Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Hafið þið tekið eftir því,dömur mínar og herrar,að Íslendingar eru íauknum mæli hættir að nota titlana herra, hr., frú eða frök- en, fr. og ungfrú? Herra Jón og frú Jóna virðast hafa lotið í lægra haldi fyrir hinum alþýðlegu Jóni og Jónu. Helsta birtingarmynd þess er að herra Jón og frú Jóna fá æ sjaldnar sendibréf. Jón og Jóna fá mun fleiri, bæði einkabréf og bréf frá op- inberum stofnunum. Í vegabréf- unum eru þau skráð KK/M og KVK/F. Titlatogið hefur ekki flækst mikið fyrir landanum í áranna rás og hafi það einhvern tímann verið í hávegum haft eru fáir núlifandi sem muna þá tíð. Öðru máli gegnir á Bretlandi, í Þýskalandi og víðar þar sem titlatogið er á stundum nokkuð hástemmt. Nafnbæturnar herra, frú eða fröken – Mr, Mrs, og Miss – eru málvenja, t.d. í Bretlandi, sem byggist á aldagamalli hefð og þykja almenn kurteisi. Titillinn Mx er hins vegar nýr af nálinni og hafa ýmsar ríkisstofnanir, borgaryfir- völd, bankar sem og póstþjónustan viðurkennt tilvist hans þegar trans- fólk og þeir sem ekki vilja skil- greina sig kvenkyns eða karlkyns eiga í hlut. Á ökuskírteinum eru þeir líka skráðir Mx, kjósi þeir svo. Síbreytilegt samfélag Síðastliðin tvö ár hefur Mx hægt og bítandi rutt sér til rúms í Bretlandi í gagnabönkum og á op- inberum pappírum. Nú er í bígerð að bæta orðinu/titlinum í Oxford- orðabókina. The Sunday Times hef- ur eftir aðstoðarritstjóra hennar, Jonathan Dent, að ákvörðunin sé tímanna tákn og gerð til þess að þessi tiltekni hópur nyti viðurkenn- ingar. Jafnframt væri hún til marks um hversu ensk tunga þróaðist og lagaði sig að síbreytilegu samfélagi. Hann sagði fólk nota tungumálið á þann hátt sem hentaði því frekar en að láta tungumálið sem slíkt stýra sjálfsvitund þess. „Möguleikarnir til að fylla út ýmis eyðublöð á netinu hafa fram til þessa aðeins boðið upp á hefð- bundna titla sem lýsa hjúskapar- stöðu fólks, atvinnu þess eða stétt,“ segir aðstoðarritstjórinn og nefnir dr. og „lord“ sem dæmi. Helstu fyrirtæki, stofnanir og háskólar í Bretlandi eru eitt af öðru farin að bjóða upp á að fólk skrái sig Mx í stað hinna hefðbundnu titla. Barclays Bank var með þeim fyrstu sem reið á vaðið og býðst við- skiptavinum að fá sig skráða Mx á kredit- og debetkort og önnur bankagögn. 38 ára hugtak Talið er að Mx-titilinn hafi upp- haflega birst opinberlega í banda- ríska tímaritinu Single Parent árið 1977. „Fyrstu talsmenn hugtaksins höfðu kynhlutverkin fyrst og fremst í huga. Þeir litu á titilinn sem leið til að komast hjá kynjamisréttinu sem fælist í „herra“, „frú“ og „ungfrú“,“ segir Dent. Á seinni hluta tíunda áratugar- ins fór Mx að njóta vaxandi vin- sælda hjá fólki með sjálfsvitundina „non-binary“, sem samkvæmt ís- lensku vefsíðunni nonbinaryice- land.tumblr.com eru þeir sem sam- sama sig ekki eingöngu kven- eða karlkyni, heldur báðum, engu kyni eða einhverju öðru. Aðstandandi breska Nonbinary Inclusion verkefnisins sem berst fyrir réttindum þeirra fagnar auk- inni notkun Mx. „Mikið framfara- skref. Því meira sem fólk hefur bar- ist fyrir viðurkenningu og virðingu þeim mun meiri þörf hefur það fyrir slíkan titil,“ sagði hann, en benti jafnframt á að enn væri langt í land. Sum fyrirtæki og stofnanir hafa enda verið mótfallin Mx á grundvelli þess að brögð gætu verið Mx tímanna tákn? Titillinn Mx hefur rutt sér til rúms í Bretlandi hjá fólki sem hvorki skilgreinir sig karl