Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 35
ríkti innileg væntumþykja. Þau kunnu að njóta nærveru hvort annars og bauð hann henni alltaf með út að borða þegar hann kom norður og það kunni hún svo sannarlega að meta. Á seinni árum, þegar fór að róast, kom enn betur í ljós hvað Erlingur hafði stórt og gott hjarta og var í raun mjúkur mað- ur. Hann kunni að njóta lífsins með Tótlu sinni og fjölskyldunni hvar sem þau voru; á Spáni, heima í Garðabæ, í sumarhúsinu á Laugarvatni eða við veiðar með sonum sínum. Mikil og góð tengsl hafa mynd- ast á milli okkar frændsystkina og hittumst við sum okkar í ár- legri „frændaveislu“ og þannig treystum við tengsl okkar í anda frænda okkar. Nú kveðjum við Örninn í síð- asta sinn þegar hann tekur flugið til nýrra heimkynna. Við vottum Tótlu, frændsystk- inum okkar og allri fjölskyldunni innilegustu samúð. Hildur, Sigrún, Áslaug, Páll og Arnar Helgi (Ásdís frænka) Ásu Helga börn. Með nokkrum orðum langar mig að minnast góðs vinar. Ég kynntist Erlingi fyrir rúm- um 45 árum. Þeir Guðjón Bald- vinsson systursonur minn voru nágrannar á Lindarflötinni. Er- lingur var á þeim tíma að skoða innflutning á MAN-bifreiðum og það sama ár keypti ég fyrsta MAN-vöruflutningabílinn, en þeir urðu margir eftir það. Við- skipti Ó. Jónsson & co við Erling og fyrirtæki hans Kraft hf. ein- kenndust af trausti og góðri fyr- irgreiðslu. Ég minnist allra MAN-ferð- anna til Þýskalands þar sem þau hjón Erlingur og Þórunn voru samhent og sáu til þess að öllum liði sem allra best. Þessar ferðir eru okkur hjónum ógleymanleg- ar. Á meðan viðskiptavinirnir skoðuðu bílaverksmiðjur með Erlingi, fór Þórunn með konurn- ar í siglingu á Rín, á kaffihús eða að skoða í verslanir. Í þessum MAN-ferðum varð til vinátta sem hefur haldist alla tíð. Heimsóknirnar hingað norður til okkar þar sem við áttum góðar stundir við sjóstangaveiði á lygn- um Eyjafirðinum eru einnig minnisstæðar. Eftir eina slíka ferð skrifaði hann mér bréf þar sem hann sagði að úr aflanum hefði hann lært hjá systur sinni að búa til fiskibollur eins og mamma þeirra gerði í gamla daga. Hann mat þessar veiðiferð- ir ekki síður en laxveiðiferðirnar. Á kveðjustund er mér efst í huga þakklæti fyrir samfylgdina og órjúfanlegan vinskap. Við hjónin og fjölskylda okkar vottum Þórunni og fjölskyldu einlæga samúð. Blessuð sé minning Erlings Helgasonar. Óskar G. Jónsson, Dalvík. Í dag kveðjum við Erling Helgason, kæran skólafélaga okkar sem útskrifuðumst 1950 úr Verzlunarskóla Íslands. Við hugsum til hans með hlýhug og þakklæti fyrir samfylgdina á skólaárunum og í lífinu eftir þau. Erlingur átti oftast frumkvæði að því að halda saman hópinn og efla vináttuna, og var hann alltaf reiðubúinn af rausnarskap og ör- læti að hafa forystu til að kalla saman hópinn til að fara í ferða- lög, bjóða heim í fyrirtækið sitt og sumarbústaðinn, til að hafa gaman og njóta lífsins. Margar góðar stundir koma upp í hugann á þessum tímamótum og fyrir þær viljum við þakka. Við send- um Þórunni, eiginkonu hans, og afkomendum þeirra innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd útskriftarhóps Verzlunarskóla Íslands 1950, Hólmfríður Jóhannesdóttir, Sigríður Valdimarsdóttir. MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015 ✝ Guðrún Árna-dóttir fæddist í Keflavík 5. októ- ber 1922. