Morgunblaðið - 20.05.2015, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 20.05.2015, Qupperneq 68
68 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Steinn Péturs- son, oftast nefndur Brói, er fallinn frá. Hann var drengur góður og eiga flestir sem gengu með honum hans lífs- ins leið góðar minningar um hans nærveru. Það munaði ætíð um handtök- in hans, hvort sem var til sjós eða lands, hann var líkamlega hraust- ur og vel gerður af skaparans hendi og fékk margur vandræða- seggurinn að finna fyrir handtök- um hans. Það fór enginn í gegn- um Stein Pétursson, þá sem ungur maður stundum nefndur „harður“. Hann fór snemma á vertíðir suður með sjó, mest var hann á bátum frá Vestmannaeyj- um. Hann kom af og til á Hofsós og var þá til sjós á bátum sem þar voru gerðir út. Við vorum um tíma samferða á handfærum með Braga frænda okkar á Hafdís- Steinn Pétursson Tavsen ✝ Steinn Péturs-son Tavsen fæddist 8. júlí 1949. Hann lést 6. maí 2015. Útför Steins var gerð 16. maí 2015. inni. Hann öðlaðist skipstjórnarréttindi þegar hann dvaldi í Vestmannaeyjum og var sem stýri- maður og skipstjóri flest árin sem hann stundaði sjóinn. Brói vann við jarðvegsvinnu og hellulagnir, oftast sem verkstjóri eftir að hann minnkaði sjósókn, mest á Reykjavíkur- svæðinu. Hann skilaði jafnan góðu verki og var vel þokkaður af verkkaup- um þeirra verka sem hann hafði umsjón með. Honum var jafnan umhugað um að öðrum gengi vel í sínum störfum og kom gjarnan við hjá undirrituðum til að vita hvernig gengi og hvort ekki væru næg verkefni. Brói starfaði á tímabili við netagerð hjá Hampiðjunni en þurfti að hætta því sökum veik- inda sem hrjáðu hann síðustu ár- in. Hann þurfti í fótaaðgerðir eftir gömul meiðsli sem hann varð fyr- ir þegar hann stundaði sjó í Vest- mannaeyjum, og sótti í það seinni árin, auk þess sem hann greindist með lungnakrabba fyrir nokkr- um árum. Hann eignaðist nokkra fallega bíla um ævina sem sýndu að þar var fagmaður á ferð. Það er mikill missir að góðum drengjum, aðeins vika er síðan jarðsettur var á Hofsósi frændi hans, sem einnig var sjómaður, báðir miklir netamenn og af- burðasjómenn. Það má telja víst að skaparinn hafi fengi viðbótar- kvóta þar sem hann kallar þá báða til sín á sama tíma. Það munaði ætíð um handtökin þeirra hraustu Hofsósinga sem voru af kynslóð þeirra sem töldu nútíma- vinnuaðstöðu inni í lokuðum stál- skipum ekki sjómennsku, vildu heldur standa í stafni og taka andann í fangið. Svíður í sárum, sorg drúpir höfði, góður er genginn á braut. Minningar mildar mýkja og lýsa og leggja líkn við þraut. (HZ) Færi aðstandendum Steins samúðarkveðjur. Rafn Sveinsson. Minnig þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Á lífsferðalagi hvers manns koma margir við sögu. Oft verða kynni hvers og eins við annað fólk eins og svipmyndir sem líða framhjá. Stundum gerist það þó, að snertur er strengur í brjósti og viðkomandi öðlast sess í hjart- anu. Slíkan streng bjó Brói til í hjarta okkar. Ekki eru mörg ár síðan við kynntumst Bróa. En samverustundirnar sem við átt- um með honum í litla gula húsinu hans Ómars, eru dýrmætar nú í minningu um góðan mann. Brói hafði einlægan áhuga á hag okk- ar, spurði margra spurninga og hvatti okkur óspart. Hann hafði sterkar skoðanir, sýndi lögfræði- bókunum á eldhúsborðinu áhuga og oft spunnust heitar umræður um réttarheimspeki og almennt réttlæti í samfélaginu. Hann sýndi okkur einlæga hlýju og alltaf þegar við komum eða hittumst var faðmurinn op- inn. Mér er minnisstætt þegar ég flutti í bæinn og þurfti að stand- setja íbúð mína í Reykjavík. Ör- þreytt og útbíuð í málningarslett- um kom ég í litla gula húsið, nálægt miðnætti og þar beið Brói með heita kjötsúpu. Sú kjötsúpa var sú besta sem smakkast hafði. Við söknum þín, elsku Brói, og takk fyrir að stað- setja þig í hjörtum okkar. Hvíl í friði. Pálína, Róbert og Brynja. ✝ Þórður Eiríks-son fæddist í Reykjavík 2. maí 1943. Hann lést 2. apríl 2015 á Sól- túni í Reykjavík. Þórður var sonur hjónanna Eiríks Júlíusar Þórðar- sonar verkamanns frá Reykjavík, f. 3. janúar 1919, d. 24. apríl 1974, og Katrínar