Morgunblaðið - 26.03.2015, Qupperneq 92

Morgunblaðið - 26.03.2015, Qupperneq 92
92 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 BAKSVIÐ Kristján Jónsson kjon@mbl.is Handritasýningin Landnámssögur - arfur í orðum, sem nú er í boði á Landnámssýningunni í Aðalstræti, hefur vakið mikla athygli. Þar geta Reykvíkingar og aðrir landsmenn barið augum nokkur handrit sem tengjast Reykjavík, bæði á skinni og pappír, sem annars eru hýst hjá Árnastofnun. Um er að ræða handrit að Landnámabók, Íslendingabók, Kjalnesingasögu og Jónsbók en einn- ig er til sýnis fornbréf þar sem greint er frá sölu jarðarinnar Reykjavík. Dani nokkur keypti hana árið 1615 í skiptum fyrir aðrar jarðir. Þessi sér- sýning er unnin í samstarfi Land- námssýningarinnar við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Árnastofnun. Guðrún Nordal er forstöðumaður Árnastofnunar. „Öll handritin fimm tengjast á mjög skemmtilegan hátt við Landnámssýninguna um land- nám Reykjavíkur sem er verið að sýna með uppgreftrinum í Aðal- stræti,“ segir Guðrún. Hún segir að gerðar séu ýmiss konar tilraunir með nýja tækni við lestur handritanna. Nú sé verið að nota ákveðna ljósmyndatækni til að mynda það sem er orðið mjög erfitt að lesa og hefur jafnvel verið skafið burt. Þetta var oft gert forðum vegna þess að skinnið var dýrt og menn freistuðust til að endurnýta það þótt þá þyrfti að fórna gamla textanum. „Þetta verður þá eins og leyni- lögreglurannsókn,“ segir Guðrún hlæjandi. „Það hefur náðst árangur með þessum aðferðum og mjög spennandi að fylgjast með þeim. Þær hafa verið notaðar til að rann- saka gömul skjöl frá Grikklandi og fleiri löndum þannig að við erum líka að læra af reynslu annarra. En hand- ritin okkar eru mjög dökk, hafa gengið í gegnum ýmislegt á löngum tíma og oft erfitt að lesa þau. Árangurinn hefur verið góður, t.d. við lestur á Arinbjarnarkviðu Egils Skallagrímssonar í handriti Möðru- vallarbókar. Í gömlu handriti af Grettis sögu fannst einu sinni gamalt ljóð, Grettisfærsla, sem hafði verið skafið burt. Þannig skinn hétu upp- skafningar.“ Ný tækni – og finnst kannski Gauks saga? Guðrún er spurð hvort menn gætu kannski með nýrri tækni rekist á Gauks sögu Trandilssonar á gömlum uppskafningi. Hún svarar því til að enginn viti hvað muni finnast, við verðum bara að vera vongóð. Blaða- maður tók eftir því að þegar hand- ritin fimm voru flutt niður í Aðal- stræti voru þau handfjötluð án þess að menn notuðu hanska. Er það í lagi? „Nýjustu rannsóknir sýna að það er ekki betra að nota hanska, það eru líka kemísk efni í hönskum. Þeir eru því ekki endilega öruggari en fing- urnir en við skolum þá auðvitað úr vatni þannig að þeir sé alveg hreinir. Við erum reyndar ekki mikið að handfjatla handritin, fletta þeim. Þegar fólk er að vinna með þau tök- um við stafrænar myndir af handrit- unum.“ Mjög öflug öryggisvarsla er í Árnastofnun en óttast Guðrún ekk- ert um handritin fimm í Aðalstræti? „Við gerðum mjög miklar kröfur á borgina og þar hafa menn fylgt öllum okkar öryggiskröfum. Við fengum sérstaka úttekt á húsnæðinu og svo voru gerðar þær umbætur sem þurfti að gera. Við notum sérstaka sýning- arhólka fyrir handritin, þeir voru gerðir í samvinnu við okkur og fylgt öllum öryggiskröfum okkar þegar ís- lensk handrit voru sýnd í tilefni af bókamessunni í Frankfurt árið 2011. Þau voru þar sýnd í tengslum við inn- setningu myndlistarkonunnar Gabrí- elu Friðriksdóttur sem einmitt hann- aði sýninguna í Aðalstræti. Og þarna er auðvitað öryggisgæsla allan sólar- hringinn.