Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015
✝ RagnhildurSóley Stein-
grímsdóttir fæddist
27. desember 1922 í
Reykjavík. Hún lést
10. maí 2015.
Ragnhildur Sól-
ey ólst upp að
Reykhólum við
Kleppsveg með for-
eldrum sínum,
Kristínu Jóns-
dóttur og Stein-
grími Pálssyni. Systkini hennar
voru Ólöf og Bjarni.
Ragnhildur var tvígift. Fyrri
maður hennar var Björn Ólafs-
son. Þeirra börn Ingibjörg og
Steingrímur. Ragnhildur og
Björn slitu sam-
vistum eftir fimm
ára hjónaband. Síð-
ari maður Ragn-
hildar var Hjálmar
Bjarnason. Stein-
grímur sonur henn-
ar lést ungur í flug-
slysi ásamt unnustu
sinni Guðrúnu
Dúnu Gunnlaugs-
dóttur.
Lengst af starfs-
ævinni vann Ragnhildur sem rit-
ari og fulltrúi borgarlæknis.
Síðustu árin bjó hún að Grund,
þar sem hún lést.
Útförin fór fram í kyrrþey að
ósk Ragnhildar.
Á menntaskólaárum mínum
1950-54 var ég á sumrum við af-
leysingar á skrifstofu borgar-
læknis við Austurstræti. Þar
kynntist ég lífstíðarvinkonu
minni, Ragnhildi Sóleyju Stein-
grímsdóttur, ævinlega kölluð
Sóley, sem var ritari og stoð og
stytta borgarlæknis, dr. Jóns
Sigurðssonar. Þótt 12 ár skildu
okkur að í aldri og enn meira í
lífsreynslu urðum við þegar góð-
ar vinkonur, Sóley var fráskilin
tveggja barna móðir en ég
óábyrgur menntaskólanemi.
Fljótlega fór Sóley að bjóða mér
heim og átti ég ótal sinnum eftir
að njóta gestrisni hennar í hlý-
legu risíbúðinni á Reykhólum við
Kleppsveg. Þar hlustuðum við á
klassíska tónlist af vínylplötum,
nutum góðra veitinga og rædd-
um málin, ekkert var okkur óvið-
komandi. Þessi vinskapur okkar
Sóleyjar þróaðist þannig að hún
varð eins og ein af stórfjölskyld-
unni. Væri þar eitthvað um að
vera var Sóley yfirleitt með þótt
engir aðrir utan fjölskyldunnar
væru þar á meðal. Sóley flutti
síðar í Selvogsgrunn 3 og ekki
löngu seinna flutti ég einnig í
Selvogsgrunn ásamt eiginmanni
og ungum syni. Ekki dró úr „fjöl-
skyldutengslunum“ við nálægð-
ina og hún varð í raun barnfóstra
fyrir Jónas son okkar. Ekki
þurfti þó að hringja til að kanna
hvort hún gæti passað, hún varð
jafnan fyrri til að spyrja hvort
okkur langaði ekki að gera eitt-
hvað til tilbreytingar. Eitt sinn
sagðist hún vera á göngutúr með
móður sinni sem átti lítillega erf-
itt með gang og spurði hvort
Jónas sem var á fjórða ári mætti
ekki koma með þeim, það hent-
aði vel þar sem gönguhraði
þeirra tveggja væri nokkurn
veginn sá sami. Ingibjörg dóttir
Sóleyjar varð síðar barnfóstra
Jónasar og launin sem hún fékk
voru þau að Guðmundur eigin-
maður minn sem var enskukenn-
ari leiðbeindi henni smávegis í
ensku. Ekki held ég að nokkur
unglingur mundi sætta sig við
slíkar launagreiðslur í dag. Það
glæddi líf Sóleyjar mjög þegar
hún giftist öðlingnum Hjálmari
Bjarnasyni en ský dró fyrir sólu
þegar Steingrímur sonur hennar
og unnusta hans fórust í flug-
slysi, þá var gott að eiga Hjálm-
ar að. Löngu síðar átti Sóley eft-
ir að verða dagmamma fyrir