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Hlévangi í Keflavík 18. maí 2015. Foreldrar henn- ar voru Árni Vig- fús Magnússon bátasmiður í Veg- húsum í Keflavík, f. á Minna-Knarrarnesi í Vatnsleysustrandarhreppi 27. júlí 1884, d. í Keflavík 7. maí 1959, og kona hans Bjarnhild- ur Helga Halldórsdóttir, f. á Vatnsnesi í Keflavík 25. ágúst 1885, d. í Keflavík 29. mars 1950. Systkini Guðrúnar: Sig- ríður, f. 1907, d. 1929, Pálína Þorbjörg, f. 1910, d. 1972, Svava, f. 1913, d. 2001, Hall- dóra, f. 13. október 1914, d. 13. mars 2006, Magnea, f. 1917, d. 1997, Árni Bjarn- mundur, f. 1919, d. 1972, Páll, f. 1924, d. 1999, og Guð- mundur, f. 1927, d. 1927. Systkinin hafa öll verið búsett í Keflavík nema Pálína sem bjó í Hafnarfirði. Guðrún giftist 18. desember 1943 Lárusi Eiðssyni, f. 29. ágúst 1918, d. 16 desember 1986, frá Klungurbrekku, Skógarströnd. Foreldrar Lár- bjartsdóttir, börn þeirra a) Lárus Frans, maki Ásta Birna Ragnarsdóttir, börn þeirra aa) Guðmundur, ab) Kristófer (sonur Ástu), ac) Bergþór Arnar, ad) Dagbjört Sól. b) Ágúst Þór, maki Lóa Rut Reynisdóttir, börn þeirra ba) Bergur Daði, bb) Logi Þór, bc) Lovísa Rut. Guðrún og Lárus hófu bú- skap á Suðurgötu 37 Keflavík, þaðan fluttu þau á neðri hæð- ina hjá Svöfu systur hennar á Hafnargötu 56. Er móðir hennar dó 1950 fluttust þau Lárus í Veghús til föður henn- ar. Lárus byggði þeim síðan heimili í Vallartúni 3 í Kefla- vík og bjuggu þau þar fram á efri ár, en Lárus lést 1986. Guðrún flutti síðar í Vina- minni og þaðan á Hlévang þar sem hún lauk ævinni. Guðrún var fyrst og fremst húsmóðir og fjölskyldukona. Hún vann utan heimilis við ýmis störf, s.s. í verslunum og fisk- vinnslu, einnig ræsti hún barnaheimilið Tjarnarsel í 26 ár. Guðrún var mikil fé- lagsvera og gekk hún snemma í Kvenfélag Keflavíkur og gegndi þar ýmsum trún- aðarstörfum, meðal annars var hún 13 ár formaður kven- félagsins. Velferð barna var henni ávallt ofarlega í huga og vann hún ötullega við barnaheimili kvenfélagsins í Tjarnarlundi meðan það var rekið þar. Útför Guðrúnar verður frá Keflavíkurkirkju í dag, 29. maí 2015, kl. 13. usar voru Eiður Sigurðsson sjó- maður, f. 25. maí 1887, d. 15. nóv- ember 1929, og kona hans Sig- urrós Jóhann- esdóttir húsmóðir og verkakona, f. 23 júní 1885, d. 10. apríl 1970. Börn Guðrúnar og Lárusar eru: 1) Rut, látin, maki Brynjar Hans- son, börn þeirra a) Guðrún Lára, gift Skúla Rósantssyni. Börn þeirra eru: aa) Rut í sambúð með Davíð Matthías- yni, barn þeirra aaa) Guðrún Lára, ab) Rósant Friðrik, og ac) Soffía Rún. b) Sólveig Hanna, c) Eiður Gils, maki Sólveig Rós, barn þeirra er ca) Rut Páldís. 