Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 55
UMRÆÐAN 55 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Er það nokkurn tímann ásættanlegt að líf og heilsa fólks sé óbeint notuð sem skiptimynt í samn- ingaviðræðum um kaup og kjör? Nýlega frétti ég af sjúklingi sem féll frá eftir að aðgerð sem hann átti að fara í var frestað vegna verkfallsins. Ætli nokkur viti í raun hversu mörg mannslíf þessi deila hefur þegar kostað? Ástandið er í raun alveg siðlaust. Einkavætt heilbrigðiskerfi er eina skynsamlega lausnin sem getur komið í veg fyrir að svona ástand endurtaki sig. Flest skynsamt fólk hlýtur að átta sig á því að sé einhvern tíma ástæða til að fá gæði í þjónustu, þá er það helst þegar okkar eigin heilsa og líf er að veði. Til að hæft fólk veljist í þessi störf þá er nauðsynlegt að þau séu vel borg- uð. Vandamálið er hins vegar að í ríkisreknu heilbrigðiskerfi eru eðlileg tengsl sjúklings og þess sem annast hann rofin og sjúk- lingurinn getur oft lítil áhrif haft á þjónustuna sem hann fær. Laun og vinnuumhverfi eru einhliða ákveðin af því hve mikið fé hið op- inbera skammtar og lykilákvarð- anir í meðferð sjúklinga teknar frá þeim. Ein algeng ranghugmynd, sem er í gangi um heilbrigðiskerfið og er oft slegið fram er, að þjónustan sé ódýr eða jafnvel „ókeypis“. Fá- ar staðhæfingar geta verið eins fjarri sanni, því kerfið er mjög dýrt og er rekið að mestu fyrir skattfé almennings. Um 9% af landsframleiðslu Ís- lands fara í heilbrigð- isgeirann, eða sem svarar um einni millj- ón á hvern vinnandi einstakling. Á dæmi- gerðri starfsævi sam- svarar þetta um 40-50 milljónum, og mun sú tala fara hækkandi með hækkandi með- alaldri þjóðarinnar. Vegna þeirra miklu fjármuna sem eru í heilbrigðisgeiranum hefur í raun þróast þar ákveðið of- gnóttarvandamál. Nýjustu og bestu meðferðirnar eru oft mjög dýrar, og ódýrari meðferðir hafa ekki sömu virkni. Vegna hás kostnaðar neyðist ríkiskerfið oft til að velja millileið. En með því að beina viðskiptum einstaklinga sem gætu borgað fyrir nýjustu lyfjameðferðirnar frá dýrustu úr- ræðunum, er ekki bara verið að taka af þeim réttmætt val sem þeir ættu að hafa til að bæta eigin heilsu, heldur fylgir þessari stefnu ákveðið ábyrgðarleysi þar sem Ís- lendingar eru fyrir vikið ekki að taka eðlilegan þátt í að borga þró- unarkostnað nýrra lyfja, sem eru ein af forsendum framfara í læknavísindunum. Fólk verður að átta sig á því að ekkert sem kostar peninga er nokkurn tíma ókeypis. Spurningin er bara hver borgar? Því sá sem borgar hann ræður. Með því að láta ríkið skattleggja okkur og borga fyrir þjónustuna, þá erum við í raun að framselja til kerfisins ákvörðunarvald í málum sem snúa að lífi okkar og heilsu. Þetta skil- ur einstaklinginn eftir berskjald- aðan og varnarlausan þegar mest á reynir. Fjármögnun og gerð þjónustunnar verður háð duttl- ungum stjórnmálamanna og mið- stýrt kerfið er flókið og dýrt og sí- fellt þarf að beita niðurskurðarhnífnum. Eftir sitjum við með heilbrigðiskerfi sem er með endalausa biðlista og tæki og húsnæði sem eru komin til ára sinna. Starfsfólk er hundfúlt með kjör sín og stór hluti lækna eru nemar, sem eru að afla sér reynslu við að meðhöndla veikindi okkar, því útlærðir, reyndir læknar tíma ekki að flytja aftur heim eftir sérnám. Eina langtímalausn á vanda heilbrigðiskerfisins sem er rétt- mæt og