit eitthvað svo vel út, spurði mig spjör- unum úr og vildi fá að vita sér- staklega hvernig gengi í kraft- lyftingunum. Þegar hann bað mig um að koma í sjómann við sig gat ég auðvitað ekki skorast undan því og þurfti að hafa mig alla við svo hann myndi ekki rústa mér. Elsku feiti frændi – takk fyrir allt. Þín feita frænka, Marta María. Böðvar Jónasson Látin er kær frænka, Jónína, eða Jóna frænka eins og hún hefur alltaf ver- ið kölluð á okkar heimili, var þó aldr- ei nema skáfrænka mín sem föð- ursystir Daða og afasystir barnanna okkar. En frænka var hún sannarlega og sérstaklega frændrækin. Jóna var sjálfstæð kona, ávallt vel til höfð og fallega klædd, teinrétt og snör í snún- ingum allt þar til heilsan gaf sig fyrir fáeinum árum. Komin um og yfir áttrætt fór Jóna enn aldr- ei úr húsi nema á háum hælum. Hún brunaði í kaffiboð í Stykk- ishólmi ef þannig lá á henni, fór Þingvallahringinn ef vel viðraði og bauð gjarnan frænkum eða vinkonum með í túrinn til að hafa nú meira gaman af. Jóna var dugleg að ferðast bæði innan- lands og utan og heimsótti þá gjarnan ættingja og vini. Á átt- ræðisafmælinu fékk hún boð um helgarferð til Gautaborgar með okkur yngra fólkinu og þurfti nú ekki einu sinni að hugsa sig um hvort hún kæmi með. Í þeirri ferð gaf hún okkur ekkert eftir Jónína Pétursdóttir ✝ Jónína Péturs-dóttir fæddist 4. apríl 1926. Hún lést 10. mars 2015. Útförin fór fram 17. mars 2015. og sýndi og sannaði að aldur er afstæður og jafnvel oft hug- lægur. Jóna var stolt af systkinabörnum sínum og hafði mikla ánægju af því að vera svo nátengd þeim sem hún var. Svo hafði hún ein- staklega gaman af krökkunum; barna- börnum bræðra sinna, og fylgd- ist með öllum þeirra ferðum og gjörðum meðan hún gat. Hún var innilega hjálpleg þegar kom að barnapössun, skutli, sláturgerð eða öðru sem unga fólkið biðlaði til hennar um og hafði gaman af að mæta á kórtónleika og listsýn- ingar ungviðisins. Hún bauð gjarnan heim eða kom sjálf í heimsókn og var einstaklega þakklát fyrir hverja samveru. En Jóna var líka gleðigjafi og traust, mikill húmoristi og hafði miklar skoðanir á mönnum og málefn- um. Við höfum nú fylgt Jónu erf- iðan veg heilsubrests sl. fáein ár og vitum að óöryggi veikindanna átti illa við hana. En hún naut góðu stundanna, hafði gaman af því áfram að hitta fólkið sitt, sagði sögur, fór með vísur og fannst notalegt að fá að maula súkkulaðirúsínur. Við kveðjum Jónu með virð- ingu og þakklæti fyrir samfylgd- ina. Minningin um góða frænku lifir. Anna Guðbjörg Gunn- arsdóttir. Við systur viljum minnast Jón- ínu föðursystur okkar. Jóna, eins og við kölluðum hana alltaf, var tíguleg kona, há, grönn og alltaf vel klædd. Þótt Jóna hafi sjálf verið barnlaus var henni mjög annt um stórfjölskylduna og vel- ferð hennar og eftir að amma dó sá hún um að halda jólaboðin með heitu súkkulaði og tilheyr- andi. Má segja að hún hafi verið millistykkið í stórfjölskyldunni. Jóna var mikil listakona eins og hún átti kyn til. Eftir hana liggja ófáar útprjónaðar peysur og út- saumuð listaverk en þó mest af postulínsmunum. Spilamennskan var líka stór þáttur í lífi Jónu. Hún var alltaf tilbúin í slaginn og við fjölskyldan sátum mörg spila- vítin heima hjá henni þar sem einkum var spilað púkk og sjó- ræningjabriss. Þegar Jóna flutti í Álftamýri fengum við systurnar oft að gista á laugardögum þar sem Jóna nostraði við okkur. Hún hafði gott lag á börnun og gat talað þau til. Á unglingsárum bauð hún okkur með sér til Lond- on og Edinborgar og eigum við góðar minningar með henni úr þessum ferðum. Hún hafði mjög gaman af ferðalögum, fór á sín- um yngri árum víða um Evrópu. Auk þess fór Jóna í mörg ár til Ameríku þar sem Nína frænka hennar bjó í Illinois og ferðaðist með henni og eiginmanni hennar vítt og breitt um Norður-Amer- íku. Seinna heimsótti hún einnig Eini bróður okkar oft í St. Louis. Hún kom alltaf heim með ein- hvern skemmtilegan glaðning fyrir bróðurdætur sínar. Þar sem Jóna var oft í Ameríku kenndi hún okkur auðvitað ensku í leið- inni – „Yes, money, allright“ var alveg nóg að kunna, sagði hún. Jóna var skemmtileg og