Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Helle Thorn-ing-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, hefur átt á brattann að sækja í Danmörku að undanförnu. Þrátt fyrir að hún persónulega sé heldur vin- sælli meðal kjósenda en Lars Lokke Rasmussen, formaður Venstre, hefur fylgi ríkis- stjórnar hennar mælst stöðugt lægra en fylgi hægri flokkanna að undanförnu. Kjörtímabilið hefur reynst erfitt að mörgu leyti, sér í lagi eftir að Sósíalíski þjóðarflokkurinn gekk úr rík- isstjórninni á síðasta ári, og að óbreyttu munu hægri flokk- arnir taka við eftir næstu kosn- ingar. Viðbrögð margra sem horfa fram á ósigur í kosningum eru þau að sitja út kjörtímabilið og sjá hvað verða vill, en að þessu sinni var miðað við að Danir myndu ganga að kjörborðinu í september. Thorning-Schmidt ákvað hins vegar að láta reyna á styrk sinn í júní, og eru því ein- ungis um þrjár vikur til stefnu til kosninga í Danmörku. Að vissu leyti er þetta klókt hjá forsætisráðherranum. Nýj- ustu hagtölur komu betur út en ríkisstjórnin hafði búist við, og Thorning-Schmidt sló fyrr í vik- unni vænan kosningavíxil með tillögum um stóraukin útgjöld til velferðarmála. Með snarpri kosningabaráttu getur hún því hugsanlega breytt tapaðri stöðu í varnarsigur fyrir sig. Hugs- anlega vonast hún einnig til þess að kjósendur í sólskins- skapi séu tregari til breytinga, fremur en ef kosið yrði um haustið. En slíkt veðmál á veðuráhrifin geng- ur ekki endilega upp, sér í lagi ef horft er til þróun- arinnar í nágrannalöndunum. Á síðustu tveimur árum hefur ver- ið kosið í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi – og raunar á Íslandi líka. Í öllum þessum ríkjum hef- ur sitjandi ríkisstjórn fallið. Það virðist því vera nokkur breyt- ingahugur á Norðurlöndum um þessar mundir, sem gæti reynst erfitt fyrir Thorning-Schmidt að standa gegn. Jafnframt hafa mjög þjóðern- issinnaðir flokkar, sem oft eru sagðir í fjölmiðlum vera yst til hægri, jafnvel þegar fátt í stefnuskrá þeirra bendir til þess að slíkur merkimiði eigi rétt á sér, sótt í sig veðrið í Sví- þjóð, Noregi og Finnlandi. Í tveimur síðastnefndu ríkjunum komust þeir meira að segja að ríkisstjórnarborðinu í kjölfar kosninganna. Í Danmörku virð- ist þróunin svipuð. Þarlendar skoðanakannanir benda til þess að Danski þjóðarflokkurinn gæti bætt verulega við fylgi sitt frá síðustu kosningum, en flokkurinn veitti hægri stjórn hlutleysi sitt fram til ársins 2011. Brekkan fyrir vinstri stjórn- ina í Danmörku er því nokkuð brött. Líklega hefur Helle Thorning-Schmhidt þó gefið sér og flokki sínum besta mögu- leikann á sigri með því að boða til kosninganna í fyrra fallinu. Hvort það dugir til er önnur saga. Dugir útspil Helle Thorning-Schmidt til að tryggja henni annað kjörtímabil?} Veðjað á sólskinsskapið Á mánudaginnnæsta verða Smáþjóðaleikarnir settir í Laug- ardalshöll og er þetta í annað sinn í þrjátíu ára sögu keppninnar sem Íslend- ingar halda leikana. Frá mánu- degi til laugardags verður því efnt til sannkallaðrar íþrótta- veislu í Laugardalnum, þar sem saman koma fulltrúar níu Evrópuríkja, sem öll hafa færri en milljón íbúa, og etja kappi í ellefu íþróttagreinum, allt frá frjálsum íþróttum til körfuknattleiks. Leikarnir nú verða um- fangsmesta íþróttakeppni sem haldin hefur verið til þessa á landinu, og er það íþrótta- hreyfingunni íslensku ómet- anlegt tækifæri að fá að spreyta sig á slíku mótshaldi. Jafnframt ætti það að vera ís- lensku íþróttafólki hvatning, að geta keppt um sigurlaun á heimavelli. Afreksfólk í íþróttum hefur sett sterkan svip á sögu lýðveldisins, og má þar til dæm- is nefna stórglæsilegan árang- ur okkar í frjálsíþróttum um miðja 20. öldina, þar sem kapp- ar á borð við Gunnar Huseby, Vilhjálm Einarsson og Clau- sen-bræður efldu sjálfstraust hins unga ríkis sem þar steig sín fyrstu skref í samkeppni við aðrar þjóðir. Síðan þá hafa