Morgunblaðið - 29.05.2015, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 29.05.2015, Qupperneq 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015 ✝ Jóhanna Gunn-laugsdóttir (Jóka) fæddist 6. ágúst 1963. Jó- hanna lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 17. maí 2015. Foreldrar Jó- hönnu eru Gunn- laugur Kristinn Jó- hannsson og Unnur Gottsveins- dóttir. Bræður Jóhönnu eru Gott- sveinn, maki Jónína Guðný Árnadóttir, Gunnlaugur Örn, maki Anna Björk Eyvinds- dóttir, og Sigurjón, maki Ragn- heiður Jóhannesdóttir. Tengdaforeldrar hennar eru Þorsteinn V. Þórðarson og Kristín Tryggvadóttir og systir Tryggva er Aðalheiður Þor- steinsdóttir, maki Jón Ragnar Harðarson. Jóhanna bjó í Reykjavík, nánar tiltekið í Skipasundi, fyrstu þrjú árin, en þá fluttist Fyrstu tíu árin bjuggu Jó- hanna og Tryggvi í Kringlunni og fluttu svo á uppeldisslóðir Jóhönnu í Mosfellsbænum. Með og eftir menntaskóla starfaði hún í Álafossbúðinni við Vesturgötu og síðar á skrif- stofunni í Mosfellsbæ. Síðar hóf hún störf í Lúmex og starfaði þar í um tíu ár, þar sem mynduðust mörg persónu- leg sambönd sem entust út æv- ina. Leið hennar lá aftur til Ála- foss þar sem hún starfaði í Ála- fossbúðinni sem verslunarstjóri þar til síðasta haust, auk þess sem mjög sterk vinabönd mynd- uðust með bæði fyrri og seinni eigendum verslunarinnar. Jóhanna var dyggur stuðn- ingsmaður Aftureldingar og starfaði mikið fyrir kvenna- knattspyrnuna. Hún tók þátt í stjórnarstörfum síðastliðin tíu ár og mætti á alla leiki meist- araflokks á meðan heilsan leyfði. Helsta og mesta áhugamál Jóhönnu var fjölskylda hennar. Hún bjó fjölskyldu sinni heim- ilislegt umhverfi sem var um- vafið ást og hlýju. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 29. maí 2015, kl. 15. hún með fjölskyld- unni í Hlíðartún í Mosfellssveit þar sem fjölskyldan stækkaði og vin- irnir bættust í hóp- inn. Jóhanna giftist æskuástinni sinni frá 16 ára aldri, Tryggva Þor- steinssyni, 21. apríl 1990 og eignuðust þau eina dóttur, Kristínu, í jan- úar 1992. Tryggvi bjó einnig í Skipasundi á sama tíma og því spurning hvort þau hafi hist fyrst á leikvellinum. Jóhanna gekk í Varmárskóla og seinna í Kvennaskólann og útskrifaðist þaðan sem stúdent. Hún var mikið fyrir söng og var m.a. í Álafosskórnum auk þess sem hún tók 7. stig í einsöng í Söngskólanum í Reykjavík. Hún var alla tíð í íþróttum og tók m.a. sundkennararéttindi og vann um tíma við sund- kennslu í hjáverkum. Elsku Jóhanna, þú komst inn í fjölskyldu okkar fyrir meira en 30 árum sem unnusta sonar okk- ar Tryggva. Hvílík gæfa var það fyrir fjölskylduna að fá þig í hóp- inn. Sú manneskja sem þú hafðir að geyma var einstök, svo ein- stök að fáir geta jafnað við. Alltaf létt í lund og hrókur alls fagn- aðar þar sem fólk kom saman. Þið Tryggvi bjugguð ykkur fyrst heimili í Kringlunni, en síð- an voru fest kaup á æskuheimili þínu í Mosfellssveit, sem þið end- urbættuð að ykkar stíl. Við vitum að ykkur fjölskyldunni leið vel þarna í sveitinni. Eftir að sólar- geislinn ykkar, Kristín, fór að stunda íþróttir með Aftureldingu stóð ekki á stuðningi ykkar for- eldranna að styðja við bakið á dótturinni og félaginu öllu. Þú hafðir góða sönghæfileika og tókst margar gráður í söng- listinni en vildir ekki gefa þig alla í þá listgrein. En alltaf minnumst við þess, þegar þú á yngri árum komst öllum á óvart í mannfagn- aði og söngst einsöng á þinn frá- bæra hátt. Þegar litið er til baka er ferill þinn alveg einstakur, vinmörg og alls staðar gleðigjafi þar