Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015 Malín Brand malin@mbl.is Fyrir síðustu helgi var gert sam- komulag á milli dýralækna og kjúk- linga- og svínaræktenda um að sala á sláturafurðum yrði heimiluð en undanþágur til slátrunar í verkfalli dýralækna hafa á undanförnum vik- um aðeins verið veittar ef velferð dýra hefur verið ógnað. Í síðustu viku lýstu bændur áhyggjum af ónógu rekstrarfé og óttuðust fóðurskort á búum sínum. Til að koma til móts við bændur og til að stuðla að velferð dýra var heimild veitt til slátrunar og sölu og í vikunni hefur því komið fersk vara á markað. Bændur hafa sent inn umsóknir um frekari undanþágur en undan- þágunefndin virðist ekki hafa tekið endanlega afstöðu til umsóknanna. Bændur hafa ekki fengið svör og ekki náðist í talsmenn hjá Dýra- læknafélagi Íslands í gær. Það ríkir því óvissa á nýjan leik því bændur vita ekki hvort þeir fá að slátra í næstu viku. Var skref í rétta átt „Þessi heimild sem bændur fengu báðum megin við síðustu helgi var skref í rétta átt. Það hjálpaði að- eins til en það er mjög fljótt að falla í sama farið aftur ef frekara rof verð- ur á slátruninni,“ segir Hörður Harðarson, formaður Svínaræktar- félags Íslands. Bændur telja jafnvel að einhver misskilningur gæti hafa orðið í mill- um bænda og dýralækna um sam- komulagið sem gert var fyrir viku. Óvissa um slátrun og sölu sláturafurða í verslunum Morgunblaðið/Sverrir Óvissa Bændur vita ekki hvort slátrað verður í næstu viku eður ei.  Beðið um frek- ari undanþágur SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan. Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur sínum náttúrulega lit. GERUM SÓLPALLINN EINS OG NÝJAN info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225 Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Nokkrir geislafræðingar hafa sagt upp störfum sín- um undanfarið en verkfall þeirra hefur staðið á ní- undu viku. „Það liggur fyr- ir að það hefur verið vegið mjög að þessari stétt og hennar faglega starfsheiðri og það hefur hleypt illu blóði í menn. Geislafræð- ingum er mjög misboðið,“ segir Katrín Sig- urðardóttir, formaður Félags geislafræðinga. Hún segir undanþágur afgreiddar eins og fyrr og fari það eftir aðstæðum hverju sinni hve margir starfi á grundvelli þeirra hverju sinni. Katrín segist ekki bjartsýn á fram- haldið og segir að engin teikn séu á lofti um að verkfallið muni leysast í bráð. Boðað hefur verið til samningafundar hjá BHM við ríkið í dag klukkan ellefu, en BHM semur meðal annars fyrir hönd félags geisla- fræðinga. Samkvæmt upplýsingum frá emb- ætti ríkissáttasemjara er búist við nýjum til- boðum frá samninganefnd ríkisins í deilunni á fundum í dag. „Furðuleg staða“ Samningafundur BHM og ríkisins í gær stóð ekki lengi. „Þeir drógu tilboðið til baka með þeim hætti að þeir lögðu fram nýtt til- boð en í staðinn fyrir launahækkanir með dagsetningum voru komin X í staðinn. Það jafngildir því að þeir hafa dregið fyrra til- boðið til baka án þess að koma með nýtt í staðinn,“ sagði Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, um stöðu viðræðn- anna í gær. Í tilkynningu sem barst í kjölfarið frá BHM í gær var það kallað „furðuleg staða“ að eftir átta vikna verkfall lægi ekki tilboð um launahækkanir á borðinu og tók Páll und- ir það. „Þetta er afar sérstakt og kom okkur verulega á óvart. Það hefði ekki komið okkur á óvart, miðað við gang mála, að fá tilboð sem við erum ekki sátt við, það er