Auðbjargar Aðal- steinsdóttur húsmóður, f. 3. október 1919, d. 2. mars 1977, úr Berufirði. Eiríkur og Katr- ín eignuðust einnig þau Stefán Karl, f. 4. febrúar 1938, Sig- urð, f. 23. janúar 1948, og Erlu Björgu, f. 21. janúar 1957. Þórður kvæntist Jónu Þor- varðardóttur, f. 6. febrúar 1942, frá Súðavík árið 1966 og eignuðust þau þrjú börn; Fríðu Rún, f. 13. febrúar 1970, Eirík, f. 9. júní 1976, og Auði, f. 11. mars 1978. Fríða Rún er í sambúð með Tómasi Hilmari Ragnars og eiga þau dótturina Katrínu Huldu. Eiríkur er kvæntur Jónu Dögg Jóhannes- dóttur og eiga þau Maríu Guðrúnu, Mikael Darra og Júlíu Dögg. Auður er gift Sturlu Geir Friðrikssyni og eiga þau Viktor Elí, Guðrúnu Jónu og Ásbjörn Elí. Þórður var mjög góður smiður, nákvæm- ur, hugmyndaríkur og vand- virkur. Hann lærði húsgagna- smíði hjá Trésmiðjunni í Reykjavík og starfaði þar fyrst í stað. Síðar lærði hann húsasmíði og starfaði sjálf- stætt um tíma með Sigurði bróður sínum, Þórhalli Aðal- steinssyni og fleiri góðum mönnum. Seinna réð hann sig til Gunnars Ásgeirssonar og Veltis við nýsmíði og viðhalds- vinnu og síðast til Pósts og síma. Útför hans fór fram í kyrr- þey 10. apríl 2015. Þórður var skáti sem ungur drengur og kynntist þar úti- veru, ferðalögum og virðingu fyrir landinu sínu og náttúru þess. Þingvellir urðu honum sér- lega hugleiknir en þar áttu for- eldrar hans sumarbústað og eyddi fjölskyldan sumrum þar við veiðiskap og útiveru. Fjalla- ferðir og önnur útivist urðu helsta áhugamál Þórðar á yngri árum og ferðaðist hann mikið um Ísland með ferðahópnum Farfuglar og gjarnan sem far- arstjóri. Síðar naut Flugbjörg- unarsveitin í Reykjavík krafta og atgervis Þórðar til margra ára við leitir og björgunarað- gerðir. Þar kynntist Þórður fallhlíf- arstökki sem varð honum mjög hugleikið og var hann í hópi þeirra fyrstu sem spreyttu sig á þeirri íþrótt hér á landi. Hann varð í kjölfarið þátttak- andi í fallhlífarsveit Flugbjörg- unarsveitarinnar og var hann mjög stoltur af því. Þórður hafði gaman af myndatökum, föndri og út- skurði, hann málaði nokkrar myndir og gerði listaverk úr gleri og steinum. Jeppar, trillur og smábátar voru Þórði mikið hjartans mál og átti hann um tíma trilluna Alla bát, sem hann hafði sjálfur byggt yfir. Hann smíðaði einnig jeppa sem hann kallaði Hillarí eftir fyrsta Everest-faranum. Sá jeppi þjónaði sínu hlutverki vel meðal annars sem svefn- og íverustaður á meðan sumarbú- staðurinn í Grímsnesinu var byggður, það var fyrir meira en 40 árum, en bústaðurinn er enn í eigu fjölskyldunnar. Á sínum bestu árum sinnti Þórður sjálf- boðaliðastörfum til að mynda sem helsti framkvæmdamaður- inn við stúkubyggingu á Varm- árvelli í Mosfellsbæ. Hann var stoltur af því að hafa tekið þátt í þeirri framkvæmd og lagt bæjarfélaginu og íþróttafélag- inu lið. Heilsubrestur markaði líf Þórðar síðustu æviárin og því miður entist honum ekki heilsa til að koma öllum hugmyndum sínum um fallega og gagnlega hluti í framkvæmd. Handverk- ið, híbýlin og húsgögnin lifa þó áfram og bera vott um þá miklu hæfileika og vandvirkni sem í Þórði bjuggu. Fríða Rún Þórðardóttir. Þórður Eiríksson Margar minning- ar hafa streymt um hugann síðustu daga eftir að góður vinur hefur kvatt þennan heim, langt um aldur fram, eftir erfiða baráttu við krabbamein. Hann ætlaði að vinna þennan leik, með dyggri aðstoð Ásu sinnar. Hann gekk í gegnum þennan tíma með æðruleysi og sömu rólegheitum og hann bjó yfir alla tíð. Hann var orðheppinn og nákvæmur maður hann Axel, sá alltaf spaugilegu hliðarnar á mál- unum og þurfti ekki tommustokk til að mæla hluti – bara sá þetta. Það var gott að fá hann í fjölskyld- una okkar og minningar um flotta bílinn sem hann ók á hér um árið og stríddi stundum Ásu sinni á að hún hefði heillast af, en það hefur nú verið eitthvað annað líka, því saman eru þau búin að aka síðan. Margar góðar stundir höfum við átt með þeim, hvort sem það er að vaka saman úti í bjartri júní- Axel Wolfram ✝ Axel Wolframfæddist 1. júní 1947. Hann lést 18. apríl 2015. Útförin fór fram frá Hveragerðis- kirkju 29. apríl 2015. nóttinni, steikja vín- arsnitselið, ferðast