2) Bjarnhildur Helga, maki Guðmundur Ingi Hildisson, þau skildu, seinni maður Bjarnhildar Jón Beni- diktsson, látinn, börn Bjarn- hildar og Guðmundar Inga a) Magnea, b) Ragnheiður María, maki Ragnar Eðvaldsson, börn þeirra ba) Bjarnhildur Helga í sambúð með Magnúsi Inga Finnbogasyni, börn þeirra baa) Jóhanna Dís, bab) Magnús Ingi, bb) Þórunn Magnea, bc) Eðvald Ágúst. 3) Guðmundur, maki Jóna Hró- Elsku tengdamóðir mín Guð- rún Árnadóttir (Gunna Fúsa í Veghúsum) er látin, 92 ára að aldri. Hennar er ljúft að minn- ast. Þau tóku vel á móti mér hún og Lárus heitinn þegar ég kynnist Guðmundi og kom inn í fjölskylduna árið 1969. Við Guð- mundur byrjuðum okkar bú- skap á loftinu hjá þeim og okk- ur kom vel saman. Alltaf gat ég farið niður til Gunnu og fengið góð ráð. Það var mikill gesta- gangur að Vallartúni 3. Gunna var mjög gestrisin og hafði gaman af þegar barnabörnin komu koll af kolli, þá ljómaði hún öll og þau nutu góðs af um- hyggju hennar og hlýju. Fjöl- skyldan hennar Gunnu var stór. Veghúsasystkinin eins og þau voru kölluð voru mjög samrýmd og báru virðingu hvert fyrir öðru. Það var aðdáunarvert að fá að fylgjast með þeim, aldrei var rifist, bara skipst á skoð- unum og haft gaman af. Ég þakka ávallt Gunnu minni hvað hún reyndist mér vel og hvað okkar samband var kært. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Blessuð sé minning hennar. Þín tengdadóttir, Jóna. Það er komið að kveðjustund. Okkur systrunum er það ljúft að setja nokkur orð á blað til að minnast ömmu okkar Guðrúnar Árnadóttur. Hún amma Gunna hefur kvatt þennan heim og er horfin á braut á vit nýrra æv- intýra. Amma Gunna var besta amma sem hægt var að hugsa sér. Á uppvaxtarárunum var það fastur liður hjá frændsystk- inunum að koma við í Vallar- túninu hjá ömmu, t.d. í frímín- útum og í hádeginu, en heimili hennar og afa var í næsta ná- grenni við skólana. Amma var einstaklega barngóð og lagði áherslu á það góða í lífinu. Börn hændust að henni. Við barna- börnin fengum ekki eingöngu að njóta samvista við hana held- ur einnig langömmu- og langa- langömmubörn hennar. Heimili ömmu var alltaf afar hlýlegt og fallegt, bæði Vallartúnið þar sem hún og afi bjuggu og einnig á Aðalgötu 2 þar sem hún bjó um árabil. Hún var alltaf með heitt kaffi á könnunni og bauð gjarnan til pönnukökuveislu. Amma tók mikinn þátt í lífi okkar og var límið sem hélt fjöl- skyldunni saman. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann á stundum sem þessari en aðallega þakklæti fyrir að vera þeirrar gæfu að- njótandi að hafa átt ömmu sem var svona hlý og góð, ömmu sem bakaði pönnukökur, ömmu sem beið með heitan mat í há- deginu fyrir okkur krakkana og foreldra okkar, ömmu sem dansaði í eldhúsinu, spilaði við okkur og litaði með okkur myndir. Ömmu sem passaði að okkur væri ekki kalt og ömmu sem kenndi okkur bænirnar. Enginn fór svangur frá ömmu og alltaf var opið hús og líflegt í Vallartúninu, voru systur henn- ar og vinkonur þar tíðir gestir. Amma var alltaf í miklu og góðu sambandi við systkini sín og fjölskyldu, lagði sitt af mörkum til þess rækta fjölskyldutengsl og er það ómetanlegt. Hún var mjög vinmörg og félagslynd og starfaði um árabil með Kven- félagi Keflavíkur þar sem hún gegndi m.a. formennsku. Hún