Bergljótu Gyðu dóttur Guð-
mundar sonar míns og þáði hún
enga greiðslu fyrir. Síðar lágu
leiðir okkar saman á Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur þegar
embætti borgarlæknis flutti
þangað. Sjálf átti ég þar nánast
allan minn starfsaldur. Þar var
Sóley hrókur alls fagnaðar og
stóð fyrir skemmtilegum uppá-
komum. Kormákur Sigurðsson,
einn þeirra fimm heilbrigðisfull-
trúa sem þar störfuðu og orðhák-
ur hinn mesti, sagði gjarnan sög-
ur af fimm fíflum og einni sóley,
en Sóley var lengst af eina konan
þar. Það var eftirsóknarvert, í
raun forréttindi, að vera sam-
vistum við Sóleyju, hún var orð-
heppin, fyndin og afburða
skemmtileg, í raun „uppistand-
ari“. Hún var jafnframt sérlega
ráðagóð, nutu margir þess, jafn-
framt því sem hún var raungóð
og tryggur vinur. Ég þakka Sól-
eyju samfylgdina. Hugur minn
er nú hjá Ingibjörgu, Ólöfu syst-
ur hennar, en þær voru afar
samrýndar, svo og ættingjum
hennar öllum. Blessuð sé minn-
ing Ragnhildar Sóleyjar Stein-
grímsdóttur.
Bergljót Líndal.
Elsku amma mín. Það er svo
óraunverulegt að þú skulir vera
farin og það gerðist svo hratt.
Mér finnst ég ekki hafa náð að
kveðja þig almennilega. Okkur
er skammtaður takmarkaður
tími og við verðum að nota hann
vel. Ég hef aldrei skrifað minn-
ingargrein áður en finnst ég
verða að skrifa þessa. Ég veit
ekki hvort Morgunblaðið er lesið
þarna uppi en þú átt allavega að
fá bunka af minningargreinum.
Þú ert nánasta manneskjan
sem ég hef þurft að kveðja, höfuð
fjölskyldunnar. Þú hafðir svo
margt til að bera amma mín. Vel
gefin, vel gerð og hrókur alls
fagnaðar. Það var alltaf annað
læri frammi og þú gerðir alltaf
þitt besta fyrir okkur og það er
meira en nóg fyrir mig.
Það var mikið hlegið hjá okk-
ur og það var svolítið andinn í
okkar fjölskyldu. Ég man þegar
við vorum í heimsókn einu sinni
og sátum við eldhúsgluggann. Þú
varst að dást að fuglunum á þak-
inu á blokkinni á móti. Hvað þeir
væru veðurglöggir og fljótir að
forða sér þegar vont veður væri í
aðsigi. Kristín systir svaraði um
hæl og sagði að þú yrðir mun
gleggri á veðrið ef þú héldir til
þarna úti á þaki!
En þú vildir verða jörðuð í
kyrrþey. Inn við beinið varstu út
af fyrir þig, þannig að ég ætla
ekki að hafa þetta langt.
Mig langar bara að tala aðeins
um það sem við áttum. Við gát-
um alltaf hlegið saman og það
var okkar. Ég held að enginn
hafi kunnað betur að meta
brandarana mína. Þú varst
meira að segja tilbúin að hlæja
að sjálfri þér þegar ég reyndi á
minn hrekkjótta hátt að benda
þér á einhverja vitleysu sem þú
hafðir bitið í þig. Við vorum góð í
þessu.
Amma mín, mig langar að
þakka fyrir tímann sem við átt-
um saman og við sjáumst síðar.
Ég finn að það er eitthvað guð-
legt í okkur öllum. Við höldum
bara okkar striki og það er
örugglega eitthvað þarna uppi
sem við getum gert grín að.
Þér óska ég að engill vaki yfir
þér og bið guð þig að geyma þar
sem þú átt nú heima.
Garður Einarsson.