sem þú komst. Þú fékkst að kenna á þeim vá- gesti, sem bardaginn upp á líf og dauða snerist um, aðeins 39 ára gömul, Sú barátta var erfið og ströng og stóð í 12 ár. Þú barðist af mikilli hetjulund með stuðn- ingi eiginmanns og dóttur allan þennan tíma, og ætlaðir aldrei að gefast upp. Lifið hélt áfram og ráðgerð var ferð til sólarlanda nú í maí. En enginn ræður sínum næturstað, og því var ferðin sem ætluð var til sólarstranda í maí með annan áfangastað en ætlað var. Elsku Tryggvi og Kristín, við sem höfum notið þeirra forrétt- inda að fá að verða samferða Jó- hönnu á lífsleiðinni söknum hennar mikið. Minning hennar verður alltaf í hjörtum okkar. Elsku Jóhanna tengdó, takk fyrir allt. Kristín og Þorsteinn (Stína og Steini). Elsku besta vinkona. Við vor- um 5 ára hnátur með fléttur í hárinu, þú ljósar og ég brúnar, þegar við hittumst fyrst. Þú sast á vaskahúsströppunum hjá þér og spurðir: Vilt þú vera vinkona mín? Já, ég vildi vera vinkona þín og það vorum við alla tíð síðan. Við leiddumst saman okkar fyrsta skóladag og vorum saman í bekk alla okkar grunnskóla- göngu.Við fórum saman í sum- arbúðir á Últljótsvatni mörg sumur og fengum alltaf að vera saman í herbergi og studdum hvor aðra í einu og öllu. Þegar kom að framhaldsskóla lukum við báðar stúdentsprófinu okkar frá Kvennó. Við hittum okkar ástkæru eiginmenn, þeim kom vel saman og öll höfum við verið góðir vinir. Það væri hægt að rifja upp mjög langan lista af skemmtilegum hlutum sem við höfum gert saman, sumarbú- staðaferðir, veiði, utanlandsferð- ir og það sem okkur fannst best undanfarin ár, hittast og eiga góða kvöldstund og borða góðan mat saman. Það var yndislegt þegar ég flutti aftur í hverfið okkar, við gátum rölt hvor til annarrar og talað um allt og ekkert yfir kaffi- bolla. Ég sé fyrir mér yndislegan laugardagsmorgun sem við átt- um síðasta sumar, á sömu vaska- húsströppunum og vinskapur okkar hófst. Við fengum okkur kaffibolla, ég hjálpaði þér að lakka tásuneglurnar og við bara nutum þess að vera saman úti í sólinni. Við áttum líka yndislegan laugardag saman um mánaða- mótin niðri á líknardeild, prjón- uðum saman, töluðum um daginn og veginn, þú sagðir mér til um litaval í peysunni sem ég var að prjóna og ég hjálpaði þér aðeins með barnapeysuna sem þú varst að prjóna. Elsku vinkona, það eru eigin- lega ekki til orð til að lýsa dugn- aði þínum og þeim krafti sem þú fannst. Alltaf jafn falleg og vel tilhöfð og það var engin undan- tekning á því þegar ég tók utan um þig 8. maí. Þú hafðir fengið bæjarleyfi eins og þú sagðir og varst heima. Ekki grunaði mig að það yrði í síðasta skipti sem ég myndi faðma þig, elsku vinkona. Ég hélt utan um þig og það síð- asta sem þú sagðir við mig var: Góða ferð, elsku vinkona. Það var fimm dögum seinna, ég stödd í óbyggðum erlendis og fæ skila- boð um að þú eigir ekki langt eft- ir, ég settist út á stein, ekki viss hvað ég ætti að gera. Ég vonaðist eftir símtali frá þér, Tryggvi ætl- aði að hringja og leyfa mér að heyra í þér ef þú hefðir orku. Það kom ekki til þess, elsku vinkona. Það var síðan eins og ég hefði fengið faðmlag frá þér þegar ég setti á mig fallegu útprjónuðu vettlingana sem þú gafst mér með þeim orðum „að þessir gætu verið góðir í þessu fjallabrölti mínu“. Mér fannst við klára fjallstindinn í sameiningu. Nú verð ég að segja: Góða ferð, elsku vinkona. Mér er sagt að þú hafir farið friðsæl og falleg eins og alltaf. Tilbúin í ferðalagið þitt. Við skiptumst á ferðasögum seinna. Elsku vinkona, takk fyrir öll yndislegu árin