Morgunblaðið - 20.05.2015, Page 11

Morgunblaðið - 20.05.2015, Page 11
Morgunblaðið/Ómar í tafli varðandi fölsun persónu- upplýsinga og þvíumlíkt. Eitt fyrirtækjanna sem The Sunday Times ræddi við sagði inn- leiðingu Mx vera þeim vandkvæðum bundna að starfsmenn vissu ekki hvernig þeir ættu að bera Mx fram án þess að móðga viðkomandi. Dent sagði það ekki flókið og stakk ein- faldlega upp á að stafa titilinn. Allir eru menn Því má velta fyrir sér hvaða tit- ill sambærilegur við þann breska og ef til vill senn alþjóðlega Mx hent- aði fyrir íslenskt transfólk – hafi landinn á annað borð hug á að halda í nafnbætur af þessum toga. Í ljósi þess að kona er maður rétt eins og karl og konur og karlar eru menn væri skammstöfunin Mr. ekki út í hött. Vandinn er sá að í út- löndum eru herrarnir Mr. Maður er manns gaman, mann fram af manni. Herrar mínir og frúr, þið eruð ekki einu mennirnir í heiminum. Fjölbreytileikanum fagnað Íslendingar hafa í mörg undanfarin ár fagnað fjölbreytileika mannlífsins í gleðigöngu á Hinsegin dögum. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Á bloggsíðunni nonbinaryiceland.tumbl.- com sem er fyrir Íslendinga sem samsama sig ekki eingöngu kven- eða karlkyni, held- ur báðum, engu kyni eða einhverju öðru eins og þar segir, eru nokkur ráð fyrir þau sem vilja vera stuðningsmanneskjur transfólks og sýna stuðning án þess að særa það óvart: 1. Ef þú veist ekki eitthvað, spurðu (kurt- eisislega). 2. Notaðu alltaf rétt fornöfn. 3. Það er ekki nauðsynlegt að segjast vera stuðningsmanneskja oftar en einu sinni. 4. Við kunnum að meta stuðning þinn en ekki breyta því í keppni um hver er „besta stuðningsmanneskjan. 5. Talaðu af virðingu um ALLA. 6. Ekki segja „Ég hefði aldrei giskað á að þú værir trans!“ við neinn. 7. Ekki spyrja ágengra spurninga, sér- staklega um sjúkrasögu trans mann- eskju. 8. Ekki spyrja hvaða nafn einhver fékk á fæðingarskírteinið sitt. 9. Ekki gera ráð fyrir að þú vitir hvaða kyn einhver er út frá útliti viðkomandi! 10. Þetta er ekki þitt pláss. Ekki tala yfir okkur og mundu að taka skref til baka ef þarf. 11. Ekki nota trans vini þína sem gjald- miðil („Ég á trans vin svo ég er stuðn- ingsmanneskja). Til fyrirmyndar og eftirbreytni NONBINARY-ÍSLENDINGAR Tákn Þetta tákn er stundum notað fyrir transfólk og þá sem hvorki skilgreina sig karl né konu. Getty Images Hávaði Barir og veitingahús eru á hverju strái í mörgum hverfum Berlínar. Túristar eru ekkert endilega að pæla í því að á efri hæðunum búi kannski fólk sem þarf sennilega að mæta til vinnu eldsnemma næsta dag. Getty Images/iStockphoto Samtal á afmælisári50 Föstudagur 22. maí kl. 8.30-10.45 Silfurberg í Hörpu Tími til aðgerða Landsvirkjun býður til opins fundar um hnattrænar loftslags- breytingar og hvernig fyrirtæki geta unnið gegn áhrifum þeirra. Í tilefni af 50 ára afmæli stendur Landsvirkjun fyrir samtali við þjóðina með opnum fundum. Allir velkomnir! Framtíðaráhrif loftslagsbreytinga Áherslur stjórnvalda í loftslagsmálum Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Hvernig vinnur Landsvirkjun gegn loftslagsbreytingum? Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Ísland Halldór Björnsson, veður- og haffræðingur hjá Veðurstofu Íslands Ábyrgð, samstaða og samstarf um lausn vandans Halldór Þorgeirsson, forstöðum. stefnumörkunar hjá skrifstofu Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar Pallborðsumræður Þátttakendur eru Halldór Björnsson, Halldór Þorgeirsson, Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Fundarstjóri er Magnús Halldórsson, blaðamaður á Kjarnanum. Skráning á fundinn og bein útsending á landsvirkjun.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.