Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 92

Morgunblaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 92
MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 140. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Ætlar ekki að láta fjarlægja örið 2. Andlát: Eygló H. Haraldsdóttir 3. Skipstjóravilla við Bárugötu 4. Kim Jong-Un óánægður með býli »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  The Entire Population of Iceland, spunaleikhópi í leikfélaginu Improv Ísland, hefur verið boðið að sýna á Del Close-spunahátíðinni hjá Upright Citizen’s Brigade (UCB) leikhúsinu í New York 26.-28. júní nk. Íslenski hópurinn hefur æft Haraldinn og fleiri langspunaform frá því í fyrravor og í honum er fólk úr öllum áttum sem hefur æft „long-form improv“, þ.e. langspuna eða „Haraldinn“, und- ir stjórn Dóru Jóhannsdóttur leik- konu síðustu misseri, skv. tilkynn- ingu. Dóra hefur verið að læra þessa aðferð í UCB sl. tvö ár og hafa Har- alds-námskeið hennar á Íslandi notið mikilla vinsælda. Í hópnum sem sýnir í New York eru m.a. leikarar, sund- laugarvörður og frístundakennari, 18 í heildina. Del Close hátíðin er haldin til heiðurs Del Close sem var einn helsti frumkvöðull spuna í Bandaríkj- unum og kenndi m.a. leikurunum Tinu Fey og Bill Murray. Á hátíðinni eru spunasýningar sýndar í sjö leik- húsum á Manhattan í þrjá sólar- hringa og The Entire Population of Iceland er fyrsti íslenski leikhópurinn sem sýnir á henni. Hópurinn verður með fjáröflunarsýningar í Þjóðleik- húskjallaranum 22. og 27. maí. Spinna á Del Close  Rúnar Óskarsson klarínettuleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir pí- anóleikari halda tónleika í Hafnarborg í kvöld kl. 20. Á efnisskránni eru Þrjár fantasíur eftir Robert Schumann, Sónata fyrir klarínettu og píanó eftir Francis Poulenc, Fjögur verk eftir Alb- an Berg og Duo fyrir klarínettu og pí- anó eftir Norbert Burgmüller. Rúnar og Helga á tón- leikum í Hafnarborg Á fimmtudag Vestlæg átt, 8-15 m/s, hvassast syðst. Víða rigning eða skúrir, en úrkomulítið austanlands. Hiti 3 til 8 stig að deginum. Á föstudag Norðan 8-13 m/s austantil í fyrstu en annars hægari. Rigning og jafnvel slydda til fjalla norðantil, en léttskýjað syðra. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða rigning, úrkomumeira um tíma suð- vestantil en skýjað með köflum og þurrt að kalla norðaustantil. VEÐUR Yfirvofandi verkföll starfs- fólks flug-, rútu- og hótel- fyrirtækja gætu haft mikil áhrif á framkvæmd Smá- þjóðaleikanna sem ætlað er að fari fram í Reykjavík dag- ana 1.-6. júní. Skipuleggj- endur leikanna eru með varaáætlun í mótun, en von er á um 1.200 erlendum gestum. Formlegur undir- búningur leikanna hófst í janúar fyrir rúmum tveimur árum. »1 Varaplan vegna verkfallanna Indriði Sigurðsson snýr heim næsta vetur sem leikjahæsti Íslendingurinn frá upphafi í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Indriði, sem hefur mestan hug á að koma í uppeldis- félag sitt, KR, á að baki hátt í þrjú hundruð leiki á þrettán tímabil- um með þremur liðum í deildinni en hann hefur verið fyrirliði Viking frá Stav- anger undan- farin ár. »2 Snýr heim sem methafi í norsku deildinni „Ég var búinn að æfa eins og skepna á undirbúningstímabilinu og ekki búinn að missa úr æfingu þegar ég meiddist þremur dögum fyrir fyrsta leikinn. Það er búið að taka sinn tíma að ná sér af þessum meiðslum en sem betur fer var þetta ekki alvarlegt. Það hefur hins vegar tekið sinn tíma að fá sig góðan en nú er