Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015 Malín Brand malin@mbl.is Það sætir iðulega tíðindum þegar herskip leggst hér að landi. Þegar hermenn í fínum búningum sjást spássera í miðbænum er algengt að áhugasamir bregði sér út á höfn til að skoða farkost þeirra. Farkosturinn sem nú liggur í Reykjavíkurhöfn er franska frei- gátan Latouche-Tréville og er hún engin smásmíði. Hún er 139 metr- ar á lengd, 15 metrar á breidd og ristir 5,5 metra. Einhverjir hafa eflaust séð freigátuna þar sem hún siglir í úfnu hafi í frönsku kvikmyndinni Océans frá 2010. Tvær gastúrbínur Latouche-Tréville knýja tvær SEMT Pielstick-dísilvélar sem skila hvor um sig 5,200 hestöflum (3,878 kW) og þannig nær freigát- an allt að 21 hnúts hraða. Þegar mikið liggur við, eins og skipstjór- inn komst að orði, má nota Rolls Royce Olympus TM3B-gastúrbín- urnar tvær og þá eykst hraðinn töluvert og freigátan geysist áfram á allt að 30 hnúta hraða. Þær eru þó ekki notaðar nema sérstök ástæða sé til, enda rýkur eldsneytiseyðslan upp úr öllu valdi því hvor túrbínan um sig skilar 26.000 hestöflum (19,388 kW). „Á fullu afli fara tíu tonn af gasi á klukkustund. Þess vegna reynum við að nota þær sem minnst,“ út- skýrir skipstjórinn Matthieu Dre- von. Fullbúið herskip Að mörgu þarf að huga á her- skipi sem þessu. Það er hlaðið búnaði, eins og gefur að skilja þegar tundurspillir er annars veg- ar. Hver og einn í áhöfn er þjálf- aður til að geta unnið að viðhaldi hinna ýmsu tækja og tóla þótt ekki séu þeir allir vélvirkjar. Tvær þyrlur af gerðinni Lynx WG13 Mk.4 eru að jafnaði á Lat- ouche-Tréville og eru þær búnar hljóðsjám til að fylgjast með kaf- bátum neðansjávar auk þess sem hvor þyrla um sig er búin tólf Mark 46-flugskeytum. Skipið sjálft er vel vopnum bú- ið og má þar nefna fjölda tund- urdufla, flugskeyta, fjögur Exocet MM38-flugskeyti með allt að 180 kílómetra drægni, fjórar vél- byssur, fjörutíu 20 mm byssur og eina 100 mm fallbyssu, svo það helsta sé nefnt. Skipið sýnt almenningi Ekki er að undra að skipverjar séu vel þjálfaðir til að bregðast við helstu ógninni á hafi úti, en það er eldsvoði. Viðbragðstíminn er ein mínúta og eldvarnir mikl- ar. Almenningur getur skoðað skipið í dag, föstudag, sem og um helgina. Skoðunin tekur um klukkustund og er brýnt að skrá sig fyrirfram á vef Alliance Fran- çaise, www.af.is, undir liðnum „menningarviðburðir“. Freigáta franska sjóhersins sýnd  240 manna áhöfn Latouche-Tréville stödd í Reykjavík  Skipið knúið af tugum þúsunda hestafla  Tundurdufl, flugskeyti og tvær vopnum búnar þyrlur um borð  Skoðunarferðir um helgina Morgunblaðið/Golli Freigáta Latouche-Tréville er tundurspillir en alla jafna er notast við orðið freigáta yfir þá í franska sjóhernum. Tækni Búnaður skipsins er mikill og tæknilega fullkominn eins og vera ber. Að jafnaði eru 240 manns um borð í frönsku freigátunni Lat- ouche-Tréville. Undirforingjarnir eru 140 talsins, óbreyttir sjóliðar eru 79 og yfirmennirnir 21. Bæði konur og karlar eru í áhöfn skipsins og þó að kynjahlutföllin séu býsna ójöfn er samstarfið um borð mjög gott. Konurnar eru 13 en karlarnir 227. Konurnar gegna ýmsum stöð- um, allt frá því að vera sjóliðar til yfirmanna. Konur eiga sér nokkuð langa sögu innan franska hersins og er Marie-Angélique Duchemin talin vera fyrsta konan til að öðlast stöðugildi innan hers Frakka. Það var árið 1794 sem hún varð undir- liðþjálfi og síðar liðsforingi. Í dag eru konur um 15% her- manna innan franska hersins. 11% þeirra tilheyra landhernum, 13% sjóhernum, 21% í flughernum og 50% sinna heilbrigðisþjónustu hersins. 