Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015 Andrés Þ. Guð-mundssonfæddist í Bol- ungarvík 29. maí 1925. Foreldrar Andrésar voru hjónin Guð- mundur Andrésson, vélstjóri og formaður á bátum, og Ingigerð- ur Benediktsdóttir húsfrú. Andrés gekk í barnaskóla og ungl- ingaskóla í Bolung- arvík og sótti nám í Héraðsskólanum í Reykholti. Hann hóf síðan nám við Mennta- skólann á Akureyri en í fimmta bekk veiktist hann og varð að hverfa frá námi. Árið 1947 kvæntist hann Ástu Sigríði Williamsdóttur, fæddri 1927 í Ólafsfirði. Þau hófu búskap á Akureyri þar sem hann var skrifstofustjóri hjá vélsmiðjunni Odda í sjö ár. Þá bauðst honum staða bæjargjaldkera á Akranesi þar sem þau bjuggu til 1958. Þau fluttust til Reykjavíkur og þá hóf hann nám í endurskoðun og fór meðal annars til Þýskalands til að kynna sér Kienzle-vélabókald. Félagsmálaráðuneytið veitti honum síðan heimild til að annast end- urskoðun sveitarfélaga. Andrés opnaði eigin endurskoðunarstofu sem hann rak í 20 ár. Starfsævinni lauk árið 1997 eftir 17 ára starf hjá Varnarliðinu. Andrés var virkur í félagsstarfi og einn af stofnendum Kiwanis- klúbbsins Eldeyjar árið 1992, var bæði forseti og svæðisstjóri klúbbs- ins. Hann var einnig virkur meðlimur í Oddfellowreglunni. Hann stundaði alla tíð íþróttir og vann til 1. verðlauna í stakkasundi í Bolungarvík á sjómannadaginn 1944. Þau hjónin eignuðust fimm börn: Guðmund, Ingu Jónu, Ástu, Andrés og Jón William. Afkomendur þeirra eru orðnir 26. Andrés tekur á móti vinum og vandamönnum á heimili sínu að Hrauntungu 11, Kópavogi, laugardaginn 30. maí milli kl. tvö og fimm. Hjónin hafa búið í Kópavogi sl. 53 ár þar sem Andrés hefur ræktað garðinn sinn vel. Endurskoðandinn Andrés Þ. Guðmundsson. Endurskoðandi og virkur í félagsmálum Andrés Þ. Guðmundsson er 90 ára í dag E rling fæddist í Reykja- vík 29.5. 1945 og átti heima á Laufásvegi 20 en fjölskyldan flutti í Kópavoginn 1951. Hann var í sveit í Botni í Geirþjófs- firði í sex sumur, hjá ömmusystur, Málfríði, og Magnúsi Kristjánssyni bónda og fór síðan til sjós á sumrin með móðurbræðrum sínum, Héðni og Herði, á Patreksfirði. Erling lauk gagnfræðaprófi frá Austurbæjarskólanum og stundaði flugnám til atvinnuflugs og var jafn- framt bílstjóri hjá Olíufélaginu hf. á Reykjavíkurflugvelli. Hann hóf síð- an nám í skriftvélavirkjun hjá Einari J. Skúlasyni, lauk því námi og öðl- aðist meistararéttindi 1971. Erling starfaði hjá Einari til 1974: „IBM auglýsti þá eftir starfsfólki undir fyrirsögninni „Framtíðin byrj- Erling Ásgeirsson framkvæmdastjóri – 70 ára Fjölskyldan Erla og Erling ásamt börnum, tengdabörnum og barnabörnum á Sæbóli í Aðalvík sl. sumar. Þangað sækir fjölskyldan oft og á sinn sælureit á slóðum forfeðranna. (Á myndina vantar Hrannar Heimisson.) Hefur góða reynslu af framtíð sem hófst 1974 Í mynd Erling og Erla bregða á leik á skemmtilegri mynd af þeim hjónum. 29. maí 1965 voru Nanna Jónsdóttir og Valdimar Ólafsson gefin saman í heilagt hjónaband í Suðureyrarkirkju. Prestur var séra Jóhannes Pálmason. Synir þeirra hjóna og fjölskyldur senda þeim hjartanlegar hamingjuóskir með langa og farsæla samveru. Árnað heilla Gullbrúðkaup Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.