Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015 ✝ Hörður Zóp-haníasson fæddist á Ak- ureyri 25. apríl 1931. Hann and- aðist á Sólvangi 13. maí 2015. Foreldrar: Sig- rún J. Trjámanns- dóttir, f. 1898, d. 1965, og Zóphaní- as Benediktsson, f. 1909, d. 1986. Stjúpfaðir: Tryggvi Stef- ánsson, f. 1893, d. 1983. Systkini sammæðra: Stefán Trjámann, f. 1933, d. 2001, Jósef, f. 1934, d. 2007, Magn- ús Valsteinn, f. 1936, og Sig- ríður Sigurrós, f. 1938. d. 2010. Systkini samfeðra: Haukur, f. 1933, d. 1988, Ragnar, f. 1935, Kristín Árna, f. 1937, d. 2008, og Birna, f. 1939. Maki: Ásthildur Ólafsdóttir, f. 1933. Foreldrar maka: Ólaf- ur Þ. Kristjánsson skólastjóri, f. 1903, d. 1981, og Ragnhild- ur Gísla Gísladóttir, f. 1904, d. 1996. Börn Harðar og Ásthildar: 1) Ólafur Þ., f. 1951, maki Hjördís Smith, f. 1953. Börn: Sigrún, f. 1974 (móðir Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir); Ásthildur Hanna, f. 1994. 2) Sigrún Ágústa, f. 1952, maki Bjarni Helgason, f. 1954, Lærerhøjskole í Kaupmanna- höfn 1968-69. Hann var kenn- ari á Hjalteyri 1954-58, skóla- stjóri í Ólafsvík 1958-60, kennari við Flensborgarskóla 1960-70 (yfirkennari 1963-70) og skólastjóri Víðistaðaskóla frá stofnun 1970 til 1992. Hann stofnaði fyrstur for- eldrafélag við skóla í Hafn- arfirði. Hörður var bæj- arfulltrúi Alþýðuflokks í Hafnarfirði 1966-74 og 1978- 86. Hann gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir flokk- inn. Hörður sat m.a. í stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar, öldrunarmiðstöðvarinnar Hafnar, Kaupfélags Hafnfirð- inga, KRON, SÍS, yfirkjör- stjórnar BSRB, Sjúkrasamlags Hafnarfjarðar, Barnaverndar- félags Hafnarfjarðar og Fé- lags kennara á eftirlaunum. Hörður var virkur í skáta- hreyfingunni, fyrst í Skátafé- lagi Akureyrar, stjórnaði síð- an skátafélögum í Kennaraskólanum, á Hjalteyri og í Ólafsvík og var lengi fé- lagsforingi Hraunbúa í Hafn- arfirði. Hann var í forystu St. Georgsgilda á Íslandi, m.a. landsgildismeistari, og heið- ursfélagi Hraunbúa og St. Georgsgildisins í Hafnarfirði. Eftir Hörð liggja tvær ljóðabækur, Vísnagaman og vinamál (1996) og Hugsað í hendingum (2011). Hann samdi auk þess nokkur önnur rit og skrifaði fjölmargar blaðagreinar. Hörður verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 29. maí 2015, kl. 13. skildu. Börn: Hugrún Ósk, f. 1976, á einn son; Kjartan Bragi, f. 1979, á tvo syni. 3) Tryggvi, f. 1954, maki Edda Skagfjörð Árna- dóttir. Börn Tryggva og Ástu Kristjánsdóttur: Hörður Helgi, f. 1980; Kristján, f. 1986; Ásthildur Kristín, f. 1989. 4) Ragnhildur Gísla, f. 1955, maki Sigurður Þorláks- son, f. 1951. Börn: Hörður Þráinsson, f. 1974; Aldís, f. 1977, á þrjú börn; Ólöf, f. 1991, d. 1991. 5) Elín Soffía, f. 1958, maki Sigurjón Gunn- arsson, f. 1959. Börn: Tryggvi Freyr Elínarson, f. 1976, á tvö börn; Gunnar Þór, f. 1994. 6) Kristín Bessa, f. 1963, maki Bjarni Sigurðsson, f. 1961. Börn: Hildur Gígja Jóhanns- dóttir, f. 1980, á fjögur börn; Sigurður Halldór, f. 1988; Bjarki Freyr, f. 1991; Fjóla Valdís, f. 1994; Ólöf Birna, f. 1994. 