Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 82
82 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 ✝ Siggi Gíslasonrafvirkjameist- ari fæddist að Stóru-Reykjum í Hraungerðishreppi í Árnessýslu 17. apríl 1922. Hann lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu 8. mars 2015. Foreldrar hans voru María Þ. Jóns- dóttir, f. 14.2. 1885, d. 13.5. 1960, og Gísli Jónsson, f. 3.9. 1877, d. 21.10. 1960. Systkini Sigga eru: Jón, f. 20.6. 1917, d. 25.6. 1995, Kristín María, f. 10.8. 1918, d. 2.12. 2011, Helga, f. 16.9. 1919, d. 25.2. 1987, Jón Haukur, f. 23.12. 1920, d. 26.7. 2002, Oddný, f. 8.4. 1923, d. 18.6. 1992, Solveig, f. 15.3. 1924, Iðunn, f. 13.9. 1926, d. 1.4. 2013, Ingibjörg, f. 20.4. 1928, d. 30.4. 2013. Hinn 28. desember 1957 kvæntist Siggi Jóhönnu Maríu Þorvaldsdóttur, f. 6.6. 1934. Hún lifir mann sinn. Foreldrar Jó- hönnu Maríu voru Ásta Kristín Jóhannsdóttir, f. 21.11. 1908, d. 15.7. 1987, og Þorvaldur Guð- mundsson, f. 14.12. 1906, d. 21.9. 1988. Siggi og Jóhanna María eign- meistarabréf fékk hann árið 1953 og sama ár lauk hann prófi frá rafmagnsdeild Vélskóla Ís- lands. Hann var verkstjóri rafmagnsverkstæðis Kaupfélags Árnesinga um nokurra ára skeið. Árið 1960 réð hann sig sem rafvirkjameistara til Mjólk- urbús Flóamanna og starfaði þar til ársins 1972. Árið 1972 hóf Siggi sjálfstæða starfsemi á Selfossi sem rafverk- taki og starfaði sem slíkur til ársins 1992. Sem rafverktaki kom hann að raflögnum í marg- ar byggingar og önnur mann- virki – stór og smá – um allt Suð- urland. Árið 1992 stofnaði Siggi ásamt öðrum fyrirtækið Raftak hf. og rann starfsemi hans inn í það fyrirtæki. Við það fyrirtæki starfaði hann til ársins 1996 þeg- ar starfsævinni lauk. Þá hafði Siggi starfað við iðn sína í hálfa öld. Framan af ævi stundaði Siggi skák og brids. Ferðalög um óbyggðir landsins ásamt stang- veiði voru aðaláhugamál Sigga. Veiðivötn skipuðu sérstakan sess í huga Sigga. Í áratugi stundaði hann laxveiði á stöng í Ölfusá. Þegar leið á ævina fóru þau hjónin Siggi og Jóhanna María allnokkrar ferðir til útlanda. Útför Sigga fór fram í kyrr- þey frá Selfosskirkju 14. mars 2015. uðust fimm börn. Þau eru: a) Ásta Kristín, f. 25.9. 1957, eiginmaður hennar var Vil- hjálmur Krist- jánsson sem er lát- inn; b) Hannes, f. 24.9. 1958, kvæntur Heiðrúnu Hlín Guð- laugsdóttur; c) María, f. 28.12. 1960, var gift Guð- geiri Eiði Ársælssyni, þau skildu; d) Þorvaldur, f. 9.3. 1963, kvænt- ur Guðrúnu Kristínu Ívars- dóttur; e) Sæunn, f. 12.4. 1970, gift Gísla Þór Ragnarssyni. Barnabörn Sigga og Jóhönnu Maríu eru fjórtán og barna- barnabörnin einnig fjórtán. Af- komendur Sigga og Jóhönnu Maríu eru því samtals þrjátíu og þrír talsins. Siggi ólst upp að Stóru-Reykj- um og gekk í barnaskóla í Þing- borg í Hraungerðishreppi. Fram yfir tvítugt vann hann við bú for- eldra sinna að Stóru-Reykjum. Hann vann verkamannavinnu í Reykjavík og víðar árin 1943 til 1945. Árið 1946 fór hann á náms- samning í rafvirkjun hjá rafmagnsverkstæði Kaupfélags Árnesinga. Sveinsprófi í raf- virkjun lauk Siggi árið 1950, Að eiga foreldra er eins og fyr- ir trjágrein að eiga sér stofn og rætur því engin grein á sér lífs- von án þess. Ræturnar sækja næringu úr jarðveginum og stofninn flytur hana til grein- anna. Þær bera brum og laufgast í fyllingu tímans. Með hjálp vinda og veðurfars taka fræin bólfestu í jörðu. Nýir sprotar skjóta rótum og teygja sig móti sólu. Þeir vaxa og dafna. Þeir gildna og laufgast. Það verða til ný tré. Þau klæða heimkynni sín hlýleika og fegurð. Það verður til nýr skógur. Þið mamma áttuð því láni að fagna að eignast okkur systkinin