Morgunblaðið - 20.05.2015, Síða 56

Morgunblaðið - 20.05.2015, Síða 56
2 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Fyrstu minningar Óskars Ásgeirs Ástþórssonar um Eurovision eru frá árinu 1978 þegar hann var átta ára gutti og fylgdist með sjón- arspilinu á skjánum. „Keppnin fór fram í París þetta ár og ég held að hún hafi verið sýnd í sjónvarpinu á Íslandi einum eða tveimur dögum síðar.“ Ísraelska bandið Izhar Cohen & The Alphabeta sigraði það árið með smellinum „A-Ba-Ni-Bi“, og ekki varð aftur snúið fyrir Óskar. Óskar, sem starfar sem flug- þjónn, er mikill áhugamaður um Eurovision og getur ekki hugsað sér að missa af keppninni. Í ár ákvað hann, í fyrsta sinn, að gæta þess sérstaklega að vera í fríi yfir Eurovision-helgina. Þegar sjálf keppnin byrjar verður svo allt að vera eftir ákveðinni forskrift. „Yfirleitt fer ég til foreldra minna og horfi á keppnina með þeim. Maðurinn minn fær að verða eftir heima því hann er ekki mikið fyrir þessa tegund tónlistar, og er hrifnari af klassíkinni,“ útskýrir Óskar. „Þegar tónlistin byrjar vil ég helst hafa algjöra þögn svo ég geti einbeitt mér að því að hlusta á lagið og rýna í búningana og allt hitt sem kemur við sögu. Fyrir nokkrum árum tók ég syrpu þar sem ég var mjög upptekinn af því að taka niður öll stigin, enda gam- an að sjá hver fær atkvæði frá hverjum, en eftir að stigatilkynn- ingunum var breytt lét ég af þessu.“ Huggulegur pakki frá Svíþjóð Eins og hæfir ólmum Eurovisi- on-aðdáanda hefur Óskar kynnt sér vandlega keppendurna í ár og hefur ákveðnar skoðanir á áhuga- verðustu þátttakendunum. Hann segir fjögur lög skera sig úr fjöld- anum: „Fyrst má nefna lagið „Grande Amore“ sem bandið Il Volo flytur. Þetta er damatískt og ástríðufullt lag flutt af þremur myndarlegum Ítölum, og ég er á því að þetta at- riði fái fjölda atkvæða frá þrosk- uðum konum sem kunna að meta rauðvín, osta og vínber. Lagið er stórt og þeim tekst ágætlega að framkalla gæsahúð hjá áheyrand- anum.“ Í öðru lagi tiltekur Óskar full- trúa Svíþjóðar í keppninni, Måns Zelmerlöw. „Svíarnir vita greini- lega hvað þeir eru að gera enda al- gjör Eurovision-maskína. Måns er afskaplega huggulegur ungur mað- ur, 28 ára gamall, og næsta víst að samkynhneigðir karlmenn sem fylgjast með keppninni munu vilja gefa honum 12 stig.“ Sænska lagið, „Heroes“, byrjar á tónum sem minna ögn á suð- urríki Bandaríkjanna en springur svo út í miklu drama og grípandi danstakti. Þá gætir Måns að því að syngja á ensku svo að textinn kemst til skila til flestra. „Af öllum lögunum í keppninni grunar mig að þetta eigi eftir að lifa lengst í almennri spilun,“ bætir Óskar við. Kunnuglegt norskt framlag Bestu lögin koma svo frá Noregi og Spáni, að mati Óskars. Hann á erfitt með að gera upp á milli þjóð- anna en með góðum flutningi gæti Noregur stolið senunni. „Norska lagið er lag sem mér finnst ég hafa heyrt oft áður, og blandar saman einkennum Coldplay, A-ha og Of Monsters and Men.“ Lagið heitir „A monster like me“ og er flutt af þeim Kjetil Mør- land og Debrah Scarlett. Byrjar lagið á mjög rólegum nótum en magnast svo upp í kröftugum loka- hnykk. „Það skemmir ekki heldur fyrir laginu að söngrödd Debrah minnir sumpart á rámu röddina hennar Adele.“ Spænska lagið heitir „Am- anecer“, Sólarupprás, flutt af söng- konunni Edurne. „Spánverjarnir senda þessa gullfallegu konu til leiks. Söngstíllinn minnir sumpart á Shakiru og ef hún syngur vel í beinni útsendingu gæti Edurne fangað hlustendur.