fjölmargir Íslendingar bæst í hóp afreksmanna í íþróttum. Að þessu sinni á Ísland 166 keppendur á leikunum, sem allir eru staðráðnir í að gera sitt besta fyrir land og þjóð, en landinu hefur jafnan gengið vel á Smáþjóðaleikunum. Eng- in ástæða er til að ætla annað en að framhald verði þar á nú og að íþróttamennirnir ís- lensku geri landa sína utan vallar stolta með frammistöðu sinni. Smáþjóðaleikarnir aftur á Íslandi}Keppt á jafnréttisgrundvelli H vað væri Tinni án Tobba? Eða Gunnar á Hlíðarenda án Sáms? Mikki mús án Plútó? Síðasta dæmið er reyndar svolítið skrýt- ið (það er eitthvað ankannalegt við að mús eigi hund) en fær þó að vera með til að benda á hversu víða hundar koma við sögu. Winston Churchill leitaði gjarnan til hundsins Rufusar á ögurstundum og þá eru ótaldir allir bandarísku forsetahundarnir sem hafa hlotið alþjóðafrægð, m.a. fyrir að hafa verið eigendum sínum stoð og stytta við að taka ýmsar af- drifaríkar ákvarðanir. Næsta víst er að mann- kynssagan væri heldur snautleg án hunda. Hundahald var bannað í Reykjavík og mörg- um öðrum þéttbýlisstöðum meirihluta 20. ald- arinnar. Þetta hefur breyst, en hundahald er þó enn bannað í nokkrum bæjum og einungis leyft sem undantekning. Þessar hömlur á tilvist hunda hafa m.a. ýtt undir fordóma í garð hunda og hundaeigenda og hafa orðið til þess að hundar eru ekki sá sjálfsagði hluti af samfélaginu sem þeir eru víða annars staðar í heiminum, því þeir eru ekki velkomnir á mörgum stöðum. Hundar mega t.d. ekki vera í almenningsfarartækjum, verslunum eða á veitingastöðum. Í auglýsingum margra hátíða er þess sérstaklega getið að hundar séu ekki velkomnir. Sú fjörlega borgarhundamenning sem gjarnan verður vart við erlendis, þar sem glaðlegir ferfætlingar spóka sig með dillandi skott um stræti og torg, er því ekki til hér. Nánast eini staðurinn þar sem öruggt er að hundur sé vel- kominn er á hans eigin heimili. Það er að segja ef hundahald er leyft í viðkomandi húsi. Hvers vegna ættu íslenskir hundar ekki að geta verið á veitingastöðum og notað almenn- ingssamgöngur með eigendum sínum rétt eins og hundar víða í Evrópu? Það, að halda því fram að hundar eigi best heima úti í sveit er í besta falli leifar gamallar samfélagsgerðar. Önnur algeng rök gegn hundahaldi eru hunda- ofnæmi. Með sömu rökum mætti væntanlega krefjast þess að öll tré og gróður í borgarland- inu yrði höggvinn niður vegna þess að tals- verður fjöldi fólks er með gróðurofnæmi. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að hundar hafa jákvæð áhrif á andlega og lík- amlega heilsu fólks. Mörg dæmi eru um að þeir heimsæki heilbrigðisstofnanir á vegum samtaka á borð við Rauða krossinn til að bæta heilsu og líðan fólks. Ein sorglegasta birtingarmynd þeirr- ar hundastefnu sem hér er við lýði kom í ljós þegar íbúar í blokkum Öryrkjabandalagsins þurftu að velja á milli þess að láta frá sér gæludýrin sín og missa húsnæðið. Ekki var þar við forsvarsmenn að sakast, þeir voru einfaldlega að fara eftir lögum sem löngu er kominn tími til að endur- skoða. Hundar og hundaeigendur hafa átt fremur fáa mál- svara í stjórnkerfinu en nýleg tillaga borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins um að hverju sveitarfélagi verði frjálst að ákveða hvernig það hagar reglum um á hvaða stöðum leyfilegt sé að hafa dýr, er spor í rétta átt. Voff fyrir því! annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Voffvoffvoffvoffvoffvoffvoffvoff.... STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Þó að verulega hafi dregið úratvinnuleysi meðal ungsfólks, benda nýjar tölur úrvinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar til þess að stór hópur ungs fólks sé hvorki í námi né með fasta atvinnu um þessar mundir. Í apríl sl. var atvinnuleysi meðal 16- 24 ára 14,6% á meðan það var 3,7% hjá 25 ára og eldri að því er fram kom í könnun Hagstofunnar. Lít- illega hefur fækkað í þessum