Morgunblaðið - 26.03.2015, Qupperneq 108

Morgunblaðið - 26.03.2015, Qupperneq 108
 Vortex-tvíeykið heldur tónleika í menningarhúsinu Mengi annað kvöld kl. 21. Vortex hefur verið starfandi í Frakklandi frá seinni hluta níunda áratugarins og tónlist þess lýst sem innilegum, undirbúnum hljóðum með abstrakt gítarleik, magnþrunginni rödd og hljómum sem rísa ljúflega á þyrlandi hljómsetningum. Stofn- endur Vortex eru Nico Guerrero og Sonia Cohen-Skalli og hafa þau deilt sviðinu með Arthur Geffroy frá því í janúar á þessu ári. Verkin sem þau munu spila í Mengi eru sér- staklega samin fyrir tónleikana. Vortex í Mengi FIMMTUDAGUR 26. MARS 85. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Bent á svipað atvik hjá Lufthansa 2. Búllunni verður lokað 3. Kallaði kærustuna „feitu“… 4. Endurnýja ekki samning Clarkson »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hvernig verða tölvuteiknimyndir til? er yfirskrift námskeiðs fyrir 10-16 ára börn sem haldið verður í Bíó Paradís á laugadaginn, 28. mars, kl. 14. Námskeiðið er hluti af dagskrá Al- þjóðlegrar barnakvikmyndahátíðar. Á námskeiðinu munu Hilmar Sig- urðsson og Gunnar Karlsson fara í gegnum ferilinn við að gera tölvu- teiknimynd og sýna hvað þarf til að gera slíka mynd og koma henni upp á hvíta tjaldið. Hilmar og Gunnar hafa unnið saman að teiknimyndum í yfir 25 ár, Gunnar leikstýrt og Hilmar framleitt. Saman hafa þeir rekið tölvuteiknimyndafyrirtækið GunHil sl. þrjú ár og eru að hefja framleiðslu á tölvuteiknimyndinni Lói – þú flýgur aldrei einn, eftir handriti Friðriks Erl- ingssonar og í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar og Gunnars Karlssonar. Aðgangur að námskeiðinu er ókeypis og hægt að skrá sig á það með því að senda tölvupóst á helga@biop- aradis.is. Á myndinni sést Lói úr fyrr- nefndri teiknimynd. Hvernig verða tölvu- teiknimyndir til? Á föstudag Suðvestan 8-15 m/s, hvassast við suðvesturströnd- ina. Léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi, en él í öðrum lands- hlutum. Hiti kringum frostmark að deginum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 8-13 m/s og él, en bjartviðri norðaustan- og austanlands. Kólnar heldur í veðri, hiti um eða rétt yfir frostmarki. VEÐUR Knattspyrnusamband Ís- lands hefur látið útbúa leið- beiningar um hvernig bregðast skuli við höfuð- áverkum í fótboltanum. Leiðbeiningarnar ættu einn- ig að nýtast í öðrum grein- um. Þar er lögð áhersla að ef grunur leikur á því að um heilahristing sé að ræða þá kemur leikmaður ekki aftur inn á völlinn. Einnig tekur þá við ferli áður en leikmaður getur spilað á ný. »3 Hvernig skal bregðast við? Rúnar Kristinsson, þjálfari norska úr- valsdeildarliðsins Lilleström, er spenntur fyrir komandi leiktíð en eft- ir tvær vikur verður flautað til leiks í norsku úrvalsdeildinni. Rúnar segir breiddina skorta hjá sínu liði en hann er þó nokk- uð bjartsýnn fyrir hönd sinna manna. »4 Rúnar spenntur fyrir komandi leiktíð „Þetta verður erfiður útileikur eftir langt ferðalag og það er alveg ljóst að landsliðsmennirnir okkar mega ekki vanmeta Kasakana á nokkurn hátt,“ segir Hannes Þ. Sigurðsson, eini íslenski knattspyrnumaðurinn sem hefur spilað með félagsliði í Kasakstan, en Ísland mætir Kas- akstan í undankeppni EM í Astafan á laugardaginn. »1 Mega