“ Guðrún segir að það hafi verið fagnaðarefni að geta sýnt þessi hand- rit í samstarfi við borgina. „Við höf- um ekki getað haft handrit á sýningu í Reykjavík í bráðum tvö ár. Við er- um líka með mikið safnkennslustarf, sýnum ungum nemendum okkar handrit og nú getum við haldið því áfram.“ Hola verður að húsi Holan við hliðina á Þjóðarbókhlöð- unni í Vesturbænum hefur staðið óhreyfð í tvö ár, þar á að rísa mikið, þriggja hæða Hús íslenskra fræða sem á að hýsa alla starfsemi Árna- stofnunar og hluta af starfi Háskóla Íslands, íslensku- og menningar- deildir. Fyrsta skóflustungan var tekin skömmu fyrir þingkosningar 2013. En fjármagn hefur skort. „Við vonumst til að framkvæmdir fari af stað aftur, ríkisstjórnin ætlar að halda áfram með húsið,“ segir Guðrún. „Háskóli Íslands kemur að framkvæmdum að einum þriðja, til þess er notað happdrættisfé. Nú bíð- um við bara eftir tímaáætluninni. Með handritunum á Landnámssýn- ingunni erum við að brúa ákveðið bil í þessum sýningarvanda okkar.“ Árnasafn, Orðabókin, Málstöð; allt eru þetta nöfn sem koma upp í hug- ann þegar minnst er á Árnastofnun sem nú er til húsa í Árnagarði. Og málrækt, málfar, ritreglur, örnefna- safn og margt fleira sem tengist ís- lensku. Að jafnaði eru um 60 manns að störfum í Árnastofnun, þar af margir erlendir fræðimenn. Mjög vel verður búið um handritin í nýja hús- inu, segir Guðrún og þar verður sýn- ing á handritunum, einnig hægt að stunda safnkennslu og þar verður pláss fyrir mikið bókasafn Árna- stofnunar sem þjónar rannsóknum á sviði íslenskra fræða. Einnig verða þar ýmis svið sem snúa að íslenskri tungu, máltækni og öðru. Í nýja húsinu muni verða auðveld- ara að tengja betur saman en áður kennslu og rannsóknir. „Þetta verður eins konar ný aflstöð fyrir íslensk fræði og við náum góðri viðspyrnu með því að tengja alla aðila sem nú eru mjög dreifðir um bæinn,“ segir Guðrún Nordal. „Ný aflstöð fyrir íslensk fræði“  Forstöðumaður Árnastofnunar sér fram á bjartari tíma þegar Hús íslenskra fræða rís  Hægt verður að vera að staðaldri með sýningar á þessum fornu dýrgripum þjóðarinnar Morgunblaðið/Styrmir Kári Dulúð Gabríela Friðriksdóttir og handritafræðingar virða fyrir sér gersemarnar á Landnámssýningunni. Morgunblaðið/Ómar Við stýrið Guðrún Nordal, for- stöðumaður Árnastofnunar. Lúin Íslensk handrit hafa marga fjöruna sopið. Morgunblaðið/Styrmir Kári Öryggi Handritin flutt úr Árnagarði í Aðalstræti undir lögreglufylgd. www.danco.is Heildsöludreifing Eingöngu selt til fyrirtækja Ljúffengt... Danco hefur allt til að auðvelda veitingarnar hvort sem er í veisluna, mötuneytið, kokteilboðið, skólaeldhúsið, alls staðar. Forréttir, pizzur, smáréttir, forskornar tertur og fleira. ...hagkvæmt og fljótlegt Veisluþjónustur Veitingahús - Mötuneyti Fjölbreytt úrval af matvöru og veisluréttum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.