Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 89

Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 89
MENNING 89 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 ÍSLENSKT TAL POWERSÝNING KL. 10:30 Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI - bara lúxus sjarmatröllinu Önnu Kendrick gáfu af sér fína rómantíska gamanmynd með söngívafi. Seinni myndin stenst þeirri fyrri ekki alveg snúning. Brandararnir eru færri en í fyrri myndinni og lögin eru minna þekkt fyrir þá sem ekki hrær- ast í dægurlagatónlistinni. Ofan á hinn dramatíska söguþráð um HM í acapella er skeytt vandræðum Becu (Kendrick) við að fóta sig í nýju starfi, en sá þáttur sögunnar nær aldrei nógu miklu flugi til þess að skipta máli í hinu víðara samhengi mynd- arinnar. Að því sögðu er hér margt ágæt- lega gert. Að því gefnu að maður fall- ist á söguheim þar sem fólk getur sungið lög sem það hefur aldrei heyrt áður fullkomlega án þess að æfa þau fyrirfram eru lögin og útsetning þeirra fyrsta flokks. Segja má að „vondu Þjóðverjarnir“ í Das Sound Machine steli þar sen- unni og forsprakkarnir, Krämer og Kommissar, (Flula Borg og Birgitte Hjort Sørensen, sem íslenskir áhorf- endur þekkja úr Borgen), virka full- komlega sem andstæðingar Barden- kvennanna. Aðrir sinna sínum hlut- verkum ágætlega, en nefna má sérstaklega frábæra innkomu Davids Cross (Tobias Fünke í Arrested Development) sem furðulegs millj- ónamærings og acapella-aðdáanda. Pitch Perfect 2 fellur því beinustu leið í flokkinn „ágætis afþreying“ sem skilur kannski ekki mikið eftir sig. Aðdáendur fyrri myndarinnar fá hins vegar nokkuð fyrir sinn snúð. Samstilltar Tónafljóðin í Barden-háskóla komast í hann krappan í Pitch Perfect 2, og þurfa að vinna heimsmeistaramótið í acapella-söng. » Kvikmyndahátíðin í Cannes stendur nú yfir meðtilheyrandi stjörnustóði á rauðum dreglum og blaðamannafundum. Ljósmyndirnar streyma inn í veitu AFP og má hér sjá nokkrar vel valdar. Stjörnurnar skemmta sér misvel í sólinni í Cannes AFP Óáreittur Leikarinn John C. Reilly spókaði sig í sólinni í gær. Vegfarendur létu sér fátt um finnast enda bærinn fullur af kvikmyndastjörnum þessa dagana. Súr? Isabelle Huppert og Gabriel Byrne mættu á frumsýningu Louder than Bombs í fyrradag. Byrne var heldur súr að sjá. Sprell Kan- adíska leik- konan Charlotte Le Bon og franska leikkonan Melanie Laurent geifla sig fyrir frum- sýningu. Óttaslegin? Íranska leikkonan Golshifteh Farahani bregður á leik í myndatöku. Hress! Leikkonan Amy Poehler með John Lasseter, listrænum yfirmanni Disney/Pixar, fyrir sýningu teiknimyndarinnar Inside Out. Tónleikadagskrá Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum í Hörpu lýk- ur brátt og í kvöld fara fram næst- síðustu tónleikar hennar kl. 21. Á þeim kemur fram splunkuný hljóm- sveit, Young Miles. Meðlimir henn- ar eru trompetleikarinn Ari Bragi Kárason, Eyþór Gunnarsson sem leikur á píanó, bassaleikarinn Þor- grímur Jónsson og Þorvaldur Þór Þorvaldsson sem leikur á trommur. Hljómsveitin leikur tónlist trompetleikarans Miles Davis sem ungur að árum þótti framsækið og frumlegt tónskáld og taka þeir fé- lagar fyrir úrval tónsmíða frá fyrri hluta ferils hans, eins og segir í til- kynningu. Björtuloft eru á 5. hæð Hörpu. Ungur Miles Davis ungur að árum. Young Miles leikur á Björtuloftum Raflost, raflistahátíð í Reykjavík, hófst í gær og stendur til 22. maí. Hátíðin er sú nítjánda í röðinni og er hún árviss vettvangur lista- manna sem vinna með nýja miðla, rafræna list og gagnvirkni. Í kvöld kl. 20 verður haldið opið kynning- arkvöld í Sölvhóli, þar sem öllum gestum, listamönnum og þátttak- endum er frjálst að koma með og sýna tengla á áhugaverðar slóðir internetsins sem snúa að nýsköpun í listum, eins og segir í tilkynningu. Á morgun verður haldin sýning í samstarfi við Listaháskóla Íslands þar sem nemendur sýna rafræna og gagnvirka gjörninga og innsetn- ingar, í húsnæði skólans í Laugar- nesi og á föstudaginn kl. 17 verður sýningin Pikslaverk opnuð í Kling & Bang galleríi. Þar er umfjöll- unarefnið samspil listar og lofts- lagsbreytinga. Á föstudaginn kl. 20 verða haldn- ir tónleikar á Ingólfsgarði fyrir aft- an Hörpu. Á þeim koma fram ís- lenskir raflistamenn úr ýmsum áttum, þeir Tómas Manoury og Kippi Kanínus sem skipa hljóm- sveitina MANKAN, Steindór Krist- insson og Hlöðver Sigurðsson sem nota gjarnan skyndikóðun til fram- köllunar á tónlist sinni. Leikið verð- ur á þeremín, gjörningar fluttir og rafdúettinn Raf & Stuð mun gera tilraun í vöðvastjórnun með raf- magni, eins og segir í tilkynningu. Dagskrá hátíðarinnar má finna á raflost.is MANKAN Tómas Manoury og Kippi Kanínus skipa dúettinn MANKAN. Raflistahátíðin Raflost haldin í nítjánda sinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.