ekki vanmeta Kasakana ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Skeggtískan ætlar að halda vinsældum lengur en ég bjóst við. Þegar koma svona bylgjur þá ganga þær yfir á tveimur árum eða svo. Alskegg- ið ætlar hins vegar að haldast lengur inni, það kæmi mér ekki á óvart að þetta yrði alveg fram á næsta ár,“ segir Ragnar Harðarson, rakari við Vesturgötu í Reykjavík. Hann hefur staðið með skærin við stólinn og haft hendur í hári manna í rúm 40 ár. Þekkir því vel hvernig vindar blása í samfélaginu hverju sinni – og hvert straumurinn liggur hverju sinni. Og nú lifum við á tímum hip- steranna sem svo eru nefndir, það er gjarnan fólk í hinum skapandi greinum sem fylgist vel með framandi straumum og vill tolla í tísku. Hollywood og Víkingar Ragnar segir nokkur ár vera síðan það tók að ryðja sér til rúms meðal ungra manna að safna alskeggi. Fyrst segist Ragnar reyndar hafa talið að menn væru að spara við sig að kaupa rokdýr rakavélarblöð, en fljótt hafi þó komið í ljós að meira hékk á spýtunni. „Fyrirmyndirnar í tísku koma yfirleitt frá Hollywood, sjónvarpsþáttum eða einhverju slíku. Sjónvarpsþættirnir Víking- arnir voru Stöð 2 ekki alls fyrir löngu, hvar loðn- ir bardagamenn birtust okkur og slíkt vakti áhuga. Annars virðist vera mjög ríkt í karl- mönnum að vilja vera með skegg; við gerðum einhverju sinni yfir eina viku óformlega könnun hér á stofunni meðal karla sem komu í stólinn hjá okkur. Þá reyndist aðeins einn af tæplega sjötíu ekki hafa prófað að safna skeggi,“ segir Ragnar. Og skeggið þarf að vera eftir ýmsum kúnst- arinnar reglum, vel snyrt og flott. Ragnar segir unga menn gjarnan bera í það olíu og vax – og hárgreiðslan þurfi gjarnan að vera í stíl. Núna njóti til dæmis vinsælda að vera með snöggt í hliðum og að aftan en toppurinn er lengri og brilljatínborinn. „Þetta er sígild herraklipping, stíll sem náði fótfestu um 1920 og er kominn aftur – nema hvað nú er það aðeins rokkaðara í anda Pres- ley. Og það sem hvetur strákana nátt- úrlega áfram er að stelpunum finnst þetta flott. Þeim finnst þetta karlmann- legt og töff og þær gefa strákunum meira að segja grænt ljós á yfirvara- skegg af því nú er Mottumars,“ segir Ragnar að síðustu. Stelpum finnst rokkhárið flott  Skeggið tollir lengi í tísku, segir Ragnar rakari Morgunblaðið/Styrmir Kári Skeggjaður Loðnir bardagamenn birtust okkur og slíkt vakti áhuga,“ segir Ragnar, rakari í 40 ár. Það var á því herrans ári 1974 sem Ragnar hóf störf á rakarastofunni á Vesturgötunni hjá föður sínum, Herði Þórarinssyni, sem nú er hættur störfum. „Þegar ég byrj- aði var Bítlatískan með sínu síða hári að fjara út og seinna kom snöggklippti stíllinn. Og jú; þegar hippamenningin stóð í blóma þá var John Lennon með skegg og sjálfsagt hafði hann áhrif,“ segir Ragnar. „Ann- ars ráða þeir einstaklingar sem eru mest áber- andi í fréttum hverju sinni miklu hvað fólkið vill. Eru fyrirmyndir. Ungir strákar fylgjast vel með fótboltastjörnum eins og David Beckham og Ronaldo – og vilja klippingu í þeirra stíl. Og sama gildir ef einhver kvikmyndakappi, lista- maður eða íþróttahetja safnar skeggi – þá vilja allir vera eins.“ Allir vilja vera eins og þeir LEIKARAR OG FÓTBOLTASTJÖRNUR FYRIRMYNDIR Ronaldo Frábært hár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.