Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 52
FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 149. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Halldór Ásgrímsson jarðsunginn 2. Alvarlegt slys við Hellissand 3. Hjartað hætti að slá 4. Dýrasta íbúð landsins komin á sölu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Þorleifur Örn Arnarsson leikstýrir jólasýningu Borgarleikhússins næsta vetur sem frumsýnd verður á Stóra sviðinu 29. desember. Um er að ræða nýja leikgerð af Njálu sem Þorleifur Örn vinnur í samvinnu við Mikael Torfason. Leikmynd er í höndum Ilm- ar Stefánsdóttur. Leikarar sýning- arinnar eru Brynhildur Guðjónsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Björn Stefánsson, Þur- íður Blær Jóhannsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Erna Ómarsdóttir, Vala Rúnarsdóttir og Lovísa Ósk Gunnarsdóttir. Morgunblaðið/G.Rúnar Njála jólasýning Borgarleikhússins  Tvennir tónleikar verða haldnir í Valaskjálf um helgina. Í kvöld kl. 20.30 mun kvennakórinn Héraðs- dætur syngja lög eftir íslenska kven- höfunda og tónskáld í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi, í bland við lög frá sjötta áratugnum. Karla- kórinn Drífandi verður gestakór. Á sunnudaginn kl. 20.30 mun Jón Ólafsson píanóleikari stýra viðburði í syrpunni Af fingrum fram, fær til sín Pálma Gunnarsson, söngvara og bassaleikara. Pálmi mun syngja og leika á bassa og spjalla við Jón um ævi sína og tónlist- arferilinn. Saman munu þeir flytja vinsælustu lög Pálma og önnur lög. Kórsöngur og Af fingrum fram Á laugardag Vaxandi austanátt og þykknar upp, 13-20 m/s og rigning syðra um kvöldið, annars mun hægari og þurrt að kalla. Hiti 4-11 stig, hlýjast vestanlands. Á sunnudag Austan og norð- austan 10-18, hvassast norðvestantil og við suðausturströndina. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 3-10 m/s. Skúrir norðantil, en létt- skýjað sunnantil. Hiti 2 til 12 stig, hlýjast sunnanlands. VEÐUR Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar töpuðu sínum fyrsta leik frá því í upphafi síðasta tímabils þegar Sel- foss kom í heimsókn í Pepsi-deild kvenna í knatt- spyrnu í gærkvöldi, en heil umferð fór þá fram. Meist- araefnin í Breiðabliki gerðu jafntefli við nýliða KR á heimavelli og á Akureyri var mikill hasar þegar Aftureld- ing kom í heimsókn. »2-3 Fyrsta tap Stjörn- unnar í rúmt ár Ísland mætir með öflugt frjáls- íþróttalandslið til leiks á Smáþjóða- leikana sem hefjast í Reykjavík á mánudaginn kemur. „Við höfum sjaldan verið með eins sterkt lið og svo frambærilega einstaklinga. Við erum mjög spennt,“ segir Ragnheiður Ólafsdóttir, annar yf- irþjálfara íslenska liðsins. »4 Við höfum sjaldan verið með eins sterkt lið Ásdís Hjálmsdóttir gerði sér lítið fyrir og tryggði sér farseðilinn á heimsmeist- aramótið í Peking í sumar og á Ólympíu- leikana í Ríó á næsta ári þegar hún þeytti spjótinu 62,14 metra á móti sem hún sigraði á í Ríga í Lettlandi í gær. Þetta er annað lengsta kast Ásdísar á ferlinum en hún setti Íslandsmet í grein- inni á Ólympíuleikunum í London 2012 þegar hún kastaði 62,77 metra. »1 Ásdís með farseðil á HM og á Ólympíuleikana ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Það heyrir til tíðinda þegar bók eftir kanadískan rithöfund kemur út á ís- lensku og því ekki að undra að Carol Garðarsson svífi sem á skýi eftir að bókaútgáfan Salka