sem við feng- um saman. Við sjáumst síðar. Elsku Tryggvi, Kristín mín, Unnur mín, Gulli og fjölskylda, saman geymum við minningu um einstaka konu og bestu vinkonu. Innilegustu samúðarkveðjur frá okkur Hemma. Þín vinkona alltaf, Auður. Kveðja frá foreldrum á hliðarlínunni Börn velja sér íþrótt til að iðka og foreldrar fylgja með. Foreldr- ar sem hefðu kannski ekki kynnst ef önnur íþrótt hefði orðið fyrir valinu. Okkar leiðir og Jó- hönnu lágu saman á hliðarlínunni í fótboltanum. Stelpurnar okkar ákváðu að fótboltinn væri íþrótt- in. Það var fyrir margt löngu og þar bundust foreldrar tryggða- böndum. Jóhanna studdi dóttur sína Kristínu í blíðu og stríðu af mik- illi alúð og umhyggju. En Jó- hanna studdi fyrst og fremst liðið okkar, Aftureldingu. Hún mætti á nánast alla leiki meistaraflokks kvenna og var sérstaklega hvetj- andi og jákvæð í stúkunni. Við hin sóttumst eftir nærveru henn- ar og saman sátum við í hóp til margra ára, horfðum á stelpurn- ar okkar og hvöttum þær til dáða. Sú gat nú blístrað, hún Jó- hanna. Hún sinnti þeim verkefn- um er hvíla á herðum foreldra- hópsins, sem eru svo mikilvæg fyrir liðsheildina, af sérstakri natni og óeigingirni. Þegar Jó- hanna sá um sameiginlega kvöld- verðinn fyrir leiki hitti hún alltaf í mark. Allir leikmenn, en sér- staklega þeir erlendu, áttu skjól hjá Jóhönnu og Tryggva. Þau hjónin voru samhent í starfi sínu fyrir kvennaknattspyrnuna og má með sanni segja að Aftureld- ingarhjartað hafi slegið taktfast á heimilinu. Ein fyrir allar og all- ar fyrir eina. Það verður ekki eins að mæta á leiki meistaraflokks kvenna í Aftureldingu og Jóhönnu verður sárt saknað. Sæti hennar í stúk- unni autt, en minningin um glað- lega, skemmtilega, hvetjandi og staðfasta Aftureldingarkonu lifir og mun fylgja okkur á leikjum framtíðarinnar. Fyrir hönd foreldranna á hlið- arlínunni sendi ég Tryggva og Kristínu innilegar samúðar- kveðjur. Anna Sigríður Guðnadóttir. Elsku Jóhanna okkar. Við kveðjum þig með miklum sökn- uði og sorg en yljum okkur jafn- framt við allar góðu minningarn- ar sem við höfum safnað saman í gegnum árin. Við kynntumst í grunnskóla, Varmárskóla í Mosó, og höfum haldið vinskapnum all- ar götur síðan eða í fjörutíu ár. Það er af mörgu að taka þegar litið er til baka. Við stofnuðum saumaklúbbinn okkar snemma og hann hefur hjálpað okkur að halda tengslunum öll þessi ár. Við kynnumst mönnunum okkar, giftum okkur og eignumst börnin allar á svipuðum tíma. Eftir því sem árin hafa færst yfir hefur vinskapur okkar dýpkað og orðið nánari. Það sem er okkur efst í huga gagnvart þér, elsku Jóhanna, er þinn endalausi dugnaður og skörungsskapur og hversu hrein og bein þú hefur alltaf verið. Þú ákvaðst til dæmis að við skyldum allar baka hver fyrir aðra þegar börnin okkar fermdust og þó við hinar ættum þrjú eða fjögur börn þá taldirðu það ekkert eftir þér. Persónueinkenni þín komu vel fram í því hvernig þú tókst á við sjúkdóminn þinn með ákveðni, æðruleysi og hugrekki. Við erum þakklátar fyrir hve þú vannst hjá skilningsríkum vinnuveitanda sem gerði þér kleift að vinna eins og þrek og heilsa leyfði. Það var þér mikils virði og þar fékk ein- stök smekkvísi þín og hæfileikar sem prjónasnillingur og að njóta sín. Kæru Tryggvi og Kristín, Unnur, Gulli og fjölskylda. Hug- ur okkar er hjá ykkur á þessum erfiða tíma. Við og fjölskyldur okkar sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Auður, Elva, Guðfinna, Ingibjörg og Kristín. Í dag kveðjum við góða vin- konu og samstarfsmann, Jó- hönnu Gunnlaugsdóttur. Þegar