7) Guðrún, f. 1966, maki Tryggvi Jóhannsson, f. 1969. Börn: Hörður Kristófer Bergsson, f. 1991; Ragnhild- ur, f. 1999; Ólafur, f. 2002. Hörður lauk prófi frá Kennaraskóla Íslands 1954 og stundaði nám við Danmarks Sumir eru heppnir með ætt- ingja. Það á við um okkur systk- inin sjö. Ekki síst vorum við hepp- in með pabba. Elstu börnin muna búsetu í torfbænum á Þrastarhóli 1954. Með Tryggva afa og Sigrúnu ömmu. Eitt ár. Svo á Hjalteyri í þrjú ár. Pabbi kenndi yngri deild. Húsið heitir Mikligarður. Fjör á bryggjunni þegar Egill Skalla- grímsson landaði. Tvö ár í Ólafsvík 1958-60. Börn- in orðin fimm, hangandi í pilsum 25 ára móður. Skólastjórabústað- ur við Ennisbraut. Læknisbústað- ur öðrum megin – prestsbústaður hinum megin. Rusli fleygt niður Bakkann – oní fjöruna. Gengið undir Ólafsvíkurenni. Leikið um þorpið allt. Haustið 1960 – aftur til Hafn- arfjarðar. Hvaleyrarbraut 7 (nú Ásbúðartröð 13). Afi og amma í Flensborg, Ólafur Þ. og Ragnhild- ur. Barnaskóli Hafnarfjarðar og Öldutúnsskóli. Flensborg þar sem pabbi kennir – og setur upp leikrit fyrir árshátíðina. FH og skátarn- ir. Tvær yngstu systurnar fæðast. Pabbi stjórnar kvöldvökum á Hvaleyrarbrautinni – krakkarnir í götunni fá að vera með – ekkert sjónvarp fyrr en 1966. Ryetvej 6 í Lille Værløse 1968-9. Pabbi í Lærerhøjskolen í København. Mamma fattar að heitur matur og grautur í hádeg- inu er ekki náttúrulögmál – gerist femínisti. Tryggvi og Ragna fara í sveit á Jótlandi. Feðgar vinna í plastverksmiðju. Sumarferð með sjö börn í Skódanum um alla Dan- mörku. Sumir í skottinu á hlað- baknum! Flutt á Tjarnarbraut 11 haustið 1969 – eftir gubbuferð með Gull- fossi. Svo keypt á Tjarnarbraut 13. Pabbi fyrsti skólastjóri Víð- istaðaskóla 1970. Skólabúningar. Foreldrafélag. Endalaust spjall við erfiða nemendur. Mamma skólaritari. Mörg góð ár á Tjarn- arbrautinni – fjölmennt. HZ gerði allt fyrir alla, skylda og óskylda. Sífelld stórinnkaup í bakaríum. En að lokum bara Hörður og Hild- ur. Reiturinn við Kaldárselsveg. Tekinn í fóstur, trjárækt og upp- græðsla. Hver afkomandi fékk eigið tré. Margar góðar stundir. Sólvangsvegur 1. Nokkur ár í farsælli elli. Heilsu Harðar hrak- ar. Fer á Sólvang og býr þar síð- ustu tvö árin. Yrkir meira en nokkru sinni fyrr – á tölvuna, einkum á nóttinni. Hættir að yrkja í árslok 2014. Lífslöngunin farin. „Fer heim“ 13. maí 2015. Nokkrar stiklur úr langri ævi segja lítið – og þó. HZ var númer eitt skáti – virkur alla ævi. Mundi alltaf æskustarfið með Tryggva Þorsteinssyni í Skátafélagi Akur- eyrar – Tryggvi var helsta fyrir- mynd hans í lífinu. Númer tvö var hann krati – skátahugsjónin og jafnaðarmennskan voru honum eitt og hið sama. Svo var það sam- vinnuhreyfingin, skógræktin, dýraverndin, öldrunarmálin, barnaverndarmálin, skriftirnar, skólamálin, kjarabarátta kennara. Og kveðskapurinn. Skátaskáldið. Afmælishvellirnir. Skensið. Bar- áttuljóðin. Hafnarfjarðarkvæðin. Eftirmælin. Það er gott að hafa átt merki- legan föður. En betra að hafa átt góðan föður. Föður sem skildi. Skemmti. Útskýrði. Flissaði. Stríddi. Huggaði. Hafði tíma og þolinmæði. Alltaf. Las endalaust fyrir börnin og afkomendur þeirra. Sagði sögur. Um sjálfan sig í sveitinni í Dagverðartungu. Um börnin sín þegar þau voru lítil. Um Loðinbarða. Fyrir þetta erum við þakklát. Ólafur Þórður, Sigrún Ágústa, Tryggvi, Ragn- hildur Gísla, Elín Soffía, Kristín Bessa og Guðrún Harðar- og Ásthildarbörn. Það er aðfangadagur jóla. Lítil hnáta skoppar óþreyjufull um húsið. Hvenær byrja eiginlega jól- in? Dyrabjallan hringir. „Afi og amma eru komin!