Morgunblaðið - 20.05.2015, Page 1

Morgunblaðið - 20.05.2015, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 0. M A Í 2 0 1 5 Stofnað 1913  117. tölublað  103. árgangur  HEFUR MIKLA ÞÖRF FYRIR AÐ GEFA AF SÉR MARÍA ÆTLAR AÐ GERA SITT BESTA NÝ PLATA SÓLEYJAR VARÐ PERSÓNULEG Í SKÖPUNARFERLINU EUROVISION 56-64 OG 78-79 ASK THE DEEP 86ANDRI RAFN Í NEPAL 16 Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Það er mjög langt í land og enginn flötur á milli manna í þessari stöðu,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins (SA). Viðræður SA við VR og Flóa- bandalagið sigldu í strand í gær og hefur ekki verið boðaður nýr fundur í deilunni. Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR, segir hug- myndir SA um breytingar á vinnutímafyrir- komulagi vera ástæðuna fyrir slitunum. „Við lögðum fram ýmsar hugmyndir sem við höfð- um hugsað okkur að tala eitthvað meira um, en þeir höfnuðu því að sinni.“ SA sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem orðum Ólafíu er hafnað. „SA hafa verið tilbúin að koma til móts við kröfur verkslýðsfélaganna um verulega hækk- un lægstu launa og umtalsverða hækkun dag- vinnulauna fyrir þriggja ára samning, eða sem nemur um 24% hækkun. Þessu boði höfnuðu verkslýðsfélögin án þess að leggja fram nokkr- ar raunhæfar lausnir um nýjan kjarasamning.“ Missa bætur verði verkfall Félagsmenn stéttarfélaga sem fara í verk- fall, og eru atvinnuleitendur á fyrstu fjórum vikum atvinnuleysisbóta, missa atvinnuleysis- bæturnar tímabundið verði verkfall. Leysist verkfallið áður en þessar fjórar vikur eru liðnar hefst greiðsla bóta. „Við höfum reynt að túlka lögin frekar rúmt en þröngt í þessu sambandi,“ segir Gissur Pét- ursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Þetta varðar bara fyrstu fjórar vikurnar sem fólk er á bótum og hefur áhrif á hvort það fær bætur greiddar þann tíma eða ekki.“ Hjúkrunarfræðingar ósáttir Á öryggisskrá hjúkrunarfræðinga, eða undanþágulista, er sá fjöldi sem skal vera við störf á hverri stofnun og deild ríkisins. Ríkið fjölgaði á skránni en Félag íslenskra hjúkrun- arfræðinga vildi fækka um 40. Félagsdómur hefur fellt dóm þar sem samþykkt var að fækka um 15. Við það eru hjúkrunarfræðingar ósáttir. Félagsmenn VR og LÍV hafa samþykkt að fara í verkfall en þátttaka í atkvæðagreiðslum var dræm. Verslunarmenn á Akureyri hjá Fé- lagi atvinnurekenda fara þó ekki í verkfall, þar féllu átta atkvæði á jöfnu. MDeilur á vinnumarkaði »4 og 6 Viðræðuslit og allt í hnút  Viðræðum SA við VR og Flóabandalagið slitið  Þungt hljóð deilenda  Atvinnulausir geta misst bætur komi til verkfalla stéttarfélaga þeirra  Alls verða 20.956 flugsæti í boði frá Íslandi í hverri viku til 13 borga í Norður-Ameríku með íslensku flugfélögunum Icelandair og WOW air í sumar. Fleiri brottfarir og borgir eru hjá þeim en SAS og Norwegian. Icelandair hyggst enn bæta við áfangastöð- um en vöxturinn byggist á leiðakerfi félags- ins og tengiflugi milli Norður-Ameríku og Evrópu. „Með aukinni tíðni og fjölda áfanga- staða styrkist starfið jafnt og þétt. Þetta gef- ur íslenskri ferðaþjónustu stóraukinn mark- aðsaðgang,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. »44 Stóraukið framboð á flug- ferðum til N-Ameríku Þingmenn Pírata skipa neðstu sætin yfir mætingu á fundi hjá sex af átta fasta- nefndum Alþingis. Þar af skipar Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pír- ata, neðsta sætið í fjórum þessara nefnda. Hann situr í umhverfis- og samgöngu- nefnd þingsins og hafði mætt á 2 af 30 fundum á því tímabili sem skoðað var. Af öðrum dæmum má nefna að Ásmundur Einar Daðason sótti 12 af 33 fundum í utan- ríkismálanefnd og Össur Skarphéðinsson, fv. utanríkisráðherra, 19 af 33 fundum í sömu nefnd. Jón Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, og Bjarkey Gunnarsdóttir, VG, höfðu sótt flesta fundi í einni nefnd, 57. Til samanburðar sótti Jón Þór 36 fundi hjá fjórum nefndum. »20 Píratar mæta verst Jón Þór Ólafsson  Þingmaður flokksins á 2 nefndarfundum af 30  „Ég tel að nú séu fyrir hendi allar forsendur til þess að bæta við stjórnar- skrá lýðveldisins ákvæðum sem taka á umhverfis- og auðlindamálum, þjóðar- atkvæðgreiðslu og tak- mörkuðu framsali vald- heimilda, sem bera mætti undir þjóðaratkvæði sam- hliða forsetakosningum á næsta ári,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra m.a. í að- sendri grein í blaðinu í dag. Segir hann að standa verði vel að undirbúningi málsins og rekstri þess á Alþingi á komandi hausti. „Grundvöllur þess er gott samstarf stjórnar og stjórnarandstöðu.“ »49 Þjóðaratkvæðagreiðsla samhliða forsetakjöri Bjarni Benediktsson Þessi ær virtist slaka vel á þar sem hún jórtr- aði í heiðgrænu grasinu við Laxá í Kjós á dögunum og naut útivistarinn með lömbum sínum. Virðast þau braggast vel í öruggu skjóli móður sinnar. Sauðburður er enn í full- um gangi í flestum landshlutum en kuldi hef- ur sums staðar sett strik í reikning. Dylst þó engum að sumarið er handan við hornið, væntanlega með betri tíð og blóm í haga. Sauðburður í fullum gangi víða um land Morgunblaðið/Árni Sæberg Ungviðið fagnar bjartari dögum Þetta er engin spurning Viðbótarlífeyrir er nauðsyn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.