við hjónin keyptum verslunina Álafoss í Mosfellsbæ árið 2005 hafði Jóhanna starfað þar í fjölda ára. Það var okkur ómetanlegt að fá hana til starfa hjá okkur með alla sína reynslu og kunnáttu sem hún miðlaði til okkar allra. Það kom fljótt í ljós að þarna var á ferð gull af manni, hún var úrræðagóð og með mikla stjórnunarhæfileika, handverks- kona mikil og yndisleg vinkona. Það myndaðist á milli okkar góð vinátta bæði í leik og starfi, og munum við geyma minningarnar í hjörtum okkar um ókomna tíð. Jóhönnu verður sárt saknað af samstarfsmönnum, prjónakonum og viðskiptavinum okkar sem hafa notið gleði og þjónustulund- ar hennar í gegnum árin hér í Álafossi. Elsku Jóhanna okkar, við fjölskyldan þökkum þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Tryggvi og Kristín, ykk- ar missir er mikill og megi góður Guð styrkja ykkur á þessum erf- iðu tímum. Blessuð sé minning Jóhönnu Gunnlaugsdóttur. Þér ég þakka vináttu og góðar stundir Hlýja hönd og handleiðslu, okkar stundir saman. Bjartar minningar lifa ævina á enda. (Hjartalag) Guðmundur Arnar og Gerða. Við kveðjum kæra vinkonu okkar, Jóhönnu Gunnlaugsdótt- ur, sem lést 17. maí sl. eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm sem því miður varð henni að falli. Jóhanna var þvílíkt hörkutól sem kvartaði aldrei hversu veik sem hún hafði verið. Jóhönnu þekktum við frá unga aldri en svo liðu árin og sumarið 1998 kom hún sem himnasending og bað um starf hjá okkur í Ála- fossbúðinni, samstarf okkar var yndislegt í alla staði og þökkum við fyrir að hafa notið starfs- krafta hennar, en samskipti okk- ar voru meiri en innanbúðar því við gerðum margt utan vinnu með Jóhönnu og Tryggva, t.d. fórum við saman til Parísar og „ullarlufsupartíin“ okkar gleym- ast aldrei. Við erum þakklát fyrir allar góðu minningarnar um hana. Við kveðjum þig með tregans þunga tár sem tryggð og kærleik veittir liðin ár. Þín fórnarlund var fagurt ævistarf og frá þér eigum við hinn dýra arf. Móðir, dóttir, minningin um þig er mynd af því sem ástin lagði á sig. (Guðrún Jóhannsdóttir) Elsku Tryggvi, Kristín, Unnur og Gunnlaugur, systkini og tengdafólk, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðj- ur, megi guð styrkja ykkur á þessari erfiðu stund. Elsa Hákonardóttir. Yndisleg hörkudugleg hetja hefur nú kvatt okkar heim. Þó svo að við vitum að dauðinn sé á næsta leiti, þá bregður manni alltaf jafnmikið og er aldrei tilbú- inn í það þegar kallið kemur. Mér finnst ég vera mjög hepp- in að hafa kynnst Jóhönnu og fengið að starfa með henni í Ála- fossi. Þetta var gríðarlega lær- dómsríkur og skemmtilegur tími fyrir mig að vinna með henni, því Jóhanna vissi upp á hár hvernig hún vildi hafa hlutina. Hún var snögg að taka ákvarðanir og framkvæma. Hún var mjög kröfuhörð á það hvernig hún vildi að maður ynni verkin sín og er tvímælalaust einn af stóru áhrifavöldunum í mínu lífi. Við áttum mörg einlæg, ynd- isleg samtöl sem einkenndust af gagnkvæmri virðingu og trausti um allt og ekkert. Dóttir mín spurði mig um dag- inn hvort ég héldi að það væri gaman að vera Guð. „Já,“ sagði ég, „þú hittir allavega fullt af skemmtilegu fólki og hjá Guði líður öllum vel.