fimm. Við eigum öll okkar afkom- endur sem einnig eiga orðið sína ávexti sem farnir eru að gleðja okkur með fegurð sinni og lita- skrúði. Þar sem andi þinn svífur nú fjöllum hærra, pabbi minn, getur þú litið yfir farinn veg og skoðað allt sem á daga þína hefur drifið þau nærri 93 ár sem þú lifðir. Þar er ærið margt að sjá og þú gætir rifjað upp tímana tvenna. Ég vona að þú getir verið stoltur þegar þú lítur yfir trén þín, sérð skóginn ykkar mömmu. Við systkinin erum þakklát fyrir ykkar stofn og ykkar rætur. Þið gáfuð okkur það sem þurfti til að lifa og komast af í skógi mann- lífsins. Þú hefur nú kvatt jarð- vistina og hefur átt marga ævi- daga. Að komast á tíræðisaldur er allnokkurt afrek í sjálfu sér. Lífsbókin þín er fullskrifuð og henni hefur verið lokað í hinsta sinn. Hvað tekur við hjá sál sem hefur kvatt veit enginn með vissu. Mörgum finnst gott að leita styrks í trúnni og þeirri von sem kristin trú gefur okkur um framhaldið. Það er gott og það er gilt og engum hefur orðið meint af að treysta á það. Mestu skiptir þó að við getum verið sátt við að sálin hefur við dauðann fengið sína hvíld. Yfir færist friður og einstök ró. Við manneskjurnar höfum það dásamlega frelsi hug- ans að geta séð fyrir okkur hvað síðan tekur við. Að kveðja þegar tímans klukka kallar og ævin er orðin löng er fallegt og það er heilagt. Það er eitt af náttúrulög- málunum. Við systkinin höfum reynt að gera okkar besta í því að styðja aldraðan föður á efri árum. Það er þó alltaf álitamál hvenær nóg er nóg og hvenær það er nógu gott. Síðustu tvö árin átti pabbi skjól á Dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Lundi á Hellu. Þar leið honum vel, þar var hann sáttur. Við kveðjum í hinsta sinn og eig- um margs að minnast sem ekki verður talið upp hér. Eins og ég sé það fyrir mér þá mun sálin hans pabba koma við á hálendi Íslands og dvelja þar drjúga stund við Veiðivötnin blá. Í Veiði- vötnum á Landmannaafrétti átti hann oft sínar góðu stundir með veiðistöng í hönd og naut þess jafnframt að kanna nýjar veiði- slóðir. Síðan mun hún taka ákveðna stefnu án þess að hika eitt augnablik og svífa út í stjörn- um prýddan alheiminn til síns guðs frelsinu fegin. Ég lít yfir skóginn og sé að elsta tréð er fallið. Þar er stórt skarð. Þar hefur skapast tóma- rúm. Þetta tómarúm er þó fullt af minningum. Hafðu þökk fyrir það góða sem þú gafst í lífinu, pabbi minn. Í hjarta mínu geymi ég minninguna um okkar fallegu kveðjustund. Þín dóttir. Ásta Kristín Siggadóttir. Elsku afi minn, ég veit eigin- lega ekki hvar ég á að byrja. Þú varst alltaf góður og traustur afi. Ég gat alltaf stólað á þig og ef mér leið illa þá fékk ég klapp á öxlina. Þú varðst aldrei reiður við mig, ekki einu sinni þegar ég læsti þig inni á baðherbergi og ömmu niðrí í þvottahúsi í Miðtúni 4. Þegar þið losnuðuð loksins úr prísundinni þá fórum við í ísbílt- úr. Þú hafðir alltaf góðan húmor, afi minn, og hlóst þig oft mátt- lausan þegar amma var búin að klæða mig í allskonar gömul föt. Allar húsbílaferðirnar og veiði- ferðirnar eru mér eftirminnileg- ar. Þú kenndir mér að kasta flugu og að draga inn. Það voru ófá prakkarastrikin sem við brölluð- um saman. En skemmtilegast fannst mér að hlusta á allar gömlu sögurnar sem þú hafðir að segja. Um jólasveinana í Ingólfs- fjalli og gömlu tímana þegar þú varst ungur drengur. Það eru forréttindi að hafa fengið að hafa þig sem afa. Ég mun ætíð sakna þín og minnst þín sem prakkara-afa. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hvað það er erfitt að skrifa minningargrein um mann sem maður elskaði svona mikið. En elsku afi minn, ég veit að þú ert komin á góðan stað og vonandi líður þér vel. Kær kveðja, Jóhanna María Þorvaldsdóttir yngri. Elskulegi tengdafaðir minn andaðist á dvalarheimilinu Lundi hinn 8. mars sl. Mig langar að minnast hans með örfáum orð- um: Siggi Gíslason var góður tengdafaðir og afi, hann var mik- ill veiðimaður og þeir voru ófáir veiðitúrarnir sem við fjölskyldan fórum í saman. Oftast var farið upp í Veiðivötn. Hann kenndi börnunum okkar að veiða og bera virðingu fyrir nátúrunni, hann þekkti öll vötnin og voru þessar veiðiferðir árlegur við- burður. Oftast nær var búið að plana þessar ferðir með margra mánaða fyrirvara. Ferðirnar veittu okkur gleði og það leið ekki á löngu þar til barnabörnin voru komin með veiðibakteríuna frá afa sinum. Siggi hafði einnig gaman af því að ferðast og fór hann ásamt tengdamömmu mik- ið á húsbílnum um landið, oft fóru barnabörnin með í húsbíla- ferðir en það veitti þeim mikla gleði að fá að fara með afa og ömmu í ferðalög um landið. Það eru til margar góðar minningar frá þeim tíma. Þegar við Valdi byrjuðum okkar búskap var mér vel tekið af tengdaforeldrum mínum strax við fyrstu kynni og fórum við flestar helgar og gist- um í Miðtúninu í góðu yfirlæti hjá þeim. Mig langar að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, þær eru ómetanlegar í minningunni um þig, elsku Siggi minn. Það eru forréttindi að hafa átt þig sem tengdaföður, við bárum mikla virðingu hvort fyrir öðru frá fyrsta degi og þegar þú hélst uppá 90 ára afmæli þitt varstu svo þakklátur mér að hafa að- stoðað þig við veisluna og sagðir að þetta væri besti afmælisdagur sem þú hefðir átt. Það gladdi mig mikið að hafa hjálpað þér við veisluna. Það var góð stund sem við áttum saman áður en þú kvaddir þetta líf, þó að þú hafir verið mikið veikur vissi ég að þú skynjaðir okkur hjá þér. Þegar ég tók í hönd þína og sagði að við værum hjá þér fann ég að þú tókst í hönd mína og varst tilbú- inn að kveðja. Elsku Siggi, þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum saman, þær eru ómetan- legar. Laugardaginn áður en Siggi kvaddi ómaði þetta lag í útvarp- inu, því finnst mér það við hæfi að hafa það með hér. Ó, leyf mér þig að leiða til landsins fjalla heiða með sælu sumrin löng. Þar angar blóma breiða við blíðan fuglasöng. Þar aðeins yndi fann ég þar aðeins við mig kann ég þar batt mig tryggða band því þar er allt sem ann ég, það er mitt draumaland. (Jón Trausti) Kveðja, þín tengdadóttir Guðrún Kristín Ívarsdóttir. Siggi Gíslason HINSTA KVEÐJA Elsku afi, takk fyrir allar stundirnar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Kveðja, Sigfús Andri Þorvaldsson. Ósk Axelsdóttir lést hinn 12. mars síðastliðinn og var þá búin að glíma við sjúkdóminn parkin- son í yfir tíu ár. Viljastyrkurinn og seiglan sem hún sýndi í sínum veikindum var mikill og sama má segja um Nonna frænda sem stóð eins og klettur við hlið hennar allt til enda. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar hugsað er til baka og minningarnar um hana Ósk leita á hugann. Þó að kynslóðarbil væri á milli okkar þá var svo stutt á milli okk- ar í árum og við áttum svo margt sameiginlegt þó að það hafi breyst hin síðari ár. Við gátum spjallað saman endalaust um menntun, meðgöngur og starfið okkar. Ósk var hreinskilin og heiðar- leg en um leið svo hlý og um- hyggjusöm og kunni svo vel að koma fyrir sig orði. Ósk var sú í móðurfjölskyldunni minni sem talaði í brúðkaupinu mínu og Villa og hélt svo fallega tölu. Ósk hafði hlýjan persónuleika og var alltaf svo áhugasöm um allt sem var í gangi hjá mér og minni fjölskyldu. Það er svo margt að þakka fyrir. Fallega