Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015
✝ Gunnar Hauks-son fæddist í
Reykjavík 8. des-
ember 1943. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 20. maí
2015.
Foreldrar hans
voru Bára Skær-
ingsdóttir hús-
móðir, f. 8.8. 1917,
d. 26.4. 1978, og
Haukur Jónsson pípulagn-
ingameistari, f. 28.4. 1915, d.
12.8. 1961. Bróðir Gunnars var
Skæringur, f. 24.5. 1937, d. 1.12.
2011.
Gunnar kvæntist Sigríði J.W.
Kristinsdóttur, þau skildu. Börn
Gunnars og Sigríðar eru: 1)
Haukur, f. 20.10. 1966, kvæntur
Valgerði Gunnarsdóttur, f. 21.9.
1967. 2) Helgi Tómas, f. 5.12.
1969, kvæntur Söndru Eðvarðs-
dóttur, f. 22.3. 1980. 3) Gunnar
Þór, f. 24.8. 1975, kvæntur Lenu
Magnúsdóttur, f. 15.8. 1976, 4)
ar Smári Einarsson, f. 8.10.
1999.
Börn Sverris, eiginmanns
Kristínar, eru: Stefanía Lind, f.
1.2. 1993, sambýlismaður henn-
ar er Arnar Freyr Sigurðsson, f.
2.10. 1989, sonur þeirra er
Frosti Þór, f. 8.11. 2012. Sig-
urður, f. 4.7. 1995, og Jón Theo-
dór, f. 8.4. 1999.
Gunnar útskrifaðist frá Hót-
el- og veitingaskólanum árið
1963, hann starfaði sem þjónn á
Naustinu og lauk námi sínu þar.
Gunnar starfaði lengi hjá Sam-
bandinu, SÍS, og var meðal ann-
ars verslunarstjóri í SÍS-búðinni
á Kirkjusandi. Gunnar starfaði
hjá Olíufélaginu Esso við innra
eftirlit og síðan sem bókari þar
til hann lauk störfum sökum
aldurs. Gunnar var mikill skíða-
maður og ferðaðist oft til Aust-
urríkis á skíði og einnig skíðaði
hann mikið í Bláfjöllum. Gunnar
stundaði mikið golf í Bakkakoti
í Mosfellsdal og var það hans líf
og yndi á seinni árum og lágu
eftir hann ófáir titlar. Einnig
fór hann mikið utan til að spila
golf.
Útför Gunnars fer fram frá
Fella- og Hólakirkju í dag, 29.
maí 2015, og hefst athöfnin kl.
13.
Kristín, f. 24.8.
1975, gift Sverri
Steindórssyni, f.
21.7. 1967.
Barnabörn
Gunnars eru:
Gunnar Hauksson,
f. 18.1. 1990. Vikt-
oría Júlía Hauks-
dóttir, f. 17.12.
1995, og Sylvía
Hauksdóttir, f.
20.5. 1998. Bjarki
Frímann Helgason, f. 31.7. 1993,
Eva Margrét Helgadóttir, f.
29.6. 1995, Karen Sif Helgadótt-
ir, f. 6.9. 1997, Sara Rún Ísafold
Ingudóttir, f. 8.1. 1999, Rut
Helgadóttir, f. 28.11. 1999. Sig-
rún Silja Helgadóttir, f. 16.10.
2003.
Alexandra Gunnarsdóttir, f.
26.4. 1996, Díana Ýr Gunn-
arsdóttir, f. 24.9. 1997, og Mó-
nika Sif Gunnarsdóttir, f. 23.12.
2000. Arnar Freyr Einarsson, f.
2.6. 1996, Bryndís Ósk Ein-
arsdóttir, f. 16.11. 1997, og Ein-
Elsku pabbi.
Ég veit hreinlega ekki hvar ég
á að byrja. Þú kunnir svo sann-
arlega að láta mig fara að grenja á
meðan þú varst á meðal okkar, en
maður minn, hvað þér hefur tekist
að skrúfa frá tárakirtlunum eftir
að þú fórst. Það hefur verið erfitt
að sjá þér hraka stöðugt í veik-
indum þínum og jafn erfitt fyrir
þig og mig að vita í hvað stefndi.