eitt. En það að það séu engar tölur í boði, það kom okkur verulega á óvart,“ sagði hann. Morgunblaðið/Rósa Braga Verkfall Óánægja er meðal geislafræðinga Er ekki bjartsýn á framhaldið  Samningafundur milli BHM og ríkisins í dag BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Viðræður verkalýðsfélaga innan Alþýðusam- bands Íslands við Samtök atvinnulífsins virtust vera á lokastigi í gærkvöldi. Stefnt var að undirritun nýrra kjarasamninga eftir hádegi í dag. Starfsgreinasamband Íslands var í gær orðið samsíða Flóabandalaginu og verslun- armannafélögunum í samningsgerðinni við Samtök atvinnulífsins. Aftur á móti voru forystumenn samflots iðnaðarmanna ekki búnir að taka afstöðu til þess hvort þeir væru tilbúnir að ganga til samninga á þess- um grundvelli. „Hægt að una við þetta útspil“ Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, sagði í gærkvöldi að búið væri að ganga frá öllum bókunum með væntanlegum kjarasamning- um og drögum að kjarasamningum fyrir ut- an eitt atriði. Hún sagði að setið væri við og reynt að ná niðurstöðu í því. Vonaðist hún til að það tækist í gærkvöldi. Samninganefndir verkalýðsfélaganna og Samtaka atvinnulífsins fengu síðdegis í gær kynningu á aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. Þær fel- ast einkum í lækkun tekjuskatts einstak- linga og aðgerðum í húsnæðismálum. Verka- lýðsforingjar tóku fyrra útspili ríkis- stjórnarinnar í húsnæðismálum illa, töldu að í því fælust allt of litlar umbætur. Ólafía sagði að í gær hefði verið búið að gera breytingar á húsnæðistillögunum, bæta þar verulega í, og hugnaðist verkalýðsfélögun- um það mun betur. Skattatillögur nýtast millitekjuhópum Aftur á móti eru skattatillögurnar óbreyttar. Ólafía sagði að þær nýttust milli- tekjuhópum, meðal annars innan VR. Lág- launahóparnir fengju miklar leiðréttingar með hækkun launataxta og hækkun lág- markslauna. „Það er hægt að una við þetta útspil,“ sagði Ólafía þegar hún var spurð að því hvort hún væri ánægð. Reiknað var með að tillögurnar yrðu lagðar fyrir fund ríkis- stjórnarinnar árdegis í dag. Ólafía sagði í gærkvöldi að ef niðurstaða samninga næðist þá um kvöldið myndi hún kynna endanleg samningsdrög á fundi stjórnar og trúnaðar- ráðs félagsins í hádeginu í dag og þá yrði hægt að skrifa undir nýjan kjarasamning eftir hádegið. Ef ekki yrði komin niðurstaða í öll mál yrði staðan eigi að síður kynnt á fundinum. Hoppar ekki hæð sína af gleði „Við erum að skoða þann pakka sem er á borðinu og fara yfir málin með baklandi okkar,“ sagði Kristján Þórður Snæbjarn- arson, formaður Rafiðnaðarsambands Ís- lands, en félagið er í samfloti iðnaðarmanna. Félögin hafa ekki gengið inn í stóra sam- flotið. Samtök atvinnulífsins kynntu í gær hvernig laun iðnaðarmanna myndu breytast, ef gengið yrði að tilboði samtakanna. „Ég hoppa ekki hæð mína af gleði yfir því. Þetta er langt frá því sem við hefðum viljað sjá,“ sagði Kristján. Hann tók fram að eftir væri að meta endanlega áhrif tilboðsins. Í gangi er atkvæðagreiðsla hjá iðnaðar- mannafélögunum um boðun verkfalls frá 10. júní að telja. Atkvæðagreiðslunni lýkur næstkomandi mánudag. Morgunblaðið/Eggert Vinnutörn Veitingarnar í Karphúsinu eru farnar að léttast. Byrjað að undirbúa vöfflubakstur sem er óbrigðull undanfari undirritunar samninga. Stefnt að undirritun nýrra samninga í dag  Nýtt útspil ríkisstjórnarinnar  Iðnaðarmenn taka ekki þátt í samflotinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.