skrifuðu textarnir hennar í jólakortunum og litlu gjafirnar með fallegu persónu- Ósk Axelsdóttir ✝ Ósk Axels-dóttir fæddist 20. nóvember 1954. Hún lést 12. mars 2015. Útför Óskar fór fram 19. mars 2015. legu skilaboðunum sem maður heldur svo mikið upp á og gefa manni svo mik- ið. Pabbi sendi Nonna frænda vísu í samúðarkorti sem ég læt hér fylgja með: Til samúðar og sakn- aðar ég finn og sjá við fáum bara vissan tíma. Megi Guð þig geyma Nonni minn og gefa kraft, því sorg er við að glíma. (HM) Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku Ósk. Ég veit að mamma á eftir að hugsa voða vel um Nonna þinn. Elsku Nonni okkar, Lárus Ax- el, Bjarki, Ágústa Jóhanna og fjölskyldur, innilegar samúðar- kveðjur frá okkur öllum á þess- um erfiðu saknaðar- og tómleika- tímum. Inga Kolbrún, Jóna, Hjörtur og fjölskyldur. Elsku Ósk, mín kæra frænka, er dáin. Þrátt fyrir að hún hefði þetta fallega nafn þá er hún samt alltaf í mínum huga Ódda frænka, eitthvað sem ég vandist þegar ég var krakki. Mikið afskaplega þótti mér vænt um hana, hún á al- veg spes stað í mínu hjarta. Það byrjaði eflaust þegar hún var að passa mig þegar ég var krakki og vegna þess að mér fannst hún svo nálægt mér í aldri miðað við að vera systir pabba. Ósk var virki- lega fær sjúkraþjálfi og ég var svo heppin að fá hjálp frá henni þegar eitthvað á bjátaði. Svo greindist hún með Parkinsson sem fór illa með hana, alltof fljótt. Fjölskyldan hennar hélt fyrir hana óvænt sextugsafmæli í nóv- ember í fyrra, mikið var dásam- legt að sjá hennar einlægu gleði með þessa yndislegu veislu. Hún var svo falleg og fín, og naut sín í botn. Það er mjög skrítið að ég fái ekki annað tækifæri til að hitta hana Óddu mína, mjög óraun- verulegt. Elsku Sigurjón, Axel, Bjarki og fjölskyldur, megi allar góðu minningarnar ylja ykkur á erfið- um tímum. Þið eruð aldeilis hepp- in að hafa átt hana að. Elsku Ódda, kærar þakkir fyr- ir allt, þín er sárt saknað. Þín, Dagbjört. Elsku hjartans Odda mín! Það er svo óraunverulegt að þú sért farin. Engin Odda næst í sumó, engin Odda með Sigurjóni, engar fréttir af Oddu hjá mömmu … Það var sárt að sjá sjúkdóminn taka þig frá okkur smátt og smátt og núna að fullu á fimmtudaginn var. Þú barðist eins og hetja með yndislega Sigurjón þér við hlið og strákana ykkar. En núna ertu frjáls og laus við allar þær raunir er sjúkdómnum fylgdu. Komin í dalinn til ömmu Sonju þar sem þið eigið eflaust eftir að gera enn einn lystigarðinn. Þú, amma og afi og litli drengurinn ykkar Sig- urjóns. Minningarnar streyma um huga mér síðan ég var lítil stelpa. Samvistir okkar fjölskyldnanna voru miklar, sérstaklega í sumó, hjá okkur í Traðarselinu, hjá ykkur í Sældarselinu og í kaffi hjá ömmu Sonju. Við Axel „bróð- ir“ lékum okkur svo mikið saman í sumó og eigum þaðan góðar æskuminningar. Það var ekkert skemmtilegra en að fá ykkur í heimsókn og man ég þá sérstak- lega eftir hvað það var gaman að fara öll heim saman að jólaboð- unum loknum svo að partíið héldi nú áfram. Einnig þegar við kom- um við hjá ykkur í lok dags hinn 17. júní eftir hátíðahöldin í bæn- um í afmæliskaffi hjá Sigurjóni. Það er mikið ríkidæmi að eiga stóra og góða fjölskyldu. Ég var svo heppin að eiga þig, mömmu tvö eins og ég kallaði þig oft. Þeg- ar ég eignaðist mitt fyrsta barn, hana Erlu Guðfinnu, varst þú mætt í mömmu stað þar sem mamma var erlendis. Búin að fara heim, skipta á rúmunum, setja blóm í vasa og baka brauð. Allt þetta beið okkar við heim- komuna með litla barnið okkar. Einnig áttum við indælar stundir saman á Álfhólsveginum í ófáum tölvu- og matarboðsheimsóknum okkar litlu fjölskyldunnar til