né konu. Bankar og margar opinberar stofnanir bjóða upp á Mx mögu- leikann á ýmsum pappírum og á netinu. Oxford-orðabókin hefur viðurkennt nafnbótina, enda eigi þróun tungumálsins að vera í takt við síbreytilegt samfélag. Getty Images Lík inni við beinið Karlar og konur eru ekki einu mennirnir í heiminum. Borgaryfirvöld í Berlín hafa ísamstarfi við ferðamálaráð,bareigendur og samtök hót- el- og veitingahúsaeigenda ráðið lát- bragðsleikara til að fara um sum hverfi borgarinnar og veita hávær- um svöllurum í hópi túrista þögult tiltal. Þörfin er sögð mest í Fried- richshain-Kreuzberg. Látbragðs- leikararnir fara í fjögurra til fimm manna hópum og sýna túristunum með leikrænum tilþrifum að hegðun þeirra sé óásættanleg og íbúar í ná- grenninu þurfi svefnfrið. Til frekari áréttingar bera þeir skilti með til- mælunum. Í hópnum verður sérstakur sátta- semjari sem fær það hlutverk að út- skýra málin nánar fyrir tregum túr- istum og hávaðaseggjum sem þverskallast við. Þrautalendingin er að kalla lögregluna á vettvang. Fulltrúi bareigenda, sem tekur þátt í þessu fimmtán vikna tilraunaverk- efni, sagði að brugðið hefði verið á þetta ráð vegna þess að honum og kollegum hans væri meinilla við að skipa gestum fyrir og efna kannski til illdeilna við þá. Síaukinn ferðamannastraumur til borgarinnar hefur kallað á ýmis óvænt úrlausnarefni, en talið er að Berlín fari að skáka Róm sem þriðja mesta ferðamannaborg Evrópu á eftir London og París. „Róm hefur haft tvö þúsund ár til að þróa ferða- þjónustuna, Berlín bara tuttugu og fimm,“ sagði upplýsingafulltrúi visit- berlin.de. Tólf milljónir ferðamanna Síðan múrinn féll 1989 hefur fjöldi ferðamanna í borginni sexfaldast. Metið var sett í fyrra þegar tólf milljónir ferðamanna sóttu borgina heim. Berlínarbúar eru þó sagðir hafa minni áhyggjur af hávaða og sóðaskap heldur en húsnæðisskorti sem fylgir síauknum straumi ferða- manna. Enda græði leigusalar meira á að leigja ferðamönnum húsnæði í stuttan tíma heldur en heimamönn- um til langs tíma. Sums staðar hafa íbúar brugðist ókvæða við, t.d. í Neukölln, sem til skamms tíma var innflytjendahverfi, þar sem dæmi eru um að sett hafi verið upp skilti hjá börum og versl- unum með skilaboðunum: „Ekki fyr- ir hipstera og túrista“ og „Berlín do- esn’t love you“ – sem gengur vitanlega í berhögg við slagorð borg- arinnar „Berlin loves you“. Látbragðsleikarar í Berlín Veita túristum þögult tiltal Kurteisleg áminning Uss! Nágrannarnir þurfa að fá svefnfrið. MBA KYNNINGARFUNDUR MBA-NÁMSINS Í HÁSKÓLA ÍSLANDS 21. MAÍ TAKTU FRUMKVÆÐI AÐ EIGIN FRAMA www.mba.is PIPA R \ TBW A • SÍA • 152 49 3 KATRÍN M. GUÐJÓNSDÓTTIR MARKAÐSSTJÓRI INNNES MBA 2015 JÓN ÓLAFUR HALLDÓRSSON FORSTJÓRI OLÍS MBA 2012 MARGRÉT HAUKSDÓTTIR FORSTJÓRI ÞJÓÐSKRÁR ÍSLANDS MBA 2010 Síðasti kynningarfundur um alþjóðlega vottað MBA-nám Háskóla Íslands verður haldinn fimmtudaginn 21. maí. Kynningin stendur frá kl. 12:00 til 13:00 og fer fram í stofu HT-101 á Háskólatorgi. Boðið er upp á létta hádegishressingu. Þátttökuskráning á mba@hi.is. MBA-námið við Háskóla Íslands er tveggja ára meistaranám með vinnu, hugsað fyrir þá sem hafa reynslu af stjórnunarstörfum og vilja auka þekkingu sína og færni í stjórnun og rekstri. Aðeins um 200 háskólar hafa fengið AMBA-vottun, að undan- gengnu umfangsmiklu mati á gæðum námsins. Umsóknarfrestur fyrir MBA-námið er til 25. maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.