“ Ekki gott útvarpslag Ekki má heldur gleyma að spá hvar íslenska lagið lendir í keppn- inni. Óskar býst við að María Ólafs verði í 13.-16. sæti. „Lagið er ágætt en hefur þann ókost að vera ekki gott útvarpslag. Ég myndi seint nenna að hlusta á „Unbrok- en“ aftur og aftur í útvarpinu,“ segir Óskar. „María skilar sínu rosalega vel, enda góð söngkona, og ef hún nær sterku sambandi við myndavélina gæti hún halað inn fullt af stigum. Það gæti líka gefið tilefni til bjart- sýni að lagið minnir á danska lagið „Only Teardrops“ sem sigraði fyrir tveimur árum og sænska lagið „Euphoria“ með söngkonunni Lo- reen sem sigraði árið 2012. Athygli vakti að íslenska atrið- inu var breytt á þann hátt að tveir dansarar sem fylgja áttu Maríu út á sviðið voru látnir víkja fyrir bak- raddarsöngvurum. Óskar grunar að þetta geti veikt atriðið. „Það er ekki hægt að dæma um útkomuna fyrr en á keppnisdaginn en ef eng- ir eru dansararnir mun þurfa eitt- hvað annað til að rífa sviðs- framkomuna upp.“ Hvort það er til einhver töfra- uppskrift að sigurlagi í Eurovision er erfitt að segja til um. Lögin sem verða hlutskörpust eru mjög fjölbreytileg en Óskar segir þó að sumar formúlur virki betur en aðr- ar. „Til að eiga sigurmöguleika verður lag helst að vera rosalega grípandi og jafnvel gott að dansa við, eða þá að vera mjög flott dramatísk ballaða. Flest lögin falla ekki í þessa tvo hópa heldur eru bara „millilög“ sem renna í gegn svo maður varla tekur eftir þeim.“ Spáir Íslandi 13.-16. sæti  Eurovision-áhugamaðurinn Óskar á von á að Svíþjóð, Noregur, Spánn og Ítalía verði í efstu sætunum. Morgunblaðið/Kristinn Hiti „Ég er á því að þetta atriði fái fjölda atkvæða frá þroskuðum konum sem kunna að meta rauðvín, osta og vín- ber,“ segir Óskar Ásgeir Ástþórsson um framlag Ítalíu. Sá sænski fær örugglega líka atkvæði út á þokkann. Eurovision er byrjunin á sumrinu Það er ekkert leyndarmál að samkynhneigðir karlmenn virðast upp til hópa mjög áhugasamir um Eurovision. Óskar sver sig í ætt við staðalmyndina, þó eiginmaður hans geri það ekki, og gaman er að reyna að greina hvernig stendur á að keppnin höfðar svona sterklega til hommanna. „Kannski er það litadýrðin og sjónarspilið? Kannski er það gamanið sem felst í því að sitja heima í stofu og gagnrýna verstu atriðin í góðra vina hópi. Svo er líka spurning hvort kemur á undan, hænan eða egg- ið, í þessu sambandi, því í vaxandi mæli virðast keppendur vera að reyna að höfða sérstaklega til hinsegin-áhorfenda,“ segir Óskar. Íslendingar þykja líka, sem þjóð, taka keppnina mjög alvarlega. Allur þorri fólks reynir að vera með á nótunum um lögin sem taka þátt og halda helst lítið Evróvisjón-partí. Óskar grunar að þessi sterka tenging landsmanna við söngvakeppni Evrópu komi helst til af því að keppnin er haldin um það leyti sem sumarið er að ganga í garð fyrir alvöru. „Eurovision-boð er góð leið til að hefja sumarið formlega með vinum og ættingjum, halda góða veislu, kveikja á grillinu og eiga þessa fyrstu skemmtilegu sumar-upplifun ársins.“ jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegur 61 Kringlan Smáralind Þú færð Maríuskartið í Jóni & Óskari Hannað af Sunnu Dögg Ásgeirsdóttur – smíðað af okkur. PIPA R\TBW A • SÍA • 152313 SKARTIÐ ER SELT TIL STYRKTAR HUGARAFLI.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.