ykk- ar Sigurjóns. Stelpurnar mínar hafa verið svo lánsamar að eiga ykkur að, eitt aukasett af ömmu og afa. Nú tala þær um að eiga tvær englaömmur á himnum, ömmu Sonju og ömmu Oddu. Toppurinn á kvennasamveru- stundunum var ferðin okkar til Köben. Við systurnar og þið syst- urnar saman í kóngsins Kaup- mannahöfn þar sem kortin voru straujuð í búðunum, farið var í smörrebrauð, tívolí og á veitinga- staði, svo ekki sé talað um skemmtikvöldin í íbúðinni. Elsku Odda mín. Takk fyrir allar skemmtilegu og lærdóms- ríku samverustundirnar. Ég kveð þig með söknuði. Guð veri með þér. Þín Lára. Kæra Ósk. Nú er komið að kveðjustund. Þú varst tíu ára og ég ellefu þegar leiðir okkar lágu fyrst saman. Þú ákvaðst að taka mér, nýju stelpunni í bekknum, opnum örmum. Af því varð vin- átta sem aldrei hefur borið skugga á síðan og sem hefur ver- ið mér svo afar dýrmæt. Undanfarna daga hafa minn- ingar sem ég hélt að væru löngu gleymdar rifjast upp og streyma nú fram. Oft gengum við eftir hitaveitu- stokknum á köldum vetrardögum og töluðum um mikilvæg málefni, stráka, skóla, ferðalög. Eða lág- um uppi í sófa heima hjá annarri okkar og hlustuðum á nýju plöt- una með Hljómum, gerðum handavinnu, þú prjónaðir af kappi og verkviti sem hefur alltaf einkennt þig. Fengum okkur heitt kakó með franskbrauði, osti og mikilli sultu. Seinna fórum við í sumarvinnu til Svíþjóðar og vorum þar undir verndarvæng sænskra ættingja þinna. Margar ferðirnar fórum við upp í sumó við Selvatn, röbb- uðum saman og renndum fyrir silung. Á unglingsárunum vann ég með þér í Nesti, sem var auð- vitað eftirsóknarvert fyrir menntaskólapíur. Um tvítugt stofnuðum við báð- ar fjölskyldur og eignuðumst börn á svipuðum tíma. Þú valdir hann Sigurjón sem lífsförunaut, sem var mikið gæfuspor. Varla held ég að hægt sé að finna jafn- mikinn öðling. Ég man eftir úti- legum, afmælisboðum og ótrú- lega vel skipulögðum óvissuferðum þar sem þið, alltaf samhent, buðuð gestum upp á óvæntar kræsingar og skemmti- legar uppákomur. Ég veit að margir eiga ljúfar minningar frá þessum samkomum. Ég man líka hlýleika og um- hyggju ykkar fyrir mér á erfiðum tímum og seinna ennþá fleiri stundir þar sem við bisuðum við að leysa hina margflóknu lífs- gátu. Oftar en ekki var létt yfir okkur, eins og þegar við og yngstu börnin okkar stóðum á sundlaugarbakkanum á Laugar- vatni og gerðum Müllersæfingar undir hvatningarhrópum mömmu þinnar. Þú kunnir vel að stjórna og varst ekkert fyrir hálfkák, vildir til dæmis alls ekki baka pönnu- kökur ef engin var uppskriftin. Annaðhvort skyldi það vera kór- rétt eftir bókinni, eða sleppa því að reyna. En þú varst líka ein- staklega flinkur hlustandi og málamiðlari þegar á þurfti að halda mín kæra. Þótt þú ynnir mikið virtist æv- inlega allt á sínum stað á heim- ilinu. Eins og þú sagðir; bara að ganga alltaf frá eftir sig, hljómar svo einfalt. Fjölskyldulífið var farsælt og krakkarnir ykkar eru auðvitað ljúfir, duglegir og ákveðnir eins og foreldrarnir og best er barnalánið. Eftir að þú þurftir síðan að horfast í augu við óvæginn sjúk- dóm tók við annað tímabil. Tíma- bil listsköpunar sem þú helltir þér út í af krafti og sönnu list- fengi, auðvitað með frábærum ár- angri eins og þín var von og vísa. Alltaf var Sigurjón kletturinn, í smáu sem stóru. Síðustu ár var ferðin erfið, en þið fóruð hana skref fyrir skref, með gott fólk í kring um ykkur. Nú ertu laus úr líkamsfjötrum. Þú tókst örlögunum með reisn og viljastyrk, sem ávallt einkenndi þig og okkur hinum þótti svo gott skjól í. Þín mun ég lengi sakna. Sigrún Erla Hákonardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.