Morgunblaðið - 20.05.2015, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.05.2015, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 0. M A Í 2 0 1 5 Stofnað 1913  117. tölublað  103. árgangur  HEFUR MIKLA ÞÖRF FYRIR AÐ GEFA AF SÉR MARÍA ÆTLAR AÐ GERA SITT BESTA NÝ PLATA SÓLEYJAR VARÐ PERSÓNULEG Í SKÖPUNARFERLINU EUROVISION 56-64 OG 78-79 ASK THE DEEP 86ANDRI RAFN Í NEPAL 16 Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Það er mjög langt í land og enginn flötur á milli manna í þessari stöðu,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins (SA). Viðræður SA við VR og Flóa- bandalagið sigldu í strand í gær og hefur ekki verið boðaður nýr fundur í deilunni. Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR, segir hug- myndir SA um breytingar á vinnutímafyrir- komulagi vera ástæðuna fyrir slitunum. „Við lögðum fram ýmsar hugmyndir sem við höfð- um hugsað okkur að tala eitthvað meira um, en þeir höfnuðu því að sinni.“ SA sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem orðum Ólafíu er hafnað. „SA hafa verið tilbúin að koma til móts við kröfur verkslýðsfélaganna um verulega hækk- un lægstu launa og umtalsverða hækkun dag- vinnulauna fyrir þriggja ára samning, eða sem nemur um 24% hækkun. Þessu boði höfnuðu verkslýðsfélögin án þess að leggja fram nokkr- ar raunhæfar lausnir um nýjan kjarasamning.“ Missa bætur verði verkfall Félagsmenn stéttarfélaga sem fara í verk- fall, og eru atvinnuleitendur á fyrstu fjórum vikum atvinnuleysisbóta, missa atvinnuleysis- bæturnar tímabundið verði verkfall. Leysist verkfallið áður en þessar fjórar vikur eru liðnar hefst greiðsla bóta. „Við höfum reynt að túlka lögin frekar rúmt en þröngt í þessu sambandi,“ segir Gissur Pét- ursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Þetta varðar bara fyrstu fjórar vikurnar sem fólk er á bótum og hefur áhrif á hvort það fær bætur greiddar þann tíma eða ekki.“ Hjúkrunarfræðingar ósáttir Á öryggisskrá hjúkrunarfræðinga, eða undanþágulista, er sá fjöldi sem skal vera við störf á hverri stofnun og deild ríkisins. Ríkið fjölgaði á skránni en Félag íslenskra hjúkrun- arfræðinga vildi fækka um 40. Félagsdómur hefur fellt dóm þar sem samþykkt var að fækka um 15. Við það eru hjúkrunarfræðingar ósáttir. Félagsmenn VR og LÍV hafa samþykkt að fara í verkfall en þátttaka í atkvæðagreiðslum var dræm. Verslunarmenn á Akureyri hjá Fé- lagi atvinnurekenda fara þó ekki í verkfall, þar féllu átta atkvæði á jöfnu. MDeilur á vinnumarkaði »4 og 6 Viðræðuslit og allt í hnút  Viðræðum SA við VR og Flóabandalagið slitið  Þungt hljóð deilenda  Atvinnulausir geta misst bætur komi til verkfalla stéttarfélaga þeirra  Alls verða 20.956 flugsæti í boði frá Íslandi í hverri viku til 13 borga í Norður-Ameríku með íslensku flugfélögunum Icelandair og WOW air í sumar. Fleiri brottfarir og borgir eru hjá þeim en SAS og Norwegian. Icelandair hyggst enn bæta við áfangastöð- um en vöxturinn byggist á leiðakerfi félags- ins og tengiflugi milli Norður-Ameríku og Evrópu. „Með aukinni tíðni og fjölda áfanga- staða styrkist starfið jafnt og þétt. Þetta gef- ur íslenskri ferðaþjónustu stóraukinn mark- aðsaðgang,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. »44 Stóraukið framboð á flug- ferðum til N-Ameríku Þingmenn Pírata skipa neðstu sætin yfir mætingu á fundi hjá sex af átta fasta- nefndum Alþingis. Þar af skipar Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pír- ata, neðsta sætið í fjórum þessara nefnda. Hann situr í umhverfis- og samgöngu- nefnd þingsins og hafði mætt á 2 af 30 fundum á því tímabili sem skoðað var. Af öðrum dæmum má nefna að Ásmundur Einar Daðason sótti 12 af 33 fundum í utan- ríkismálanefnd og Össur Skarphéðinsson, fv. utanríkisráðherra, 19 af 33 fundum í sömu nefnd. Jón Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, og Bjarkey Gunnarsdóttir, VG, höfðu sótt flesta fundi í einni nefnd, 57. Til samanburðar sótti Jón Þór 36 fundi hjá fjórum nefndum. »20 Píratar mæta verst Jón Þór Ólafsson  Þingmaður flokksins á 2 nefndarfundum af 30  „Ég tel að nú séu fyrir hendi allar forsendur til þess að bæta við stjórnar- skrá lýðveldisins ákvæðum sem taka á umhverfis- og auðlindamálum, þjóðar- atkvæðgreiðslu og tak- mörkuðu framsali vald- heimilda, sem bera mætti undir þjóðaratkvæði sam- hliða forsetakosningum á næsta ári,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra m.a. í að- sendri grein í blaðinu í dag. Segir hann að standa verði vel að undirbúningi málsins og rekstri þess á Alþingi á komandi hausti. „Grundvöllur þess er gott samstarf stjórnar og stjórnarandstöðu.“ »49 Þjóðaratkvæðagreiðsla samhliða forsetakjöri Bjarni Benediktsson Þessi ær virtist slaka vel á þar sem hún jórtr- aði í heiðgrænu grasinu við Laxá í Kjós á dögunum og naut útivistarinn með lömbum sínum. Virðast þau braggast vel í öruggu skjóli móður sinnar. Sauðburður er enn í full- um gangi í flestum landshlutum en kuldi hef- ur sums staðar sett strik í reikning. Dylst þó engum að sumarið er handan við hornið, væntanlega með betri tíð og blóm í haga. Sauðburður í fullum gangi víða um land Morgunblaðið/Árni Sæberg Ungviðið fagnar bjartari dögum Þetta er engin spurning Viðbótarlífeyrir er nauðsyn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.