Þó svo að ég myndi óska þess að
þú værir hér ennþá þá gat ég ekki
hugsað mér að horfa upp á að þér
hrakaði stöðugt. Ég reyndi að
fylgja þér eftir eins og ég gat en
það var alls ekki auðvelt. Ég trúi
því að þú sért hvíldinni feginn.
Sorgin er erfið, sporin eru þung
og ekkert verður eins án þín. Þú
varst minn besti vinur og þeir eru
óteljandi kaffibollarnir sem við
höfum drukkið saman yfir öllu
guðstalinu sem þú varst alltaf að
reyna að koma í kollinn á mér. Þú
reyndir að telja mér trú um að
dauðinn væri ekki eintóm sorg
heldur ætti maður að gleðjast og
minnast þess látna. Ég á erfitt
með að gleðjast því söknuðurinn
er mikill. En þú hafðir líka mikinn
húmor, ekki löngu áður en þú
kvaddir okkur hringdi ég í þig og
sagði þér að ég væri í kirkjugarð-
inum að vitja leiðis hjá ömmu og
afa. Það stóð ekki á svari frá þér,
þú sagði að það væri nú algjör
óþarfi fyrir mig að drífa mig í
kirkjugarðinn strax, því þú værir
nú ekki kominn þangað ennþá.
Húmorinn þinn náði meira að
segja svo langt að þú vildir fá að
hvíla sem næst golfvellinum og
vildir kalla leiðið þitt 19 holuna á
Bakkakotsvelli. Þrátt fyrir að það
sé erfitt að kveðja þá gleðst ég yf-
ir öllum þeim stórskemmtilegu
stundum sem við áttum saman.
Þær stundir voru sjaldnast nein
lognmolla, þú lést skoðanir þínar
óspart í ljós, þér fannst gaman að
tala og talaðir mikið. Ég hafði
gaman af því að tala við þig og
hringdi gjarnan til þín í vinnunna
þegar að þú varst að vinna hjá
Esso. Ég hringdi á skiptiborðið og
bað um Gunnar, símadaman sagði
mér að það væri á tali hjá þér og
bauð mér að bíða. Ég hélt nú ekki,
sú bið gæti tekið allan daginn.
Símtölin okkar verða víst ekki
fleiri, matarboðin verða ekki fleiri
en ég mun hugsa til þín. En þú
getur verið alveg rólegur þarna
uppi, ég spjara mig. Ekki hafa
áhyggjur af bindishnútnum, það
eru nokkur ár síðan að ég náði
tökum á honum en þú varst sann-
færður um að mér tækist það
aldrei. En þangað til að við hitt-
umst aftur, pabbi minn, þá bið ég
englana að vaka yfir þér og gangi
þér vel í golfinu þarna uppi.
Þinn sonur,
Helgi Tómas.
Minningar um þig mun ég
varðveita í mínu hjarta alla ævi,
elsku pabbi. Síðustu dagar með
þér voru einstakir og höfðu mikil
áhrif á mig sem ég mun minnast
alla ævi. Takk fyrir allar þær góðu
stundir sem við áttum saman,
pabbi. Þín verður sárt saknað.
Kveðja vil ég þig, elsku pabbi, að góðra
manna sið.
Þú sem ekki lengur stendur mér við
hlið.
Við þig gat ég alltaf rætt hin ýmsu mál.
Þú hafðir að geyma góða og yndislega
sál.
Nú þegar sorgin blasir við mér...
...þá rifjast upp þær stundir sem ég átti
með þér.
Það var svo margt sem við gerðum
saman.
Á mörgum þeim stundum var
feikigaman.
Ætli þú munir þær eins vel og ég?
Ó, hve sorgin er óyfirstíganleg.
Mér finnst svo oft að þú sért enn hér
og ég muni fljótlega heyra í þér.
Raunveruleikinn blasir þá við.
Þú ert farinn í gegnum hið gullna hlið.
Ég veit að þú ert kominn á betri stað
þó erfitt sé að hugsa um það.
Ætíð vildi ég hafa þig mér hjá.
Því þurftir þú að fara jörðu frá?
Við áttum ætíð að vera saman,
um alla eilífð hafa gaman.