saman eða bara að sitja og spjalla yfir tebolla. Axel hafði lengi áhuga á sigl- ingum, eignaðist hlut í skútu, „Sigurborg- inni“ og unnu þeir fé- lagar Íslandsmeist- aratitilinn í nokkur ár. Seinna eignaðist hann hlut í skútu í Danmörku og tók fjölskyldan þátt í því ævintýri með því að sigla með honum á sumrin við strendur erlendra landa og höfðu allir gaman af. Eft- ir að við fluttum í Hveragerði hef- ur verið gott að leita í Kamba- hraunið, fá að stinga bílnum inn í smiðju og það að eiga fjölskyldu á nýjum stað er ómetanlegt. Takk fyrir allt, kæri vinur. Elsku Ása systir, Jói, Palli, Sigga, fjölskyldur ykkar, Ólöf og Johan og aðrir ástvinir. Megi góð- ur guð gefa ykkur styrk í sorginni. Minningin er ljósið sem lifir. Nú þögn er yfir þinni önd og þrotinn lífsins kraftur í samvistum á sæluströnd við sjáumst bráðum aftur. (Ingvar N. Pálsson.) Sveinbjörg og Gunnar. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein. Minningargreinar Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, STEINAR STEINSSON fv. skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði, lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi 16. maí. Útför hans verður gerð frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 21. maí kl. 11. . Guðbjörg Jónsdóttir, Þór Steinarsson, Aníta Knútsdóttir, Margrét Steinarsdóttir, Kristján S. Kristjánsson, Erla Björk Steinarsdóttir, Björn Jakob Tryggvason, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuð eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, EYGLÓ HELGA HARALDSDÓTTIR píanókennari, Bjarkarási 18, Garðabæ, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 21. maí kl. 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Leiðarljós, stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur langveikra barna. Reikn. 101-26-040960, kt. 520712-1190. . Eiður Svanberg Guðnason, Helga Þóra Eiðsdóttir, Ingvar Örn Guðjónsson, Þórunn Svanhildur Eiðsdóttir, Gunnar Bjarnason, Haraldur Guðni Eiðsson, Ragnheiður Jónsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LOVÍSA SVEINSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík föstudaginn 15. maí. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 22. maí kl. 13. Starfsfólkinu í Víðihlíð þökkum við frábæra umönnun. . Þórhallur A. Ívarsson, Vilborg Norðdahl, Jónína B. Ívarsdóttir, Hilmar K. Larsen, Stefán Í. Ívarsson, Halldóra S. Sveinsdóttir, Aðalbjörg Ívarsdóttir, Ívar Þór Guðlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BÓAS GUNNARSSON, Stuðlum í Mývatnssveit, sem lést laugardaginn 9. maí, verður jarðsunginn frá Reykjahlíðarkirkju föstudaginn 22. maí kl. 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Hvamm, heimili aldraðra á Húsavík, njóta þess. . Margrét Bóasdóttir, Kristján Valur Ingólfsson, Hinrik Árni Bóasson, Guðbjörg Ásdís Ingólfsdóttir, Gunnar Bóasson, Friðrika Guðjónsdóttir, Sólveig Anna Bóasdóttir, Baldur Tumi Baldursson, Ólöf Valgerður Bóasdóttir, Helgi Bjarnason, Sigfús Haraldur Bóasson, Þóra Fríður Björnsdóttir, Bóas Börkur Bóasson, Eyja Elísabet Einarsdóttir, Ragnheiður Bóasdóttir, Guðmundur Ingi Gústavsson, Birgitta Bóasdóttir, Hentzia í Lágabö, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, EINAR BJARG HELGASON bifvélavirki, Ársölum 3, Kópavogi, lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 11. maí. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Sendum öllu starfsfólki deildar 6A Landspítalans Fossvogi okkar bestu þakkir fyrir frábæra umönnun. . Ásdís Ragnheiður Arthúrsdóttir, Einar Helgi Einarsson, Sigurlína Gísladóttir, Sigrún Einarsdóttir, Magnús Axelsson, Arnþór Einarsson, Elín Þóra Dagbjartsdóttir, Lára Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI SIGURÐSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fimmtudaginn 14. maí. Jarðsungið verður frá Fossvogskapellu föstudaginn 22. maí kl. 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. . Gerður Kristín Bjarnadóttir, Árni Þorgeirsson, Ólafía Bjarnadóttir, Ivan Jankovic, Sigurður Bjarnason, barnabörn og langafabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.