Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015 Kappsamir sílaveiðarar Þessar duglegu vinstúlkur, María Rúna Nunez Kvaran og Sigfríður Sól Flosadóttir, hafa mikinn áhuga á fiskveiðum og veiða hér síli af kappi í Grasagarðinum. Eggert Bandaríkjamenn tóku nýlega við póli- tískri forystu í Norð- urskautsráðinu af Kanadamönnum og fara með hana næstu tvö árin. Af frétta- tilkynningu um fund- inn má ráða að vilji að- ildarríkjanna átta standi til þess að aukin spenna í samskiptum ríkisstjórna Vesturlanda við Rússa vegna hættuástandsins í Úkraínu verði ekki til að spilla samstarfi inn- an ráðsins. Þögnin um þessi málefni gerir Norðurskautsráðið þó dálítið hjárænulegt. Finnska varnarmálaráðuneytið sendi á dögunum bréf til um 900.000 varaliða til að minna þá á skyldur þeirra ef til hernaðarátaka kæmi. Má með varaliðum fjölga í her Finnlands úr 16.000 í 285.009. Önnur þjóð innan Norðurskauts- ráðsins, Svíar, kallar í fyrsta sinn í sögunni á bandarískar B-52 sprengjuþotur til æfinga og sendir þannig ráðamönnum í Moskvu skýr pólitísk skilaboð. Norska sendiráðið í Reykjavík og Rannsóknasetur um norðurslóðir við Háskóla Íslands efndu þriðju- daginn 19. maí til málstofu í Nor- ræna húsinu þar sem dr. John Andreas Olsen, foringi í flug- hernum og sérfræðingur norska varnarmálaráðuneytisins, kynnti viðhorf Norðmanna í öryggismálum á svæðinu sem fellur undir Norðurskauts- ráðið. Sagði Olsen atvik í Rússlandi og á hafinu undan ströndum og ut- an lofthelgi Noregs að- eins minna á gam- alkunn umsvif sovéska hersins. Nú væri her Rússa hins vegar mun öflugri en á Sovéttím- anum og ásetningur þeirra að skapa kjarnorkukafbátum sínum skjól allt frá Íslandi að Kóla- skaga skýrari. Norski sérfræðingurinn sagði gæði búnaðar rússneska heraflans mikil og herinn væri betur þjálf- aður en áður. Rússar hefðu auk þess kynnt þá breytingu á kjarn- orkuvopnastefnu sinni að notkun kjarnorkuvopna mundi ekki taka mið af stigmögnun átaka heldur yrði þeim beitt sem hluta af hern- aðarátökum ef til þeirra kæmi. Þetta væri í andstöðu við stefnu sem fylgt væri af NATO. Olsen sagði einnig áhyggjuefni hve Rússar efndu til tíðra her- æfinga á norðurslóðum án þess að tilkynna fyrirfram um þær. Á þeim hvíldi að vísu ekki tilkynning- arskylda, hins vegar kæmi ekki neinum innan NATO til hugar að hefja heræfingu án þess að segja frá henni fyrirfram. Það væri liður í að skapa traust milli ríkja. Máttleysi Evrópu Hinn 12. maí 2015 birti þýski rit- stjórinn og öryggismálafræðing- urinn Josef Joffe grein í Strategika, riti Hoover-stofnunarinnar í Banda- ríkjunum, þar sem hann sagði leið- toga ESB-ríkjanna vilja líta áfram á Evrópu sem „friðareyju“ þrátt fyrir váboða um að stríð og ofbeldi færð- ust æ nær álfunni. Joffe minnti á að undir forsæti Baracks Obama hefði Bandaríkja- stjórn minnkað útgjöld til varnar- mála úr rúmlega 700 milljörðum dollara árið 2011 í 570 milljarða árið 2015. Þá vildi Obama draga mark- visst úr aðild bandarísks herafla að átökum, hikandi aðild að hern- aðinum gegn Íslamska ríkinu væri til marks um það. Þýski ritstjórinn veltir fyrir sér hver muni fylla skarð Bandaríkja- manna, það verði ekki Evrópa þrátt