Nú er komið að kveðjustund-
inni, elsku amma mín, þú ert bú-
in að kveðja þennan heim fyrir
fullt og allt en við sem eftir er-
um geymum minningarnar um
þig eins og dýrmætan fjársjóð.
Mér eru ógleymanlegar allar
sögustundirnar í eldhúsinu hjá
þér, allar sögurnar sem þú sagð-
ir á meðan ég sporðrenndi rist-
uðum hnetusmjörsbrauðsneið-
um, kakómalti og öðru góðgæti.
Af öllum þessum sögum stendur
þó ein saga upp úr en það er
sagan af henni Nípu. Þeirri sögu
hafði ég alltaf gaman af og get
mér til að þú hafir sagt mér
hana ekki sjaldnar en hundrað
sinnum. Það var alltaf gott að
leita til þín hvort sem tilefnið
var stórt eða smátt, þú varst
alltaf hjálpfús og greiðvikin. Þú
sýndir mér fram á að líf manns
er ekki bara hið áþreifanlega í
kringum mann heldur að það
sem býr innra með manni er
ekki síður mikilvægt. Allar sög-
urnar sem þú kunnir, lognar eða
sannar, allur kveðskapurinn
sem þú kunnir utan að, reynslan
og minningarnar sem þú varst
óþreytandi að miðla öðrum,
hvort sem það var til gagns eða
gamans, allur þessi hafsjór af
fróðleik og gamanmáli sem þú
færðir okkur skilur okkur ríkari
eftir. Takk fyrir samfylgdina,
amma mín, og megi minning þín
lifa.
Sturla Einarsson.
Ragnhildur Sóley
Steingrímsdóttir
✝ Kjartan SveinnGuðjónsson
fæddist 2.9. 1925 í
Reykjavík. Hann
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Eir í
Reykjavík 24.5.
2015.
Foreldrar hans
voru Guðjón
Bjarnason, f. 6.11.
1898 á Óseyrarnesi
við Eyrarbakka, d.
11.9. 1983, og Guðrún Sveins-
dóttir, f. 6.9. 1895 á Torfastöð-
um í Grafningi, d. 14.4. 1942.
Systkini: Lydía, f. 29.5. 1921, d.
10.3. 1998, og Bjarndís Kristrún,
f. 20.11. 1926. Hálfsystkini sam-
feðra: Erla S., f. 6.3. 1930, Sig-
urður Rúnar, f. 8.8. 1949, og
Hulda Kolbrún, f. 21.9. 1952.
Eftirlifandi eiginkona Kjart-
ans er Lína Guðlaug Þórð-
ardóttir, f. 27.7. 1927. Börn
þeirra eru: Þórður,
f. 31.12. 1944,
Kjartan, f. 11.6.
1947, Guðrún Katr-
ín, f. 9.2. 1949,
Sveinn, f. 7.7. 1952,
og Sigrún, f. 8.7.
1958.
Kjartan fæddist
og ólst upp í
Reykjavík. Eftir
nám í Iðnskólanum
hóf hann ungur
störf hjá Olíuverslun Íslands þar
sem hann sinnti ýmsum versl-
unarstörfum um árabil. Hann
vann ýmis verslunar- og skrif-
stofustörf í gegnum tíðina, síð-
ustu ár starfsævinnar við inn-
flutning hjá Olíufélaginu
Skeljungi.
Útför Kjartans fer fram í
Grafarvogskirkju í Reykjavík í
dag, 29. maí 2015, og hefst kl.
15.
Það er með miklum söknuði en
djúpu þakklæti sem við kveðjum
þig í dag, elsku pabbi.
Við systkinin höfum svo margs
góðs að minnast og munum alla
tíð geyma þessar fallegu minning-
ar um þig í hjörtum okkar. Betri
fyrirmynd hefðum við ekki getað
haft og betri föður og vin er ekki
hægt að hugsa sér. Þú ólst upp við
allt aðrar aðstæður en við gerðum
og börnin okkar alast upp við í
dag. Frá fyrstu tíð bjóstu yfir
ótrúlegum dugnaði og sjálfsbjarg-
arviðleitni sem þú lagðir mikla
áherslu á að við systkinin tileink-
uðum okkur. Gott dæmi um það
var vörubíllinn sem þú keyptir þér
á stríðsárunum þegar þú hafðir
nýlokið námi og færri fengu vinnu
en vildu. Þá mættir þú bara á
vörubílnum niður á höfn og reynd-
ir að fá alla þá vinnu og allar þær
ferðir sem hægt var að fá. Þannig
varstu alla tíð og það veganesti
gafstu okkur.
