Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Hafið þið tekið eftir því,dömur mínar og herrar,að Íslendingar eru íauknum mæli hættir að
nota titlana herra, hr., frú eða frök-
en, fr. og ungfrú? Herra Jón og frú
Jóna virðast hafa lotið í lægra haldi
fyrir hinum alþýðlegu Jóni og Jónu.
Helsta birtingarmynd þess er að
herra Jón og frú Jóna fá æ sjaldnar
sendibréf. Jón og Jóna fá mun
fleiri, bæði einkabréf og bréf frá op-
inberum stofnunum. Í vegabréf-
unum eru þau skráð KK/M og
KVK/F.
Titlatogið hefur ekki flækst
mikið fyrir landanum í áranna rás
og hafi það einhvern tímann verið í
hávegum haft eru fáir núlifandi sem
muna þá tíð. Öðru máli gegnir á
Bretlandi, í Þýskalandi og víðar þar
sem titlatogið er á stundum nokkuð
hástemmt. Nafnbæturnar herra, frú
eða fröken – Mr, Mrs, og Miss –
eru málvenja, t.d. í Bretlandi, sem
byggist á aldagamalli hefð og þykja
almenn kurteisi. Titillinn Mx er
hins vegar nýr af nálinni og hafa
ýmsar ríkisstofnanir, borgaryfir-
völd, bankar sem og póstþjónustan
viðurkennt tilvist hans þegar trans-
fólk og þeir sem ekki vilja skil-
greina sig kvenkyns eða karlkyns
eiga í hlut. Á ökuskírteinum eru
þeir líka skráðir Mx, kjósi þeir svo.
Síbreytilegt samfélag
Síðastliðin tvö ár hefur Mx
hægt og bítandi rutt sér til rúms í
Bretlandi í gagnabönkum og á op-
inberum pappírum. Nú er í bígerð
að bæta orðinu/titlinum í Oxford-
orðabókina. The Sunday Times hef-
ur eftir aðstoðarritstjóra hennar,
Jonathan Dent, að ákvörðunin sé
tímanna tákn og gerð til þess að
þessi tiltekni hópur nyti viðurkenn-
ingar. Jafnframt væri hún til marks
um hversu ensk tunga þróaðist og
lagaði sig að síbreytilegu samfélagi.
Hann sagði fólk nota tungumálið á
þann hátt sem hentaði því frekar en
að láta tungumálið sem slíkt stýra
sjálfsvitund þess.
„Möguleikarnir til að fylla út
ýmis eyðublöð á netinu hafa fram til
þessa aðeins boðið upp á hefð-
bundna titla sem lýsa hjúskapar-
stöðu fólks, atvinnu þess eða stétt,“
segir aðstoðarritstjórinn og nefnir
dr. og „lord“ sem dæmi.
Helstu fyrirtæki, stofnanir og
háskólar í Bretlandi eru eitt af öðru
farin að bjóða upp á að fólk skrái
sig Mx í stað hinna hefðbundnu
titla. Barclays Bank var með þeim
fyrstu sem reið á vaðið og býðst við-
skiptavinum að fá sig skráða Mx á
kredit- og debetkort og önnur
bankagögn.
38 ára hugtak
Talið er að Mx-titilinn hafi upp-
haflega birst opinberlega í banda-
ríska tímaritinu Single Parent árið
1977. „Fyrstu talsmenn hugtaksins
höfðu kynhlutverkin fyrst og fremst
í huga. Þeir litu á titilinn sem leið til
að komast hjá kynjamisréttinu sem
fælist í „herra“, „frú“ og „ungfrú“,“
segir Dent.
Á seinni hluta tíunda áratugar-
ins fór Mx að njóta vaxandi vin-
sælda hjá fólki með sjálfsvitundina
„non-binary“, sem samkvæmt ís-
lensku vefsíðunni nonbinaryice-
land.tumblr.com eru þeir sem sam-
sama sig ekki eingöngu kven- eða
karlkyni, heldur báðum, engu kyni
eða einhverju öðru.
Aðstandandi breska Nonbinary
Inclusion verkefnisins sem berst
fyrir réttindum þeirra fagnar auk-
inni notkun Mx. „Mikið framfara-
skref. Því meira sem fólk hefur bar-
ist fyrir viðurkenningu og virðingu
þeim mun meiri þörf hefur það fyrir
slíkan titil,“ sagði hann, en benti
jafnframt á að enn væri langt í
land. Sum fyrirtæki og stofnanir
hafa enda verið mótfallin Mx á
grundvelli þess að brögð gætu verið
Mx tímanna tákn?