fyrir að innan ESB séu 500 millj- ónir manna en 320 milljónir í Bandaríkjunum. Evrópuríki séu „aumkunarverð“ í hernaðarlegu til- liti. Árið 2011 hafi þau alls varið 267 milljörðum dollara til varnarmála, 38% af varnarútgjöldum Banda- ríkjamanna. Reiknað sé með 250 milljörðum dollara á árinu 2015. Þá segir Josef Joffe, ritstjóri þýska mið-vinstra vikublaðsins Die Zeit: „Í stuttu máli: Í Evrópu halda menn áfram að líta á álfuna sem „friðareyju“ en hún er ekki lengur öruggur staður. Útþenslustefna, hryðjuverk og stríð færast nær – í átt að hjarta Evrópu og einnig að suðausturjaðri álfunnar. Viðfangs- efnin skýrast dag frá degi, hið sama verður ekki sagt um viðbrögðin. Við blasir aðeins hið sama og áður: í Evrópu hafa menn hvorki vilja né getu til að beita valdi til að tryggja hnattrænan stöðugleika. Jafnvel þótt menn í álfunni vildu það skort- ir þá nauðsynlegan vígbúnað.“ Evrópa stendur með öðrum orð- um á hliðarlínunni í hinu stóra al- þjóðlega samhengi. Tengsl Íslands og Bandaríkjanna Vegna hvalveiða Íslendinga eru hnökrar á pólitískum samskiptum Íslands og Bandaríkjanna. Þeir hafa þó ekki komið í veg fyrir að þrjár mikilvægar sendinefndir frá Íslandi hafa undanfarna mánuði hitt bandaríska embættismenn í Washington: hópur embættismanna úr utanríkis- og innanríkisráðu- neytunum, utanríkismálanefnd al- þingis og nú síðast Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sem ræddi við John Kerry, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, á einka- fundi fimmtudaginn 21. maí. Í frásögn utanríkisráðuneytisins af fundi ráðherranna segir að þeir hafi rætt varnarsamstarf þjóðanna og niðurstaðan sé þessi: „Samvinna ríkjanna á sviði varnar- og öryggis- mála hafi styrkst á ný á síðustu tveimur árum og mikilvægt sé að halda áfram á þeirri braut. Þá hafi þátttaka Bandaríkjanna og annarra bandalagsríkja í loftrýmisgæslu á Íslandi gengið vel.“ Eftir Gunnari Braga er haft: „Þá standa gagn- kvæmar skuldbindingar ríkjanna í öryggis- og varnarmálum óhagg- aðar og ríkur vilji er til að halda áfram á þeirri braut að styrkja það samstarf á grundvelli varnarsamn- ingsins.“ Þetta er nýr tónn í frásögnum af þessu tagi. Um árabil hafa umræð- ur utanríkisráðherra NATO-ríkja snúist um aðgerðir á vegum banda- lagsins til að bregðast við hættu- ástandi á fjarlægum slóðum: í Afg- anistan, Írak, undan strönd Sómalíu eða í Líbíu. Nú snúast þær um gagnkvæma öryggishagsmuni og sameiginlegar varnir. Er þetta orðað þannig í frásögninni af við- ræðum Gunnars Braga við Kerry: „Gunnar Bragi áréttaði að íslensk stjórnvöld tryggi rekstur og viðhald mikilvægs varnarviðbúnaðar á Ís- landi sem sé hlekkur í sameig- inlegum vörnum Atlantshafs- bandalagsins.“ Sameiginlegar varnir NATO- ríkjanna eru á ný orðnar þunga- miðja í öryggisstefnu þeirra og þar skipta Bandaríkin og afstaða Bandaríkjastjórnar sköpum. Eftir Björn Bjarnason »Um árabil hafa utan- ríkisráðherrar NATO-ríkja rætt hættuástand á fjar- lægum slóðum: Nú ræða þeir gagnkvæma öryggishagsmuni og sameiginlegar varnir. Björn Bjarnason Höfundur er fyrrv. ráðherra. Sameiginlegar varnir á ný viðfangsefni NATO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.