Alltaf varstu mættur þegar við
systkinin stóðum í stórræðum,
hvort heldur við værum að
byggja, flytja eða bara vinna í
garðinum okkar. Þú slóst aldrei
slöku við og naust þín best þegar
þú hafðir nógu mikið fyrir stafni.
Þú elskaðir allt sem tengdist
garðyrkju og fallegri garður en
ykkar mömmu var ekki til. Þið
mamma voruð svo miklir félagar
og vinir og höfðuð þá framsýni að
„njóta hvers dags“ eða lifa í núinu
eins og það er kallað í dag, því þið
hikuðuð aldrei við að ferðast og
gera allt það sem ykkur datt í hug
hvenær sem tækifæri bauðst.
Fyrir það erum við þakklát og vit-
um að mamma mun lifa á þeim
góðu minningum um ókomna tíð.
Við systkinin höfum einnig not-
ið þess að ferðast með ykkur út
um allan heim og átt góðar og
skemmtilegar stundir með ykkur.
Þú skilur eftir þig stóran hóp af-
komenda, það yngsta nýfætt og
það elsta sjötugt. Pabba, afa og
langafa verður alltaf minnst með
þakklæti, gleði og miklu stolti.
Það eru forréttindi að hafa átt
pabba sem maður horfði upp til og
var alltaf hreykinn af. Þú varst
alltaf fullur af orku, jákvæður og
alltaf í góðu skapi. Sá eiginleiki
kom enn skýrar fram í veikindum
þínum því þú sýndir hjúkrunar-
fólkinu og öllum í kringum þig
ekkert annað en þakklæti og hlýju
þrátt fyrir öll þín erfiðu veikindi.
Nú er komið að leiðarlokum og
þú hefur nú loksins fengið hvíld-
ina langþráðu. Þú hefur sýnt ótrú-
legt æðruleysi, dugnað og hug-
rekki, því þú hefur lítið sem
ekkert getað tekið þátt í lífinu
nema sem áhorfandi í alltof lang-
an tíma. Þegar áföll dynja yfir og
heilsan bíður tjón þá verða lífs-
gæðin af skornum skammti. Sam-
hliða sorginni í hjörtum okkar yfir
því að hafa misst þig þá erum við
óendanlega þakklát fyrir að góður
guð hefur nú tekið þig til sín og
lyft þessum þungu byrðum af
herðum þínum. Við munum alla
tíð elska þig og minnast þín í hug-
um okkar og bænum. Við munum
segja barnabörnunum okkar
skemmtilegu sögurnar af sterka
og duglega langafa sem alltaf var
til staðar fyrir alla og alltaf til
taks. Við kveðjum þig nú, elsku
pabbi, með söknuði en þakklæti
fyrir það sem þú kenndir okkur og
fyrir það sem við erum í dag fyrir
tilstilli þitt.
Hinsta kveðja frá okkur börn-
unum þínum og fjölskyldum okk-
ar.
Þórður, Kjartan,
Katrín, Sveinn og
Sigrún Kjartansbörn.