“ Þannig vil ég trúa því að hlutirnir séu. Ég gerði nokkuð margar tilraunir til að hitta hana í vetur en einhvern veginn náðum við ekki nógu oft saman. Síðasta sms-ið sem ég sendi henni þegar við vorum að reyna að finna tíma til að hittast var „ekkert mál elskan, ég næ á þig á endanum. Eigðu yndislegan dag“. Ég vona að það hafi svo sannarlega verið. Við hittumst seinna, það er bókað mál. Ég næ á hana á end- anum. Elsku Tryggvi, Kristín og fjöl- skylda, mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Jóna Björg Ólafsdóttir. Jóhanna Gunnlaugsdóttir Það er mér mikils virði. Ég er afskaplega stoltur að vera frændi Jóns Bergvinssonar og að hafa fengið að kynnast hon- um. Hann hefur gefið mikið af sér og það hefur mótað mann á margan hátt. Fyrir þetta er ég þakklátur. Takk fyrir mig og mína. Hrafn Sævaldsson. Það er svo margt sem kemur upp í hugann nú við andlát frænda míns og vinar. Jónsi var móðurbróðir minn og kom úr stórum systkinahóp, þar sem Haukur einn lifir enn í fullu fjöri, 85 ára gamall. Jónsi var sjómaður alla sína ævi, en lengst af var hann á fyrsta ný- sköpunartogara okkar Íslend- inga, Ingólfi Arnarsyni. Hann þótti afburða sjómaður og hvers manns hugljúfi enda segir það sig sjálft, að maður sem er í sama skipsrúmi svo áratugum skiptir hlýtur að hafa eitthvað til brunns að bera. Jónsi lauk sjómannsferlinum með frænda sínum og vini til áratuga honum Bedda á Glófaxa. Íslendingar hafa verið duglegir að yrkja um sjómanninn og sjómannslífið í gegnum tíðina. Það er kannski ekkert skrítið því öll okkar af- koma og velferð hefur byggst á því sem hafið hefur gefið okkur. Það má því segja, að um Jón Bergvinsson eigi vel við að vitna í gamlan texta þar sem segir „hann var sjómaður dáðadreng- ur og drabbari eins og gengur“. Að mörgu leyti má segja um Jónsa að hann hafi ekki alltaf farið troðnar slóðir og fékk oft á tíðum hugmyndir sem maður sá ekki í fyrstu neitt samhengi í. Mér er minnisstætt að einu sinni er hann kom í heimsókn, sem hann gerði margoft og skipti þá engu máli á hvaða tíma sólarhringsins var, sagðist hann ætla að kaupa sér bíl. Ég fór að ræða þessa hugdettu hans og spurði hvað hann ætlaði að gera með bíl, maður sem ekki hafði einu sinni bílpróf. „Jú,“ sagði hann, „þá getur þú skutlað mér þegar ég kem í land.“ „En ég á bíl,“ sagði ég, „og ekki þarf ég annan til að skutla þér.“ „Frændi,“ sagði Jónsi, „lítum á þetta sem góða fjárfestingu.“ Auðvitað keypti hann bílinn, sem var blár Skodi. Eina nótt- ina var dyrabjöllunni hringt í Fögrubrekku og fór ég niður til að kanna hver væri á ferð á þessum tíma sólarhringsins. Úti stóð Jónsi og hafði greinilega fengið sér í annan fótinn og vildi bara spjalla. Ég hef augljóslega ekki verið neitt ánægður með þessa næturheimsókn og því breytti hann snarlega um ástæður heimsóknarinnar og spurði hvort ég væri ekki sæmi- lega fjáður þvi hann vantaði smá pening. Það var ekki vandamálið og bað ég hann að bíða niðri á meðan ég næði í pening því ég vildi ekki vekja hitt heimilisfólkið. Ég var varla kominn upp þegar ég heyrði Jónsa tauta: „Það er óþarfi að þvæla Guð- mundi aftur niður, ég er ekkert of góður til að ná í peninginn.“ Þar með var hann kominn upp og búinn að ná sínu fram, sem var að setjast niður og spjalla. Það var ekki hægt að verða reiður við svona karl. Jónsi kom oft með ýmislegt í matinn, en eins og hann orðaði það var það hollur og góður íslenskur matur því hann vildi að börnin fengju þannig mat á meðan þau væru að stækka. Hann var afar barn- góður enda þótti mínum börnum vænt um hann. Jónsi hefði orðið 90 ára síðar á þessu ári ef hann hefði lifað og það minnir okkur á að sú kynslóð sem lagði grunninn að bættum lífskjörum íslensku þjóðarinnar á síðustu öld er nú að hverfa. Mér þótti alltaf vænt um þennan frænda minn og minnist hans með hlýju. Guðmundur Oddsson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.