En þú fórst alltof fljótt.
Hvernig á mér þá að vera rótt.
Hvað geri ég án þín?
Hvað geri ég nú?
Minn elsku besti pabbi,
það varst og ert þú!!!
Þinn sonur,
Gunnar.
Elsku pabbi minn.
Ég trúi því ekki enn, elsku
pabbi minn, að þú sért farinn frá
mér. Ég vildi óska þess að þetta
væri bara draumur og ég myndi
vakna og þú værir enn hjá okkur.
Ég er svo glöð að þú fluttir til okk-
ar hingað í Norðurfellið sumarið
2013 og leyfðir okkur að hugsa um
þig. Þú varst mér svo góður alla
mína ævi og studdir mig í einu og
öllu og varst ávallt til staðar fyrir
mig. Ég er svo þakklát að hafa
getað gefið þér tilbaka alla þá ást
og hlýju sem þú gafst mér, og hafa
hugsað um þig á allan þann hátt
sem ég gat og sérstaklega í þínum
erfiðu veikindum. Þessa yndislega
tíma sem við áttum hér heima
mun ég minnast lengi, þér leið svo
vel hjá okkur, sérstaklega hjá
hundunum enda voru þau miklir
vinir þínir og elskuðu afa sinn.
Þessar 2 vikur sem við áttum sam-
an á líknardeildinni voru mér líka
mjög dýrmætar, við gátum spjall-
að saman, horft saman á sjónvarp-
ið, farið í smá göngutúr og margt
annað, þar gat ég verið dóttir þín
og gefið þér allan minn tíma. Sem
betur fer gastu verið heima nán-
ast allan þinn tíma eins og þú ósk-
aðir. Mér leið svo vel að hafa verið
hjá þér alla þessa daga og nætur á
meðan þú varst á spítalanum. Þú
treystir algjörlega á mig og lést
sko læknana og hjúkrunarkon-
urnar vita að þau mættu ekkert
gera nema ég vissi það fyrst og
gæfi samþykki.
Mér líður svo vel í hjartanu að
hafa fengið þann heiður að hafa
getað haldið utan um þig þegar þú
kvaddir, takk fyrir að hafa leyft
mér það, elsku pabbi.
Þú varst svo stoltur af mér þeg-
ar ég ákvað að fara í skóla og læra
sjúkraliðann, og sagðir við alla að
þú værir tilraunadýrið mitt, og
eitt get ég sagt þér, elsku pabbi,
að ég mun veita þér þína loka-að-
hlynningu og ég veit að þú hefðir
verið glaður með það.
Það eru svo margar minningar
sem við eigum saman, skíðaferðin
til Austurríkis og allar skíðaferð-
irnar í Bláfjöll, tíminn sem við átt-
um saman þegar við bjuggum í
Hveragerði, ferðin til Danmerkur
og margt fleira. Það sem er mér
minnisstæðast er þegar þú gekkst
með mig upp að altarinu og gafst
mig Sverri, sú stund var dásam-
leg. Það var þín heitasta ósk að
gefa einu dóttur þína og þér varð
að ósk þinni. Þessi dagur var ekki
bara minn og Sverris heldur var
hann líka dagurinn þinn, pabbi.
Ég sakna þín svo mikið, pabbi,
það er svo erfitt að horfa inn í her-
bergið þitt og sjá þig ekki þar.
Söknuðurinn er svo mikill að ég
sef í rúmi þínu. Tumi og Lady eru
alltaf að bíða eftir að afi þeirra
komi heim. Eitt get ég sagt þér,
elsku pabbi, að þegar minn tími
kemur mun ég hvíla við hlið þér,
því lofa ég.
Það er svo mikill tómleiki sem
ég finn fyrir í hjartanu, pabbi,
mikill söknuður og sorg. Þú varst
mér allt, þú varst foreldrið mitt,
þú varst styrkurinn minn, þú
varst minn besti vinur sem ég gat
ávallt leitað til, við vorum eitt þú
og ég. Ég reyni að brosa í gegnum
tárin, pabbi, en það er svo sárt og
erfitt því ég sakna þín svo mikið.
