Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015
Úr því sem komið er verður aðbinda vonir við að kjarasamn-
ingar á almenna markaðnum séu í
burðarliðnum.
Öllum, semað málum
koma, er
örugglega ljóst
að teflt er á
tæpt vað og
hætt við að
samningarnir reyni mjög á þanþol
fyrirtækjanna og efnahagslífsins
sem slíks.
En óráð hefði verið að stefna ískammtímasamninga, sem ýtt
hefðu undir viðvarandi óvissu.
En noti menn vel þann kjara-samningstíma, sem rætt er um
og allir leitist við að halda sem
frekast má aftur af því að launa-
breytingar leki út í verðlag með til-
heyrandi hringrás, geta þar einnig
leynst tækifæri.
Viðleitnin, sem bersýnilega ersýnd til að leggja áherslu á
lægri launin, er jákvæð og í því efni
er einnig þýðingarmikið að launa-
skrið skekki ekki þá lagfæringu á
næstu árum.
Ríkið er í þröngri stöðu við þess-ar aðstæður, en virðist vilja
teygja sig til að treysta stöðu hópa
sem stundum eru kenndir við milli-
tekjur, en ná þó varla því. Sá vilji
ríkisins getur reynst þýðingar-
mikill þáttur á úrslitastundu
samningagerðar.
En ekkert er í hendi fyrr en allirendar hafa verið hnýttir, svo
enn ríkir óvissan.
Hún hefur þegar skert sameig-inlegar tekjur þjóðarinnar
verulega.
Karphúsið
Ögurstund?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 28.5., kl. 18.00
Reykjavík 6 skýjað
Bolungarvík 1 skýjað
Akureyri 5 súld
Nuuk 0 skýjað
Þórshöfn 7 skúrir
Ósló 7 alskýjað
Kaupmannahöfn 13 skúrir
Stokkhólmur 15 heiðskírt
Helsinki 17 heiðskírt
Lúxemborg 17 skýjað
Brussel 17 skýjað
Dublin 12 léttskýjað
Glasgow 10 skýjað
London 17 heiðskírt
París 17 alskýjað
Amsterdam 15 léttskýjað
Hamborg 12 skúrir
Berlín 21 heiðskírt
Vín 15 skýjað
Moskva 22 heiðskírt
Algarve 27 heiðskírt
Madríd 30 léttskýjað
Barcelona 22 léttskýjað
Mallorca 23 léttskýjað
Róm 22 heiðskírt
Aþena 16 þrumuveður
Winnipeg 12 skúrir
Montreal 20 skúrir
New York 22 alskýjað
Chicago 20 léttskýjað
Orlando 26 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
29. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:31 23:21
ÍSAFJÖRÐUR 2:55 24:06
SIGLUFJÖRÐUR 2:36 23:51
DJÚPIVOGUR 2:51 22:59
Ákveðið hefur verið að halda lands-
fund Sjálfstæðisflokksins dagana
23.-25. október í haust. Síðasti
landsfundur flokksins var haldinn
21.-24. febrúar 2013 og sóttu hann á
milli 1.350 og 1.400 landsfund-
arfulltrúar.
Þórður Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins,
segir að reiknað sé með að lands-
fundarfulltrúar í haust verði eitt-
hvað fleiri en á fundinum fyrir rúm-
um tveimur árum eða á bilinu 1.500
til 1.600 manns.
Fundurinn verður að venju hald-
inn í Laugardalshöll.
„Það á enn eitt stórt fulltrúaráð
eftir að halda sinn aðalfund, þannig
að landsfundarfulltrúatalan liggur
ekki endanlega fyrir,“ sagði Þórður
í samtali við Morgunblaðið.
Eru að hefja störf
Þórður segir að ekki liggi fyrir
hver verða stærstu málefnin sem
fjallað verður um á fundinum í
haust. Nú hafi málefnanefndirnar
sem kosnar voru á síðasta lands-
fundi ýmist nýhafið málefnastarfið
eða séu í startholunum að hefja það
og í dag sé ómögulegt að segja til
um það hvað mál verða í brenni-
depli á fundinum. agnes@mbl.is
Fundurinn
í október
Búist við um 1.600
sjálfstæðismönnum
Hæstiréttur skilorðsbatt dóma yfir
níumenningum vegna mótmæla
gegn framkvæmdum við nýjan Álfta-
nesveg um Gálgahraun í október
2013. Mótmælendurnir höfðu verið
dæmdir til að greiða 100.000 króna
sekt en Hæstiréttur frestaði ákvörð-
un refsinga um tvö ár. Falla þær nið-
ur að þeim tíma liðnum haldi níu-
menningarnir almennt skilorð.
Fólkinu var gefið að sök að hafa
ekki farið að ítrekuðum fyrirmælum
lögreglu er það mótmælti lagningu
Álftanesvegar í Garðahrauni í októ-
ber 2012 en það var beðið að yfirgefa
vinnusvæðið. Hæstiréttur áréttar þó
sérstaklega í dómi sínum að aðgerðir
lögreglu á vettvangi hafi ekki gengið
lengra en þörf krafði.
Aðspurður segir Gunnsteinn
Ólafsson, einn níumenninganna sem
hlutu dóm í gær, að Hæstiréttur hafi
slegið mikilvægan tón fyrir náttúru-
vernd á Íslandi. „Ég hefði viljað fá
sýknu. Í rauninni er dómurinn að
segja það að lögreglan hafi farið of-
fari. Það var farið algerlega yfir öll
siðferðisleg mörk í réttarfari. Þeir
líta samt greinilega á þetta sem brot
hjá okkur því við fáum tveggja ára
skilorð en ef við höldum það fellur öll
refsing niður. Það segir okkur að
þetta var þá í rauninni ekkert brot,“
sagði Gunnsteinn.
Dómar Hraunavina skilorðsbundnir
Ákvörðun refsingar frestað um tvö ár
„Mikilvægur tónn fyrir náttúruvernd“
Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson
Dæmt Hæstaréttur skilorðsbatt
dóma yfir níumenningunum í 2 ár.
VANDAÐIR ÍTALSKIR GÖNGU-
OG ÚTIVISTARSKÓR FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA
SMÁRALIND • 2 HÆÐ
Verð frá 14.995
Verð 19.995
Verð 26.995
NÝ SENDINGLYTDS®