tók þátt í starfi eldri borgara, hugsaði um heilsuna, fór í leikfimi með eldri borg- urum og skellti sér í kántrýd- ans á efri árum. Amma var allt- af dugleg að fylgjast með sínum og hringdi í okkur reglulega á meðan hún hafði heilsu. Þegar við bjuggum fjarri heimahögum skrifuðumst við á og var alltaf gaman að fá bréf frá ömmu, hún var óspör á hlý orð og hrós og ætlum við að enda þessa kveðju á hennar eigin orðum. „Það er alltaf til einhvers að hlakka, bara líta á björtu hliðarnar í líf- inu, þá gengur allt vel. Farðu varlega í umferðinni, elskan, og guð veri með þér.“ GÁ. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. sitji Guðs englar samna í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Magnea, Ragnheiður María og fjölskylda. Ég bjó fyrstu sjö árin á loft- inu hjá ömmu og afa í Vall- artúni. Ekki man ég öll prakk- arastrikin en alveg sama hvað gekk á þá tók amma öllu með jafnaðargeði. Hún sagði mér að einu sinni þegar ég var þriggja ára þá hefði mér verið gefin dómaraflauta og blés ég í hana við hvert tækifæri. Einhvern helgarmorgun læddist ég snemma niður til ömmu og afa og blés af öllum kröftum í flaut- una við rúmstokkinn. Afi varð ekkert sérstaklega glaður og lagði sig aftur en amma fór á fætur og gaf unga drengnum morgunmat. Þegar ég gekk í gagnfræða- skólann þá fór ég yfirleit í há- degismat til ömmu, þar hittist stórfjölskyldan og var oft glatt á hjalla og ýmis mál rædd. Amma hafði líka sín ráð við uppeldið og til að kenna okkur börnunum að hjálpa til, ekki er ég viss að það hafi alltaf vantað mjólkurpott en við hlupum í Nonna og Bubba svona rétt fyr- ir matinn og alltaf var það sem vantaði í samræmi við stærðina á okkur, fyrst einn pottur af mjólk og þegar við urðu stærri þá urðu pottarnir tveir og kannski eitthvað fleira. Amma og afi voru dugleg að hafa okkur barnabörnin með á ferðalögum og lá oft leiðin í Borgarfjörð. Ég man eftir ferð í Munaðarnes þar sem afi kenndi mér að synda á daginn og á kvöldin kenndu þau mér að dansa. Það var sérstaklega gaman að sjá þau dansa, svífa um. Þar nutu þau sín vel. Amma var líka til staðar þótt ég væri langt í burtu. Einn vet- ur bjó ég á Ísafirði og ég tók að mér að búa til kartöflumús fyrir matarboð hjá vinahópnum. Hélt að það yrði nú ekki mikið mál, nokkrar stappaðar kartöflur. Eitthvað vafðist þetta nú samt fyrir mér og ákvað ég að hringja í ömmu. Amma tók vel í hjálparbeiðnina, leiðbeindi í gegnum símann og held ég að þetta sé eina skiptið sem hún bjó til kartöflumús í gegnum síma. Árangurinn varð ljómandi góð ömmu-mús sem borin var á borð. Árið 1999 báðum við Ásta ömmu um leyfi til að gifta okk- ur þann 18. desember, þann dag höfðu þau afi gift sig. Það var auðsótt mál og vildi hún allt fyrir okkur gera. Í ræðu sem hún flutti í brúðkaupi okkar lýsti hún brúðkaupsdegi sínum og afa en þar var margt öðru- vísi en gerist í dag. Amma heimsótti okkur fjöl- skylduna til Danmerkur í júlí 2005. Við fórum víða, keyrðum í gegnum trjágöng, sem ömmu þótti mjög gaman, heimsóttum Bakken, litum við hjá Margréti Þórhildi (sem var ekki