einstak- lega hnyttin í tilsvörum. Hún var fljót að koma fyrir sig orði á hár- réttum tímapunkti þótt það færi stundum yfir strikið. Hún bauð okkur systrum oft í ísbíltúr í bæ- inn eða út fyrir hann. Minnis- stæðastur er Suðurnesjabíltúr- inn þar sem Jóna ákvað að líta inn á Varnarliðssvæðið, nema hvað, hún ók rakleitt inn á svæðið án þess að stöðva bílinn við varð- hliðið. Það þurfti þrjá lögreglu- bíla til að elta þessa saklausu, heiðvirðu konu í sunnudagsbílt- úr. Á seinustu árum náði alzheim- er-sjúkdómurinn að smeygja sér meira og meira inn í líf Jónu en þrátt fyrir það vildi hún gjarnan spila með yngstu krökkunum og fannst gaman að syngja. Úr því að heilsu hennar hafði hrakað mikið var farsælast fyrir hana að hún fengi að kveðja þennan heim. Við þökkum Jónu frænku fyrir margar eftirminnilegar stundir og kveðjum hana með góðar minningar í farteskinu. Hvíldu í friði. Vigdís og Guðrún. Þegar ég minnist Pálínu frænku minnar kemur fyrst í huga minn hvað hún var glaðvær og hafði góða nærveru. Frænka mín var fædd og uppalin í Að- alvík, þar sem lífsbaráttan var mjög hörð. Þessi fíngerða, glað- væra og viljuga telpa var sívinn- andi, því nóg var að gera, svo sem hlaupa eftir kindum o.fl. og oft við erfiðar aðstæður, eðlilega þar sem Aðalvík tilheyrir sem næst nyrsta punkti landsins, norðar en 66°N. Hún sagði líka við mig ný- lega að slitgigtina sem hrjáði hana lengi mætti trúlega rekja til æskuárana. Pálína var um tví- tugt er hún kom til Ísafjarðar. Þar kynntist hún mannsefni sínu. Þau giftust og eignuðust efnileg- an dreng, Guðjón Inga. Nokkr- um árum síðar drukknaði Sigurð- ur maður hennar. Eftir það flutti Pálína til Hafnarfjarðar og réð sig í vist til Huldu Runólfsdóttur, kennara. Guðjón Ingi sonur hennar gekk í barnaskóla í Hafn- arfirði og þótti efnilegur dreng- ur, t.d. var hann valinn til að leika Hans í Hans og Grétu sem gekk í langan tíma hjá leikfélaginu þar. Samkennari Huldu Runólfsdótt- ur, Vilbergur Júlíusson, var mjög ánægður með nemanda sinn. Vil- bergur og Pálína kynntust og giftust og áttu langa og farsæla sambúð. Ég kynntist heiðurs- manninum Vilbergi þegar Vil- bergur varð skólastjóri Barna- skóla Garðahrepps, sem nú er Flataskóli Garðabæjar, en ég kenndi við skólann í fjögur ár. Eftir að Vilbergur varð skóla- stjóri fluttu þau í Silfurtúnið í Karólína Pálína Guðnadóttir ✝ Karólína Pál-ína Guðnadótt- ir fæddist í Þver- dal, Aðalvík, 16. september 1921. Hún lést á heimili sínu, Hrafnistu í Hafnarfirði, 14. mars 2015. Útför hennar fór fram frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði 25. mars 2015. Garðabæ og þá hitt- umst við Pálína oft. Heimili þeirra var mjög gestkvæmt og ein ástæðan eflaust hve gott var að koma til hinnar glaðværu og góðu húsmóður, Pálínu. Ég vil þakka þeim hjónum fyrir allar okkar góðu sam- verustundir og vil ég votta öllum aðstandendum þeirra mína innilegustu samúð. Megi þau hvíla í friði. Borghildur Guðrún Jónsdóttir. Sagt er að margir Vestfirðing- ar séu stórir í sporunum. Hef unnið þrjú til fjögur sumur á Vestfjörðum, kynnst mörgum þaðan og oft sannreynt sögnina. Hef tvisvar nærri grenjað úr mér augun svo ég muni. Fyrst þegar ég, fjögurra eða fimm ára gamall, var settur í pössun hjá Pálínu Guðjónsdóttur frá Ísa- fjarðardjúpi og eiginmanni henn- ar, Vilbergi Júlíussyni skóla- stjóra. Og síðan aftur þegar ég var sóttur þangað mánuði síðar. Í minningunni er tíminn milli grát- kastanna sveipaður ljúfum ljóma. Enda taldi ég mig hafa heimsótt himnaríkið sem talað var um í kirkjunni. Pálína var ekki stór í sporun- um í jarðbundnum skilningi, enda nægjusöm. Hafði heldur ekki áhuga á efnislegum gæðum. En hjartað var stórt og mér fannst það alltaf ríma vel við mik- ilfengleik æskuslóðanna. Hún hafði líka ákveðnar skoðanir og sterka réttlætiskennd. Fjöldi matarboða í hálfa öld, örlætið sem skein í gegn, hlýjan og næm- ið fyrir því sem máli skiptir – mannlegum samskiptum – var hverjum sem er nægur innblást- ur. Þannig var hún stór í spor- unum. Góður Vestfirðingur er geng- inn. Emil Jón Ragnarsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.