13 konur og 227 karlar FJÖLMENN ÁHÖFN Brynja Dögg Guðmundsdóttir brynjadogg@mbl.is Tekjur Auðlindagarðsins á Reykja- nesi námu 20,5 milljörðum króna á árinu 2013 eða um 1% af vergri landsframleiðslu en í garðinum starfa nú 500 manns og má rekja 600 afleidd störf til hans. Þetta kom fram á ráðstefnu um Auðlindagarðinn sem haldin var í gær í Hörpu. GAMMA ráðgjöf ásamt HS Orku og Bláa Lóninu stóð fyrir ráðstefn- unni en GAMMA hefur nýlega gefið út skýrsluna Auðlindagarðurinn – Fjölþætt nýting jarðvarma á Reykjanesskaga. Fjallað var um framlag Auðlindagarðsins til verð- mætasköpunar, landsframleiðslu og áhrif á atvinnustarfsemi á Suður- nesjum. Auðlindagarðurinn hefur byggst upp í grennd við jarðvarma- ver HS Orku á Suðurnesjum. Garð- urinn er sagður einstakur á heims- vísu en fyrirtæki innan garðsins nýta öll auðlindastrauma frá jarðvarma- verum HS Orku, en straumar þessir hefðu að öðrum kosti farið til spillis. ½ prósent af landsframleiðslu Friðrik Már Baldursson, hagfræð- ingur, kynnti skýrslu Gamma á ráð- stefnunni og fór yfir helstu niður- stöður um efnahagsleg áhrif af nýtingu Auðlindagarðsins. Benti Friðrik á að auðlindagarðurinn velti rúmum tuttugu milljörðum en lands- framleiðsla sé 2000 milljarðar. Velt- an sé mjög mikil þegar talað er um örfá fyrirtæki á afmörkuðu svæði. Verðmætasköpunin sé um það bil eða rúmlega hálft prósent af lands- framleiðslu. Til að skýra betur um- fang þessa hálfa prósents benti Frið- rik á að fiskveiðar legðu um 5,5% til landsframleiðslu. Verðmætasköpun- in frá auðlindagarðinum væri því tí- undi hluti af sjávarútveginum. Þá væri stóriðjan með rúm 2% af lands- framleiðslu svo umrædd verðmæta- sköpun næmi fjórðungi af fram- leiðslu stóriðju til landsframleiðslu. Í þessu samhengi væri ljóst framlag fyrirtækja á þessum afmarkaða klasa á Reykjanesi væri í raun um- talsvert. Ferðaþjónustan lykilþáttur Benti Friðrik á að auðlindagarð- urinn væri í senn þátttakandi og birtingarmynd vaxtar í útflutningi og hagvaxtar sem hefur verið drifinn af útflutningi á undanförnum árum. Vöxtur útflutningsgreina hafi verið lykillinn að efnahagslegri endurreisn Íslands eftir hrun. Ferðaþjónustan hafi verið einn lykilþáttur en hún hafi staðið að baki þriðjungi hag- vaxtar og nefndi hann þar Bláa lónið sem leiðandi fyrirtæki. Friðrik benti á að Auðlindagarð- urinn hefði skilað miklu til sam- félagsins á Suðurnesjum en helst var einblínt á hverju þetta skilaði til at- vinnumarkaðarins. Bent var á áföll sem Suðurnesin hafa orðið fyrir síð- asta áratuginn, brotthvarf hersins sem hafði skilað þeim 8% af útflutn- ingstekjum þegar best var, áhrif fjármálakreppunnar á svæðið og samdrátt sem átti sér stað í sjávar- útvegi. Leiddi þetta til þess að störf- um á Suðurnesjum hafði fækkað um 2000. Mikilvægi Auðlindagarðsins sjáist vel þegar heildarstörf þar eru borin saman við heildarstörf á svæð- inu. Auðlindagarðurinn standi að baki 5% af störfum einn og sér en með af- leiddum störfum megi hóflega áætla 10%. Talið sé óhætt að áætla að at- vinnuleysi á Suðurnesjum hefði verið um tveimur prósentustigum hærra hefði garðsins ekki notið við en fjórð- ung nýrra starfa á Suðurnesjum megi rekja til hans. Fyrirtækin sem heyra undir garðinn eru: HS Orka, HS Veitur, Bláa Lónið, Haustak, Háteigur, Northern Light Inn, ORF Líftækni, Carbon Recycling Int- ernational (CRI) og Stolt Sea Farm Iceland. Slagorð Auðlindagarðsins er enda „Samfélag án sóunar“. Tekjurnar 20,5 milljarðar 2013  Auðlindagarðurinn skilaði um 1% af vergri landsframleiðslu  Hefur skilað 500 störfum og 600 afleiddum störfum Ljósmynd/HS Orka Reykjanes Auðlindagarðurinn byggist á sérþekkingu og samnýtingu mannauðs. Nýttar eru afurðir sem áður fóru til spillis. Skapast hafa fjölbreytt störf og án þeirra væri atvinnuleysi svæðisins tveimur prósentustigum meira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.