heima) og nutum þess að vera í góða veðrinu. Hún spilaði við dreng- ina okkar og einnig var spjallað um gamla og nýja tíma. Amma mín, þú skilur eftir margar góðar minningar sem ekki er hægt að telja upp hér en í öllum minningum situr eftir brosið þitt og að við vorum allt- af velkomin til þín og afa. Nú eruð þið hlið við hlið og lítið eft- ir okkur á milli þess sem þið stígið sporið hvort sem það er vals eða tangó. Elsku amma, hvíl í friði. Lárus (Lalli litli). Kær vinkona mín, Guðrún Árnadóttir, hefur kvatt þessa tilveru. Hún var frá Veghúsum í Keflavík og vel þekkt í heimabæ sínum, falleg, glaðleg og hjartahlýja hennar fór ekki fram hjá neinum viðmælanda. Guðrún átti gott uppeldi og bjó að mikilli ástúð og elskusemi foreldra og systkina á bernsku- heimili sínu, sem hún svo sann- arlega skilaði áfram til sinna barna, fjölskyldu og samferða- fólks. Á vegferð sinni í lífinu stráði hún kærleika, gleði og hjálpsemi hvar sem hún hafði viðdvöl. Ég kynntist Guðrúnu sem unglingur þegar ég var svo heppin að komast í vinahóp dóttur hennar, Rutar heitinnar. Ég minnist fallega heimilisins þeirra Lárusar og Guðrúnar á Vallartúninu og alls þess skemmtilega sem þar átti sér stað. Í minningunni finnst mér að Guðrún hafi rekið þar félags- heimili svo árum skipti, svo mikið var um gestakomur enda vel tekið á móti öllum þannig að hver gestur fékk þá tilfinningu að hann eða hún væri sá sem hún hafði einmitt beðið eftir. Oftar en ekki var fullskipað í kring um eldhúsborðið og glað- legar umræður og ekkert kyn- slóðabil. Alltaf lagði Guðrún eitthvað gott til allra manna og málefna. Mér segir svo hugur að Guðrún hafi einnig komið að sálgæslu hinna fjölmörgu vina sinna og allir fóru ríkari frá hennar borði. Guðrún starfaði utan heimilis þegar börnin komust á kreik og lengst af við verslunarstörf. Hún var virk í félagsstörfum og starfaði í Kvenfélagi Keflavíkur og var formaður þess um árabil. Hún var einnig öflug í störfum verkalýðsfélaganna. Guðrún og Lárus voru sam- hent hjón og milli þeirra ríkti gagnkvæmt traust og virðing. Eitt af sameiginlegum áhuga- málum þeirra var dans og er okkur sem stunduðum dansleiki Hjónaklúbbs Keflavíkur minn- isstætt þegar þessi glæsilegu hjón sveifluðust í vínarvalsi, svo glöð og örugg. Þannig held ég reyndar að líf þeirra hafi allt verið, engin feilspor eða árekstrar. Það var Guðrúnu mikið áfall að missa mann sinn á góðum aldri en með umönnun barna sinna tókst henni að yfirvinna sorgina og hélt ávallt sínum sterka persónuleika. Áföllin urðu því miður fleiri og aftur þurfti hún að sjá á eftir ástvini þegar Rut dóttir hennar féll frá eftir þung veikindi. Síðustu árin voru henni erfið eins og oft vill fylgja heilsuleysi og háum aldri en brosið og ljúflyndið entist henni lengur en við gátum skil- ið. Hópurinn hennar, börnin, tengdabörnin og barnabörnin, studdi hana dyggilega á síðustu árunum, svo mikill sómi er að. Ég er þakklát fyrir vináttu Guðrúnar, þessarar einstöku konu sem ég mun seint gleyma. Við Hörður sendum aðstand- endum hennar innilegustu sam- úðarkveðjur. Ragnhildur Árnadóttir. Árið 1907 reis lítið hús sunn- arlega í Keflavík við leiðina inn í Njarðvík. Húsið hlaut nafnið Veghús og þangað fluttu hjónin Árni Vigfús Magnússon og Bjarnhildur Halldórsdóttir og bjuggu þar æ síðan. Þau eign- uðust níu börn sem öll komust til fullorðinsára nema það yngsta, drengur er fæddist 1927 og lést aðeins mánaðargamall. Þau hjón voru orðlögð fyrir hjálpsemi, vinsemd og vinnu- semi og þar var öllum vel tekið. Eftir því sem hópurinn stækk- aði var byggt nokkuð við Veg- hús en þó var þar þröngt setinn bekkurinn og þar lærðist þeim að taka tillit til annarra eftir þörfum hvers og eins. Einnig að taka uppátækjum lífsins með jafnaðargeði og halda ótrauð áfram í lífsins ólgusjó. Systkinin voru alla tíð kennd við Veghús og til föður síns, þetta voru börnin hans Fúsa í Veghúsum. Hópurinn var alla tíð einstaklega samrýndur og samgangur mikill enda hægt um vik í ekki stærri bæ en Keflavík var lengst af á þessum árum. Það voru nánast daglegar heimsóknir, fylgst grannt með gleði og sorgum hvers og eins og ófáir kaffibollarnir sem drukknir voru í þeim heimsókn- um. Þeim fylgdi einnig úr föð- urhúsum sú vinátta, hjálpsemi og vinnusemi sem áður er vitn- að til. Í dag kveðjum við Guðrúnu Árnadóttir, hana Gunnu Fúsa frá Veghúsum, eða Gunnu frænku eins og við systkina- börnin hennar þekktum hana. Gunna frænka bjó ríkulega að þeim eiginleikum sem einkenna Veghúsafólkið. Þegar amma dó 1950 fluttu hún og maður henn- ar, Lárus Eiðsson, ásamt börn- um sínum heim í Veghús til afa og héldu honum heimili allt til 1956 er þau flytja í eigið hús. Guðrún var alla tíð vakin og sofin yfir velferð fjölskyldu sinnar. Þangað gátu allar kyn- slóðir leitað og komu ekki að luktum dyrum. Hún gaf sér einnig tíma til að sinna líknar- og framfaramálum almennt, m.a. tók hún virkan þátt í starf- semi Verkakvennafélagsins, Slysavarnafélagsins og sérstak- lega Kvenfélags Keflavíkur og var formaður þess félags um skeið á umbrotatímum í þjóð- félagsþróun í Keflavík. Jafn- framt héldu hún og Lárus ein- staklega fallegt og hlýlegt heimili og þar var ávallt gott að koma. Guðrún kynntist einnig mótlæti í lífinu. Lárus lést um aldur fram árið 1986 og hún varð að sjá dóttur sína Rut heyja langvinna baráttu við ill- vígan sjúkdóm sem lokum dró hana til bana. Á þessari kveðjustund er okkur, sonum Halldóru systur hennar, og fjölskyldum okkar efst í huga þakklæti til Gunnu frænku fyrir þá umhyggju og hlýhug sem hún sýndi mömmu í erfiðum veikindum síðustu ævi- ár hennar. Þær systur voru alla tíð mjög nákomnar, bjuggu enda hlið við hlið á Suðurgöt- unni árin sem Guðrún var í Veghúsum, en það var aldrei langt á milli þeirra. Og þegar sá er þessi orð ritar flutti síðastur okkar bræðra frá Keflavík var það Gunna frænka sem óum- beðið tók að sér að fylgjast með og sinna Dóru systur þar til hún flutti á hjúkrunarheimilið Hlévang. Fyrir það er ég æv- inlega þakklátur. Börnum Guð- rúnar og fjölskyldum þeirra færum við innilegustu samúðar- kveðjur. Jóhann J. Bergmann. Guðrún Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.