Ég kveð nú elskulegan tengda-
föður minn sem hefur reynst mér
meira sem faðir og verið minn
besti velgjörðarmaður alla tíð. Ég
var rétt átján ára þegar ég kynnt-
ist Kjartani fyrst þegar ég og
dóttir hans vorum að byrja sam-
an. Okkur Kjartani varð strax vel
til vina og hélst sú vinátta alla tíð
og verð ég ævinlega þakklátur
fyrir að geta talið Kjartan vin
minn sem og tengdaföður sem síð-
ar varð. Kjartan hafði þægilega
nærveru og áttum við auðvelt með
að tala um heima og geima, rétt
eins og við gátum líka setið í þögn-
inni því það var ekkert óþægilegt
þótt ekkert væri sagt. Hann
hjálpaði mér mikið þegar ég
stofnaði fyrsta fyrirtækið mitt því
hann hafði reynslu af rekstri,
bæði við vinnu hjá öðrum og eins
við eigin rekstur en tengdafor-
eldrar mínir ráku verslun um ára-
bil. Kjartan kynnti mig snemma
fyrir félagsskap sem stundar
mannræktarstarf á kristilegum
grundvelli og hef ég alla tíð verið
þakklátur fyrir þann tíma sem við
áttum saman í leitinni að ljósi og
sannleika. Þannig var Kjartan
stuðnings- og áhrifavaldur á þá
þætti lífsgöngu minnar sem mest
hafa mótað mig.
Kjartan var maður sem hafði
þurft að treysta á sjálfan sig alla
tíð til að sjá sér farborða enda var
hann harðduglegur til allra verka
og fátt sem hann ekki gat. Kjart-
an vann tvöfalda vinnu alla tíð og
taldi ekki eftir sér að aðstoða
börnin sín, sérstaklega þegar þau
voru að koma sér þaki yfir höf-
uðið. Það er mér ógleymanlegt
þegar hann var að byggja ein-
býlishús þeirra hjóna í Hesthömr-
um, þá var ég einnig að byggja og
þegar Kjartan var búinn með
vinnudaginn í sínu húsi, þá kom
hann til mín og hjálpaði mér að
ganga frá. Síðan þegar hans húsi
var lokið, þá var hann mættur til
vinnu hjá mér.
Við höfðum líka mörg tækifæri
til að ferðast saman og börnin mín
aldeilis rík að eiga svona góða afa
og ömmu og var Kjartan duglegur
að fara með börnin okkar á skíði á
veturna, sérstaklega eldri dóttur
okkar þegar við hjónin vorum að
læra og lesa fyrir próf. Í þessum
ferðalögum urðu til margar góðar
minningarnar sem ylja okkur nú
þegar komið er að kveðjustund.
Það var því mikið áfall þegar
Kjartan fékk heilablóðfall á haust-
mánuðum árið 2003. Hann lamað-
ist öðrum megin, missti málið að
miklu leyti og gat þar með illa tjáð
sig. Allt fram að þeim tíma hafði
hann verið óþreytandi að sinna
hinum ýmsu verkum og er mér
minnisstætt að viku áður en hann
veiktist var hann uppi í tré í garð-
inum hjá mér að klippa greinar
sem ég réð illa við sökum loft-
hræðslu. Það var því átakanlegt
að horfa á kæran ástvin, sem hafði
alltaf verið svo frískur og dugleg-
ur, vera bundinn við hjólastól og
búa við afar skert lífsgæði. Kjart-
an tók veikindum sínum af ótrú-
legu æðruleysi, dugnaði og hug-
rekki og var okkur þannig áfram
einstök fyrirmynd í einu og öllu.
Það er því langþráð hvíld sem
minn góði vinur, tengdafaðir og
bróðir hefur fengið og hugga ég
mig með því að nú sé hann laus við
þrautir og kvöl og komin til Aust-
ursins eilífa. Ég bið honum Guðs
blessunar og þakka fyrir það lán
að hafa átt hann að.
Eggert Claessen.
Elsku afi minn.
Ég kvaddi þig síðast rétt eftir
áramót þegar ég var í heimsókn á
Íslandi. Ég vissi ekki að ég væri
að kveðja þig í síðasta sinn. Þú
hélst fast í höndina mína og ég
kyssti þig á kinnina. Ég sagði þér
að mér þætti svo vænt um þig.
