Morgunblaðið - 20.05.2015, Side 86

Morgunblaðið - 20.05.2015, Side 86
86 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Settu saman þinn eigin skartgrip OO www.lockitsjewelry.com Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Önnur sólóplata Sóleyjar Stefáns- dóttur, sem notar listamannsnafnið Sóley, kom út 8. maí sl. og nefnist hún Ask the Deep, eða Spyrðu djúpið. Síðasta breiðskífa Sóleyjar, We Sink, kom út árið 2011 og hlaut lofsam- legar viðtökur gagnrýnenda og eitt laga henn- ar, „Pretty Face“, hefur notið mikilla vinsælda á YouTube og er þá vægt til orða tekið því lagið hefur verið spilað þar um 18,7 milljón sinnum. Blaðamaður ræddi við Sóleyju í liðinni viku um plötuna nýju og spurði fyrst hvort fjögur ár milli platna væru ekki dágóður tími. „Jú, það er alveg dágóður tími síðan síðasta plata kom út. En ég var svo heppin að fá að túra í tvö ár eftir fyrstu breiðskífuna mína þannig það gafst ekki mikill tími til að semja tónlist. Svo varð ég ólétt rétt eftir síðasta túrinn 2013 og á meðgöngunni dalaði sköp- unargleðin enda fór ágætis orka í að búa til barnið! Þegar dóttir mín var svo orðin svona fjögurra mán- aða þá fékk ég aftur löngun í að skapa og fór að fara út í skúr í nokkra tíma á dag. Þar sem það hafði liðið svo langt frá síðustu plötu ákvað ég bara að taka þetta á hörkunni og drífa mig í að klára plötuna fyrir árslok 2014. Það gekk svo eftir!“ svarar Sóley. – Hvenær og hvar var þessi tek- in upp og hverjir komu að þeirri vinnu með þér? „Fyrstu hugmyndirnar eru frá árinu 2012. En ég samdi hana og tók aðallega upp á síðasta ári. Ég er með bílskúr fyrir utan húsið mitt þannig hún er tekin upp þar að mestu leyti fyrir utan trommur sem við tókum upp í æfinga- húsnæði Jóns Óskars trommara. Ég samdi allt og tók flest upp sjálf nema svo eru hljómsveitarmeðlimir mínir alveg yndislegir og hjálpuðu mér með hugmyndir. Albert gít- arleikari tók upp trommurnar sem Jón Óskar spilaði. Birgir Jón Birg- isson í Sundlauginni hljóðblandaði svo plötuna með mér.“ Eins og að búa á hafsbotni – Til hvers vísar titillinn og myndin á umslaginu? Einhvers konar upplausn og drungi er fyrsta tilfinningin sem maður fær þegar maður sér umslagið? „Platan átti fyrst að vera um hafið og hversu djúpt og óhugn- anlegt það er. Við vitum ekkert hvað gerist á hafsbotninum. Þar er örugglega dimmt og drungalegt að vera. Eftir því sem á leið í upp- tökum og textasmíði þá fór ég að skrifa meira um hvernig mér leið persónulega. Mér fannst það vera svipuð tilfinning og það væri að búa á hafsbotninum. Árið 2012 var svoldið erfitt tilfinningalega, það voru margar hindranir sem ég þurfti að yfirstíga sem ég lokaði á án þess að gera neitt í því. Þegar ég varð svo ólétt komu allar þessar tifinningar til baka og meðgangan var mjög erfið andlega fyrir mig. Eftir að dóttir mín fæddist, hraust og heilbrigð, og þegar ég byrjaði að semja aftur fannst mér svo gott að skrifa þessar tilfinningar niður á blað. Út frá því samdi ég marga textana á plötunni. Ask the Deep hætti þá að fjalla um sjávardýpið og fór að fjalla meira um hversu djúpt við getum sokkið í huga okk- ar og hversu hugurinn er fljótur að taka yfir alla rökhugsun,“ svarar Sóley. Spurð að því að hvaða leyti plat- an sé frábrugðin þeirri fyrstu og um hvað textarnir fjalli segir Sóley að á We Sink sé píanóið í aðahlut- verki en hana hafi langað að vinna meira með orgel og hljóðgervla á nýju plötunni. „Ég var líka með ákveðið þema í gangi á þessari plötu bæði textalega og hljóðlega þannig ég vann hana sem meiri heild heldur en gömlu plötuna. Textarnir, eins og áður sagði, fjalla um huga minn sem ég persónugeri sem djöfulinn! Þetta hljómar að- eins skrýtnara þegar ég reyni að útskýra þetta,“ segir Sóley. Hvað hljóðfæraval og útsetn- ingar varðar og þá m.a. áherslu