Minning um þig mun lifa í mínu
hjarta um alla eilífð. Knúsaðu dýr-
in mín og þinn Tító frá mér.
Elsku pabbi minn, þín verður
sárt saknað. Hvíldu í friði. Þín
einkadóttir,
Kristín.
Það var mikil sorg sem fylgdi
því að kveðja þig í hinsta sinn. En
þær stundir sem við áttum hér
saman í Norðurfellinu voru
ánægjulegar. Það er búið að vera
gaman að hlusta á minningarnar
um þig nú þegar þínu nánustu eru
að minnast þín, þú virkilega lifðir
lífinu lifandi, sinntir áhugamálum
þínum af kappi, þú ert í raun öf-
undsverður af því.
En eins sorglegt og það var að
missa þig þá held ég að ég geti
fullyrt það að aðhlynning og
umönnun sem þú hlaust á þessum
tíma til dauðadags hafi í raun
toppað það sem flesta myndi
dreyma um við þessar aðstæður.
Það var aðdáunarvert að verða
vitni að þeim kærleik sem var á
milli þín og þinnar dóttur.
Hvíl í friði, elsku Gunnar, og ég
skal standa við gefið loforð sem ég
gaf þér á lokastundu.
Þinn tengdasonur,
Sverrir Steindórsson.
Elsku afi minn, ég á enn erfitt
með að trúa því að þú sért farinn
frá okkur, en þegar ég hugsa bet-
ur út í það þá ertu ekki alveg far-
inn. Þú lifir enn, minning þín lifir
að eilífu. Það er þó ekki næstum
því jafngott og að hafa þig hér en
það er þó eitthvað, eitthvað til að
halda í. Auðvitað finn ég fyrir sorg
yfir að þú sért farinn, en ég finn
einnig fyrir gleði.
Ég er glöð með það að hafa
þekkt þig, ég er glöð yfir því að ég
fékk að þekkja þig í 17 ár! Þú bjóst
hjá okkur þessi síðustu ár þín, en
þá fékk ég að kynnast veikindum
þínum sem leyfði mér að horfa á
lífið með allt öðrum augum. Þú
varst samt alltaf svo glaður þrátt
fyrir veikindin, alltaf svo hress,
varst alltaf að segja brandara, þú
varst svo sterkur, elsku afi minn.
Það hefðu eflaust ekki margir ver-
ið svona sterkir og þraukað eins
lengi og þú gerðir. Þú ert hetja.
Þú ert hetjan mín. Elsku afi, ég
mun sakna þín alla mína ævi, ég
hlakka líka til að segja börnunum
mínum frá þér og kenna þeim allt
það sem þú kenndir mér. Ég veit
að þér líður betur núna, nú get-
urðu eytt öllum tímanum þínum í
að spila golf eins og ég veit að þú
elskaðir, en ég veit líka að þú pass-
ar okkur öll. Þú passar mig,
mömmu, strákana og alla sem þér
þótti vænst um, ég efa það ekki.
Og fyrir það er ég þakklát. Takk,
afi minn, takk fyrir að hafa verið
til. Og megir þú hvíla í friði að ei-
lífu. Ég elska þig
Þín
Bryndís Ósk.
Gunnar H.
Hauksson
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi minn,
hvíldu í friði.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Þinn
Einar Smári.
Elsku afi minn, hvíldu í
friði.
Ég mun sakna þín. Þinn
Arnar Freyr.
Ástkær móðir, tengdamóðir, systir, amma
og vinkona,
ÞÓRDÍS GUNNARSDÓTTIR,
Grundarfirði,
lést á Dvalarheimilinu Fellaskjóli
sunnudaginn 24. maí.
Útförin fer fram frá Grundarfjarðarkirkju
mánudaginn 1. júní kl. 14.
.
Kristján T. Ragnarsson, Kristín Guðný Ottósdóttir,
Gunnar Ragnarsson, Ingunn Benedikta Þórisdóttir,
Ragnar Kristjánsson,
Kristófer R. Kristjánsson,
Þórdís Sigrún Gunnarsdóttir,
Benedikt Lárus Gunnarsson,
Erna Katrín Gunnarsdóttir,
Gunnar Ingi Gunnarsson.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
SKÚLI ALEXANDERSSON,
fyrrverandi alþingismaður frá
Hellissandi,
verður jarðsunginn frá
Ingjaldshólskirkju sunnudaginn 31. maí kl. 14.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Menningarsjóðinn
Fegurri byggðir. Reikningur í Landsbankanum nr.