Þegar ég frétti að þú værir dáinn
kom mikil sorg yfir mig en einnig
léttir yfir því að þjáningum þínum
væri nú lokið. Síðan þá hef ég
hugsað mikið til þín og hversu
stór partur af lífi mínu þú hefur
verið Þú varst miklu meira en
bara afi minn. Ég á margar góðar
minningar frá því að ég bjó fyrstu
árin af lífi mínu hjá þér og ömmu á
Sporðagrunninu. Þú fórst með
mér niður á tjörn á sunnudögum
til að gefa öndunum brauð og svo
fórum við í bíltúr niður á höfn til
að skoða skipin. Ég man ferðirnar
okkar upp í Bláfjöll þar sem þú
kenndir mér á skíði. Við fórum á
gamla, bláa jeppanum þínum og
þú hafðir alltaf kakó og skíða-
súkkulaði með. Þú kenndir mér að
gefast aldrei upp og það hefur
gagnast mér í lífinu. Ég á líka
margar góðar minningar með þér
og ömmu uppi í sumarbústað þar
sem þú varst alltaf að smíða eitt-
hvað eða gróðursetja. Við fórum
saman til útlanda, bæði til Spánar
og til Hollands. Það var gaman að
koma í heimsókn til þín og ömmu
og ég var alltaf velkomin. Jólin hjá
ykkur ömmu á Sporðagrunninu
voru einstök þar sem stórfjöl-
skyldan kom saman. Við dönsuð-
um í kringum jólatréð og þú og
amma sáuð til þess að gera hátíð-
irnar sérstakar fyrir okkur barna-
börnin. Þú hafðir sterkar skoðanir
en varst líka mjög ljúfur og um-
hyggjusamur. Þú varst alltaf
mjög vinnusamur. Þú byggðir
bæði heimilin þín í Sporða-
grunninu og Hesthömrunum.
Alltaf þegar ég kom í heimsókn
varstu annað hvort að vinna í
garðinum eða að viðhalda húsinu.
Þú varst líka alltaf tilbúinn að
hjálpa ef einhver í fjölskyldunni
þurfti hjálp við að flytja eða eitt-
hvað þurfti að laga. Rétt áður en
ég flutti til Danmerkur veiktist þú
alvarlega eftir heilablóðfall, lam-
aðist og misstir málið. Þú tókst
veikindum þínum með æðruleysi
og hugrekki. Mér hefur þótt erfitt
að vera í burtu frá þér í öll þessi
ár, en ég er fegin að ég hef getað
heimsótt þig þegar ég hef verið á
landinu. Ég man þú sagðir við mig
að ég ætti að koma „oft“ í heim-
sókn, en að ég ætti bara að stoppa
„stutt“ í hvert skipti, enda varst
þú mjög hreinskilinn og sagðir
hlutina eins og þeir voru. Ég er
þakklát fyrir að Helene og Vikt-
oría fengu að kynnast Kjartan afa
sínum.
Nú ertu farinn, elsku afi, ég
vona að þú hafir fundið frið. Við
munum öll sakna þín óendanlega.
Þú átt alveg einstakan stað í
hjarta mínu.
Þó er eins og yfir svífi
enn og hljóti að minna á þig
þættirnir úr þínu lífi,
þeir, sem kærast glöddu mig.
Alla þína kæru kosti
kveð ég nú við dauðans hlið,
man, er lífsins leikur brosti
ljúfast okkur báðum við.
(Steinn Steinarr)
Þín
Ásdís.
Kjartan Sveinn
Guðjónsson
Innilegar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug við
andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
GUÐMUNDAR HJALTASONAR
rennismiðs,
Víðilundi 20,
Akureyri.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk lyfjadeildar Sjúkrahússins á
Akureyri fyrir einstaka umönnun og hlýju.
.
Kristín Gunnarsdóttir,
Svava Hrönn Guðmundsdóttir, Hreggviður Norðdahl,
Gunnar H. Guðmundsson, Elín Konráðsdóttir,
Guðmundur Logi Norðdahl, Gréta Jakobsdóttir,
Rannveig Albína Norðdahl, Atli Rafnsson,
Anna Kristín Gunnarsdóttir,
Guðmundur Steinn Gunnarsson, Katelin Marit Parsons
og langafabörn.