Titillinn Mx hefur rutt sér til rúms í Bretlandi hjá fólki sem hvorki skilgreinir
sig karl né konu. Bankar og margar opinberar stofnanir bjóða upp á Mx mögu-
leikann á ýmsum pappírum og á netinu. Oxford-orðabókin hefur viðurkennt
nafnbótina, enda eigi þróun tungumálsins að vera í takt við síbreytilegt samfélag.
Getty Images
Lík inni við beinið Karlar og konur eru ekki einu mennirnir í heiminum.
Borgaryfirvöld í Berlín hafa ísamstarfi við ferðamálaráð,bareigendur og samtök hót-
el- og veitingahúsaeigenda ráðið lát-
bragðsleikara til að fara um sum
hverfi borgarinnar og veita hávær-
um svöllurum í hópi túrista þögult
tiltal. Þörfin er sögð mest í Fried-
richshain-Kreuzberg. Látbragðs-
leikararnir fara í fjögurra til fimm
manna hópum og sýna túristunum
með leikrænum tilþrifum að hegðun
þeirra sé óásættanleg og íbúar í ná-
grenninu þurfi svefnfrið. Til frekari
áréttingar bera þeir skilti með til-
mælunum.
Í hópnum verður sérstakur sátta-
semjari sem fær það hlutverk að út-
skýra málin nánar fyrir tregum túr-
istum og hávaðaseggjum sem
þverskallast við. Þrautalendingin er
að kalla lögregluna á vettvang.
Fulltrúi bareigenda, sem tekur þátt
í þessu fimmtán vikna tilraunaverk-
efni, sagði að brugðið hefði verið á
þetta ráð vegna þess að honum og
kollegum hans væri meinilla við að
skipa gestum fyrir og efna kannski
til illdeilna við þá.
Síaukinn ferðamannastraumur til
borgarinnar hefur kallað á ýmis
óvænt úrlausnarefni, en talið er að
Berlín fari að skáka Róm sem þriðja
mesta ferðamannaborg Evrópu á
eftir London og París. „Róm hefur
haft tvö þúsund ár til að þróa ferða-
þjónustuna, Berlín bara tuttugu og
fimm,“ sagði upplýsingafulltrúi visit-
berlin.de.
Tólf milljónir ferðamanna
Síðan múrinn féll 1989 hefur fjöldi
ferðamanna í borginni sexfaldast.
Metið var sett í fyrra þegar tólf
milljónir ferðamanna sóttu borgina
heim. Berlínarbúar eru þó sagðir
hafa minni áhyggjur af hávaða og
sóðaskap heldur en húsnæðisskorti
sem fylgir síauknum straumi ferða-
manna. Enda græði leigusalar meira
á að leigja ferðamönnum húsnæði í
stuttan tíma heldur en heimamönn-
um til langs tíma.
Sums staðar hafa íbúar brugðist
ókvæða við, t.d. í Neukölln, sem til
skamms tíma var innflytjendahverfi,
þar sem dæmi eru um að sett hafi
verið upp skilti hjá börum og versl-
unum með skilaboðunum: „Ekki fyr-
ir hipstera og túrista“ og „Berlín do-
esn’t love you“ – sem gengur
vitanlega í berhögg við slagorð borg-
arinnar „Berlin loves you“.
Látbragðsleikarar í Berlín
Veita
túristum
þögult
tiltal
Kurteisleg áminning
Uss! Nágrannarnir
þurfa að fá svefnfrið.
MBA
KYNNINGARFUNDUR MBA-NÁMSINS Í HÁSKÓLA ÍSLANDS 21. MAÍ
TAKTU FRUMKVÆÐI AÐ EIGIN FRAMA
www.mba.is
PIPA
R
\
TBW
A
•
SÍA
•
152
49
3
KATRÍN M. GUÐJÓNSDÓTTIR
MARKAÐSSTJÓRI INNNES
MBA 2015
JÓN ÓLAFUR HALLDÓRSSON
FORSTJÓRI OLÍS
MBA 2012
MARGRÉT HAUKSDÓTTIR
FORSTJÓRI ÞJÓÐSKRÁR ÍSLANDS
MBA 2010
Síðasti kynningarfundur um alþjóðlega vottað MBA-nám Háskóla Íslands verður
haldinn fimmtudaginn 21. maí.
Kynningin stendur frá kl. 12:00 til 13:00 og fer fram í stofu HT-101 á Háskólatorgi.
Boðið er upp á létta hádegishressingu. Þátttökuskráning á mba@hi.is.
MBA-námið við Háskóla Íslands er tveggja ára meistaranám með vinnu, hugsað fyrir
þá sem hafa reynslu af stjórnunarstörfum og vilja auka þekkingu sína og færni í
stjórnun og rekstri. Aðeins um 200 háskólar hafa fengið AMBA-vottun, að undan-
gengnu umfangsmiklu mati á gæðum námsins.
Umsóknarfrestur fyrir MBA-námið er til 25. maí.