190-15-380429, kt. 681011-0130.
.
Hrefna Magnúsdóttir,
Ari Skúlason, Jana Pind,
Hulda Skúladóttir,
Drífa Skúladóttir, Viðar Gylfason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
BJÖRN J. GUÐMUNDSSON,
Hólabraut Reykjadal,
lést á Akureyri hvítasunnudag 24. maí.
Útförin fer fram mánudaginn 8. júní
kl. 13.30 frá Glerárkirkju.
.
Guðmundur Eggert Björnsson, Birgitta Granqvist,
Ragnheiður Björnsdóttir, Jóhann Karlsson,
Ásta Björnsdóttir, Sigurjón Valdimarsson,
Arna Jakobína Björnsdóttir, Skúli Rúnar Árnason,
Guðm. Kolbeinn Björnsson, Guðlaug Ágústsdóttir,
Birna Björnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Afi minn, Böðvar
Þorvaldsson, bóndi
frá Akurbrekku í
Hrútafirði, kvaddi
þennan heim þann
23. apríl síðastliðinn.
Þegar ég hugsa til hans afa núna
þegar hann er farinn er mér fyrst
og fremst þakklæti efst í huga.
Ekki aðeins gaf hann afi minn
mér nafnið sitt heldur færði hann
mér ógleymanlegar og kærar
æskuminningar frá þeim tíma
sem ég dvaldist hjá afa og ömmu
á Akurbrekku. Hjá afa og ömmu
leið mér best og Akurbrekka var
ævintýralandið mitt, þar var allt-
af nóg fyrir mig að gera. Þar var
ég öll sumur, páska og einhver jól
auk þess að búa hjá þeim einn
vetur og gekk ég þá í barnaskól-
ann í Reykjaskóla. Það fór alltaf
frekar mikið fyrir mér og var ég
uppátækjasamur og jafnvel á
tímum erfiður og óþekkur. Afi
sýndi mér hins vegar alltaf þol-
inmæði og talaði aldrei niður til
mín heldur til mín líkt og jafn-
ingja. Hann skammaði mig aldrei
heldur kenndi mér og sýndi með
sinni eintöku yfirvegun og ró
hvernig gera ætti hlutina. Afi var
einstaklega vandvirkur og yfir-
Böðvar
Þorvaldsson
✝ Böðvar Þor-valdsson fædd-
ist 22. ágúst 1926.
Hann lést 23. apríl
2015. Útför hans fór
fram 2. maí 2015.
vegaður maður og
af honum lærði ég
meira en ég
kannski áttaði mig
á þeim tíma.
Ég hafði mikinn
áhuga á dráttarvél-
um og hestum og
fannst ekkert
skemmtilegra en að
fá að keyra með afa
í Case-traktornum
eða fara á hestbak
með honum á Tígli og Mósa.
Þau eru mér sérstaklega
minnisstæð kvöldin við eldhús-
borðið á Akurbrekku þar sem við
afi sátum og spiluðum olsen olsen
og veiðimann á meðan ég hámaði
í mig kleinurnar hennar ömmu
(bestu kleinur í heimi) og þamb-
aði mjólk. Þá var jafnan hlustað á
fótboltalýsingar í útvarpinu en á
fótbolta höfðum við afi báðir mik-
inn áhuga og deildum við þeim
áhuga allt til loka.
Núna þegar þú ert farinn, afi
minn, held ég fast í mínar bestu
minningar frá tímanum sem við
áttum saman í sveitinni okkar á
Akurbrekku í Hrútafirði og
þakka þér fyrir allt það sem þú
gafst mér. Ég mun sakna þín, afi,
og reyna eftir fremsta megni að
muna öll góðu gildin sem þú
kenndir mér þannig að ég megi
sem best heiðra minningu þína.
Þar til við hittumst aftur, afi
minn.
Böðvar Sigurbjörnsson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar