Morgunblaðið - 20.05.2015, Page 60

Morgunblaðið - 20.05.2015, Page 60
60 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Módel: Kristjana Dögg Jónsdóttir RayBan model: Clubmaster Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Fatnaðurinn spilar stórt hlutverk í Eurovision-keppninni. Söngvarar og dansarar eru klæddir í fatnað sem valinn hefur verið af kost- gæfni og atriðið allt stílfært niður í minnstu smáatriði. Allur gangur er á því hversu vel þetta tekst. Stundum verða föt og búningar til að draga fram það besta í listamönnunum en í öðrum tilvikum lætur nærri að flíkurnar skemmi fyrir. Linda Björg Árnadóttir er lektor í fatahönnun við Listaháskóla Ís- lands. Hún segir að þegar litið er yfir íslensku keppendurna í gegn- um tíðina hafi fatavalið tekist prýð- isvel sum árin. Og þrjú ár standa upp úr fyrir áberandi vel heppnaða fatahönnun. Henni kemur fyrst til huga þeg- ar Stjórnin flutti „Eitt lag enn“ ár- ið 1990 í Sagreb. „Sigga Beinteins er í rauðum pífukjól en Grétar Örvarsson í svörtum jakkafötum og rauðri skyrtu í stíl við kjólinn. Fatnaðurin fær atriðið til að smella vel saman og söngvararnir njóta sín á sviðinu. Fatahönnunin er vönduð og virkar með hreyfingunni í dansi Siggu og Grétars, og litirnir falla vel inn í sviðsmyndina.“ Linda nefnir líka klæðnað Önnu Mjallar árið 1996, þegar hún söng „Sjúbídú“ í Osló. Þar klæddist hún svörtum síðkjól með þrjár sverar Tískusigrar og -stórslys á sviðinu  Sitt sýnist hverjum um fatnaðinn sem söngvararnir klæðast í Eurovision  Eins og Linda Björg Árnadóttir seg- ir hefur sumt heppnast prýðisvel en annað illa  Huga þarf að sniði og litavali en líka gæta að heildarmyndinni Morgunblaðið/Styrmir Kári Stíll Linda Björg hrósar meðal ananrs kjól Önnu Mjallar frá 1996. „Þarna varð fyrir valinu kjóll sem smellpassaði við sjóið, fór bæði Önnu og laginu vel.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.