“ hrópar sú litla. Skömmu síðar er hún sest í fang afa síns, hefur fengið að taka upp einn pakka sem lítur út eins og bók. Afi les fyrir sonardótturina og þá styttist biðin eftir jólunum til muna. Svona var þetta á jólum alla bernsku og æsku Ásthildar Hönnu, dóttur okkar, að undan- skildum einum jólum: „Afi og amma verða ekki með okkur þessi jólin, þau verða fyrir norðan!“ Við þessi tíðindi brast stúlkan í grát, tók þó gleði sína aftur er henni var tjáð að afi og amma yrðu að öllum líkindum í Barmahlíðinni að ári. Það er dýrmætt að eiga fjársjóð minninga sem tengjast manni eins og Herði, tengdaföður mínum. Ófáar stundirnar áttu barnabörn- in í fangi hans, þau gátu setið tím- unum saman og hlustað á afa lesa. Alveg sérstaklega þótti Ásthildi Hönnu varið í hversu gaman hon- um þótti að spila, þær eru ófáar ótuktirnar sem þau spiluðu, enda fullyrðir hún að afi sé áreiðanlega búinn að finna sér spilafélaga þar sem hann er nú í tilvistinni. Það er einnig fáheyrður lúxus að eiga von á kveðskap við öll há- tíðleg tækifæri. Sem ég sit við þessi skrif kemur Ólafur og spyr mig hvort ég sé búin að sjá það nýjasta sem fór inn á fésbókina. Þar gat að líta kvæðabálk sem undirrituð fékk í tilefni hálfrar aldar afmælis – er hægt að fá betri afmælisgjöf? Þau verða ekki fleiri ljóðin sem Hörður yrkir til afkomenda sinna og vina. Þau verða heldur ekki fleiri jólin sem við njótum návistar hans. Við getum hins vegar ornað okkur við minningarnar sem hon- um eru tengdar. Ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa átt Hörð að samferðamanni í hartnær 30 ár. Blessuð sé minning hans. Hjördís Smith. Elsku afi minn. Núna ertu farinn á betri stað. Þú ert yndislegasta og besta manneskja sem ég veit um. Þú ert og verður alltaf stoð mín og stytta. Ég elska þig af öllu hjarta og þú átt alltaf eftir að eiga stóran stað í hjarta mér. Ég gæti ekki verið heppnari með afa. Ég veit að þú átt alltaf eftir að vaka yfir mér. Ég á svo ótrúlega margar ómetanleg- ar minningar um þig. Ég elska þig og mun alltaf gera. Þín Ragnhildur. Þá er elsku afi okkar farinn eft- ir mörg góð ár. Síðustu vikur höf- um við rifjað upp mikið af minn- ingum og eru þær margar og góðar. Afi var alltaf svo góður, sagði okkur sögur og samdi handa okkur ljóð þegar við áttum afmæli og við önnur skemmtileg tilefni. Þegar mamma og pabbi ákváðu að byggja í Kópavogi bjuggum við hjá ömmu og afa á Tjarnarbraut- inni í tæpt ár, þar vorum við að sjálfsögðu velkomin enda gömlu hjónin vön því að hafa marga á heimilinu. Okkur systkinunum þótti gott að búa hjá þeim, afi var alvöru afi sem dekraði við okkur, maður var varla búinn að minnast á bakkelsi þegar hann kom heim með kræsingar úr bakaríinu, hon- um þótti líka alveg jafn gott og okkur að fá kræsingar. Á Tjarn- arbrautinni var alltaf mikið fjör og höfðu amma og afi ótrúlega þol- inmæði fyrir uppátækjum okkar systkinanna. Afi gat setið með okkur tímunum saman, lesið sög- ur og gert grín, það er nefnilega það