tryggir samkeppnishæfni, er að einkavæða það alveg svo einstaklingar fái vald yfir því sem skiptir þá mestu máli. Slíkt fyrir- komulag mun jafnframt tryggja að reyndir læknar og heilbrigðis- starfsfólk sem hefur lagt mikið á sig til að sérhæfa sig í starfi fái laun og starfsumhverfi sem þau eiga skilið. Því þegar þeir sem nota heilbrigðiskerfið fá að ráða eigin málum, þá verður miðstýrð yfirstjórn óþörf og þjónustan verður sjálfkrafa mun betri og markvissari, enda mun hún taka mið af þörfum sjúklinga en ekki af þörfum kerfisins. Heilbrigðiskerfi á villigötum Eftir Jóhannes Loftsson »Ein algeng rang- hugmynd, sem er í gangi um heilbrigðis- kerfið og er oft slegið fram er, að þjónustan sé ódýr eða jafnvel „ókeyp- is“. Jóhannes Loftsson Höfundur er verkfræðingur og frum- kvöðull. Læknar riðu á vaðið, sumir fá aldr- ei nóg. Síðan kemur öll hersingin og heimtar hærri laun. Minnir á litlu börnin sem segja: Ég vil líka eins og hann. Það er sjálfsagt að koma til móts við láglaunafólkið en þeir sem gera óraunhæfar kröfur eru að pissa í skóinn sinn. Það kemur í bakið á þeim með hækk- andi verðbólgu sem bitnar á öllum. Líklega eru margir þarna úti sem vilja að sjóræningjarnir taki völdin í landinu. Guðrún Magnúsdóttir Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Hefur peningagræðgin heltekið landann? Spítalar Starfsemi sjúkrahús er í lamasessi vegna verkfalla. 534 1020 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is Helgi BjarnasonÓlafur JóhannssonMagnús KristinssonSigurður J. SigurðssonBergsveinn Ólafsson Helgi Már Karlsson Bíldshöfði 9, 110 Árbær Til leigu 10.000 fm verslunar- og eða iðnaðarhúsnæði á 2 hæðum við Bíldshöfða. Góð staðsetning og næg bílastæði við húsið. Hægt er að leigja húsið í heild sinni eða hluta. Nánari upplýsingar veitir: Ólafur Jóhannsson S: 824-6703 Selhella 3, 221 Hafnarfjörður Til leigu 1.600 fm iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði í Hafnarfirði. Í húsinu m.a. laus 480 fm. vinnslusalur sem getur hentað undir alls kyns iðnað og 880 fm. skrifstofurými á 2 hæðum. Hægt er að taka hluta af húsinu eða allt. Nánari upplýsingar veitir: Ólafur Jóhannsson S: 824-6703 Grensásvegur 14, 108 Austurbær Til leigu 642 fm lager- og iðnaðarhúsnæði í miðju borgarinnar. Stórar innkeyrsludyr. Mögulegt að vera með skrifstofur í hluta húsnæðisins. Nánari upplýsingar veitir: Ólafur Jóhannsson S: 824-6703 Miðhella 4, 221 Hafnarfjörður Til leigu 336,2 fm iðnaðarbil í Miðhellu í Hafnarfirði. Mjög mikil lofthæð og mjög háar innkeyrsludyr. Hentar fyrir ýmiskonar iðnað. Á jarðhæðinni eru 249,2 fm og á annarri hæð eru 87,0 fm sem henta fyrir skrifstofu, kaffistofu og ofl. Nánari upplýsingar veitir: Ólafur Jóhannsson S: 824-6703 Skemmuvegur, 200 Kópavogur Til leigu 918 fm. iðnaðar- og lagerhúsnæði. Húsnæðið er á tveimur hæðum, 750 fm. efri hæð og svo 168 fm. neðri hæð. Möguleiki á að skipta húsnæðinu í minni einingar. Malbikað bílaplan. Nánari upplýsingar veitir: Ólafur Jóhannsson S: 824-6703 Skútuvogur 13A, 104 Vogar Til leigu 775 fm skrifstofuhúsnæði í Skútuvogi. Hentar einkar vel fyrirtæki sem þarf að vera með skýra deildarskiptingu. Fundar- herbergi, eldhús og öll aðstaða til staðar fyrir 50+ manns vinnustað. Nánari upplýsingar veitir: Ólafur Jóhannsson S: 824-6703 JÖFUR KYNNIR TIL LEIGU EIGNIR Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.