gaf út bók henn- ar Illur seiður – norn er fædd, fyrstu skáldsöguna í fimm bóka ritröð um líf Vestur-Íslendinga á sléttum Manitoba í Kanada á fyrstu árum vesturferðanna. „Ég er mjög spennt og verði við- tökurnar eins og þær hafa verið í Kanada vona ég að hinar bækurnar eigi einnig eftir að koma út á ís- lensku,“ segir Carol. Töluvert hefur verið rætt um mik- ilvægi þess að byggja menningar- lega brú á milli Íslands og Kanada og Carol segir að ritröðin og þýð- ingin séu liður í því. Íslenskir vest- urfarar hafi haldið í íslenskar hefðir og afkomendur þeirra haldi merki Íslands hátt á lofti. „Bækurnar veita lesendum innsýn í líf Íslendinga og afkomenda þeirra um og eftir alda- mótin 1900,“ segir hún. Fyrirmyndin fórnarlamb Fyrirmynd Elísu, helstu sögu- persónunnar, var norn í huga margra samtímamanna. Carol segir að sú skýring hafi hugsanlega hent- að einhverjum og illa hafi verið farið með hana. „Ég held að hún hafi verið fórnarlamb græðgi, að einhver hafi ásælst það sem hún hafði,“ segir hún. „Ég held samt að hún hafi ekki verið norn, heldur mjög sterk kona, sem barðist í gegnum allar hindr- anir. Hún var góð fyrirmynd.“ Carol segir að bókunum hafi verið mjög vel tekið í Kanada. Þær gefi innsýn í lífið á sléttunum og höfði því ekki aðeins til fólks af íslenskum ættum heldur allra íbúa landsins og ættingja þeirra í öðrum löndum vegna þess að þær sýni hvað beið fólksins og hvernig það tókst á við erfiðleika eins og mikinn kulda og óbærilegan hita, skordýrabit og ágang annarra villtra dýra. „Ég skrifa textann þannig að hann sé auðskilinn,“ segir hún. Þegar Carol Garðarsson hafði gef- ið út þrjár fyrstu bækurnar í rit- röðinni var draumurinn að þær yrðu þýddar á íslensku og komu hjónin til Íslands sumarið 2008 í þeim tilgangi að ræða við útgefendur. Bókaútgáf- an Salka tók vel í erindið og svo fór að Einar Örn Stefánsson þýddi fyrstu bókina. Carol segir að þýðing- arstyrkur frá íslenska forsætisráðu- neytinu hafi gert útslagið. Upphaflega ætlaði hún að skrifa þríleik, en bækurnar urðu fimm. „Lesendurnir vildu ekki að ég hætti að skrifa svo ég bætti tveimur bók- um við,“ segir Carol, sem gerir ráð fyrir að næsta verkefni verði bók um hörmungar í veröldinni. Fyrsta bókin þýdd á íslensku  Skrifar um sögu íslenskra inn- flytjenda í Kanada Morgunblaðið/Kristinn Stolt Carol Garðarsson og Garðar Garðarsson komu til landsins í tilefni af íslensku útgáfunni hjá Sölku. Carol Garðarsson er kanadísk, af austurrískum og frönskum upp- runa, en bjó lengi og starfaði sem blaðamaður í Manitoba, þar sem hún kynntist Vestur- Íslendingum og féll fyrir sögu af baráttu íslenskrar fjölskyldu, sem er fyrirmynd ritraðarinnar. Þar kynntist hún líka Garðari Garð- arssyni, eiginmanni sínum, sem ólst upp á Íslandi en hefur búið vestra í rúma fjóra áratugi. „Hann hefur veitt mér ómet- anlega hjálp við öflun gagna, þýtt fyrir mig og verið mér innan handar,“ heldur hún áfram. „Þessi útgáfa er ekki síður mik- ilvæg fyrir hann en mig. Þetta er framlag hans til föðurlandsins.“ Carol segir að hún hafi haft unglinga í huga við skrifin en bækurnar séu ekki síður fyrir fullorðna. Kennarar hafi notað þær í skólum vestra og þær hafi auðveldað nemendum að skilja söguna. „Sögurnar hafa opnað huga þeirra og aukið ímyndunar- aflið.“ Framlag til föðurlandsins BÆKURNAR AUKA SKILNING NEMENDA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.