dýrmætasta sem situr eftir, eftir að hann hefur kvatt okkur, allar þær stundir sem hann var tilbúinn að eyða með okkur krökk- unum og kenna okkur um allt á milli himins og jarðar. Það er óhætt að segja að betri afa er varla hægt að hugsa sér, hann var alveg eins og afar eiga að vera, góður, fyndinn, fullur af fróðleik og svolítill stríðnispúki. Ferðalögin með afa og ömmu eru ógleymanleg, afi kunni sögu um hvern einasta hól sem keyrt var fram hjá og voru þær hver annarri skemmtilegri, við hugsum alltaf til þeirra þegar við keyrum um landið, bílferðirnar eru nefni- lega ekki alltaf jafn fljótar að líða í dag og þær voru í gamla daga með afa og skemmtilegu sögunum hans. Elsku afi, við erum óendanlega þakklát fyrir allar góðu stundirn- ar sem við höfum átt með þér. Þú hefur kennt okkur svo margt og erum við öll sammála um að þegar að því kemur að við verðum afar og ömmur þá viljum við verða eins og þið amma. Hvíldu í friði, elsku afi. Hildur Gígja, Sigurður Halldór, Bjarki Freyr, Fjóla Valdís og Ólöf Birna. Góðir hlutir gerast hægt, enda var það örsjaldan sem maður sá afa stressaðan eða að flýta sér. Afi var frábært dæmi um hvernig á að flýta sér hægt og ná frábærum ár- angri. En auðvitað mæla menn árang- ur á mismunandi vegu. Sumir myndu eflaust telja upp alla þá titla sem afi bar í gegnum tíðina en þeir voru ófáir. Kennari, formaður hér og þar, skáld, skátaforingi, skólastjóri og margt margt fleira. Þótt afi hafi náð ótrúlegum ár- angri í starfi og félagsstörfum eru það ekki þeir titlar sem afi sóttist eftir. Nema kannski í skátastarf- inu en betri skáta en afa er erfitt að finna. Afi hélt nefnilega sjálfur upp á titla eins og að vera kallaður vinur, eiginmaður, faðir, afi og langafi. Það voru þau afrek sem veittu honum mesta gleði. Hann var líka frábær í þeim efnum, vin- margur og afar barngóður. Ef hann hefði fengið að lýsa sjálfum sér hefði hann alltaf valið orð eins og hjálpsamur og góður fram yfir framsækinn og metnaðargjarn. Sjálfur verð ég að vera hjart- anlega sammála honum því þótt hann hafi vissulega verið metnað- arfullur dugnaðarforkur sem kenndi mér margt, þá man ég allt- af mest eftir ljúfa, hjálpsama og skilningsríka skátaafanum og mun ávallt sakna hans. Höfðingi meðal engla. Kærleikurinn í kertinu brennur, kuldinn færist samt nær. Rólega valdið frá þér rennur, rámur afi færist mér fjær. Kertið slokknar, kvölunum lýkur, kraftmenni fær loks frið. Lífið fyrir ljúfum dauða víkur, engill lifnar glæstur við. Minning lifir meðan ljósin slokkna, máttur ástar aldrei deyr. Afi kveður, augun vökna, aldrei hef elskað þig meir. Til himna skal halda, hægt þar tíminn líður. Traustur afi mun tjalda, tryggur eftir mér bíður. Gunnar Þór Sigurjónsson. Sem barn vissi ég vel að ég átti frænda sem hét Hörður norður í landi, móðir mín frændrækin og býsna hróðug yfir fregnum af bróðursyni sínum, mesta efnis- dreng. Það urðu svo vissulega orð að sönnu og svo mætumst við frændurnir síðar á göngum Kenn- araskólans og varð strax afar vel til vina. Hann þótti snemma til for- ystu fallinn og farsæl er saga hans hvar sem á verði var staðið, því Hörður frændi átti ljómandi lífs- gildi að verja og vernda. Hvort sem það var í frábærri skólasögu