þetta allt að koma,“ segir Aron Elís Þrándarson. »4 Ég var ekki búinn að missa úr æfingu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hallgrímur Jökull Ámundason, ís- lenskufræðingur og örnefnafræð- ingur á nafnfræðisviði Árnastofn- unar, fór fyrir liðna helgi af stað með söfnun örnefna og annarra heita í Vesturbæ Reykjavíkur. „Þetta hefur skilað býsna góðum árangri,“ segir hann og bætir við að söfnunin sé í fullum gangi. Nafnfræðisviðið heldur utan um örnefnasafn Íslands. Hallgrímur segir að dæmigerð örnefnasöfnun hafi snúist um örnefni í sveitum landsins, eins og til dæmis fjallanöfn og bæjarnöfn. Hann hafi haft áhuga á örnefnum í þéttbýli og ekki síst óformlegum örnefnum sem verði til upp úr þurru. Meðal annars hjá börnum í leik, sem búi sér til nöfn yf- ir marga hluti, hvort um sé að ræða leikvelli eða leynistaði, sem krakkar uppgötvi þegar þeir skottist um hverfið og haldi að enginn þekki. „Þessi nöfn eru þess eðlis að þau komast sjaldan á prent, eru bara til í barnahópnum og gleymast ef þau færast ekki á milli kynslóða,“ segir hann. Viðbrögð hafa verið góð Hallgrímur segir erfitt að finna þessi nöfn í rituðum heimildum. Þau séu helst í æskuminningum fullorð- ins fólks og því hafi hann ákveðið að gera tilraun og leita til Vestur- bæinga á Fésbókinni til þess að safna saman þessum nöfnum. „Ég hef til dæmis fengið dágóðan lista af rólónöfnum,“ segir hann og bendir á að á milli Neshaga og Melhaga sé Kókakólaróló. Nafnið sé til komið vegna þess að verksmiðjan Vífilfell, sem framleiði Coca-Cola, hafi hafið starfsemi í Haga við Hofsvallagötu, sem liggi að leikvellinum. Verk- smiðjan hafi verið flutt fyrir mörg- um áratugum, en krakkarnir í hverf- inu þekki enn leikvöllinn sem Kókakólaróló. „Þetta er dæmi um nafn sem hefur gengið á meðal barna áratug eftir áratug þó að upp- runi þess sé löngu farinn annað.“ Örnefnasöfnunin er hliðarverkefni við doktorsritgerð, sem Hallgrímur vinnur að um nöfn í Reykjavík með áherslu á nöfn á götum og húsum frá fyrri tíð. Hann bendir á að nöfnin séu mikilvægur hluti af sögu borg- arinnar. Á sínum tíma hafi til dæmis stéttarfélög byggt blokkir við Hjarð- arhaga og þær beri enn upphaflegu nöfnin eins og kennarablokkin og símamannablokkin. Gamla KR- blokkin sé við Birkimel og sú nýja við Kaplaskjólsveg. „Lögguhúsið við Tómasarhaga 38-40 er nefnt svo vegna þess að lögreglumenn byggðu það og bjuggu,“ segir hann. Kókakólaróló og lögguhús  Safnar örnefn- um og öðrum heit- um í Vesturbænum Morgunblaðið/Árni Sæberg Fræðimaður Hallgrímur Jökull Ámundason er byrjaður að safna örnefnum í Vesturbænum. Hallgrímur Jökull Ámundason segir að örnefni og staðarheiti haldist vel í Vesturbænum og ný bætist reglu- lega í hópinn. Hann bendir á að á leikskólanum Sæborg við Starhaga heiti deildirnar eftir gömlu býl- unum á svæðinu – Lambhóll, Garð- ar, Suðurhlíð og Brúarendi – og nöfnunum sé þannig viðhaldið. Kemstvallagata sé nýtt nafn á Hofsvallagötu rétt eins og Lúpínu- hóll þar sem áður var bærinn Klöpp á mótum Suðurgötu og Hjarðar- haga. „Þessi nöfn benda til þess að þetta sé hefð sem lifir,“ segir hann. Saga er á bak við nöfnin. Hall- grímur vísar m.a. til þess að Bráð- ræðisholt heiti svo vegna þess að býli þar hafi verið uppnefnt Bráð- ræði þar sem mönnum hafi þótt það vera byggt á undarlegum stað. „Ráðleysi er annað slíkt nafn rétt eins og Hallærisplanið,“ segir hann. Bráðræði og Kemstvallagata GÖMUL OG NÝ ÖRNEFNI OG STAÐARHEITI ÚTI UM ALLT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.