hópi frá í fyrra en í apríl 2014 var at- vinnuleysi meðal 16-24 ára 15,6%. Mikill munur er á þessum tölum yfir atvinnuleysi ungs fólks og á at- vinnuleysistölum Vinnumálastofn- unar, sem sýna fjölda þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá á hverjum tíma. Þær upplýsingar leiða í ljós að alls voru 1.000 manns á aldrinum 18-24 ára atvinnulausir í lok apríl eða um 17% allra atvinnulausra. Skv. upplýsingum Vinnumálastofn- unar reiknast atvinnuleysi 18-24 ára um 3,5% í seinasta mánuði miðað við áætlaðan mannafla fólks í þess- um aldurshópi. Hér munar miklu á tölum Vinnu- málastofnunar og könnun Hagstof- unnar, sem nær til breiðari aldurs- hóps eða 16-24 ára og bendir til 14,6% atvinnuleysis í þessum hópi eins og fyrr segir. Jafngildir það því að 4.700 ungmenni á þessum aldri séu án atvinnu í vor. Mikill munur er á þeim aðferðum sem Vinnumálastofnun og Hag- stofan nota þegar lagður er mæli- kvarði á atvinnuleysi á hverjum tíma. Hagstofan kannar meðal svar- enda hvort þeir eru í atvinnleit en Vinnumálastofnun telur eingöngu þá sem uppfylla skilyrði til skrán- ingar á atvinnuleysisskrá. Atvinnu- þátttaka ungs fólks hefur verið mik- il hér á landi og á þessum árstíma eru margir að ljúka námi og leita að sumarvinnu og teljast því atvinnu- lausir skv. Hagstofunni, þó þeir séu ekki skráðir atvinnulausir. Atvinnu- leysistölur Vinnumálastofnunar virðast því vanmeta að einhverju leyti raunverulegt atvinnuleysi á sama tíma og rannsókn Hagstof- unnar virðist ofmeta það vegna mik- ils hreyfanleika ungs fólks á milli skóla og vinnu á hverjum árstíma. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir að í tölum um atvinnuleysi ungs fólks komi fram sá eðlismunur sem er á niðurstöðum Vinnumálastofnunar og Hagstofunnar. Á þessum árstíma sé t.d. skólafólk orðið laust við, vilji fá vinnu og svari því til að það sé at- vinnulaust. Þetta sé því oft tíma- bundið ástand. Að sögn Karls sker þessi yngsti aldurshópur sig ekki lengur úr í yfirliti Vinnumálastofn- unar yfir skráð atvinnuleysi. „At- vinnuleysi ungs fólks er hverfandi og alls ekki meira en gengur og ger- ist,“ segir Karl. Átaksverkefni skiptu miklu máli á fyrstu árunum eftir hrun við að auka atvinnuþátttöku og sum- arstörfin sem staðið hafa náms- mönnum til boða hafa líka haft mik- ið að segja. ,,Staðan er orðin miklu betri á vinnumarkaði fyrir ungt fólk. Það er talsverða vinnu að hafa yfir sumartímann í ferðaþjónustu og í byggingariðnaði í auknum mæli.“ Gert er ráð fyrir að skráð at- vinnuleysi á landinu minnki talsvert í maí og gæti orðið nálægt 3%, að sögn Karls. Búast má við að tölur Hagstofunnar hækki eftir sem áður í maí þar sem skólafólk sem ekki er komið með sumarvinnu er meira áberandi. Í fyrra fór atvinnuleysi skv. Hagstofunni upp í 7,2% í maí en datt svo niður í 4,6% strax í júní. Hverfandi atvinnu- leysi en ólíkar tölur Morgunblaðið/Styrmir Kári Framkvæmdir Störfum fer fjölgandi þegar líður á sumarið og er útlit fyrir að skráð atvinnuleysi í maí fari niður í um 3%, skv. Vinnumálastofnun. Tölur Hagstofunnar yfir at- vinnuleysi eru notaðar í alþjóð- legum samanburði, sem hefur sýnt að atvinnuleysi ungs fólks er hvað minnst hér á landi innan OECD. Í umfjöllun OECD um atvinnu- vanda unga fólksins, sem birt var í vikunni, kemur fram að að- eins í tveimur aðildarlöndum OECD er lægra hlutfall 15-29 ára af íbúafjölda sem eru hvorki í námi né vinnu en hér á landi. OECD segir atvinnuleysi hafa komið með mestum þunga nið- ur á ungu fólki í flestum löndum OECD frá því að efnahags- kreppan reið yfir 2008. Yfir 36 milljónir ungs fólks á aldrinum 16 til 29 ára eru hvorki í skóla, starfsnámi né í vinnu í aðildar- löndunum. Ekki bætir úr skák að eitt af hverjum fjórum ung- mennum, sem þó hafa atvinnu, eru eingöngu með tímabundinn ráðningarsamning. Með því minnsta hér OECD SAMANBURÐUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.