hans, eða hinu sífrjóa skátastarfi, á þjóðmálasviði og í bindindismál- um, hvarvetna var unnið af ein- lægni og alúð, þar sem manngildið skipaði ávallt öndvegi. Hörður var málsnjall og rök- fastur, hann kryddaði mál sitt grómlausri gamansemi og greip oft til eðlislægrar hagmælsku sinnar. Honum var enda ævinlega og alls staðar kveðið lof samferða- manna, metinn mikils fyrir orð- heldni, birturíkar og heitar hug- sjónir og málafylgju alla. Hann var með afbrigðum ritfær og stór- virkur á því sviði s.s. dæmin mörg eru deginum ljósari. Það var einkar gott að eiga hann að sem tryggan bindindis- mann, sem hugsjónamann jafnað- arstefnu og mannúðar, sem æsku- lýðsleiðtoga sem unni gróanda þjóðlífsins og erjaði akur sinn af stakri prýði þar sem annars stað- ar, en fyrst og síðast sem afar góð- an vin í áranna rás. Hvar sem var á mannfundum þá var ævinlega eftir því vel tekið sem Hörður lagði til mála, hann setti sinn sterka svip á orðræðu alla. Honum var enda falinn mikill trúnaður og rétt minnt á formennsku hans í kaupfélaginu, enda sannur sam- vinnumaður eins og þeir gerðust beztir að ógleymdum forystu- störfum hans fyrir Alþýðuflokk- inn í Hafnarfirði sem bæjarfulltrúi hans til fjölda ára. Hörður var heitur andstæðingur hvers kyns hernaðarbrölts, friðarsinni af beztu gerð sem og þau hjón bæði. Hér verður líka sérstaklega getið bindindishugsjónarinnar sem átti í honum málsvarann snjalla og það starf hans allt mátum við samherj- ar hans og þar var gott að eiga hann að, hvort sem var í sókn eða vörn. Minningafjöld sækir heim hug- ans inni allar svo hugljúfar og yndistærar, gott að finna þá ein- stöku alúðarhlýju er stafaði alltaf frá frænda mínum, vita um leið hve dýrmætt það var að eiga að frænda svo vammlausan dreng- skaparmann. Í dag hugsum við Hanna til hennar Ásthildar sem hefur staðið sína lífsvakt sem samherji hans og baráttufélagi, barnmargt var heimilið og húsmóðurstarfið erfitt og krefjandi og sannarlega komu þau hjón börnum sínum til manns og hún sem og afkomendur þeirra eiga hugljúfar og einlægar sam- úðarkveðjur frá okkur hjónum. Höfðingi háleitra hugsjóna og heiðríkrar starfssögu er horfinn okkur og aðeins eftir að þakka vermandi vináttu og veitula sam- fylgd. Far heill, frændi og vinur. Helgi Seljan. Í mars á næsta ári munu ís- lenskir jafnaðarmenn minnast þess að heil öld er liðin frá stofnun Alþýðuflokksins og Alþýðusam- bands Íslands, baráttusamtaka fá- tæks fólks, sem áttu að breyta þjóðfélaginu. Þeir sem þekkja þá sögu vita að höfuðvígi jafnaðar- manna á Íslandi voru á Ísafirði og í Hafnarfirði. Ég held að á engan sé hallað þegar ég segi að Hörður Zóphaní- asson þekkti sögu þeirra Hafnar- fjarðarkrata manna best. Hörður var vel menntaður kennari og uppeldisfrömuður og hafði stund- að framhaldsnám við Kennarahá- skólann í Kaupmannahöfn. Upp- eldi æskulýðsins var í hans huga hluti af mannrækt jafnaðar- mannsins. Þeir sem nutu hand- leiðslu hans á æskuárum, bera því vitni, að öllum kom hann til nokk- urs þroska. Hörður var jafnaðarmaður og verkalýðssinni eins og þeir gerast bestir. Nú, þegar þjóðfélagið er að leysast upp í verkfallsátökum, er hollt að rifja upp hvernig verka- skiptingu var háttað á þeim