á orgel segir Sóley að orgel sé magnað hljóðfæri. Næsta skref hjá henni sé að semja og taka upp org- elplötu. Þýska útgáfufyrirtækið Morr Music gefur plötuna út og dreifir henni og segir Sóley fyrirtækið með ágæta dreifingu í Evrópu. „Enda gengur mjög vel hjá mér í Þýskalandi og Póllandi til dæmis og þessum löndum í kring. Svo er plötusala auðvitað ekki að aukast þannig það er bara rosa tilfallandi hvort platan mín sé til í plötubúð- um í einhverjum borgum í Banda- ríkjunum, til dæmis. Ég treysti því mikið á netið og alla mína fylgj- endur þar. Fólk er samt duglegt að kaupa á netinu og svo treysti ég líka á plötusölu á tónleikaferðum en það gengur oft vel að selja plöt- ur eftir tónleika.“ Grætur kvöldið áður – Er stíft tónleikahald fram- undan? Nú áttu ársgamla dóttur sem hlýtur að flækja málin þegar kemur að tónleikahaldi. „Við erum að byrja Evróputúr núna 14. maí [viðtalið var tekið 12. maí, innsk. blm.] og hann er í tæp- ar þrjár vikur. Ég ætla svo að halda útgáfutónleika 11. júní í Frí- kirkjunni og spila smá heima í sumar. Í haust förum við svo aftur á flakk og eitthvað inn í næsta ár. Það gerir það svo sannarlega erfiðara að eiga dóttur. Ég græt alltaf kvöldið áður en ég fer og er að kveðja hana, hún skilur ekkert af hverju! En hún er hjá pabba sínum og ömmu þegar pabbinn er að vinna þannig þetta gengur alveg ótrúlega vel. Hún ætlar svo að koma með ömmu sinni undir lok túrsins núna og vera með okkur síðustu dagana. Það er bara gott að hafa mikið að gera þannig ég reyni að hugsa ekkert of mikið um hversu erfitt það er að vera í burtu,“ segir Sóley að lokum. „Vitum ekkert hvað gerist á hafsbotninum“  Sóley vann sig upp úr andlegum erfiðleikum og sú glíma birtist m.a. í textum hennar á Ask the Deep Ljósmynd/Ingibjörg Birgisdóttir Persónuleg „Eftir því sem á leið í upptökum og textasmíði þá fór ég að skrifa meira um hvernig mér leið persónulega,“ segir Sóley m.a. um nýju plötuna. Skáldsaga Ragnars Jónassonar, Snjóblinda, var mest selda bókin á kindle hjá Amazon í Bretlandi um nýliðna helgi. Hún trónaði á toppi metsölulistans í tvo sólarhringa og velti þar úr sessi glæpasögunni Konan í lestinni sem selst hefur í milljónum eintaka. Samkvæmt til- kynningu frá útgefanda Ragnars er ekki vitað til þess að bók eftir ís- lenskan höfund hafi áður náð topp- sætinu á lista Amazon yfir allar bækur. Hinn heimskunni metsöluhöf- undur spennusagna, Lee Child, kaus hins vegar að festa kaup á prentuðu eintaki sögunnar á CrimeFest-glæpasagnahátíðinni í Bristol um helgina og áritaði Ragn- ar bókina fyrir hann. Snjóblinda var gefin út í tak- mörkuðu upplagi í innbundnu formi í lok apríl í Bretlandi og seld- ist það upp á útgáfudegi. Hún er væntanleg í kilju nú í júní. Snjóblinda gerist í myrkri og ófærð á Siglufirði og kom upp- haflega út á Íslandi árið 2010 en hefur einnig verið gefin út á þýsku. Krimmakóngurinn Metsöluhöfundurinn Lee Child með eintak af bók Ragnars. Snjóblinda Ragnars selst vel í Bretlandi Breskur fræðimaður, Mark Griffiths, telur sig hafa fund- ið einu samtímamyndina af breska skáldinu William Shakespeare sem til er. Samkvæmt BBC telur hann sig hafa fundið myndina á ætingu í fjögurra alda gamalli bók um gróður og grasafræði. Talið hefur verið að fjórar andlitsmyndir á ætingunni væru skáldskapur en Griff- iths færir í grein í tímaritinu Country Life rök fyrir því að hann hafi leyst táknin í kringum andlitin og þau segi að þetta séu höfundur bókarinnar, grasafræðingurinn John Gerard, annar grasafræðingur, Rembert Dodoens, þáverandi fjármálaráðherra Bretadrottningar, og loks Shakespeare. Forstöðumaður Shakespeare-stofnunar- innar segist hins vegar alls ekki vera sannfærður. Samtímamynd af Shakespeare fundin? William Shakespeare?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.