tíma. Stéttarfélög sömdu við atvinnu- rekendur um kaup og kjör. Vissu- lega þurfti oft að beita verkfalls- vopninu til að sækja réttmætan hlut vinnandi fólks af þeim arði sem vinnan skapar. Ef einkafram- takið brást sýndu Hafnarfjarðar- kratar að þeir voru fullfærir um að stýra öflugum fyrirtækjum á veg- um sveitarfélagsins til að halda uppi atvinnu. Á Alþingi unnust svo stóru mál- in: almanna-, sjúkra- og atvinnu- leysistryggingar, skylduaðild að lífeyrissjóðum, jafnrétti til náms, jafnrétti kynjanna til starfa o.s.frv. Og stundum, þegar at- vinnurekendum og verkalýðs- hreyfingu var um megn að ná sameiginlegri niðurstöðu við samningaborðið kom til atbeini ríkisvalds, löggjafa og sveitar- stjórna, til að jafna kjör eða finna praktískar lausnir á félagslegum vandamálum. Það er þetta sem nú hefur brugðist. Mörg undanfarin ár hefur hall- að á vinnandi fólk þegar kemur að skiptingu þjóðartekna. Auðurinn hefur safnast á æ færri hendur. Ríkisvaldinu hefur verið misbeitt í þágu hinna ríku. Nú finnum við sárlega fyrir því að samstarfs verkalýðshreyfingar og öflugs jafnaðarmannaflokks nýtur ekki lengur við. Þess gjöldum við nú öll. Þetta er eitt af því, sem læra má af hundrað ára sögu hreyfing- ar jafnaðarmanna á Íslandi. Hörð- ur þekkti þessa sögu í þaula. Hann hafði bæði lifað hana og skrifað hana. Hann skrifaði hundrað ára sögu Verkalýðsfélagsins Hlífar með tengdaföður sínum, Ólafi Þ. Kristjánssyni. Hörður skrifaði líka kennsluefni um sögu Hafnar- fjarðar í þremur heftum. Sjálfur þekkti hann þessa sögu af eigin reynslu sem bæjarfulltrúi í fjögur kjörtímabil og stjórnarmaður í fé- lögum samvinnumanna, eins og Kaupfélagi Hafnfirðinga. En Hörður var ekki bara allt þetta. Hann var snjall hagyrðing- ur og skáldmæltur vel, eins og ljóðabækur hans: Vísnagaman og vinamál og Hugsað í hendingum bera vott um. Hann naut sín manna best sem hrókur alls fagn- aðar á mannfundum og gleði- stundum okkar jafnaðarmanna. Við minnumst þeirra stunda með eftirsjá og þakklæti. Við Bryndís sendum Ásthildi, afkomendum þeirra, sem og vin- um og félögum meðal Hafnar- fjarðarkrata, einlægar samúðar- kveðjur. Jón Baldvin Hannibalsson. Þú sem lyftir hugsjón hátt heill í hverju verki. Í hjartanu þú eldinn átt, allt þess ber hér merki. Þessa vísu orti Hörður um hug- sjónamenn, en hún er líka eins og sniðin um hann sjálfan, hugsjóna- manninn og eldhugann. Vorið 1958 var auglýst laust starf skólastjóra við barnaskóla Ólafsvíkur. Meðal umsókna er bárust var ein frá 27 ára kennara við barnaskólann á Hjalteyri, og fylgdu henni einstök meðmæli og frásagnir um ágæti þessa manns. Myndaðist algjör samstaða og ein- hugur innan skólanefndar að ráða bæri þennan mann til starfsins og staðfesti menntamálaráðherra ráðningu hans. Skólinn hafði starfað skv. eldra fyrirkomulagi þar sem skóla- göngu lauk með fullnaðarprófi, en fyrsta verk Harðar, sem hlotið hafði stöðuna, var að breyta skól- anum skv. nýjum fræðslulögum og stofna til unglingadeildar. Allt gerði hann það með miklum ágæt- um, hóf öflugt skátastarf innan skátafélagsins og hratt í fram- kvæmd ýmsum nýjungum í skóla- haldi. Þarna var stofnað til ævilangr- Hörður Zóphaníasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.